Morgunblaðið - 09.03.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983 37 og það hefði tekist hefði æfingum verið haldið áfram. I fyrra og hitt- eðfyrra var vilji fyrir hendi hjá SKÍ til að gera eitthvað en svo er ekki í vetur." Björn sagðist vita að fjáröflun- armöguleikar Skfðasambandsins væru ekki miklir, „en ég veit ekki betur en að frjálsíþróttafólk sé stökkvandi og hlaupandi út um allan heim. Það hlýtur að fá greiddan ferðakostnað a.m.k.,“ sagði hann. Ennfremur sagði Björn að hann teldi sjálfsagt að selja inn á sum skíðamótin hér á landi, annað- hvort með ströngum aðgangseyri eða einhvers konar styrktarkerfi. „Það er alltaf verið að tala um að skíðasvæðin séu almenningssvæði en ég veit ekki betur en það sé almenningur sem borgar öll íþróttahús og knattspyrnuvelli." „Fáum aðeins eitt mót“ Björn sagði Ólafsfirðinga langt frá því að vera ánægða með hvern- ig að því er staðið hverjir fái að halda skíðamót hér á landi. „Við höfum eitt fast göngumót hér á ólafsfirði en ekkert í alpagrein- um. Stóru félögin eiga svo marga fulltrúa á skíðaþingi, þegar ákveð- ið er hvar mótin skulu haldin, að við getum engu breytt þar í sam- bandi við þetta. Eg er orðinn þreyttur á þessu, og við komum lang verst út úr þessu. Stóru félög- in verða að gá að því hvað það getur hindrað skíðastaði að lífga upp á tilveru sína ef þeir fá ekki að halda mót. í fyrra sóttum við um að halda unglingamót. Reykvíkingar sóttu einnig um það og fengu mótið. Við vorum með fimmtán keppendur sem kepptu á öllum mótum vetrarins, en frá þeim var einn keppandi á mót- inu. Þegar til kom var ekki hægt að halda mótið í Reykjavík vegna snjóleysis og það var fært til Siglufjarðar þó við hefðum sótt um það ásamt Reykvíkingum!" Ólafsfirðingar fengu nýja skíða- lyftu árið 1978. „Þá varð alger stökkbreyting hjá okkur," sagði Björn. „Og það gleðilegasta við það var sá ótrúlegi fjöldi fólks sem kom og hjálpaði við að setja lyft- una upp í sjálfboðavinnu, og því varð vinnan við það mjög ódýr.“ Eins og áður kom fram var krakkamót þennan tíma sem ég stoppaði í ólafsfirði — enda var það á Öskudaginn og krakkarnir í fríi í skólanum. Björn sagði að þeir reyndu að hafa eins mikið fyrir krakkana og hægt væri og yfirleitt væri eitthvað um að vera um hverja helgi. Að vísu hefði vet- urinn í vetur verið erfiður þar sem veður hefði verið erfitt. Veðrið hefur einnig sett strik í reikning- inn hvað stökkið varðar. Björn sagði að heldur væru dapurlegar fréttir úr stökkinu. Ekki vantaði fólkið en erfitt hefði verið að stökkva þar sem oft hefði verið mjög hvasst í vetur. „Ótrúlegur rekstur“ Fjármálin, blessuð, eru alltaf til umræðu þegar fjaliað er um íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. Af gömlum vana var því rætt um þau. „Rekstur skíðafélagsins er alveg ótrúlegur. Við erum með þjálfara erlendis frá þar sem enginn ís- lenskur hefur fengist, og við verð- um að greiða honum skikkanleg laun. Við höfum einnig þjálfara í göngu og einnig í stökki fyrir börn. Þá er maður í starfi hér á skíðasvæðinu og ég hugsa að vinnulaun í heild fari ekki undir 25.000 krónur á mánuði." Björn sagði að svo væru það ferðalögin og það væri ekki svo lítill peningur sem færi í þau. „Undanfarin ár höfum við verið nánast eina félagið sem hefur ver- ið með í öllum greinum. Siglfirð- ingar hafa að vísu verið síðustu tvö ár, en við erum með einn stærsta skíðahóp sem þekkist hér á landi.“ Björn sagði að með ólíkindum væri hve vel fjáröflun gengi, og hve vel gengi að fá fólk til að vinna í sjálfboðavinnu. Konur sjá um veitingasölu, skíðalyftan gefur peninga og fleira mætti tína til af því sem gefur fé til rekstursins. „Einnig leigjum við nokkrir út íþróttasal og ágóðinn af því renn- ur allur til skíðafélagsins," sagði Björn. Hann sagði að árskortin á Ólafsfirði væru um helmingi ódýr- ari en annars staðar, og væri það til þess að fá fjöldann til að vera með. „Það erfiðasta af öllu er að hafa stöðugar áhyggjur af fjármálun- um en við munum alls ekki gefast upp. Við erum einstaklega ánægð- ir með allt fólkið í bænum sem aðstoðar okkur, og sérstaklega hafa konurnar verið okkur ein- staklega hjálplega." Björn sagði að nú þegar væri komin hótelaðstaða í bæinn og væri hægt að fara að einbeita sér meira að því að taka á móti skíða- fólki. Hann sagði að ekki hefði verið mikið um það“, en við höfum hugleitt að fá Flugfélag Norður- lands til samstarfs um svokallaða helgarpakka, og þá munum við sérstaklega benda fólki á hve ódýr lyftukortin eru hjá okkur. Skíðaáhugi meðal barna og unglinga er mjög mikill á Ólafs- firði, og sagði Björn Þór að lokum að skólastjórarnir á staðnum væru mjög hlynntir íþróttinni, “og það hefur ekki svo lítið að segja." - SH. dag“ get æft. I svona veðri (það gat varla verið betra) geng ég í svona einn og hálfan til tvo tíma, ætli ég fari ekki svona 30 kíló- metra á þeim tíma,“ sagði Gott- lieb. Gottlieb hefur orðið íslands- meistari í skíðagöngu, en hann tók ekki þátt í Landsmótinu í fyrra. „Ég var að byggja og hafði engan tíma til að vera með. Ég er í ágætri æfingu núna, en það er erfitt að ná sér á strik á ný þegar maður hefur tekið sér svona hvíld." Ætlarðu þér sigur á Lands- mótinu? „Stefna ekki allir að því?“ spurði hann þá til baka. „Það þýðir ekki að fara með því hug- arfari að ætla að verða síðastur." Áður en hann var rokinn á ný gafst tími til að smella af honum mynd og er árangur af því vænt- anlega hér einhvers staðar ekki langt undan. tvisvar á Gottlieb Konráösson haröskeyttur skíöagöngukappi frá Ólafsfiröi. helst „Æfi ÞAR SEM ég stóð skammt frá skíðalyftu Ólafsfirðinga og horfði í kringum mig sá ég hvar bláklædd vera kom þjótandi í átt til mín á gönguskíðum og nálgaðist óðfluga. „Þetta er hann Gottlieb,“ sagði Björn Þór, er stóð við hlið mér. Bláklædda veran kom nær og nær og fljótlega var hún farin að fjarlægast aftur. Hafði þotið framhjá án þess að hægja á og hvarf fljótt sjónum. Fljótlega sást hún nálgast á ný eftir að hafa gengið dágóðan spotta. Ég áræddi að stökkva í veg fyrir kempuna og freista þess að stöðva hana. Það tókst og þar var kominn Gottlieb Konráðs- son, göngumaðurinn kunni. Nokkrar spurningar voru lagðar fyrir hann í snarheitum til að trufla æfinguna ekki um of og sagðist hann helst æfa tvisvar á degi hverjum. „Það er nú ekki alltaf hægt vegna veðurs — og einnig er misjafnt hve lengi ég Borgarfjörður eystri: Góðir gestir á ferð, þyrla og kynjafugl Borgarfirði eystra, 26. febrúar. SEGJA má að í þessari viku hafi verið óvenju gestkvæmt í Borgar- firði. Um fimmleytið á fimmtudaginn tóku Borgfirðingar að heyra ókenni- legar drunur, svo að undirtók í fjöll- unum umhverfis fjörðinn. Litu þá margir til lofts, til að gá hvað váldið gæti slíkum undirgangi og komu fljótlega auga á undarlegt flygildi, sem kom svífandi inn yfír fjörðinn og gerði sér lítið fyrir og settist á enda íþróttavallarins hér, sem stað- settur er nánast í þorpinu miðju. Var þarna komin önnur sú þyrla, sem Frakkar lánuðu íslend- ingum og sem mikið hefur verið rætt um í blöðum og öðrum fjöl- miðlum undanfarið. Var þyrlan á æfingar- og þjálfunarflugi um landið og munu æfingar þessar hafa verið skipulagðar af Slysa- varnarfélagi íslands, Rauða krossi íslands og Almannavörnum ríkis- ins. Samkvæmt þeirri ákvörðun að hafa samband við alla aðila á við- komandi stöðum, sem björgun- armál annast, hafði Björgunar- sveitinni Eldingu, hér á Borgar- firði verið gert aðvart og voru full- trúar hennar mættir til móttöku. Með þyrlunni voru 6 Frakkar og íslenskur flugstjóri, Þórhallur Karlsson. Fólk fjölmennti á stað- inn, til að skoða þennan kynjafugl, sem eins og datt þarna beint niður úr loftinu og bauðst heimamönn- um tækifæri til að fara með hon- um nokkrar stuttar hringferðir yfir byggðinni, sem margir not- færðu sér. Einnig var félagi úr Eldingu, Páll Sveinsson, látinn síga úr henni til jarðar, úr tals- verðri hæð og síðan dreginn upp i hana aftur. Að lokum afhenti flugstórinn björgunarsveitinni hérna tvær talstöðvar að gjöf. Að svo búnu hélt þyrlan ferð sinni áfram og hvarf sjónum Borgfirðinga með sama undir- gangi og áður. í dag komu svo aðrir gestir hingað, en það var söngflokkurinn „Hálft í hvoru“, en hann skipa þeir Gísli Helgason, Örvar Aðal- steinsson, Eyjólfur Kristjánsson, Ingi G. Jóhannsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, sem jafnframt er skáld og þýðandi flokksins. Sungu þeir og léku lög við mjög góðar undirtektir áheyranda, sem voru það margir, að segja mátti að salur félagsheimilsins væri full- skipaður. Áuk tónlistarinnar, sem flutt var, las Aðalsteinn Ásberg nokkur ágæt kvæði frumsamin og leik- kona frá Reykjavík, Anna S. Ein- arsdóttir sem kom með drengjun- um, las upp söguna, „Maður upp í staur", eftir Jakobínu Sigurðar- dóttur, og gerði það með hinni mestu prýði. Voru listamennirnir klappaðir fram og urðu að flytja tvö atriði enn, þótt áheyrendur hefðu viijað hafa þau mörgum sinnum fleiri. Borgfirðingar þakka þeim kær- lega fyrir komuna og skemmtun- ina og óska þess helst, að fá að sjá þá sem fyrst aftur. Sverrir Akranes: Fimm togarar komu með afla Akranesi, 7. marz. í SÍÐASTLIÐINNI viku lönduðu eftirtaldir togarar hér: Haraldur Böðvarsson, 150 lestir, Óskar Magn- ússon, 83 lestir, Bjarni Ólafsson, 78 lestir, Krossvík, 70 lestir, og Skipa- skagi, 31 lest. Heildarafli Akranessbáta frá áramótum til 1. marz. var 3.188 lestir, þar af eru 2.018 lestir togarafiskur. Aflahæsti togarinn er Haraldur Böðvarsson með 745 lestir. Af bátunum er Sigurborg aflahæst með 216 lestir. — J.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.