Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Ég skyldi þó ekki hafa orðið sraeyk? — undir hervernd um suður Líbanon að hlusta á þögn og horfa á eyðileggingu. IMir hervernd. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Við lögðum af stað áleiðis til Metulla við landamæri ísraels og Líbanons f hlýju veðri. Um nóttina hafði verið gist á kibbutzinum Ayelet Hashahr — sem mun geta útlagzt Morgunstjarnan. Þar höfðum við notið ágætra viður- gjöminga og eini Norðurlandabúinn sem býr á samyrkjubúinu, Britta Kapl- an, hafði komið og snætt kvöldverð með okkur. Nú var sem sagt koraið að því, að við færum til viðtals við hinn umdeilda majór Saad Haddad og síðan inn til Líbanons. Daginn áður höfðum við fengið skilaboð frá utanríkisráðu- neytinu um, að þaö væru áhöld um, hvort ferðin inn í Líbanon yrði farin, hvortveggja var að miklum snjó hafði kyngt niður og svo hitt, sem minna var talað um, að einhver ókyrrð hafði verið á þeim slóðum sem við áttum að fara um. Þegar til Metulla kom, skein sól- in í heiði, en var andkalt. Við hitt- um þarna Yechiel Bar Chaim for- ingja sem átti að fylgja okkur inn í Líbanon, þ.e.a.s. ef okkur yrði leyft að fara. Upphófust nú miklar hringingar út og suður og mér voru svo sem engar skýringar gefnar, nema að Bar Chaim gaf í skyn, að ekki væri nægur mann- afli til að fylgja mér ... Ég tók þessu tali öllu af fullkominni létt- úð eins og sönnum íslendingi sæmir og sagðist ekki þurfa neina fylgdarmenn, Sharvit bílstjóri bæri hvort eð væri byssu og Aaron Gafny, fylgdarmaður minn, væri mér næg vernd. Bar Chaim, sem er ungur og ljúflegur, sagði ávít- andi, að engum bíl væri leyft að fara utan þess að a.m.k. sex vopn- aðir hermenn væru til fylgdar. Ekki fékkst hann þó til að viður- kenna að neitt sérstakt hefði borið við upp á síðkastið, en af alls kon- ar stressi og vafstri mátti ráða, að nokkur uggur var í mönnum þenn- an sólbjarta morgun í Metulla. Ég settist niður, fékk mér te og beið þess hin rólegasta að Saad Hadd- ad majór kæmi á vettvang; viðtal- ið hafði verið ákveðið með löngum fyrirvara og majórinn hefur verið þekktur fyrir annað en forðast blaðamenn. Sem ég var þarna að bíða í blíðunni, bar að sænskan blaðamann frá Málmey, sem var i skoðunarferð með öðrum fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu og eftir miklar vangaveltur ákvað hann að óska einnig eftir að fá að fara inn í Líbanon. Einhverra hluta vegna varð hann ósköp ókyrr og nei- kvæður, þegar biðin lengdist og ekkert gerðist utan þess að menn hlupu fram og aftur og kölluðust á eða töluðu hástöfum í síma. Ekki bólaði á majórnum og Bar Chaim sagði mér í trúnaði, að því væri nú svoleiðis háttað með maj- órinn upp á síðkastið, að hann virtist þjást af tímabundnu minn- isleysi, hins vegar gæti meira en verið að hann mætti galvaskur í viðtalið á morgun. Ég spurði um horfurnar á Líbanon-ferðinni og fékk loðin svör. Svíinn sagðist vera að hugsa um að hætta við allt saman, líklega væri þetta bráð- hættulegt, það væri sýnilegt af þeirri tregðu sem væri á öllu, svo og seinagangi. Samt fór aldrei svo að ekki færi eitthvað að gerast. Herbíll kom brunandi, út stukku átta vopnaðir hermenn, þeir höfðu verið kvaddir út á aukavakt til að hægt yrði að uppfylla óskir mínar um að kom- ast inn í Líbanon. Einn þeirra minnti mig á E1 Puerco úr Löðri, en var þó öllu alvörugefnari. Var nú farið að gefa skipanir á báða bóga og komið með gríðar- þá enn á svæðinu, þótt þeir láti ekki mikið fara fyrir sér. Torgið í Merj’uyun var snaut- legt og á hús máluð skammaryrði um UNIFIL — og þó einkum Norðmenn, enda var ekki beinlinis dátt með mönnum Haddads og UNIFIL á sínum tíma, eins og fram kom þá í fréttum. Ég ávarpaði ungan mann sem ég hitti rétt við torgið, hann heitir Walid og segir mér að hann sé nýkominn hingað aftur eftir að hafa tekizt að flýja og komast til Kanada 1978. — Nú er kannski óhætt að setjast hér að aftur, seg- ir hann og það eru dauf í honum augun. Foreldrar mínir búa hér og systkini og þau hafa gengið í gegn- Frá torginu í Marj’hun. þung skotheld vesti, sem við átt- um að klæðast. Ég sýndi náttúr- lega ekki þá alvöru sem hæfði stundinni og spurði hvort ég gæti ekki fengið hjálm líka og síðan var mér allri lokið, þegar komið var með yfirlýsingu sem ég átti að undirrita. Þar tilkynnti ég að ég hefði tekið ákvörðun um þessa ferð af fúsum og frjálsum vilja og gerði mér fulla grein fyrir þeirri hættu, sem henni kynni'að vera samfara. Myndi ég því skuldbinda mig til að mæta því sem að hönd- um bæri æðrulaus og hugsanlegt andlát(!) mitt væri á mína eigin ábyrgð en ekki ísraelska ríkisins og gætu erfingjar mínir (!) ekkert farið að argaþrasa út í ísraelsk stjórnvöld. Það voru farnar að renna á mig tvær grímur; Svíinn ákvað að fá sér annan bolla af tei og bruna síðan stytztu leið aftur til Tel Aviv. En auðvitað getur maður ekki farið að hætta við hálfklárað verk. Ég skrifaði undir stórum stöfum, hlunkaðist síðan þyngslalega inn í bílinn í útbúnaðinum — en fékk reyndar ekki hjálm. Þrír vopnaðir hermenn komu í bílinn líka og fjórir í þann sem fór á undan og var nú lagt af stað í áttina til Gæðagerðis, þar sem eru landa- mörk Líbanons og ísraels. Aaron Gafny og Sharvit voru einnig klæddir í vestin vænu og þegar yf- ir landamærin kom, voru rúður skrúfaðar ögn niður og riffil- hlaupunum beint vígalega út um gluggana. Ég sagði við sjálfa mig að það væri þó huggun í hallæri, að við værum í seinni bílnum og því líkur á að við slyppum með skrekkinn ef jarðsprengjur tækju upp á að springa allt í kringum okkur. Þegar ekið var eftir holóttum veginum blasti eyðilegging margra ára styrjaldarátaka hvarvetna við. Lítil þorp sem við ókum um voru lífvana — sund- ursprengd og skotin hús, tætlur af bílum, rusl og aftur rusl huldi nánast landið. Á vinstri hönd var víghreiður PLO-manna uppi á há- um kletti, Bieyfort-kastalinn, það- an sendu þeir eldflaugar inn í Norður-ísrael og velgdu íbúum svæðisins undir uggum. Liðsmenn Saad Haddads gerðu mörg áhlaup á vígið, en ekkert dugði og það var ekki fyrr en í innrásinni að ísrael- um tókst að taka virkið. Höfðu PLO-menn þá búið sér þar neðan- jarðarbyrgi og fannst mikið magn af fullkomnum vopnum. Víða var snjóföl á jörðu, fjöllin voru hvít í miðjar hlíðar. Skrýtn- ast af öllu var þó bögnin — þessi ólýsanlega kyrrð. I þorpunum var eins og allir læddust á tánum og töluðu í hálfum hljóðum, litlir asnar stóðu á stöku stað hreyf- ingarlausir og horfðu einnig þegj- andalegir fram fyrir sig, meira að segja kettirnir voru beygjulegir, önnur dýr sá ég ekki, utan fáein hænsn sem stikuðu um í ruslinu en höfðu varla rænu á að leita sér að æti. Við mættum tveimur stórum vörubílum með skriðdreka á pöll- um sínum. Bar Chaim segir mér að þetta sé úr búnaði Haddads majórs. Bærinn Merj’uyun er aðalvígi Haddads. Þar búa um tólf hundr- uð manns og þegar við renndum inn í bæinn, ríkti sama kynlega stemmningin og í öðrum bæjum sem við fórum um, varla nokkur maður á ferli, ekki einu sinni á aðaltorgi bæjarins. Eftir að hafa þrasað við herforingjann á leið- inni var gefið leyfi til að við fær- um út í Merj’uyun og ég bað um að fá að labba um og var það leyfi veitt með því skilyrði að vopnaður hermaður væri jafnan við hlið mér. Bar Chaim ítrekaði enn, að það væri ekki vegna þess að neitt hefði gerzt né heldur vegna þess að þeir óttuðust að neitt kæmi fyrir, en þetta væri sjálfsögð var- úðarráðstöfun. Nefna mætti að nokkrum dögum áður hafði bíll fullur af sprengiefni sprungið við aðaltorgið örfáum sekúndum áður en bíll Haddads fór þar um. Þá höfðu nærstaddir slasazt og það var engum blöðum um það að fletta að það átti að ráða majórinn af dögum. Svo að PLO-menn eru um mikla erfiðleika ... þau eru kvíðin og trúa ekki á framtíðina. Við vitum ekki hver kemur hingað næst, vitum ekki hvort tnður verður eða hvort átök brjótast út aftur. Það er mikið öryggisleysi í fólki hér... við vitum ekki hvort við eigum að reyna að byggja þetta svæði upp aftur ... það verð- ur kannski sprengt allt aftur í loft upp áður en við er litið ... Jú, ég held að þetta sé mjög almennur hugsunarháttur hér, að við vitum ekki hvað bíður okkar ... og allir eru svo þreyttir og vondaprir. Ég spurði hann um hug fólks til ísraela. Hann gaut augum á vopn- aða hermanninn ísraelska og taut- aði eitthvað um að allir væru hlynntir ísraelum. Ég spurði, hvort hann segði þetta vegna þess að hermaðurinn væri þarna á næstu grösum. Hann mótmælti því og í fyrsta skipti fannst mér eins og hann sýndi venjuleg við- brögð. — Ef ísraelar hefðu ekki komið til með stuðning við Hadd- ad majór og fólkið á þessu svæði, væri hér alger auðn. Israelar hafa hjálpað okkur og við getum ekki án þeirrar aðstoðar verið. Ég við- urkenni það, en hins vegar verðum við líka að reyna að gera eitthvað sjálf — núna. Við eigum að heita sjálfstætt fullvalda ríki og það á að heita að friður ríki. Svo að við ættum að byrja á einhverju. Við vitum bara ekki á hverju við ætt-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.