Morgunblaðið - 09.03.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983 Ákvarðanataka í stjórnmálum eftir Ingólf Skúlason, viðskiptafræðing í daglegri umræðu er stjórn- málamönnum eignuð mestöll sú ákvarðanataka sem liggur til grundvallar starfsemi hins opin- bera og öllum umsvifum ríkisins. Raunveruleikinn er þó sá að fjöl- margir aðilar hafa áhrif á ákvarð- anir stjórnmálamanna og nauð- synlegt er að taka tillit til fjöl- margra atriða við ákvarðanatök- una. Hér er greint frá lauslegri athugun sem undirritaður gerði á ákvarðanatöku stjórnmálamanna. Tekið var úrtak úr hópi alþing- ismanna (17) og opinberra starfsmanna í efstu þrepum stjórnsýslunnar (23). Þegar unnið var úr svörum þessara aðila og niðurstöður athugaðar, þá voru þær að mörgu leyti mjög athyglis- verðar. Ofangreind athugun var tilraun til að meta áhrifaþætti og áhrifaaðila í ákvörðunartöku í stjórnmálum, að því er varðar fjárveitingar til fjárfestingar á fjárlögum. Það, sem helst var leit- að eftir, var hvaða aðilar hafa mest áhrif á ákvörðun, með sér- stöku tilliti til innbyrðis stöðu ráðherra, þingmanna og opinberra starfsmanna. Þeir, sem spurðir voru, gáfu einungis huglægt mat á stöðu þessara aðila. Einnig var leitað svara um, hvaða atriði við- komandi teldu hafa mest áhrif á ákvörðun um fjárfestingu. Ákvarðanataka um fjárfestingu var notuð sem viðmiðun í ljósi þess, að helst er hægt að leggja mælikvarða á gæði hennar með tilliti til greiningartækja, s.s. kostnaðarnytjagreiningar, arð- semisathugana o.þ.h. AJþingismenn töldu, að ráðherr- ar, þingmenn og opinberir starfsmenn hefðu ámóta áhrif og ættu svipaðan þátt í ákvörðun. En opinberir starfsmenn töldu, að ráðherra hefði mest áhrif, en þingmenn og opinberir starfs- menn hefðu svipuð áhrif á ákvörð- unina. Báðir hópar töldu, að þrýstihópar hefðu umtalsverð áhrif, en þingmenn töldu þrýsti- THOMAS Lanier Williams lést fyrir fáum dögum í Bandaríkjun- um. Hann er þekktari undir nafn- inu Tennessee Williams, en hann var talinn fremsti leikritahöfundur sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum og segja má að hann hafi markað eigin stefnu. Williams fæddist í Columbus Mississippy árið 1914. Hefði því kannski mátt ætla að kynþátta- stríðið myndi hafa áhrif á skrif hans, eins og hjá samferðahöfund- inum William Faulkner. Svo fór þó ekki, Williams fór allt aðrar braut- ir og fáir leikritahöfundar hafa í jafn miklum mæli byggt verk sín á eigin reynslu og líferni. Fáir höfundar klifuðu auk þess jafn ótt og títt á persónu- legum kenjum og tilhneigingum og Williams gerði. Til dæmis lék kynvilla stórt hlutverk í mörgum verka Williams, og það á tímum sem slíkt var stórhættulegt Ingólfur Skúlason hópa yfirleitt eiga frumkvæði að fjárfestingu og yfirleitt reyna að hafa áhrif á niðurstöður. Báðir hópar töldu, að þrýstihópar hefðu eins mikil áhrif á ákvörðun og al- þingismenn og opinberir starfs- menn. Þingmenn töldu, að fyrir- tæki reyndu oft að hafa áhrif á niðurstöður og ættu nokkurn þátt í ákvörðun, en opinberir starfs- menn töldu áhrif fyrirtækja lítil sem engin. Þegar athugaðir voru þeir þætt- ir, sem þingmenn og opinberir starfsmenn töldu að hefðu áhrif á ákvörðun um fjárfestingu, kom í ljós, að báðir hópar töldu byggða- sjónarmið ráða mjög miklu, en opinberir starfsmenn töldu jafn- framt að kostnaðarnytjagreining (Cost-Benefit Analysis) hefði mik- il áhrif. Hinsvegar töldu alþing- ismenn, að kostnaðarnytja- greining hefði lítil áhrif á ákvörð- unina, en að kunningskapur hefði mikil áhrif. Opinberir starfsmenn töldu kunningskap hafa lítil áhrif, en að hagkvæmni fjárfestingar Höfundur þessarar greinar, Ingólfur Skúla- son, viöskiptafræöingur, skrifaði ritgerð til loka- prófs í viðskiptadeild Háskóla íslands vorið 1982 um ákvarðanatöku stjórnmálamanna. Rit- gerðin birtist í heild í Fjármálatíðindum, ág- úst-desember 1982.1 þessari grein byggir Ing- ólfur á þeim rannsókn- um sem lágu til grund- vallar lokaritgerð hans. hefði meðaláhrif, en þingmenn töldu hagkvæmni fjárfestingar hafa lítil áhrif. Báðir hópar voru sammála um, að afstaða kjósenda og almenningsálits hefði mikil áhrif á ákvarðanatöku. Þegar spurt var um áhrif og samband við þjóðarhag, þá töldu báðir hópar hann einungis hafa meðaláhrif. Alþingismenn töldu félagsleg atriði hafa mikil áhrif, en opinber- ir starfsmenn töldu þau hafa með- aláhrif. Afstöðu þrýstihópa töldu þingmenn hafa mikil áhrif en opinberir starfsmenn töldu þá hafa meðaláhrif. Opinberir starfsmenn töldu mat sitt hafa meðaláhrif, en þingmenn greindi nokkuð á um þetta atriði, en með- algildi er sem næst meðaláhrif. Opinberir starfsmenn töldu per- sónulegt mat ráðherra hafa mikil áhrif, en þingmenn töldu það hafa meðaláhrif. I viðræðum við þing- menn kom einnig fram, að þeir töldu, að kjördæmaskipunin hefði mjög mikil áhrif á alla stefnu- mótun og ákvarðanatöku. Þessi athugun sýnir fyrst og fremst, hvað þingmönnum og opinberum starfsmönnum finnst eða þeir álíta að sé. Til að sýna, hvað raunverulega er, er nauð- synlegt að gera miklu viðameiri könnun og athugun en hægt er á vettvangi kandidatsritgerðar. Álit viðfangshópa er þó mikilvæg vís- bending um, hver raunveruleg uppbygging ákvörðunartöku í stjórnmálum er hér á landi. Hún er ekki síður mikilvæg til að sýna, hvaða álit þessir hópar hafa á áhrifaþáttunum. Þó þarf að gæta varkárni við túlkun á niðurstöð- um, þar sem hér er fyrst og fremst um að ræða huglægt mat eins og áður segir. Þegar niðurstöðurnar eru at- hugaðar frá sjónarmiði, þar sem lögð er áhersla á valdastöðu þeirra hópa, sem ákvarðanatöku tengj- ast, þá er athyglisvert, hversu þeir, sem spurðir eru, telja opin- bera starfsmenn hafa mikil áhrif á ákvarðanatökuna. Báðir hópar töldu, að opinberir starfsmenn og þingmenn hefðu ámóta áhrif á ákvarðanatöku. Samkvæmt þessu má segja, að valdastaða opinberra starfsmanna sé álíka sterk og kjörinna stjórnmálamanna. í ljósi þessarar niðurstöðu og ef athuguð er ábyrgð og stjórnkerfisleg staða opinberra starfsmanna hlýtur þetta að kollvarpa þeim hugmynd- um, sem haldið hefur verið á loft um lýðræði á íslandi, með tilliti til þeirra atriða og skilnings, sem al- mennt er lagður í lýðræði, og virkni þess. Báðir hópar álitu þrýstihópa hafa umtalsverð áhrif. Það kom fram í viðræðunum, að alþingismenn töldu þrýstihópa vera mjög virka, sérstaklega hags- munahópa í sambandi við hvers- konar fjármagnsfyrirgreiðslu með beinu sambandi við þingmenn, en að skoðanahópar störfuðu frekar í gegn um fjölmiðla og almennings- álit. Það, sem er einna athyglisverð- ast í niðurstöðum um þá þætti, sem hafa áhrif á ákvörðun um fjárfestingu, er hin mikla áhersla sem báðir hópar lögðu á áhrif byggðasjónarmiða í ákvarðana- töku. Ekki síður athyglisverð er sú skoðun þingmanna, að kostnað- arnytjagreining og hagkvæmni hafi lítil áhrif á ákvörðun um fjár- festingu. Þessi feikilega áhersla á byggðasjónarmið og lítil áhersla á hagkvæmni við ákvarðanatöku um fjárfestingu er til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á þjóðarfram- leiðslu. Hún hlýtur að vera óhag- kvæm, þegar til lengri tíma er lit- ið, ef þyggðasjónarmið eru látin ráða, en hagkvæmni látin víkja. Slík stefnumörkun, sem miðar fyrst og fremst að því að viðhalda byggð á ákveðnum svæðum, næst- um án tillits til kostnaðar, setur byggðaatriði ofar hagkvæmnis- sjónarmiðum með þeim afleiðing- um, að sú fjárfesting, sem skila ætti arði og bæta llfskjör í fram- tíð, gerir það ekki, þannig að jafn- vel þarf að greiða með henni, og hætta er á, að lífskjör versni, þeg- ar til lengri tíma er litið. Hvaða fyrirtæki, sem legði í slíka óarð- bæra fjárfestingu, færi fljótlega á hausinn. Þessa stefnumörkun og ákvarðanatöku töldu margir þeirra, sem spurðir voru, vera vegna þess sérstæða kjördæma- fyrirkomulags, sem hér er, og þess, hversu aðilar úti á landi leita frekar til þingmanna sinna um lausn tiltekinna mála vegna kunn- ingskapar. Dæmi um þessa stefnu og ákvarðanatöku má sjá af frum- varpi til laga um fóðurverksmið- jur, sem lagt var fram á alþingi síðastliðinn vetur, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þátttöku og eignaraðildar að stofnun og rekstri fóðurverksmiðja. Veru- legum fjármunum var veitt til þessara framkvæmda í fjárlögum og lánsfjáráætlun 1982. I athugun sem gerð var á undirbúningi þessa máls, kom í ljós, að einungis hafði verið gerð gróf frumathugun á hagkvæmni ofangreindra verk- smiðja. í þessari frumathugun eru bornir saman sjö valkostir, mis- munandi stærðir verksmiðju og ýmist notkun olíu eða jarðvarma eftir staðarvali. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að í sex af sjö valkostum sé fyrirsjáanlegur mik- ill taprekstur. Einungis einn val- kosturinn, ein stór jarðvarmakynt verksmiðja í Suður-Þingeyjar- sýslu, telur hann að kunni að standa undir sér, en telur mikla nauðsyn á frekari rannsókn á stofnkostnaði hennar. Þetta frum- varp dagaði uppi á þinginu, eftir að vakin hafði verið athygli á því, en þrátt fyrir það var undirbún- ingi haldið áfram, fyrir þrjár minni verksmiðjur, í Skagafirði, í Suður-Þingeyjarsýslu og í Borgar- firði. Það er ljóst að hér hafa sterk stjórnmálaleg öfl reynt að knýja fram ákveðna niðurstöðu. Þessi málsmeðferð vekur menn til umhugsunar um gæði vinnu- bragða og um gildi laga sem eiga að tryggja vönduð vinnubrögð við opinberar framkvæmdir. Það er ljóst að ákvörðun um fjárfestingu er í eðli sínu stjórnmálaleg og að þrátt fyrir að útreikningar gefi til kynna, að um óhagkvæma fjár- festingu sé að ræða, er leitast við að framkvæmdir hefjist og að verksmiðjurnar verði reistar. Þeir, sem fyrir slíkri ákvarðanatöku standa, hljóta að hafa I huga önn- ur markmið en hagkvæmni, sem þeim finnst vera eftirsóknarverð- ari, hver svo sem þau eru, eða að mikilvæg gildi eru ekki tekin til Tennessee Williams: Leikskáld sem ruddi brautina • Tennessee Williams framadraumum höfunda. En Williams varaði sig á því að halda slíku fyrir utan sín betri verk og þau voru svo góð að fólk lét sem það vissi ekki af hinu sem verra þótti. Williams flutti snemma frá foreldrum sínum og bjó síðast í New York áður en hann náði loks að koma leikriti á framfæri. Hann vann fyrir sér með því að starfa sem þjónn á 2. flokks veit- ingahúsi og sem dyravörður I kvikmyndahúsi. 1940 var loks tekið við leikriti hans, „Battle of angels" í Boston og þá hélt hann að lífið yrði dans á rósum. Reyndin varð önnur, leikritið koðnaði niður áður en til Broad- way kom og það var ekki fyrr en fimm árum síðar að William tókst að koma öðru leikriti að. Það var í Chicago og leikritið hét „The glass menagerie". TGM gerði betur en fyrra leikritið, það komst á leiðarenda ef svo má segja, til Broadway, eftir að hafa verið frekar fálega tekið, en á Broawday kvað við annan tón, • Elísabet Taylor og Paul Newman í kvikmyndinni „Cat on a hot tin rooP‘ árið 1958.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.