Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 21

Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 21 Kjötinu skipað upp í Gdynia. Á götuhorni í Varsjá. Einar Sigurðsson, fréttamaður á útvarpinu, Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar, og Sigurjón Heiðarsson, skrifstofustjóri stofnunarinnar. þótti þar vel að verki staðið, betur en þeir áttu kannski von á, en ef- uðust þó ekki um að allt væri með felldu og að maturinn hefði lent í höndum réttra viðtakenda. Það var líka staðfest á fundi með starfsmönnum kaþólsku kirkjunn- ar þar sem þeir greindu nákvæm- lega frá úthlutuninni. Islendingar gjöfulastir f Varsjá höfðum við mest sam- starf við séra Zdzislaw Pawlik, sem er formaður fyrir kirkjuráði lútersku safnaðanna f landinu. Hann er þeim Hjálparstofnunar- mönnum að góðu kunnur frá fyrri ferðum þeirra til Póllands enda hefur hann fyrir hönd lúterska kirkjuráðsins séð um að dreifa langmestu af matvælaaðstoðinni frá fslandi. Á fundi, sem hann boðaði til í húsi kirkjuráðsins, skýrði hann frá starfseminni og fór mörgum fögrum orðum um framlag íslensku þjóðarinnar til hjálparstarfsins í Póllandi. Hann nefndi það sem dæmi, að miðað við höfðatölu væru íslendingar tíu sinnum stórvirkari en Norðmenn, sem þó bera jafnan höfuð og herð- ar yfir aðrar þjóðir i alþjóðlegu hjálparstarfi. Ég spurði séra Pawlik þeirrar spurningar hver væri hin raun- verulega þörf fyrir matvælaaðstoð við Pólverja og sagði, að þrátt fyrir matvælaskömmtun og vöru- þurrð í verslunum væri ekki að sjá að fólk væri illa haldið, a.m.k. ekki i augum útlendings, sem gerði stuttan stans í landinu. Pawlik sagðist skilja það en benti á, að ástandið væri skást í stærstu borgunum þar sem ókyrrðin hefði verið mest. í öðrum borgum og úti á landsbyggðinni væri ástandið hins vegar allt annað og verra. Berklaveikin, sem búið hefði verið að útrýma að mestu í Pól- landi, væri nú aftur farin að stinga sér niður og einnig skyr- bjúgur, sem eingöngu stafaði af næringarskorti. Með tilkomu skömmtunarmiðanna hefðu bið- raðirnar að visu minnkað mjög en það væri þó athyglisvert, að um 30% þessara miða skiluðu sér ekki. Það væri vegna þess, að sum- ir hefðu ekki einu sinni efni á þessum litla skammti, heldur lifðu mest á grænmetisrusli, sem eng- inn matur væri í. Séra Pawlik sagði, að sú hjálp, sem íslendingar hefðu innt af hendi, væri ómetan- leg og miklu meiri en þær gætu gert sér í hugarlund sjálfir. Pól- verjar stæðu í þakkarskuld við ís- lensku þjóðina, sem seint yrði greidd. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar- innar, lét nokkur orð falla af þessu tilefni og sagði, að íslendingar litu ekki á aðstoðina sem ölmusu, heldur sem hjálp við fólk í nauð- um. Þeir tímar kæmu vonandi, að pólska þjóðin yrði sjálf aflögufær og gæti þá miðlað öðrum. Tveir pakkar á mann Erindi okkar í Póllandi var nú lokið og ekkert eftir nema kveðja. Vegabréfsáritunin gilti aðeins fram á föstudag og því vissara að taka daginn snemma til að lenda ekki í neinum vandræðum. Við áttum ekki pantað far með ferj- unni og ókum því í einni striklotu frá Varsjá, 6—700 km leið, og komum til Swinoujscie um kvöldið klukkan sjö en ferjan átti að fara á miðnætti. Við vorum fyrsti bíll og þeir voru ekki margir, sem áttu eftir að bætast við. Tollskoðunin hófst hins vegar ekki fyrr en um tíu og því máttum við dúsa í bíln- um í um þrjá tíma eða þangað til flokkur hermanna kom á vett- vang, vopnaðir og með sérþjálfað- an blóðhund til að leita að laumu- farþegum í bílunum. Þeir voru vissulega ekki árennilegir pólsku hermennirnir en eftir að við vor- um sloppnir í gegn og inn á hafn- arsvæðið þar sem við biðum ferj- unnar, þá komu þeir til okkar einn og einn og báðu um sígarettur. Skammturinn var ákveðinn tveir pakkar á mann og voru þeir þá fljótir að stinga þeim á sig og koma sér á sinn stað á verðinum. Til Ystad í Svíþjóð komum við á laugardagsmorgni og var haldið beint til Málmeyjar þar sem ferj- an var tekin yfir til Kauprr.anna- hafnar. Loftleiðavélin átti að fara heim eftir stutta stund og því kvöddum við þá Guðmund og Sig- urjón í Kastrup. Þeirra ferð var ekki lokið, þeir áttu eftir að fara til Genfar til fundar við hjáipar- stofnunarmenn frá öðrum þjóð- um. Sveinn Sigurðsson. Verslunin Dagný er fflutt að Laugaveg 58. Rýmingarsala heldur áfram á prjónakjólum, peysum, pilsum og blússum. Allt nýjar og fyrsta flokksjt/örur. Dagný Laugaveg 58. AO ENDURHEIMTA LÍKAMANN Námskeið í lifeflisæfingum i fræöslumiðstöðinni Miö- garöur hefst 2$. mars kvöld- námskeið í lífeflisæfingum Alexander Lowen. Lífeflisæfingarkerfiö er stund- um nefnt „yoga tuttugustu aldarinnar" og þykir henta vel sem alhliöa heilsurækt. Ávinningur af lífeflisæfingum er m.a.: • Losa um vöövaspennu • Sfuöla aö aukinni blóörás • Dýpka öndunina • Útrás innibyrgöra tilfinn- inga • Auka kynferðislega vellíöan • Stuðla aö alhliða slökun Leiöbeinendur: Guömundur S. Jónasson, Hilmar ö. Hilm- arsson. Tími. 8 kvöld í einn mánuö. Kl. 20—22.30 mánudags- og föstudagskvöld. Þátttökugjald: 1.400 kr. Lesefni innlfaliö. Skráning og upplýsingar: S: (91) 12980 kl. 10—16 og 19—22. ______ X /mOG/tRDOR r-----------------| • KEFLVIKINGAR iSUEXJRNESJAAAENN FEREAKYNNING I SIABVi SUNNUCW3SK\ÖLD | DAGSKRÁ: Skemmtunin hefst kl. 8.30. BENIDORM feröakynning: Jórunn Tómas- ■ dóttir fararstjóri sýnir kvikmynd frá Benidorm ■ og kynnir hana. TÍSKUSÝNING: Nýjasta tískan í fatnaöi frá Blondie, Keflavík. Bingó: Spilaö veröur um BENIDORM-sólar- ferðir og fleira. * - HAPPDRÆTTI: í vinning er vandaö gíra- < ■ reiöhjól j | VERÐ: Aögöngumiöinn kostar aöeins 150 kr. p B og innifaliö í honum er eitt bingóspjald og kaffiveitingar. KYNNIR: Kynnir kvöldsins er Einar Júlíusson. |g | cd < FERÐA S miðstoðin; AÐALSTRÆTJ' 9 S.28J33j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.