Morgunblaðið - 06.03.1983, Blaðsíða 35
í
t
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983
35
síóari hluti
ar þeir sigruðu Benfica (eftir
framlengdan leik) 4—1 í Evrópu-
keppni meistaraliða á Wembley.
Engin furða þó sjálfsálit leik-
manna ykist eilítið.
Sagt var um Denis Law, að eld-
ur væri í maga hans, sem var
meint sem hrósyrði vegna töfra-
legrar leikhæfni hans og skotfimi.
Þrjú fyrstu keppnistímabilin á
Old Trafford skoraði hann 81
mark í 104 deildarleikjum og var
þar að auki fjórum sinnum á fimm
árum markakóngur 1. deildarinn-
ar. „Denis the Menace: The King“
var hann kallaður manna á meðal.
En þessi logandi snillingur sauð á
stundum upp úr; 1963 var hann í
leikbanni í fjórar vikur þar sem
hann hafði sparkað í andstæðing,
svipað endurtók sig ári síðar og
árið 1967 var hann í leikbanni í
sex vikur.
Árið 1964 var Denis Law hins
vegar kjörinn leikmaður ársins í
Evrópu. Tveir liðsfélagar hans
hafa einnig hlotið þennan heiður,
þeir Bobby Charlton árið 1966
(fyrst og fremst fyrir frammi-
stöðu sína í heimsmeistarakeppn-
inni) og George Best árið 1968.
Best var bestur
Það var Bob Bishop, einn af
þeim sem leituðu logandi ljósi að
upprennandi knattspyrnuhetjum
fyrir United, sem kom auga á
George Best. Hann hringdi í Matt
Busby og sagði: „Ég er ekki frá því
að ég hafi fundið snilling." Vafn-
ingalaust hafði Busby samband
við foreldra snillingsins og sumar-
ið 1961 kom litli pervisni Georgie-
boy til Old Trafford, 15 ára gam-
all. Ekki hafði hann dvalið þar
lengi er hann fann fyrir mikilli
heimþrá og innan sólarhrings var
hann kominn um borð í ferjuna
sem flutti hann heim til Belfast.
Busby var ekki vanur að gefast
upp og hafði aftur samband við
foreldrana sem komu með drengn-
um aftur til Old Trafford. „Þving-
ið hann ekki til neins, leyfið hon-
um að þróa leikhæfni sína eins og
honum er eðlilegt," var skipun
Matt Busby til þjálfara United.
Tveimur árum síðar — 14. sept-
ember 1963 — lék George Best
sinn fyrsta leik með keppnisliðinu.
Nokkrum dögum fyrir leikinn (á
móti West Bromwich) ákvað
Busby að láta Best taka stöðu
reynds leikmanns sem var frá
vegna meiðsla. Hann hélt þó nafni
slasaða leikmannsins í leikskránni
til þess að valda ekki Best áhyggj-
um og raska svefnró hans fyrir
leikinn.
„Stjarna er fædd,“ sögðu blöðin
um Best og oft heyrðist sagt
seinna „Best the Best“.
Busby beið með að setja Best í
keppnisliðið aftur til 2. jóladags.
Þann dag sigraði United 5—1 gegn
Burnley — Best skoraði 1—0. Upp
frá þessu lék United ekki leik án
Best nema ef hann var illa meidd-
ur eða í leikbanni.
George Best fór stöðugt fram og
álagið á honum jókst með degi
hverjum. Frægð hans og vinsæld-
um voru engin takmörk sett. Alls
staðar var hann eltur — bæði á
vellinum og utan hans. Hvergi
fékk hann að vera í friði, ekki einu
sinni í íburðarmiklu einbýlishúsi
sínu; hópur ungra stúlkna beið
einatt fyrir utan húss hans í von
um að fá að njóta blíðu hans.
Hann var aldrei einn en varð jafnt
og þétt meiri og meiri einstæðing-
ur, og lét stjórnast meira af eðlis-
ávísun sinni en skynseminni, og
fór svo að lokum að allt sem hann
hafði byggt upp molnaði og hrundi
niður. Best, eitt sinn ímynd og
átrúnaðargoð flestra ungra
manna, reyndi að flýja raunveru-
leikann, jafnvel sinn eigin skugga
— en síðar, með föðurlegri hjálp
Matt Busby, gerði hann nýja til-
raun til að koma undir sig fótun-
um aftur.
En George Best eyðilagði sjálf-
an sig bæði líkamlega og fjár-
hagslega og lauk sínum ferli á
knattspyrnubrautinni í eymd. Það
verður þó ekki frá honum tekið að
Matt Busby leiðir lið sitt inná Wembley leikvanginn í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar árið 1957, en þá lék Man. Utd. gegn Aston Villa. Á eftir Busby koma
Roger Byrne, John Berry, Jackie Blanchflower, Ray Wood, Bill Foulkes, Bobby Charlton, Tommy Taylor, Liam Wheelan, Duncan Edwards, Eddi Colman og
David Pegg.
hann var snjall knattspyrnumað-
ur, e.t.v. sá allra besti nokkru
sinni.
Prúðmenni
knattspyrnunnar
Hins vegar kvaddi Bobby
Charlton knattspyrnuna með
virðuleik, enda í samræmi við það
orð sem hann hafði á sér að vera
hið mesta prúðmenni og góður
merkisberi knattspyrnunnar og
hafði á sínum glæsilega 20 ára
knattspyrnuferli aðeins fengið
eina aðvörun. Hann lék 751. og
síðasta deildarleik fyrir United í
apríl 1973 (móti Chelsea á Stam-
ford Bridge), en hinn opinberi
kveðjuleikur hans fór fram 18.
september 1972 á uppáhaldsleik-
vellinum, Old Trafford. Áhorfend-
ur voru 60.538 talsins og leiknum,
United gegn Celtic, lauk með jafn-
tefli, 0—0.
Þegar Charlton fór frá United
fór síðasta stórstirnið þeirra; Den-
is Law, George Best, Nobby Stiles,
Pat Crerand og Bill Foulkes voru
allir farnir. Law var reyndar ekki
alveg farinn en hafði hlotið
brottrekstur frá Old Trafford, þar
sem hann hafði leikið með Man-
chester City, sem United leit mjög
alvarlegum augum.
Keppnistímabilið 1973/74 var
Manchester United ekki svipur
hjá sjón miðað við undangengin ár
og byrjaði tímabilið fremur illa. í
apríl létti þó til og hlaut þá 9 stig
úr fimm leikjum sem færði
rauðklæddu leikmönnunum nýja
von. Fyrir næstsíðasta leik þeirra
þetta keppnistímabil (móti •
Manchester City á Old Trafford)
urðu þeir að fá annað stigið til
þess að verða áfram í 1. deild. Átta
mínútum fyrir leikslok var staðan
0—0 en þá skoraði Denis Law
fyrir Manchester City — með
hælsparki og eiginlega óafvitandi
enda færði það honum ekki mikla
ánægju og gleði. Æra hans féll
niður í 2. deild ásamt United.
Margir bjuggust við því að Matt
Busby myndi segja af sér fram-
kvæmdastjórastarfinu eftir sigur-
inn í Evrópukeppninni 1968, en Sir
Matt, sem þá hafði verið aðlaöur,
var hræddur við að láta stjórnina
í hendur annars, þar sem félagið
var orðið mun stærra en önnar fé-
maí 1969 sagði hann þó starfi
sínu lausu og benti á Wilf Mc-
Guinness sem eftirmann sinn eftir
24 ára dygga þjónustu í þágu Uni-
ted.
Wilf McGuinness var einn af
Busby-drengjunum í kringum
Aðdáandi fagnar sigri Man. Utd. í leikslok með því að klifra upp á þverslána.
Þeir voru á meðal þekktustu leikmanna Man. Utd. í gegnum tíðina. Dennis
Law og George Best stytta sér stundir í keppnisferð við spilamennsku.
1950, en hann hlaut alvarlegt
beinbrot sem kom í veg fyrir
framhald á knattspyrnubrautinni,
þegar hann var 22ja ára gamall.
Þá gerði Busby hann að aðstoðar-
þjálfara varamannaliðsins.
Fyrsta keppnistímabilið eftir að
McGuinness tók við hinu nýja
starfi sínu náði United 8. sæti í
deildarkeppninni og komst einnig
í undanúrslitakeppni í „Liga Cup“
svo og „FA-keppninni“, sem telj-
ast verður lofsverður árangur
fyrir framkvæmdastjóra með svo
litla reynslu sem hann hafði.
Næsta keppnistímabil á eftir fór
að síga á ógæfuhliðina, og um
jólaleytið þegar United barðist við
fallsætið í deildinni og tapaði fyrir
Aston Villa úr 3. deild í „Liga
Cup“-keppninni var McGuinness
leystur frá starfi sínu og boðið
þjálfarastarf varamannaliðsins;
stórt skref að stíga afturábak en
hann tók því með karlmennsku og
stillingu. Matt Busby, sem var enn
í stjórn félagsins, tók stax við
framkvæmdastjórastarfinu og um
leið gjörbreyttist viðhorf leik-
mannanna, sem höfðu reyndar
ekki verið á móti McGuinniess, en
allavega ekki veitt honum þann
stuðning sem hann þurfti á að
halda.
Skrifstofu-
framkvæmdastjórinn
United réði sumarið 1971 írann
Frank O'Farrell í framkvæmda-
stjórastarfið, sem var í miklum
metum vegna starfs hans hjá
Leicester-liðinu, sem hann kom
aftur í 1. deildina. O’Farrell, sem
hafði leikið knattspyrnu með West
Ham og Preston, lagði mikið kapj)
á að liðið hlyti sigursælli byrjun
en sjö undangengin ár. Nobby
Stiles fékk heimild til að fara yfir
til Middlesbrough og Paddy Crer-
and var orðinn forsvarsmaður
unglingaliðsins á Old Trafford. En
O’Farrell leysti vandann án pen-
ingaútgjalda; færði framherjana
Willie Morgan og Alan Gowling
aftar á völlinn, Bobby Charlton,
Denis Law, George Best og mark-
maðurinn Alex Stepney og margir
aðrir voru enn með og í fyrstu
fjórum leikjunum fékk United 7
stig. Um áramótin — þegar
deildakeppnin var hálfnuð — var
United efst í keppninni (hafði að-
eins tapað tveim leikjum) og
George Best var markakóngur
með 17 mörk að baki í keppninni.
Þá tóku rósirnar að fölna. Uni-
ted tapaði sjö leikjum í röð og
Frank O’FarrelI sá sér þann
vænstan leik á borði að kaupa
liðsstyrk. Hann keypti Martin
Buchan frá Aberdeen til að
styrkja vörnina og Ian Storey-
Moore, snjalla skyttu frá Nott-
ingham Forest. Þrátt fyrir það
varð United að sætta sig við 8.
sætið þriðja árið í röð.
Og enn hallaði undan fæti.
Næsta keppnistímabil b.vrjaði
United með 9 leikja ósigur og
hrapaði niður í 22. og neðsta sæt-
ið. Enn reyndi O’Farrell að bjarga
málum með nýjum liðsmönnum og
keypti tvær skyttur enn þá Ted
MacDougall frá Bournemouth og
Wyn Davies frá Manchester City,
en rætur ófara United lágu ekki í
framkvæmdastjórn liðsins heldur
í hinu andlega ástandi leikmann-
anna.
George Best gat ekki sætt sig
við svo slæman árangur og hallaði
SJÁ NÆSTU SÍÐU
%