Morgunblaðið - 06.03.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983 Lesning Morgunblaös- ins á höfuðborgarsvæði: 3,6 prósentu- stiga aukning milli kannana IJM 85,01% íbúa höfuðborg- arsvæðisins lesa Morgun- blaðið á virkum dögum, sam- kvæmt niðurstöðum fjöl- miölakönnunar Sambands ís- lenzkra auglýsingastofa. Aukning á lesningu blaðsins frá síðustu könnun, sem framkvæmd var í febrúar og marz 1981 er tæplega 3,6 pró- sentustig, eða úr 81,43%. Lesning Tímans hefur dregizt saman um 0,71 prósentustig milli kannana, úr 26,29% í 25,58%. Samdrátturinn hjá Þjóðviljanum er 5,52 prósentustig, úr 25,72% í 20,20%. Samdrátturinn hjá Al- þýðublaðinu er 3,13 prósentustig, úr 8,66% í 5,53%. Ekki er hægt að gera samanburð á lesningu Dag- blaðsins & Vísis, þar sem blöðin voru tvö við síðustu könnun. Ef litið er á landið í heild hefur lesning Morgunblaðsins aukizt um 3,25 pósentustig, úr 66,58% í 69,83%. Lesning Tímans hefur aukizt um 1,16 prósentustig, úr 27,87% í 29,03%. Lesning Þjóðvilj- ans hefur dregizt saman um 3,04 prósentustig, úr 19,3% í 16,26%. Lesning Alþýðublaðsins hefur dregizt saman um 2,46 prósentu- stig, úr 6,16% í 3,7%. Ef litið er á áskriftir á höfuð- borgarsvæðinu er Morgunblaðið með 74%, DV með 49%, Þjóðvilj- inn með 10,2%, Tíminn með 9,2% og Alþýðublaðið með 2,3%. í dreifbýli er Tíminn stærstur með 49,7%, DV með 29%, Morgunblað- ið með 28,1% og Alþýðubiaðið með 1,3%. Sjá forystugrein Mbl. í dag. ■Hnpif • ... ' . : ; . Strandið hefur áhrif á atvinnu- líf í Bolungarvík Frá fundi SÁÁ-manna á Bolungarvík, þar sem meðal annars var gerð grein fyrir hinni miklu sjúkrastöð, sem SÁÁ er nú að reisa á Stórhöfða í Reykjavík. Fræðslufundir SÁÁ: Farið um Vestfirði, Aust- urland og Vestmannaeyjar Holungarvík, 3. marz. ÞAR sem svo skammt er um liðið síðan sá atburður varð, að Hafrún strandaði hafa menn að vonum lítt velt fyrir sér áhrifum þess á atvinnu- líf í Bolungarvík. Öllum Bolvíkingum er efst í huga þakklæti vegna þess að áhöfn Hafrúnar komst svo giftusam- lega, sem raun ber vitni, frá þessum mannraunum. Það er ljóst að Hafrún hefur átt sinn þátt í að halda uppi stöðugri atvinnu við fiskvinnsluna hér á staðnum. Til að mynda fiskaði skipið nokkuð á annað hundrað tonn í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið var 11 manna áhöfn á Hafrúnu, en auk þess skap- aði rekstur skipsins mörgum öðr- um vinnu svo sem við viðhald þess og við viðhald veiðarfæra. Héðan eru gerð út tvö togskip, auk all- margra minni báta. Menn binda vonir við að takast muni að gera einhverjar þær ráð- stafanir, sem hamla gegn áhrifum þess, að Hafrún fer nú úr rekstri. — Gunnar STARFSMENN og félagar í SAA hafa verið á ferð og flugi um landið nú um helgina, til að kynna starfsemi Samtak- anna, baráttuna við áfengisvandann og til að vekja athygli á fjársöfnun vegna byggingar nýrrar sjúkrastöðvar. Önnur frönsku þyrlanna var fengin til aðstoð- ar við ferð um Vestfirði á föstudag, og einnig verður farið um Austfirði og til Vestmannaeyja. Á Vestfjörðum var komið við í Bolungarvík, ísafirði og Suðureyri. Á Austfjörðum er komið við á Eg- ilsstöðum, Seyðisfirði, Neskaupstað og Fáskrúðsfirði. Að sögn Valdimars Jóhannssonar hjá SÁÁ hafa alls staðar verið gagnlegar umræður á fundunum og þeir tekist vel, og fyrirlesurum SÁÁ verið afar vel tek- ið. „Við erum mjög ánægð með þess- ar móttökur," sagði Valdimar, „og óski fólk þess, erum við reiðubúin að fara hvert á land sem er til funda- halda um áfengisvandamálið og þær lausnir sem SAÁ hefur bent á í bar- áttunni við vandamálið." Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksmenn: Frumvarp um byggingu flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli Leiðrétting SÚ meinlega villa slæddist inn í fyrirsögn Mbl. í gærdag, um hlut- fall 13—15 ára lesenda blaðsins, samkvæmt fjölmiðlakönnun Sam- bands íslenzkra auglýsingastofa, að sagt var að hlutfallaði væri 66,28%. Hið rétta er, að hlutfallið er 70,08%. Biðst blaðið velvirð- ingar á þessum mistökum. LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um flugstöð á Kefla- víkurflugvelli og segir í frumvarpinu að ríkisstjórnin láti reisa og starf- rækja flugstöð fyrir farþega- og vöru- afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli og skuli stöðin vera algerlega aðskilin frá mannvirkjum Varnarliðsins. Skal tryggja stöðinni landrými, svo þar geti síðar risið aðrar byggingar til sömu eða skyldra þarfa, svo sem til sam- gönguæða að og frá flugstöðinni. Flutningsmenn frumvarpsins, þau Salóme Þorkelsdóttir og Eyj- Inga, stýrimaður á ms. Keflavík, klæðir sig ( flotbúning. íslenzk björgunaræfing á portúgölskum fljótum IJM SÍÐUSTU áramót vildi svo skemmtilega til, að íslenzku skipin Suðurland, Keflavfk og Eldvík voru öll inni á sama tíma í bænum Aveiro í l’ortúgal. Öll voru þau að losa saltfi.sk frá (slandi í þessari portú- gölsku hafnarborg. Ásgrímur S. Björnsson, erind- reki Slysavarnafelags íslands, var stýrimaður á Suðurlandinu í þess- ari ferð. Hann hafði tekið með sér gúmmíbjörgunarbát þann, sem SVFÍ á og notar við kennslu vítt og breitt um landið og einnig nokkra flotbjörgunarbúninga, sem félagið hefur að láni frá um- boðinu til að kynna ágæti þeirra fyrir sjómönnum, ef það gæti orð- ið til að flýta fyrir lögskipan þeirra um borð í íslenzkum skip- um, eins og Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri SVFÍ, orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Ásgrími gafst þarna kærkomið tækifæri til að halda björgunar- æfingu og kynningu með áhöfnum skipanna þriggja og fóru æf- ingarnar fram á fljótum. ólfur Konráð Jónsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðna- son, þingmenn Alþýðuflokksins. í frumvarpinu segir, að stofna skuli Byggingarsjóð flugstöðvar sem lúti sérstakri stjórn sem utan- ríkisráðherra skipar og skal stjórn- in jafnframt hafa umsjón með und- irbúningi og framkvæmd verksins. Sjóðurinn á að hafa sjálfstæðan fjárhag, en tekjur hans eiga að vera þessar, þrátt fyrir ákvæði annarra laga: 1) 50% af innheimtu flugvall- argjalds á Keflavíkurflugvelli. 2) Hagnaður af fríhöfninni. 3) Hagn- aður af sölu varnarliðseigna. 4) 50% af lendingargjöldum á Kefla- víkurflugvelli. 5) Hagnaðarhluti ríkissjóðs af starfsemi íslenskra aðalverktaka. Þá er í frumvarpinu kveðið á um heimild til utanríkisráðherra til að gera samninga við bandarísk stjórnvöld um þátttöku þeirra í kostnaði við byggingu stöðvarinnar, gerð athafnasvæðis vegna hennar og um not Varnarliðsins af henni á ófriðar- eða hættutímum. Utanrík- isráðherra á ennfremur að skipa byggingarnefnd og taka endanlegar ákvarðanir um gerð stöðvarinnar. Flugstöðin verði undanþegin öllum sköttum og opinberum gjöldum og allt efni vegna smíðinnar verði und- anþegið aðflutningsgjöldum. I greinargerð með frumvarpinu kemur fram að á síðasta þingi hafi Geir Hallgrímsson og Benedikt Gröndal flutt frumvarp um þetta efni, en það hafi ekki verið útrætt. Nú sé það frumvarp endurflutt í nokkuð breyttri mynd og sé veiga- mesta breytingin sú að gerð sé til- laga um stofnun sérstaks bygg- ingarsjóðs fyrir flugstöðina og sjóð- inum tryggðir ákveðnir tekju- stofnar til verkefnisins. Hafrún er tal- in ónýt Bolungarvík, 4. marz. SAMKVÆMT upplýsingum manna á strandstað í morgun, er Hafrún talin ónýt. Önnur síðan er þegar úr skipinu og það er þegar farið að ganga saman á mörgum stöðum, s.s. skilrúm og fleira. íbúðirnar eru á kafi í sjó og gengur sjór upp alla ganga. Björgunarsveitin frá Bolung- arvík mun í dag reyna að bjarga þeim tækjum og verðmætum, sem tök eru á. Veður er ágætt til verksins og spáin er þokka- leg. í morgun fóru 5 björgunar- sveitarmenn á sleðum út í Skálahlíð, en þaðan er 20—30 mínútna gangur á strandstað. Með björgunarsveitarmönnum voru á ferð fulltrúar Trygginga- miðstöðvarinnar, Björgunar hf. og Sjódóms. Þá fóru fimm björgunarsveitarmenn sjóleið- ina í Stigahlíð í morgum, en urðu að snúa frá. Sjópróf fara síðan væntan- lega fram seinnipartinn í dag. — Gunnar. Skaftafellsmál- ið til saksóknara Rannsóknarlögregla ríkisins hefur sent ríkissaksóknara Skaftafellsmálið svokallaða, en það er mál Grétars Sig- urðar Árnasonar, sem viðurkennt hef- ur að hafa orðið franskri stúlku að bana í Skaftafelli síðastliðið sumar. Næsta stig í meðferð málsins verður að ríkissaksóknari mun birta ákæru, en síðan verður málið flutt fyrir undir- rétti. Grétar Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi allt frá 19. ágúst síðastliðnum og hefur rannsókn málsins staðið yfir hjá rannsóknar- lögreglunni síðan þá. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hefur rannsókn málsins verið viðamikil. Málverkauppboð Klausturhóla: Verk eftir G. Blöndal, Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím og fleiri Klausturhólar gangast fyrir málverkauppboði á mánudags- kvöld, á morgun, klukkan 20.30. Uppboðið fer fram á Hótel Sögu, Súlnasal, og í dag milli 14 og 18 verða listaverkin til sýnis í Breiðfirðingabúð. Guðmundur Axelsson í Klausturhólum sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær, að boðin yrðu upp um sjötíu númer, flest málverk, en einnig handunnin teppi og út- skorinn askur eftir Stefán Ei- ríksson. Meðal verka, sem boðin verða upp að þessu sinni er Heklu- mynd eftir Þórarin B. Þorláks- son frá árinu 1906, olíumálverk. Einnig olíumynd frá Húsafelli, eftir Ásgrím Jónsson, máluð Stúlkumynd Gunnlaugs Blöndal, máluð í París 1930, eitt verkanna á málverkauppboði Klausturhóla ann- að kvöld. 1930. Enn má nefna stúlkumynd eftir Gunnlaug Blöndal, past- elmynd, gerð í París árið 1930. Þá verða einnig boðin upp verk eftir eftirtalda listamenn: Kára Eiríksson, Sverri Har- aldsson, Guðmund Einarsson frá Miðdal, Svein Björnsson, Eirík Smith, Jón Jónsson, Svein Þór- arinsson, Einar Einarsson, Snorra Halldórsson, Eyjólf J. Eyfells, Sigurð K. Arnason, Snorra Helgason, Benedikt Gunnarsson, Ásgeir Bjarnþórs- son, Höskuld Björnsson, Eggert Guðmundsson, Jóhannes S. Kjarval, Braga Hannesson, Sig- urð Kristjánsson, Gunnar Hjaltason, Olaf Túbals, Arnar Herbertsson og Guðrúnu Jóns- dóttur (Blöku).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.