Morgunblaðið - 25.02.1983, Page 23

Morgunblaðið - 25.02.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 55 VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS A.—--------^ Um upphitunarkostn- að á íbúðarhúsnæði Pálmi Stefánsson skrifar: „Til að auðvelda fólki að átta sig á orkukostnaði við upphitun eigin húsnæðis eru hér settar upp ein- faldar reglur sem nota má til að bera saman hitaveitu, olíuupphit- un og rafhitun. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu hefur sú þumalfingursregla gilt, að 2 rúmmetra af heitu vatni eða 13 lítra af olíu þurfi til að hita upp hvern rúmmetra húsnæðis. Hve þetta er nálægt sanni er auðvitað háð einangrun viðkomandi hús- næðis. Til að fá árskostnaðinn þarf því að margfalda ofangreind- ar tölur með stærð húsnæðis og verðinu á vatninu eða olíunni, eft- ir því sem við á. Auðvelt er að bera þetta saman við upphitun með rafmagni, því sé vatnið 80° heitt inn og 35 gráður út, eða nýtni olíu- kyndingarinnar 70%, þá svarar þetta hvort tveggja til nálægt 90 kílówatttíma, en þar sem nýtni rafmagnsofna er um 95% þá þarf um 95 kWh á móti 13 lítrum af olíu eða 2 rúmmetrum af heitu vatni. Nú ætti fólk, hvar sem er á landinu, að geta auðveldlega borið saman þessa þrjá valkosti með því einu að margfalda rúmmetra hús- næðisins með 2 fyrir hitaveitu, með 13 fyrir olíukyndingu eða 95 fyrir rafhitun. Að lokum þarf að margfalda útkomuna með eining- arverði á hitaveituvatni, olíu og rafmagni, en það er mjög mismun- andi um land allt, nema ef til vill olíuverðið. Og þá má ekki gleyma að leggja verðjöfnunargjald og söluskatt ofan á rafmagnskostn- aðinn og draga olíustyrkinn frá olíukostnaðinum." Kjósum mann úr atvinnu- lífínu Sigrún Kristjánsdóttir, Kópavogi, skrifar: Þessar línur eru skrifaðar í til- efni af prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi um næstu helgi. Ég vil minna sjálfstæðismenn í kjördæminu á megininntakið í stefnu flokksins, sem er trúin á einstaklinginn, framtak hans og orku. Sjálfstæð- ismenn virða og dást að þeim ein- staklingum sem af eigin rammleik vinna sig áfram og sanna hvers þeir eru megnugir. Duglegir menn sem þora er það sem þingflokkur sjálfstæðismanna hefur greinilega þörf fyrir. Þess vegna er það nauðsyn að kjósa Ellert Eiríksson sveitastjóra í öruggt sæti á lista flokksins um næstu heigi. Ellert er einn af þess- um óskólagengnu frjálslyndu mönnum úr atvinnulífinu sem hafa unnið sig upp á hæfileikun- um og dugnaðinum einum saman, sem fátítt er að sjá núorðið í póli- tík. Það eru ófáir alþingismenn sem ekki fæddust með silfurskeið i munni, en þeirra er svo sannar- lega þörf. Kjósum Ellert Eiríksson í öruggt sæti. Skrifið eða hringið Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þættin- um um hvaðeina, sem hug- ur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11—12 mánudaga til föstudaga. Meðal efnis, sem vel er þeg- ið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frá- sagnir, auk pistla og stuttra greina. Æskilegast er, að bréf séu vélrituð. Nöfn og nafnnúmer þurfa að fylgja öllu efni til þátt- arins. Viðnám gegn valdaráni Sigurður Hallgrímsson, Garðabæ, skrifar: „Ríkisstjórn Gunnar Thor- oddsen, sem nú situr á valdastól- um, hefur ekki stuðst við meiri- hluta á Alþingi íslendinga síðan í ágúst síðastliðnum. Eftir þann tíma hefur hún „stjórnað", ef svo skyldi kalla, með öllum tiltækum ráðum, s.s. að leggja ekki fram lagafrumvörp, tilkynna stjórnar- aðgerðir á blaðamannafundum o.s.frv. Sjálfstæðisflokkur í stjórnar- andstöðu hefur reynt eftir megni að veita viðnám gegn þeirri enda- leysu, sem ríkisstjórn Gunnars hefur boðið þjóðinni upp á. Þar hefur staðið framarlega í flokki ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna. ólafur hefur barist með oddi og egg gegn valdaráni þeirra kump- ána, Gunnars, Steingríms og Hjörleifs. ólafur hefur í þeirri andstöðu oft þurft að taka þungt til orða, sem þó er ekki nema maklegt þeirri „ríkisstjórn" sem nú situr aðgerðalaus í valdastól- um. ólafur G. Einarsson er nú í framboði í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi, og þar veitist okkur Reyknesingum kjörið tækifæri til að þakka hon- um þá einörðu afstöðu, sem hann hefur tekið gegn valdaráni dr. Gunnars Thoroddsens og þeirra kumpána. Gerum því hlut ólafs G. Ein- arssonar sem bestan í þessu Ólafur G. Einarsson prófkjöri og tryggjum með því áframhaldandi ábyrga forystu Sjálfstæðisflokksins." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir heyrðu til hvors annars. Rétt væri: Þeir heyrðu hvor til annars. Djúpslökun & spennulosun Lærðu hvernig djúpslökun getur hjálpaö þér til aö: • ná aðhliða vöðva- og taugaslökun • fyrirbyggja höfuöverki, vöðvabólgu o.fl. • yfirvinna kvíöa, svefntruflanir og óöryggi • ná betri árangri í námi og starfi • bæta sjálfsímyndina og tjáningarhæfni Djúpslökunarkerfiö er talið meðal áhrifaríkustu aðferða til vöðva- og taugaslökunar, en það byggir á tónlistarlœkn- ingum, beitingu ímyndunaraflsins, sjólfsefjun og öndun- artækni. Fræðslumiðstöðin Miðgaröur Bárugötu 11 býöur upp á ítarlega kennslu í djúpslökunarkerfinu: Helgarnámskeið: 11,—13. feb., 18,—20. feb. og 25.-27. feb. Námsefni og tveir kvöldfundir fylgja með. Jafnframt vikulegir hóptímar í slökun. Einkatímar: Tvisvar í viku í átta vikur, klukkustund í senn. Jafnframt vikulegir hóptímar. Kennari: Guðmundur S. Jónasson. Skráning og upplýsingar í síma: 12980 milli kl. /VIÐG>4RÐUR FULLT HUS GÓð MATAR matarkaup Kindahakk aöeins Saltkjötshakk aöeins Lambahakk aöeins Nautahakk aöeins Nautahakk 10 kíló Folaldahakk per. kg Hvalkjöt per. kg Karbonaöi lamba per. kg Nautahamborgari kr. stk. Ærskrokkar kr. kg Lambaskrokkar Kjúklingar 5 stk. kr. kg Unghænur 10 stk. kr. kg Úrvals nautasnitzel Nautagullasch Nautaroastbeef Folaldasnitschel Folaldagullasch Folaldafillet mörbráö Saltaö folaldakjöt Reykt folaldakjöt OPIÐ TIL KL. 7 Á FÖSTUDAGSKVÖLD OPIÐ NÆSTA LAUGARDAG TIL HADEGIS Verið velkomin Okkar Leyft verð verð 48,60 73,00 57,90 112,00 57,90 112,00 118,00 153,00 96,00 153,00 45,00 59,00 47,00 55,00 68,50 118,00 10,00 13,00 27,00 44,00 66,20 96,00 108,00 44,00 58,00 246,00 293,00 196,00 226,00 240,00 288,00 169,00 153,00 165,00 169,00 49,00 60,00 49,00 56,00 KJÓTMIÐSTÖÐIN Laugalaek 2-s. 865II

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.