Morgunblaðið - 06.03.1983, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983
MANCHESTER UNITED
sér því að flöskunni og fyrr en
varði var hann farinn að missa úr
æfingar og koma of seint á leiki.
Hann fékk áminningar fyrir aga-
leysi og ósæmilega hegðun, en svo
vægar vítur að það skapaði urg
meðal hinna leikmannanna og
skapaði leiðinlegt andrúmsloft á
Old Trafford.
Rétt fyrir jól kom dropinn sem
fyllti mælinn; United tapaði 5—0
fyrir Crystal Palace á Selhurst
Park og nokkrum dögum síðar var
Frank O’Farrell rekinn og George
Best settur á sölulista.
Ónóg tjáskipti var vafalaust
meginástæðan fyrir svo hörmu-
legan árangri O’Farrell í starfi
hjá United. Hann var rólyndur og
tilfinningasamur maður, sem sást
sjaldan í búningsherbergi leik-
manna eða á þjálfarabekknum,
því síður að hann spjallaði við
leikmennina, helgaði sig pappírs-
vinnu og skrifstofu sinni. Leik-
mennirnir þekktu hann varla; og
eins og Denis Law sagði: „Við
þekktum hann ekki þegar hann
kom og við þekktum hann heldur
ekki þegar hann fór.“ Matt Busby
leit hann dálítið öðrum augum:
„Hann var ráðinn til að stjórna
Manchester United sem vegna
kaþólskra og siðferðilegra við-
horfa vildi ekki eiga frekari sam-
vinnu við hann eftir þetta
hneyksli.
Eitt var þó ekki frá honum tek-
ið; hann hafði komið Manchester
United á heimsmælikvarða á ný.
Enn einu sinni voru fram-
kvæmdastjóraskipti á Old Traf-
ford og í þetta skiptið varð Dave
Sexton fyrir valinu, sem var mjög
ólíkur „the Doc“ hvað lundarfar og
alla framkomu snerti. Fyrsta
starfsár sitt sem var jafnframt
hundrað ára afmælisár Manchest-
er United, leiddi hann lið sitt til
úrslitaleiks í bikarkeppni á
Wembley, sem þeir þó biðu lægri
hlut í, 3—2, gegn Arsenal.
Menn bundu miklar vonir við
United — bæði vegna sigursins yf-
ir Liverpool á Wembley og eins
vegna hinnar miklu fjárhæðar
sem Dave Sexton lét í kaup á leik-
mönnum: Gordon McQueen, Joe
Jordan og Mike Thomas. Einnig
voru Ray Wilkins og Garry Birtles
keyptir til liðsins, en allt kom
fyrir ekki; meistaratitilinn hlutu
þeir ekki.
Árið 1981 tók Ron Atkinson við
blómstraði í Manchester fékk fé-
lagið marga góða knattspyrnu-
menn til liðs við sig hvaðanæva.
Ber þar hæst bræðurna Jack og
Roger Doughty.
Arið 1902 var skuld félagsins
himinhá og lá við gjaldþroti fé-
lagsins en með aðstoð Manchester
City tókst þeim að flýja slíkt hrun.
Samt nam skuld félagsins 2000£,
en þá tilkynnti fyrirliði keppnis-
liðsins, Harry Stafford, að hann
ásamt fjórum öðrum hyggðust
láta 500£ hver af hendi til félags-
ins. Lofsvert framtak það. Eftir að
hann lauk knattspyrnuferli sínum
varð hann einn af stjórnarmeð-
limum félagsins.
John H. Davies, einn af ofan-
greindum fimm velgjörðar-
mönnum félagsins var kjörinn
stjórnarformaður og eftir nokkrar
umræður og fjölmargar tillögur
var breytt um nafn á félaginu í
Manchester United.
Þriója frelsishetjan
Með tilkomu John H. Davies
hófst fyrsta gulltímabil United;
það vann FA-bikarinn 1908 og
1911 og eignaðist nýjan heimavöll:
Allir sem vettlingi gátu valdið fdgnuðu hetjum Man. Utd. eftir að liðið sigraði Benfica í keppninni um Evrópumeist-
aratitilinn í knattspyrnu árið 1968. Á myndinni má sjá hvar liðið kemur heim til Manchester. Mannþröngin þar var
slík að 400 þurftu að fara á sjúkrahús vegna troðnings.
leikmónnunum, en hann virtist
einnig vilja stjórna stjórninni."
Járnmaðurinn
Arftaki hans var Skoti; hinn eit-
ilharði og röski Tommy Docherty,
sem lét manneskjuleg viðhorf og
vinskap lönd og leið til að komast
á topp íþróttarinnar. Undir hans
stjórn breytti Old Trafford gjör-
samlega um svip og líktist einna
helst járnbrautarstöð; margir
komu, aðallega skoskir leikmenn
sem hann þekkti frá því er hann
var framkvæmdastjóri skoska
landsliðsins og nokkurra félaga.
Docherty endurvakti baráttuvilj-
ann í United og endurmótaði liðið.
Hann setti leikmenn eins og
Bobby Charlton, Denis Law og
George Best út úr liðinu til að
koma nýjum leikmönnum að sem
hann hafði keypt, svo og ungum
leikmönnum svo sem Brian
Greenhoff, Sammy Mcllroy og
Gerry Daly.
Endurnýjunin á Old Trafford
kostaði þá eina ferðina enn niður í
2. deild en ári síðan 1974—75 var
United komið aftur „þar sem það á
heima“ eins og Docherty sagði.
Honum tókst þó ekki að gera
félagið að enskum meistara, þó
nærri lægi því tvö ár í röð komust
þeir í úrslitaleikinn á Wembley ...
Tveimur mánuðum síðar varð
opinbert ástarsamband hans og
Mary Brown, sem var móðir
tveggja barna og eiginkona nudd-
ara United, Laurie Brown. Doch-
erty skildi við konu sína eftir 23
ára búskap og var látinn fara frá
framkvæmdastjórastarfinu og
virðist honum ætla að ganga betur
að fullnægja kröfum hinna fjöl-
mörgu áhangenda United, en þeir
eru ekki einungis í Englandi, held-
ur eru stuðningsmannafélög í 80
löndum, þar á meðal í Sovét-
ríkjunum, Japan, Víetnam og
Mexíkó. Atkinson sem hefur langa
reynslu af knattspyrnumálum að
baki, var leikmaður með Aston
Villa, Kettering og Oxford United,
framkvæmdastjóri var hann hjá
Kettering, Cambridge United og
West Bromwich, hóf sköpun nýs
liðs og notaði meðal annars unga
leikmenn úr eigin þjálfunarskóla.
United í vanda
Manchester United keypti
leikmenn fyrir 3.290.700£ og seldi
fyrir 1.155.594£, þannig í lok
október mátti stjórn félagsins
krafla sig út úr 2.282.000£ tapi svo
og 1.366.003£ skuld. „Staða félags-
ins hefur aldrei verið jafn ótraust
og hún er nú,“ segir formaðurinn,
Martin Edwards, „en ég er sann-
færður um að við munum sigrast á
vandanum."
Þetta er í fyrsta skiptið frá því
eftir seinni heimsstyrjöldina sem
Manchester United á við fjár-
hagsvandamál að stríða, hins veg-
ar var slík staða algeng fyrir þann
tíma. Strax árið 1878 þegar nokkr-
ir starfsmenn járnbrautarstöðvar
stofnuðu félagið undir nafninu
Newton Heath Football Club
gerðu örðugleikar við fjáröflun
vart við sig. Árið 1885 var félagið
orðið atvinnumannalið og iðnaður
Old Trafford, sem var vígður 19.
febrúar 1910 með leik á móti FC
Liverpool. 50.000 áhorfendur
fylgdust með sigri Liverpool, 4—3.
Þetta met áhorfendafjölda var
slegið 1920 þegar 70.504 áhorfend-
ur sáu Manchester United og Ast-
on Villa leiða saman hesta sína.
Árið 1931 blasti enn eitt gjald-
þrotið við félaginu, þar sem það
hafði fjárfest umfram getu í nýj-
um leikmönnum, án þess að sigr-
arnir væru í samræmi við það eða
áhangendur.
John H. Davies lést árið 1927, en
ekkja hans greiddi þriðja hluta
skuldarinnar sem var umtalsverð
upphæð. Auðugur forstjóri, James
Gibson, bauðst til að greiða upp
skuld félagsins og að taka að sér
allan fjárhagskostnað félagsins
með því skilyrði að hann einn
stjórnaði félaginu.
Þriggja ára fjárhagsvanda var
þar með lokið en sigrarnir komu
ekki; félagið hafnaði í næstneðsta
sæti 2. deildar 5. maí 1934. Það
sama ár munaði litlu að liðið félli
niður í 3. deild, sem er einsdæmi í
sögu Manchester United.
Síðustu árin fyrir seinni heims-
styrjöldina var liðið eins og yo-yo
milli 1. deildar og 2. deildar.
Komst í 1. deild 1936, féll niður
næsta ár á eftir og upp í 1. deild
aftur 1938. Þá skall stríðið á; Old
Trafford varð fyrir spengjuárás
og félagið lenti í miklum fjár-
hagsvandræðum, en þegar neyðin
er stærst er hjálpin oft næst og
félagið fann þriðju frelsishetju
sína: Matt Busby.
Þakklætis-kveðja
Starfsfólki og vistfólki Droplaugarstaöa svo og
öllum öörum sem glöddu mig á afmælisdegi
mínum 28. febrúar sl., sendi ég mínar innilegustu
þakkir og kveöjur.
Bergþór Vigfússon.
MBRI KRAFTUR
AUKIN GÆDI
Lýsing
Tvö stór hátalarabox með „passive radiator system"
sem skilar meiri kraft og tóngæðum.
Dolby
Hágæða upptaka fæst með Dolby kerfinu, sem
eyðir suði af upptöku.
5 skiptur tónjafnari
Tónjafnarinn gerir þér kleyft að fínstilla hljóminn
eftir bínum smekk.
Léttrofar
Tölvustýrðir léttrofar tryggja auðvelda stjórn á seg-
ulbandi.
Leitarkerfi
Sjálfvirkur lagaleitari gerir bér kleyft að leita að
lögum a spólum á einfaldan hátt.
Metal upptaka og afspilun
Hægt að tengja við plötusp.
Hljóðblöndun
4 Bylgjur: FM-stereo, lang-, mið- og
stuttbylgjur,_____________________________
FM-suðeyðir
Ijós á mælaborði
Ljósa stilling
Kasthjólsstillingahjól
Stereo - Við - rofi
Stærð: breidd: 600 mm
hæð: 280 mm
dýpt: 165 mm
verð : 10.573.- Stgr.
Útb. frá 3.000.- Rest 6 mán.
Skipholti 19, sími 29800