Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 35 Sagöi hann aö fremur mætti segja að konur heföu gott af því að ganga meö börn því ný hormón sem veröa til á meögöngutímanum virtust hafa góö áhrif á marga hluti hjá konum. Til dæmis væru ýmsir kvillar, sem þær ganga með minna áberandi á meögöngutímanum þvert ofan í þaö sem menn halda. „Ég hef því sagt þaö viö konur svona í hálfgeröu gamni, þegar þær hafa talaö um aö þeim finnist þær vera orönar of gamlar aö eiga börn, aö þetta eigi aö vissu leyti þátt í aö yngja þær svolítiö upp,“ sagöi Gunn- laugur brosandi. „Hitt er svo annaö mál, aö kona getur veriö búin aö leggja sér til ýmsa kvilla. Fertug kona er til dæmis líklegri til aö vera komin með æöahnúta eöa hjartasjúkdóm og sykursýki er algengari hjá fertugum konum en þeim, sem eru um tvítugt. Þaö þarf því aö taka oftar tillit til annarra sjúkdóma hjá fertugri konu en þeirri sem yngri er.“ Viö spuröum Gunnlaug þá aö því, hvernig hann teldi konur um og yfir fertugt andlega á sig komnar til aö eiga börn? „Þær eru þroskaðri og vita betur hvaö þær eru að gera og hafa því möguleika til aö njóta barnanna betur. Þær vilja eiga börn og eru því tilbúnar aö leggja á sig þaö sem til þarf. Yfirleitt standa fjölskyldur vel meö þessum konum og fjárhagslega er afkoman betri." FÆÐINGUM KVENNA UM OG YFIR FER- TUGT HEFUR FÆKKAÐ HÉR Á LANDI Þó fæöingar á seinna frjósemisskeiöinu séu nú meira áberandi, þá hefur aukningin í þeim löndum þar sem þær eru flestar ekki ennþá orðiö mjög mikil, en hvernig er þetta á íslandi? í grein í 1. tbl. Læknablaösins á þessu ári, sem gefið er út af Læknafélagi íslands og Læknafélagi Reykjavíkur er grein um aldur mæðra og eru þaö þeir Gunnlaugur Snæ- dal, Gunnar Biering, Helgi Sigvaldason og Jónas Ragn- arsson, sem tekiö hafa saman tölfræöilegar upplýsingar hvað þetta varöar. Þar kemur fram, aö fæöingum hjá konum yfir 35 ára aldurinn hefur fækkaö jafnt og þétt á tímabilinu 1931 — 1980 og er þetta einkum áberandi hjá konum, sem náö hafa fertugs aldri, en síöastliöin þrjú ár - 35-39 ára 40- ára —r-------1-----1----1-----1----1-----1----1-----1 1931-35 1936-40 1941-45 1946-50 1951-55 1956-60 1961-65 1966 70 1971-75 1976-80 Konur hræddar viö aö eiga börn þó þær séu komnar yfir 35 ára ald- urinn, segir Gunnlaugur Snæ- dal, yfirlæknir Fæöingadeildar Landspítalans. hafa innan við 50 konur yfir fertugt fætt á ári hverju hér á landi og allan síöastliöinn áratug hafa sex konur eöa færri sem komnar eru yfir 45 ára aldurinn fætt á ári hverju. Segir í Læknablaðinu, aö þróunin á þessu sviöi hafi verið örari hér á landi en meöal nágranna okkar. Aftur á móti hefur fæöingum kvenna á aldrinum 30—34 ára fjölgaö nokkuö síöan 1970 og má ef til vill skýra þetta meö því aö konur bíöa meö barneignir sínar vegna úti- vinnu eöa langskólanáms. En nánari tölur er aö finna í meöfylgjandi línuriti og töflu um þróun í þessum efnum. Breytingar á hlutfallslegum fjölda fæöinga eftir aldursflokkum mæöra. Ef til vill eru fæöingar á seinna frjósemisskeiöi bara tískufyrirbrigöi eins og einn læknir komst aö orði viö einn af viömælendum okkar og því spurning um hvert fram- haldiö veröur. En eitt er víst aö ástæöulaust er aö draga úr því viö konur aö eiga börn þó þær séu komnar yfir 35 ára aldur, eins og Gunnlaugur Snædal hefur bent á. Viö- tölin, sem hér fara á eftir viö mæöur, sem allar voru komnar yfir 35 ára aldurinn, þegar þær áttu börn gefa ágæta mynd af því hvernig meðganga og fæöing þessara kvenna gekk fyrir sig og viöhorf þeirra til barneigna á þessum aldri. En látum Gunnlaug Snædal hafa síöasta oröiö í þessum greinarstúf en hann sagöi einhvern tíma meðan við rædd- um saman: „Þaö er gott fyrir fólk á öllum aldri aö eiga góö börn.“ „Ég var orðin 41 árs, þegar ég fann, að mig langaði til að eignast þriðja barniö, en þá hafði átt sér stað ákveðið endurmat í huga mér á gildi lífsins. Fram aö þessum tíma hafði ég haft nóg að gera. Ég var að vinna mig upp og það var erfitt að slíta sig frá þessu samkeppnisandrúmslofti, sem ríkir í kringum okkur. Ég hafði starfaö sem , leikkona og síðar fór ég í Öldungardeild Hamrahlíð- arskóla, tók þaöan stúd- entspróf og fór eitt ár í Há skólann og innritaðist svo í hjúkrunarfræðinám við Hjúkrunarskóla íslands og er þar nú é öðru ári.“ Það er Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, sem hér ræðir við okkur. Hún er gift Baldri Óskarssyni og þau eiga þrjár dætur, Katrínu sem er 25 ára, Ljósbrá, 11 ára og Guð- björgu Evu, sem er aöeins 8 mánaða. PfMér finnst ég alltaf jafn ung og hress til að eiga bam If Og Hrafnhildur heldur áfram: „Þaö má segja aö óg sé svo hepp- inn að vera af þeirri kynslóð, sem getur ráöiö því nokkurnveginn hvort hún eignast barn og hvenær, þvi pillan margumtalaöa kom á markaöinn í kringum 1960. Þannig aö nú getur fólk samræmt barn- eignir öðrum markmiðum í lífinu. Reyndar ætlaöi ég aö eiga barnið, þegar ég heföi lokiö námi, en þeg- ar búiö er aö taka ákvöröun um aö eignast barn, þá ræöur maöur því ekki alveg hvenær þaö kemur und- ir. En mínar framtíöaráætlanir röskuöust lítið viö fæöingu barns- ins, ég tók mér frí úr skólanum í 8 mánuöi og seinkar því um eitt ár í náminu, sem skiptir hvorki til né frá. Ég var mjög frísk meöan á meö- göngu stóö og gat unniö fram á síöasta dag enda hafa konur á mínum aldri lifaö viö afar gott viö- urværi bæöi efnislegt og andlegt og hafa ekki þurft aö leggja á sig erfiöisvinnu og eru því afar vel í stakk búnar til aö eignast börn. Þaö er sagt aö konur á mínum aldri séu oftast þreyttari þegar þær ganga meö börnin, en ég fann ekkert fyrir því enda hef ég stund- aö líkamsrækt alla tíö og tel ég aö þaö hafi hjálpaö til. En ég finn aftur á móti aö ég er ekki eins fljót aö ná mér líkamlega og áöur og þarf aö drífa mig aftur í líkamsrækt. Ég geröi flest þaö sem óg var vön aö gera á meöan á meögöngu stóö, en ég hætti þó aö synda þeg- ar ég var komin á fimmta mánuö meðgöngutímans, en þaö var bara pjatt. En ég leyfi mér aö hafa mitt pjatt, því þaö sem passar einum þarf ekki aö ganga fyrir aöra. Fæðingin gekk vel og barnið fæddist eölilegt og frískt í heiminn. Mér finnst ég nú tilbúnari til aö gæta barnsins og hugsa betur um þaö en áöur og mér finnst óg sé ekki aö fara á mis viö eitthvaö annaö. Því ég hef valiö þaö sjálf aö eignast barnið en því hefur ekki veriö þröngvaö upp á mig og því hlýtur maður aö upplifa þá bind- ingu sem fylgir öðruvísi, en þaö Hrafnhildur Guömundsdóttir meö Guöbjörgu Evu Óskarsdóttur, sem er 8 mánaða. Ljósm. EmNta. yndislegasta í lifinu er aö eiga lítil börn. Ég hef verið spurö aö því hvort ég hafi lifaö einhverja viðhorfs- breytingu víö aö eiga barniö og hvort barneignin hafi ekki yngt mig upp. Ég verö aö segja eins og er aö mór finnst ekkert hafa breyst í sjálfu sór, þó aö hvert einasta barn só ný upplifun. Og hvaö því viövík- ur aö ég hafi yngst upp, þá hefur mér alltaf fundist óg vera ung og spræk, en andann er ekki hægt aö mæla í árum. En ég nýt þess fram í fingurgóma aö eiga barnið og það hefur lítið meö aldur að gera. Ég vil svo hvetja kdhur, sem hafa áhuga á aö eignast börn og eru komnar yfir fertugt aö vera ekki hræddar viö þaö, því þaö er ekkert til aö gera úr mikið mál, ef maöur er heilbrigöur og hefur góð- ar aöstæður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.