Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 26

Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Píslarvotturinn Frances Leikkonan sem var læst inni á geðveikrahæli Hún fæddist árið 1914. Á hennar 21. aldursári varð hún fræg í Hollywood og var komin með hagstæðan samning við stórt kvikmyndafyrirtæki. Hún var jafnvel borin saman við drottningu þess tíma, Garbo. En hún varð fljótt ein óvinsælasta leikkonan í Hollywood vegna hennar villta eðlis. Hún var læst inni á geðveikrahæli tæplega þrítug og hún bar aldrei sitt barr eftir það. — Frances Farmer, stormasöm ævi hennar lá í gleymsku í mörg ár, en hefur nú verið dregin fram í sviðsljósið. Frances í blóma lífsins. Leiðin til frægðar Ferill Frances Farmer hófst árið 1930, er hún var sextán ára. Þessi unga stúlka sendi smásögu sína „Guð deyr“ í smásagnakeppni sem allir skólar landsins stóðu fyrir. Hinn deyjandi guð sigraði. Þetta gerðist í kreppunni miklu og menn á vissum stöðum litu á guðsafneitun ungu stúlkunnar sem uppreisn og kommúnisma. Fólk tók upp á því að gera ungu stúlkunni lífið leitt. Síðan liðu fjögur ár. Frances hvarf í fjöldann. En árið 1934 vann Frances aðra samkeppni sem pólitiskt dagblað í Seattle stóð fyrir. Verðlaunin voru ókeypis skoðunarferð til „draumalands- ins“, Sovétríkjanna, og væntan- lega einnig til baka. Um svipað leyti hafði hún reynt fyrir sér á leiksviðum skólanna. En hún stefndi hærra — New York og Breiðvang. Eftir skoðun- arferðina til „draumalandsins" var fólk varað við henni og meira að segja móðir hennar, Lillian Farmer, umgekkst hana eins og aðskotadýr. En á tiltölulega skömmum tíma komst hin tvítuga Frances í samband við mjög áhrifamikinn umboðsmann, sem kynnti hana fyrir háttsettum manni innan Paramount-kvik- myndafyrirtækisins, Oscar Serlin. Frances var prófuð fyrir framan kvikmyndatökuvélarnar og ekki leið á löngu þar til Oscar réði hana. Hin sjálfstæða en óstýriláta Frances Farmer var komin á launaskrá hjá einu stærsta kvikmyndafyrirtækinu. Harmsaga ungrar konu Frances Farmer hleypti nýju blóði í annars lífvana kerfi. Nokkrir risar, sem höfðu risið úr sárri fátækt til æðstu metorða, réðu kvikmyndafyrirtækjunum í bókstaflegri merkingu. En fram- tíðin brosti engu að síður við Frances. Hún lék alls í nítján kvikmyndum, þar á meðal Rythm on the Range með Bing Crosby, Toast of New York með Cary Grant og Among the Living með Susan Hayward. En frægasta mynd hennar er „Come and Get It“, sem hinn frægi og virti Howard Hawks leikstýrði. Ekki leið á löngu þar til Frances var jafnað við drottningu fjórða áratugarins, Gretu Garbo. En persónuleiki nýju stjörnunn- ar stakk heldur betur í stúf við megnið af samstarfsmönnum hennar. Leikarar, þekktir sem óþekktir, voru jafnan hlýðnir og stilltir sem lömb. Það þoldi Franc- es ekki. Hún leyndi aldrei hatri sínu á hinu rótgróna kerfi. Hún barðist gegn auglýsingaskruminu, neitaði að leika ákveðin hlutverk og sagði leikstjórum að þegja. Hún klæddist sóðalegum fötum, ók bílskrjóð, oftast undir áhrifum áfengis, og át töflur í tíma og ótíma. Það leið heldur ekki á löngu þar til hún eignaðist marga fjandvini. Það þurfti að vísu ekki þessa sérstöðu hennar til, því sam- keppnin milli leikaranna var grimm og enginn er annars bróðir í þeim leik. Leiðin til grafar í sjálfsævisögu sinni (fyrst út- gefin 1972) segir Frances að henni hafi aldrei tekist að laga sig að hinu stífa og ómannúðlega kerfi Hollywood. Ennfremur segist hún hafa gert sér snemma grein fyrir því að allir hötuðu hana. Það hlaut að koma að því að vandræði hennar leiddu til alvar- legra árekstra. Hún var handtekin seint á árinu 1942 fyrir ölvun við akstur og fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Tveimur mánuðum síðar var hún sökuð um að rjúfa drengskaparheitið og var borin sparkandi og öskrandi úr dómsalnum. Þetta gerðist 13. janúar 1943. Það liðu 11 ár þar til hún slapp endanlega úr fangels- inu. Frances var látin dúsa í fimm ár á „óróadeild" geðveikrahælis. í herbergi hennar var ekkert rúm, enginn hiti, engin loftræsting. Á þeim tíma voru menn að fikta í sálfræði og hún fékk að kenna á því, meðal annars var notað raf- magn á hana. í sjálfsævisögu sinni segir hún að henni hafi verið oftsinnis þrengt í spennitreyju, verið hálfdrekkt í tsbaði og nauðg- að af starfsmönnum. En þar kem- ur einnig fram að henni hafi verið sleppt nokkrum sinnum út er hún hegðaði sér skikkanlega. Þá fór hún oftast heim til móður sinnar. En þær heimsóknir enduðu ætíð með heiftarrifrildum mæðgnanna og móðir hennar sendi hana aftur til hælisins. Árið 1954 var henni sleppt end- anlega. En hún hélt áfram að drekka óstjórnlega og notaði pill- ur þar til hún lést úr krabba árið 1970. Þögnin rofin Þegar bókin kom út skrifaði gagnrýnandinn Sally Francis: „Það er alveg sama hvað við vor- kennum henni, getum við ekki varist þeirri hugsun að hún dró sjálfa sig niður í svaðið. Hún elsk- aði engan og enginn elskaði hana ... Saga hennar er harmleik- ur. Ég finn til með vinum hennar, sem reyndu allt hvað þeir gátu henni til hjálpar, sama hvernig hún fyrirleit þá.“ Ævisögur þekkts fólks og ann- arra, sem lentu upp á kant við þjóðfélagið, hafa ætíð heillað kvikmyndagerðarmenn. Bob Fosse filmaði ævi orðháksins Lenny Bruce og ævi Joan Crawford var filmuð fyrir tveimur árum. Nú hefur stormasamasti þáttur ævi Frances Farmer verið kvikmynd- aður, með góðum árangri, að því að sagt er. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum skömmu fyrir síð- ustu jól. Nafn Frances hefur verið strik- að út úr flestum kvikmyndabók- um, svo og úr minni þeirra sem unnu með henni. Fólk neitar hreinlega að ræða um hana, eða segist ekki muna eftir henni. En á undanförnum árum hafa menn reynt að kvikmynda sögu hennar. Nokkrar kvenstjörnur sáu mikla möguleika í persónu hennar. En allar slíkar tilraunir mistókust því Sýna í Listmunahúsinu SAMSÝNING 7 myndlistarmanna hefur verið opnuð í Listmunahúsinu við Lækjargötu í Reykjavík. Þeir eru: Guðrún Auðunsdóttir, Eyjólfur Einarsson, Ragna Róbertsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Árni Páll, Sigrún Eldjárn og Daði Guðbjörns- son. Alls eru um 50 verk á sýning- unni: Má þar nefna textilverk, olíu- og vatnslitamyndir, skúlp- túra og verk unnin með blandaðri tækni. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00 til 18.00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00 til 18.00, en lokað mánudaga. Sýningunni lýkur 4. apríl. Sex myndlistarmannanna undirbúa sýninguna. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Einar Jóhannesson Manuela Wiesler Sigríður Vilhjálmsdóttir Tónlistarhátíð ungra einleikara Tónlistarhátíð ungra einleikara á Norðurlöndum (Biennale for unge nordiske solister) verður haldin í Osló dagana 13.—20. október 1984. Þetta er 3. hátíðin af þessu tagi en áður hefur hún farið fram í Kaup- mannahöfn 1980 og Stokkhólmi 1982. Hátíðin er haldin á vegum Tónlistarháskólaráðs Norðurlanda en fulltrúi íslands í ráðinu er Jón Nordal skólastjóri. Samnorræn nefnd velur endan- lega úr umsóknum, en forval fer áður fram í hverju landi fyrir sig. Þátttakendur mega ekki vera yfir þrítugt. Fulltrúar fslands á fyrri hátíð- um voru Einar Jóhannesson klar- inettleikari og Manuela Wiesler flautuleikari í Kaupmannahöfn 1980 og Sigríður Vilhjálmsdóttir óbóleikari í Stokkhólmi 1982. Umsóknareyðublöð verða af- hent og allar nánari upplýsingar gefnar í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1983.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.