Morgunblaðið - 06.03.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.03.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983 „Ég var alveg ótrúlega ljótur sem unglingur“ Dustin Hoffman: „Ég þjáðist af einhverju versta tilfelli af fíla- penslum sem þekkst hefur í Suður-Kaliforníu.“ — segir Dustin Hoffman, sem enn hefur verið útnefndur til Óskarsverðlauna Hann hefur alltaf haft ómótstædilega þörf fyrir að koma fólki úr jafnvægi. í skólanum var hann litli óþekktarormurinn sem naut þess að koma með grófar athugasemdir í tímum. Nú er hann í aðstöðu til að ganga fram af öllum heiminum, — á hvíta tjaldinu, með því að gera það sem helst ekki má nefna á nafn: að koma fram í kvenmannsklæðum, með gervibrjóst, hárkoliu og andlitsfarða. Dustin Hoffman hefur leikið bæði flæking og einstæðan fóður í góðum efnum. Hann hefur leikið dreng, sem ólst upp með indíán- um og hann hefur lent í klónum á ruddalegum þorpsbullum og nasistum, — og hann hefur hlotið Óskarsverðlaunin fyrir kvik- myndina „Kramer gegn Kramer“. Ef til vill er það af innri þröf sem hann hefur valið nýjasta hlutverk sitt: Manninn sem klæðir sig sem kona, í þessu tilfelli til að fá hlutverk í sjónvarpsþætti, en það er einmitt það sem á sér stað í kvikmyndinni „Tootsie“, sem nú hefur verið útnefnd til Óskarsverðlauna. Eftirfarandi viðtal við Dustin Hoffman tók Giséle Galante og er hér þýtt úr danska blaðinu Politiken. Hefur þig einhvern tíma langað til að vera kona? „Mér finnst ég hafa verið svik- inn um það hlutskipti að geta alið börn eins og kona. Ég vildi gjarnan geta orðið ófrískur, gef- ið brjóst og notið ásta í ótak- mörkuðum rnæli." Þú hefur nýlega lýst því yfir að kynlíf og heilbrigði fari saman. Hver er þinn skilningur á heil- brigðu kynlífi? „Að elskast daglega. Ég er þeirrar skoðunar að gott kynlíf sé eins konar útvíkkun á lífi hvers einstaklings. Það eykur ekki aðeins hæfileikann til að taka við ást heldur einnig hæfi- leikann til að veita ást og um- hyggju." Kynlíf skiptir þig sem sagt mikju máli? „Ég er altekinn kynlífi. Að þessu leyti eru karlmenn tals- vert frábrugðnir konum. Hugs- anir kvenna um þessi mál eru mun innihaldsríkari. Konan hugsar til dæmis frekar: Hvern- ig maður er hann? Hvernig líður honum eða hvað er hann að hugsa? Hugsanir karlmanna snúast hins vegar aðeins um eitt. Þessu hefur hvergi verið betur lýst en í myndaseríu sem Picasso gerði skömmu áður en hann dó. Myndirnar sýna allar konur pg menn sem elskast. Picasso fékk aldrei nóg af kynlífi, jafnvel ekki eftir að hann var orðinn 92 ára gamall. Ég er nú 45 ára og hef heldur ekki fengið nóg af-kyn- lífi.“ Hvernig hittir þú núverandi konu þína Lisu (sem er 28 ára)? „Ég hef þekkt hana síðan hún fæddist. Með fjölskyldum okkar var góður kunningsskaður. Hún er lögfræðingur, en starfar ekki við það í augnablikinu. Ég veit ekki hvort hún fer nokkurn tíma út í lögmannsstörf aftur. Henni finnst gaman að umgangast börn og er ófrísk núna.“ Þú laðast að konum sem eru jafnokar þínir á andlega sviðinu, konum sem örva sköpunargáfu þína og hafa jafnframt til að bera kyntöfra og fegurð, en ytra útlit skipti þó minna máli en hinn innri maður. Uppfyllir kona þín þessi skilyrði? „Ég er þeirrar skoðunar að kynþokki og fegurð komi innan frá. Það er eins og oft þegar maður hittir fólk, — hvort held- ur eru karlar eða konur, sem eru mjög aðlaðandi í útliti, en um leið og þetta fólk byrjar að tala IM ÍÆÐABl mitt' a 800 336 verður oút>vin“"auverM. ona Bag ð eigaaSt7 k seI° tndurte^-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.