Morgunblaðið - 09.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.1983, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983 Hvað um þig? eftir Árna Sigurðsson bæjarfulltrúa á ísafirði Þegar kjördæmisráð Sjálfstæð- isflokksins á Vestfjörðum sam- þykkti í janúar sl. með tiltölulega naumum meirihluta atkvæða að ekki skyldi viðhaft prófkjör við uppstillingu framboðslista flokks- ins í Vestfjarðakjördæmi fyrir al- þingiskosningar árið 1983 og gekk frá uppstillingu listans, þá varð strax ljóst að það hlyti að valda ágreiningi meðal stuðningsmanna flokksins. Síðan þessi ákvörðum var tekin hafa orðið töluverðar sviptingar meðal sjáifstæðismanna. Til skamms tíma hafa þar einkum komið við sögu nöfn þeirra ólafs Kristjánssonar, Sigurlaugar Bjarnadóttur og Guðmundar H. Ingólfssonar. Einnig hefur Hall- dór Hermannsson verið í sviðs- ljósinu. Þáttur þessara fjórmenninga í átökunum, sem staðið hafa nokk- uð á annan mánuð, er mjög með misjöfnum hætti, og gæti verið fróðlegt að íhuga hvaða stefnu málin hafa tekið og hversvegna. Allir eru fjórmenningarnir góðir og gegnir sjálfstæðismenn og líta á hag flokksins í samhengi við eig- in sannfæringu og vilja til að vinna flokknum og þjóðinni vel. Ólafur Kristjánsson, forystu- maður sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn Bolungarvíkur, hefur um árabil verið skeleggastur baráttu- maður innan kjördæmisráðs fyrir því að prófkjör yrði viðhaft við uppstillingu framboðslista. ólafur hefur ekki farið dult með þá ætlan sína að taka sjálfur þátt í próf- kjöri og leita eftir stuðningi til sætis ofarlega á lista. Þegar eftir að kjördæmisráð hafði ákveðið að ekki skyldi við- haft prófkjör, þá sagði Ólafur af sér störfum í kjörnefnd. Vildi hann eigi taka þátt í uppstillingu Árni Sigurðsson „Er það verjandi að vinna gegn framboðs- lista Sjálfstæðisflokks- ins í kjördæminu, flokknum til skaða, en andstæðingum hans til framdráttar, aðeins ef skoðanir manns á því, hvernig beri að standa að framboðsmálum, verða undir.“ framboðslista, sem settur væri fram af kjördæmisráði, án undan- gengins prófkjörs. Sigurlaug Bjarnadóttir hefur verið alþingismaður og er nú vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi. Það kom í ljós á kjördæmis- ráðsfundinum, að Sigurlaug hafði ekki stuðning innan kjörnefndar tii framboðs að þessu sinni. f at- kvæðagreiðslu um framboðslist- ann í kjördæmisráði fékk Sigur- laug ekki heldur stuðning og því er nafn hennar nú ekki á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur H. Ingólfsson, oddviti okkar sjálfstæðismanna í bæjarstjórn ísafjarðar, hafði ekki fyrir kjördæmisráðsfundinn í janúar, eða á fundinum, látið uppi um það opinberlega, hvort hann hygði á þátttöku í prófkjöri, ef af yrði, eða hvort hann væri því fylgjandi. Ekki var mönnum held- ur kunnugt um það, hvort Guð- mundur myndi taka sæti á lista, sem kjördæmisráð stillti upp, ef honum stæði það til boða. Guðmundur mun hafa yfirgefið fund kjördæmisráðs á meðan störf kjörnefndar stóðu yfir að þeim ummælum viðhöfðum, að hann tæki ekki frekar þátt í því, sem þar fór fram. Halldór Hermannsson hefur verið stuðningsmaður ríkisstjórn- ar Gunnars Thoroddsen frá því hún komst á laggirnar, án þess þó að hafa haft sig mikið í frammi opinberlega. Ekki er ljóst, hvort Halldór ætlaði sér hlut í prófkjöri, eða sæti á lista, en strax að tek- inni ákvörðun kjördæmisráðs um framboðslista, þá gaf Halldór yf- irlýsingu í fjölmiðlum um að hann myndi vinna að sérframboði sjálfstæðismanna á Vestfjörðum. Fundur stuðningsmanna þeirra fjórmenninganna fól þeim að koma á framfæri mótmælum vegna vinnubragða kjördæmis- ráðs og að athuga hvort ganga skyldi til sérframboðs og hvernig þá ætti að standa að því. Svo sem eðlilegt má telja, kom fljótlega í ljós að hreinn skoðana- grundvöllur fyrir samstöðu fjór- menninganna gegn framboðslista kjördæmisráðsins var ekki fyrir hendi. „Það er ekki nóg að vera sammála um að vera ósammála," sagði einn þeirra í blaðaviðtali. Eru það víst orð að sönnu. í ljósi þeirrar staðreyndar, og svo að fenginni yfirlýsingu stjórnar kjör- dæmisráðs um að hún myndi vinna að því að við næstu alþing- iskosningar skyldi fara fram prófkjör, þá ákvað Ólafur Krist- jánsson að hætta þátttöku í undir- búningi sérframboðs og lýsti yfir stuðningi við framboðslista Sj álfstæðisf lokksins. Af þeim fjórmenningunum stóðu þá eftir þrír. Sigurlaug, sem vildi bjóða fram lista, vegna óánægju með framboðslista flokksins og hvernig að honum var unnið, Guðmundur, sem vann enn að undirbúningi sérframboðs, án þess að hafa kveðið upp úr um af- stöðu sína með því eða á móti, ef af yrði, og Halldór, yfirlýstur stjórnarsinní, sem næsta óvænt hafði fengið hina til liðs við sig eftir að kjördæmisráð hafði geng- ið frá framboðslista Sjálfstæðis- flokksins. Fréttir síðustu daga benda til þess að Guðmundur H. Ingólfsson hafi einnig losnað úr tengslum við sérframboðið, án þess þó hann hafi látið hafa eftir sér opinber- lega um það. Nú var ekki svo, að Sigurlaug, Guðmundur og Halldór stæðu ein að þessu starfi. Á fundi í Félags- heimilinu í Hnífsdal, þar sem ákveðið var að bjóða fram annan lista sjálfstæðismanna en lista kjördæmisráðs, voru um sextíu manns mættir. Þar greiddu 33 at- kvæði með sérframboði, sjö sátu hjá, en fjórtán greiddu atkvæði gegn því. Vitað er fyrir víst, að síðan hafa menn úr hópnum helst úr lestinni af ýmsum ástæðum. Sumir þegar þeir gerðu sér ljóst, að um grundvallarskoðanamun er að ræða hjá aðstandendum fram- boðsins, en aðrir hafa áttað sig á því að slíkt sérframboð myndi ein- ungis skaða Sjálfstæðisflokkinn, án þess þó að fá mann kjörinn af sínum lista. Þeir Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi, lýstu því báðir yfir á aðalfundi kjördæmis- ráðsins í sumar, að þeir myndu taka þátt í prófkjöri, ef það yrði viðhaft. Þeir voru báðir reiðubúnir að leggja störf sín á Alþingi undir dóm sjálfstæðismanna fyrir al- þingiskosningar, ekki síður en kjósenda allra, í kosningum. Það er mitt álit, að þeir hefðu fengið örugga kosningu í efstu sæti listans í prófkjöri. Yfirgnæf- andi líkur eru og fyrir því að fjöldi þeirra, sem nú eru hlynntir sér- framboði, hefðu kjörið Matthías og Þorvald í efstu sæti í prófkjöri, hvað svo sem þeir hefðu gert, þeg- ar kæmi að öðrum sætum. Það er sannarlega óvinafagnaður, ef það ágæta fólk stendur nú frammi fyrir því að velja á milli trúnaðar við sérframboð, sem komið er upp, af vægast sagt sérkennilegum ástæðum, og þess að kjósa til þingsetu þá menn, sem það telur hæfasta til að fara með umboð Vestfirðinga á Alþingi. Nú skal það tekið skýrt fram, að undirritaður var og er staðfast- lega þeirrar skoðunar að prófkjör, þótt ýmsa ókosti hafi, hefði í þessu tilfelli verið skynsamlegasta leiðin til þess að velja frambjóð- endur. Lét ég þess meðal annars getið við formann kjördæmisráðs og fleiri góða menn, að lokinni uppstiilingu listans, að ég teldi hann góðan, en hversu miklu æskilegra það hefði verið, að velja frambjóðendur í prófkjöri. Þá kemur að tveimur spurning- um. Spurningum, sem ég vil hvetja hvern þann sjálfstæð- ismann, sem hneigist til samúðar með sérframboði, til þess að svara sjálfum sér: Er það siðferðilega rétt, fyrir þann, sem tekur þátt í flokksstarfi að snúast gegn ákvörðun, sem tekin er á lýðræð- islegan hátt, af löglega kjörnu kjördæmisráði? Er það verjandi að vinna gegn framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu, flokknum til skaða, en andstæð- ingum hans til framdráttar, að- eins ef skoðanir manns á því, hvernig beri að standa að fram- boðsmálum, verða undir? Ég hefi tekið mína ákvörðun og gerði það strax í upphafi. Ég mun styðja framboðslista Sjálfstæðis- flokksins gegn sérframboði. Hvað um þig? ísafirði, 25. febrúar. Árni Sigurðsson. Rall eða ekki rall — eftir Ásgerði Jónsdóttur kennara Frá því einhvern tíma í haust hef ég, við og við, heyrt minnst á svokallað bílarall um öræfi ís- lands. Mér hefur sannast að segja ekki dottið í hug, að þessu tali fylgdi alvara nokkurs manns með fullu viti, eða að yfirvöld léðu slíku eyra. Annað er þó komið á daginn samkvæmt fréttum og við- tölum í útvarpinu um daginn. Sá mæti maður, og eftirlæti okkar út- varps- og sjónvarpsnotenda, Ómar Ragnarsson, leyfði sér að segja þar fullyrðingar, sem hann veit vel af sinni heilbrigðu skynsemi að hann getur ekki staðið við, ein- faldlega vegna þess, að hann fær ekki ráðið gerðum manna á þess- um vettvangi, þó hann sé allur af vilja gerður, og kem ég að því síð- ar. En svona geta ástríður eða dell- ur afvegaleitt hina bestu menn. Mér finnst bílarall fáránleg iðja. En vilji einhverjir ástunda hana, eiga þeir að gera það sem fjærst hinni viðkvæmu náttúru íslands. Ég hef ferðast talsvert um öræfi landsins, og á þeim ferðum séð meira en nóg af gömlum slóðum upp og niður hóla og bala, sumar áratugagamlar, eftir ökumenn sem vissu ekki hvað þeir voru að gera landinu fyrr en eftir á. Ég get nefnt Fjallabaksleiðir, Herðu- breiðariindir og svæðin þar i kring. Vorið 1957 fór ég suður til Kverkfjalla. Á þeirri leið rakst ég á slóð eftir fyrstu bOferð, sem far- in var um þetta landsvæði. Hún var jeppahifcdö-.Ósvakis.. Knudsen og 10—20 ára gömul. Minnisstæðastur er mér þó hóll einn suður með sjó. Hann blasir við í suðvestur frá Reykjanesvita. Ég kom þarna fyrir rúmlega 10 árum. Upp fagurgrænan hólinn lá bílslóð. Hún var margra ára, sagði vitavörðurinn, en hún var þó enn kolsvört í grænum hólnum. Þessi slóð var, og er trúlega enn, talandi tákn hinnar tilgangslausu sport- gíeði, sem engu eirir, hvorki fugli, fiski eða jurt, og sem nú virðist hafa heltekið hóp manna á ís- landi, m.a. jafn ágætan mann og Ómar Ragnarsson. Ég nefni hann vegna þess, að hann hefur gerst forsvarsmaður bílarallsmanna og sá eini þeirra, sem ég veit nafn á. í útvarpsviðtali fullyrtu bíla- rallsmenn að farið verði eftir sett- um reglum. Ég fullyrði, að hvorki forsvarsmenn þeirra né áðrir fái stjórnað því að nokkru gagni. Óvíða á byggðu bóli mun yfirgang- ur ökumanna (og raunar vegfar- enda) vera slíkur sem á íslandi. Erlendir gestir og heimkomnir ís- lendingar horfa með undrun á ósköpin og segjast aldrei mundu þora að aka bíl hér á landi. Sjálf hef ég ekið upp í Mosfellssveit hvern virkan dag í sjö vetur og orðið áhorfandi að margvíslegum brotum og yfirgangi í umferðinni. En ég vil samt nota þetta tækifæri til að láta þess getið, að á þessum sjö árum hafa aksturshættir manna breyst mjög til batnaðar. Ferðaþjónustufólk víða um land hefur sagt, að útlendingar beri ekkert skyn á viðkvæmni íslenskr- ar náttúru, sem varla er á von, en þeir hlýði þó flestir þeim reglum, er þeir fá numið. Aftur á móti . þtkki .kieuduigax. xegLurnax, .en. Ásgerður Jónsdóttir „I>að er fullkotnin ósvífni og ósvinna af rallmönnum að fara fram á leyfi til þess að skemma landið að gamni sínu .,. “ hlýði þeim miður. Hvers má þá vænta þegar „rall“-reglurnar eru jafn lausbeislaðar og fram kom í viðtalinu við handhafa þeirra? Eftir næstsíðasta Heklugos frem- ur en síðasta, að því er mig minn- ir, var það úttekt skynbærra manna, að bílar „show“-gesta hefðu valdið meira tjóni en Heklu- eldar. — Farið og skoðið heiða- löndin fyrir norðan og austan, þar sem upphaflega örgrunn hjólför eru orðin að djúpum grófum sakir vatnsrennslis í leysingum og rofa- bórðm gapa viA uppblæstri. Komið í Dimmuborgir og sjáið hvernig ferðamennskan hefur gereytt hin- um viðkvæma lággróðri í þeim yndisreit. — Hvernig getur svo nokkrum heilvita manni dottið í hug, að ætla að leyfa ómældum bílafjölda að þeysa um þetta við- kvæma land, sem verið er að reyna að græða upp í kapp við eyðingu náttúruaflanna. Og hvaða fullvita manni getur dottið í hug að hægt sé að halda uppi lögum og reglum inni á öræfum, þegar einstakl- ingshyggjan vinnur að því öllum árum að brjóta lög og reglugerðir íslenska ríkisins með þingmenn og embættismenn sér til fulltingis. Það er fullkomin ósvífni og ósvinna af rallmönnum að fara fram á leyfi til þess að skemma landið að gamni sínu og það á sama tíma og miklu fé er varið til landgræðslu og á sama tíma og landeyðing jarðarinnar allrar á hverjum einasta degi er á stærð við allt ísland. (Útvarpsfrétt fyrir nokkrum dögum). Samkvæmt útvarpsfréttum (viðtali í fréttatíma) í kvöld 1. mars, hafa aðstandendur bílaralls ekki farið að lögum. Þeir hafa auglýst í leyfisleysi (eins og video- menn á sínum tíma) og ætlast svo til að íslensk lög og ríkisstarfs- menn verði til þjónustu við fyrir- tækið. Ég skora á þjóðina að rísa önd- verð gegn þessari geipilegu móðg- un. Ég heiti á yfirvöld landsins, að taka einu sinni snarplega á móti yfirgangsmönnum laga og hefða og leggja bann við bílaralli um há- lendi Islands um alla framtíð. Og ég heiti á Alþingi að setja hið bráðasta lög til verndar hálendinu og lífríki þess fyrir illri meðferð ferðamanna, innlendra og er- lendra. Það er þörf tiibreyting frá tilgangslausu hnútukasti núver- andi þinghalds. 1. mars 1983, _____________Ásgerður Jóusdóttir. . Fyrirlestur um bindindismál HÉR Á landi er staddur um þess- ar mundir Gunnar Nelker, for- stjóri Ansvar International í Stokkhólmi. Gunnar Nelker er þekktur fyrirlesari um vímuefnamál, bæði í heimalandi sínu og al- þjóðavettvangi. Hann er einn af fyrirsvarsmönnum alþjóðasam- bandsins gegn áfengis- og fíkni- efnaböli (ICAA) sem hefur að- alstöðvar í Sviss og tengist með nokkrum hætti Heilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO). Gunnar Nelker flutti fyrir skemmstu erindi í sænska þing- húsinu á vegum bindindissam- taka sænskra þingmanna. Nefndist erindið Alkoholvanor, alkoholskador och alkoholpoli- tikk í internationell belysning. — Erindi þetta, sem á íslensku gæti kallast Alþjóðleg áfeng- ismálastefna, drykkjuvenjur og tjón, mun hann flytja í Templ- arahöllinni við Eiríksgötu mið- vikudaginn 9. mars kl. 8.30. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku en snúið jafnóðum á íslensku. Öllum er heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. Wterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.