Morgunblaðið - 09.03.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.03.1983, Qupperneq 1
Miðvikudagur 9. marz - Bls. 33-56 Enginn ætti aÖ álíta að auðvelt sé að sigra Svía í hernaði Lennart Ljung, yfirhershöfðingi, flytur erindi sitt á fundi Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs. LENNART LJUNG, yfirhershöfðingi Svía, flutti erindi um stefnu Svíþjóðar í öryggis- og varnarmálum á vegum Samtaka um vestræna samvinna (SVS) og Varðbergs laugardaginn 26. febrúar 1983. Kom hann hingað til lands í boði SVS og hitti meðal annars Olaf Jóhannesson, utanríkisráðherra, og Geir Hallgrímsson, formann utanríkismálanefndar Alþingis. Er- indi Lennarts Ljung birtist hér í heild. Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins. Tundurskeytabátur úr sænska flotanum. Bátar sem þessir hafa komið rajög við sögu í leit að kafbátum í sænska skerjagarðinum, í mörgum löndum hafa orðið breytingar á síðasta áratug — í stjórnmálum, efnhagsmálum, her- málum og tæknimálum — sem hafa endurmótað eða að minnsta kosti hróflað við þeirri mynd sem við höfðum áður gert okkur um að heiminum mætti skipta á milli tveggja póla, þar sem Sovétríkin og Bandaríkin væru mestu áhrifa- valdar í alþjóðastjórnmálum. Auðvelt er að færa fyrir því rök, að þegar fram líða stundir verði til nýir valdapólar og ný valda- mynstur sem setji svip sinn á rás atburða í öryggismálum. Svo virð- ist einnig sem geta núverandi valdablokka til að ráða við eða stjórna þróun deilumála í ýmsum hlutum heims hafi minnkað svo um munar. Um þetta má nefna mörg dæmi. Þar að auki glíma fjölmörg ríki við efnahagskreppu. Það hefur reynst mjög erfitt að ráða við hana og kreppa í efna- hagsmálum getur orðið upp- spretta átaka sem geta einnig haft áhrif á okkur hér í Norður- Evrópu. Þrátt fyrir þessar breytingar er málum þó enn þannig háttað, að risaveldin tvö ráða mestu um ör- yggi heimsbyggðarinnar. Þetta á ekki síst við um okkar heimshluta, þar sem er enn að finna þunga- miðjuna í vopnabúnaði valda- blokkanna. En annars staðar í heiminum standa aðilar andspæn- is hvor öðrum og kæmi til átaka milli þeirra gætu þau átt rætur að rekja til deilna í Evrópu sem eiga upptök á spennusvæðum utan Evrópu. Vígbúnaðarkapphlaupið og framfarir í hernaðartækni ógna hernaðarjafnvæginu með nýjum hætti og auka stríðshættu. Samn- ingaviðræður um takmörkun víg- búnaðar hafa ekki enn leitt til mikils árangurs, eins og við vitum. Hins vegar er ljóst, að risaveld- in vilja komast hjá beinum hern- aðarátökum hvort við annað. Ráðamenn þeirra virðast gera sér glögga grein fyrir hræðilegum af- leiðingum slíkra átaka, einkum ef þau mögnuðust upp í kjarnorku- stríð. Því miður er þó ekki unnt að fullyrða, að þessi vitneskja þeirra útiloki að deilur geti þróast á þann veg, að enginn hafi lengur stjórn á gangi máli. Mat Svía Þingnefnd sem mótaði stjórn- málaforsendur fyrir 5 ára varn- aráætluninni sem sænska þingið samþykkti 1982 var þeirrar skoð- unar, að búast megi við svipting- um í sambúð risaveldanna, þær geti orðið tíðari og sneggri en hingað til. Þegar hitinn er mestur í deilum risaveldanna eykst jafn- framt hættan á því að gripið sé til örþrifaráða, gerð mistök eða dómgreindin bresti og að lokum hafi enginn vald á hlutunum. Þannig kynnu deilur að magnast og ná til annarra heimshluta. Þið sem hér eruð þekkið vel til þess, hver er skipan öryggismála á Norðurlöndum. í löndum okkar hefur ríkt stöðugleiki og friður hvað svo sem gerst hefur í sam- skiptum valdablokkanna tveggja. Þetta stafar áreiðanlega meðal annars af því, að meðal Norður- landaþjóða ríkir einstæður sam- hugur og samábyrgð. Líklega má og benda á það, að báðum risa- veldum hefur þótt hagur af því, að norræn öryggismálastefna kemur þeim að ýmsu leyti báðum vel og fellur að hagsmunum þeirra. í Svíþjóð erum við þeirrar skoð- unar, að hernaðarlegt mikilvægi Norðurlanda hafi aukist síðustu 10 ár. Stafar þetta bæði af breyttri hernaðarstefnu og nýrri hernaðartækni, af þróun hafréttar og aukinni nýtingu á auðlindum hafsins og vinnslu á hafsbotni. Hin mikla flotastöð á Kólaskaga hefur orðið mikilvægari við mótun öryggismálastefnu. Stór hluti sov- éskra kjarnorkueldflaugakafbáta hefur aðsetur á skaganum. Ekki er unnt að líta á tilvist þeirra þar fyrst og fremst sem ógnun við Skandinavíu, en þeir hafa óneit- anlega til dæmis áhrif á hernað- arlega stöðu Svíþjóðar. í því skyni að verja þetta mikilvæga svæði — sem hefur mikið gildi fyrir valda- jafnvægið á milli risaveldanna — kynnu Sovétmenn við ákveðnar aðstæður að vilja einnig geta ráðið yfir nálægum svæðum á heim- skautasvæðum Skandinavíu. í þessu samhengi geta varnir Norður-Svíþjóðar skipt miklu. Drægjum við úr getu okkar til að svara árás inn á þetta svæði — úr austri eða vestri — gæti það leitt einhvern í þá freistingu að reyna að notfæra sér sænskt yfirráða- svæði. Aðgerðir NATO sem miða að því að setja upp birgðastöðvar fyrir hergögn í Mið-Noregi og ráðstafanir til að auðvelda flutn- ing á liðsauka til norræns land- svæðis verður að skoða sem annan sýnilegan vott um það, að stór- veldablokkirnar hafa aukinn áhuga á hernaðarlegu mikiivægi Norðurlanda. Svíþjóö og styrjöld Hernaðarumsvif hafa aukist töluvert á Eystrasalti undanfarin ár. Varsjárbandalagið hefur efnt til víðtækra flotaæfinga á Eystra- salti. Tilgangur sumra þeirra hef- ur greinilega verið sá að samræma aðgerðir herja af ólíkum greinum gegn ströndum erlends ríkis. Bæði NATO og Varsjárbandalagið halda uppi miklu eftirliti á Eystrasalti. Líta verður á ferðir erlendra kafbáta sem enn eitt merkið um það, að hlutar af yfirráðasvæði Norðurlanda snerti hernaðar- hagsmuni stórveldanna meira en nokkru sinni fyrr, og þetta hefur mikil áhrif á Svíþjóð. Áhugi stórveldanna í þessu efni þarf ekki að gefa til kynna, að það sé beinlínis markmið valdablokk- anna að leggja undir sig sænskt landsvæði vegna hernaðarhags- muna. Við teljum að önnur land- svæði á Norðurlöndum geti haft meira hernaðarlegt aðdráttarafl fyrir báða aðila. Ég hef þegar minnst á heimskautasvæði Skand- inavíu. Bæði NATO og Varsjár- bandalagið hafa þar augljósra hagsmuna að gæta — vegna her- stöðvanna á Kólaskaga, með hliðsjón af mikilvægi Noregshafs bæði sem siglingaleiðar til og frá Múrmansk og til að flytja liðsauka til Noregs og þannig mætti áfram telja. Við Eystrasalt er verulegur hluti skipasmíðastöðva Varsjár- bandalagsins og viðgerðaraðstaða fyrir stóran hluta herflotans. Til þessara stöðva koma einnig skip sem eiga heimahafnir utan Eystrasalts. Þessi aðstaða yrði dýrmæt í stríði ekki síst ef það drægist á langinn. Bardagasveitir í herflotum Varsjárbandalagsins á Eystrasalti eru öflugri en nauðsynlegt getur talist miðað við skynsamlegar for- sendur fyrir átökum á svæðinu sjálfu. Áður en til styrjaldar kæmi og meðan hún fer fram teldu Varsjárbandalagslöndin sér hag af því að geta sent eitthvað af skipum sínum út úr Eystrasalti. Siglingaleiðirnar inn og út úr Eystrasalti eru því hernaðarlega mjög mikilvægar af ýmsum ástæðum. Yfirráð yfir svæðum á Skand- inavíu sem snerta beint hagsmuni stórveldablokkanna — þ.e. á heimskautasvæðunum og við leið- irnar inn og út úr Eystrasalti — krefjast þess þó ekki endilega að nauðsynlegt sé að hafa sænskt landsvæði á valdi sínu. Kæmi til styrjaldar í Evrópu kynni Svíþjóð að vekja áhuga sem samgönguæð — á landi, sjó eða í lofti. Slík not af sænsku yfirráðasvæði geta í mörgum tilvikum auðveldað aðil- um stríðsaðgerðir, en eru ekki óhjákvæmileg. Ólíklegt er að gerð verði árás á Svíþjóð eina. Ef við flækjumst inn í styrjöld yrði það líklega í tengsl- um við víðtækari átök í Evrópu. Varnir Svíþjóðar Við teljum að okkur ætti að tak- ist að standa utan átaka einnig við slíkar aðstæður. Yfirráðasvæði okkar skiptir ekki sköpum fyrir stórveldablokkirnar lendi þær í átökum sín á milli, og hæfilega öflugar hervarnir Svía geta þýtt að hernaðaraðgerð gegn okkur yrði dýrkeyptari en sá ávinningur sem af henni leiddi. Þess vegna reynum við að gera allsherjarvarnir Svíþjóðar svo öfl- ugar og haga þeim þannig að þær fæli hugsanlegan árásaraðila frá áformum sínum. Varnirnar eru þannig skipulagðar að þær stand- ist árásir sem gerðar eru úr ólík- um áttum. Við teljum, að okkur takist að varðveita hlutleySi okkar í meiriháttar átökum, en við telj- um einnig að til þess þurfum við að geta brugðist við af miklu afli ef á okkur yrði ráðist. Einn af hornsteinum stefnu okkar í örygg- ismálum er að varnir landsins veki virðingu og traust bæði utan Svíþjóðar og meðal Svía sjálfra. í öryggismálastefnunni er ekki gert ráð fyrir hernaðarlegri samvinnu við erlend ríki. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.