Morgunblaðið - 09.03.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.1983, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983 „Skólastjóramir hlynntir íþróttinni Það er ekki svo lítið atriði“ Hér er Björn Þór Ólafsson meö þeim Guðnýju Ágústsdóttur sem er aö stíga sín fyrstu skref á gönguskíðum og Jóni Konráössyni sem er margfaldur íslandsmeistari í göngu. GREINAR OG MYNDIR: SKAPTI HALLGRÍMSSON BJÖRN l*ór Ólafsson er nafn sem oft heyrist þegar rætt er um skíAa- íþróttina hér á landi. í það minnsta ef rætt er um hana í tengslum við Ólafsfjörð. Hann er margfaldur fs- landsmeistari í skíðastökki og íþróttakennari að mennt. „Já, titl- aðu mig íþróttakennara og áhuga- mann um skíðaíþróttir,“ sagði Björn er ég hitti hann að máli nýlega í skíðalandi þeirra Ólafsfirðinga. Snjórinn var ekkert allt of mik- ill — ekki var þó ástandið eins slaemt og sums staðar annars staðar á Norðurlandi, þar sem gárungarnir sögðu að starfsmenn skíðalandanna væru að gróður- setja plöntur á skíðalandinu, slíkt væri snjóleysið — en ólafsfirð- ingar létu það ekki á sig fá, og er ég leit við hjá þeim var að hefjast svigmót fyrir krakka. Björn Þór var þar á fullu við að undirbúa mótið, þeyttist um svæð- ið á snjótroðaranum, og sá um að allt væri í lagi. Auk hans voru nokkrir aðrir mættir á staðinn til að hjálpa við að gera allt sem best úr garði fyrir krakkana. Þegar Björn hafði tíma aflögu fyrir spjall földum við okkur inni í litl- um skúr á svæðinu til að verða ekki fyrir ónæði. „Gjörðu svo vel, þetta er nú aðstaðan okkar," sagði Björn og vísaði „til stofu“. Fyrst hann minntist á aðstöð- una lá beinast við að spyrja um hana. „Nei, í alvöru, þá er aðstað- an hér hjá okkur góð. Það er stutt að fara á skíðasvæðið þannig að ekki þarf mikinn húsakost hér. Skíðalandið okkar er gott; efst eru brattar brekkur fyrir þá sem það vilja, og neðar eru brekkurnar flatari. Hér er sem sagt eitthvað fyrir alla,“ sagði Björn. Ólafsfirðingar hafa í hugum manna einkum tengst norrænu greinum skíðaíþróttanna. Björn er spurður hvort það sé á rökum reist. „Nei, það er nú kannski á mis- skilningi byggt að við höfum alltaf lagt meiri áherslu á norrænu greinarnar heldur en alpagrein- arnar. Við höfum lagt mikla áherslu á alpagreinar og áttum frábæra skíðamenn í þeim hér áð- ur. En nú er það þannig að hér eru yfirieitt ekki nema unglingar í þessu því við missum oft okkar bestu unglinga í framhaldsskóla. Það fer oft saman að duglegasta skíðafólkið er best í námi,“ sagði Björn. íbróttakennarinn Björn Þór Olafsson frækinn skíðamaður um langt árabil. Margfaldur ís- landsmeistari í norrænum grein- um og einn aðalhvatamaðurinn í skíöaíþróttinni á Ólafsfiröi. „Norrænu greinarnar heldur í öldudal“ Hann sagði að krakkahópurinn sem æfði núna væri efnilegur og Norðmaðurinn sem æfði alpa- greinarnar væri „góður strákur". „Hann er mjög góður í umgengni við börn, og það er ekki lítið atriði. Starf hans hefur skilað geysileg- um árangri. Aftur á móti verð ég að viðurkenna að norrænu grein- arnar eru heldur í öldudal hjá okkur. Það er ekki eins margir sem stunda þær og áður, en við eigum samt marga sterka göngu- menn. Við erum með yfirburða- menn í 13—14 ára flokki, einn mjög góðan eigum við í fjokki 17—19 ára og í elsta flokknum eru okkar menn með þeim bestu. Hvað varðar stökkið, þá hefur starfið í því verið heldur dapurlegt í vetur. Það vantar að vísu ekki fólk til að stökkva heldur er það veðrið sem farið hefur illa með okkur. Veðr- áttan hefur verið erfið — það hef- ur verið mjög hvasst." Að sögn Bjarnar Þórs hefur það aukist til muna á ólafsfirði sem annars staðar að almenningur stundi skíðagöngu í frístundum. „Hér er troðin göngubraut þegar færi gefst. Gönguland okkar hér í kring er mjög gott og við höfum haft mjög mikinn snjó hér í vetur. Hér hefur allt verið á kafi frá því um miðjan nóvember þar til fyrir hálfum mánuði," segir Björn er við spjöllum saman fyrr í mánuð- inum. „Það er mjög stutt fyrir fólkið að fara á gönguskíðin og m.a.s. er hægt að byrja inni í bæn- um. Nú erum við komnir með þriggja km. langan upplýstan gönguhring og segja má að það sé okkar líf í skammdeginu." „Deyfð í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana“ Björn Þór var spurður um starf- semi Skíðasambandsins, og sagði hann Ólafsfirðinga ekki allt of ánægða með hana. „Það hefur ver- ið mikil deyfð í starfsemi SKÍ í vetur, t.d. í sambandi við undir- búning fyrir Ólympíuleikana. í haust var ein samæfing í norrænu greinunum og í vetur áttu að vera tvær til viðbótar en af þeim hefur ekkert orðið ennþá. í vetur hafa nokkuð margir skíðamenn farið erlendis til æfinga og keppni, bæði keppnisfólk í norrænum og alpa- greinum, og hefur þetta fólk þurft að greiða allan kostnað sjálft. Svo er verið að tala um undirbúning fyrir ólympíuleika. Það er alveg út í hött! Ég er hræddur um að SKÍ verði að hrökkva hastarlega við á næstu dögum ef á að senda keppendur á leikana. Samæfingin í haust var til þess ætluð að koma ástandi göngumannanna í sæmilegt horf, „Aldrei hægt að treysta veðrinu“ Á ÓLAFSFIRÐI starfar nú norskur skíðaþjálfari, Hávard Saude að nafni og er hann 23 ára gamall. Þetta er þriðji vet- urinn sem hann starfar sem skíöakennari á Ólafsfirði. Er é^ lagði þá heimskulega spurningu fyrir hann hvernig honum líkaði á Ólafsfirði svaraði hann því auðvitað til að honum líkaði vel — ann- ars hefði hann varla komið aftur. En hvernig atvikaðist það að hann kom þangað til starfa? „Það var maður heima í Kongsberg sem vildi fá mig til að þjálfa hjá KR. Ég sagði því upp vinnu minni í Kongsberg en þegar til kom fékk ég ekki vinnuna hjá KR. Fyrst ég var kominn hingað Norski skíðaþjálfarinn Hávard Saude meó hóp af vöskum nemendum slnum. Saude er búinn að starfa þrjá vetur á Ólafsfirói og kann mjög vel viö sig á staönum. til lands tók ég tilboði Ólafs- firðinga um að koma hingað til að fá eitthvað að gera.“ Saude þjálfar aðallega krakka á Ólafsfirði, en sagði að hann væri einnig með full- orðinskennslu, og þá væru það oft foreldrar krakkanna sem væru í því. „En það er nú mest í gamni," sagði hann á sinni prýðilegu íslensku. Hann sagði að það væri erfitt að þjálfa á íslandi. „Hér er aldrei hægt að treysta veðri, kannski er allt í einu komin stórhríð og stormur, og þá er snjórinn hér of linur. Það er erfitt að æfa í linum snjó. Maður nær tækninni ekki eins fljótt við þær aðstæður," sagði hann. - SH. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.