Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983
Eftir Val Ingimundarson
Sem kunnugt er hófust í vikunni viðræður milli kristi-
legra demókrata (CDU/CSU) og frjálsra demókrata
(FDP) um framhald á stjórnarsamstarfi flokkanna í
Vestur-Þýskalandi. Það er því ekki úr vegi að grafast
fyrir um orsakir og afleiðingar kosningaúrslitanna en
þar fóru kristilegu flokkarnir með öruggan sigur af
hólmi.
Meginorsök hins mikla fylgis
kristilegra demókrata í kosning-
unum er án efa sú að kjósendur
treysta þeim betur en sósíaldemó-
krötum til að glíma við efnahags-
örðugleika þjóðarinnar og
atvinnuleysið. Enda má segja að
kosningabarátta kristilegu flokk-
anna hafi einkum miðast við að
reyna að sýna fram á að stjórn
Helmut Kohls hefði náð árangri í
efnahagsmálum á stuttum valda-
ferli sínum og ástæða væri til að
ætla að bjartari tímar færu í
hönd. Að mínum dómi hefur hins
vegar örlað á þeim misskilningi í
sjaldan farið dult með þá skoðun
sína að Kohl sé starfi sínu ekki
vaxinn. Að vísu tók Strauss kansl-
arann í sátt eftir stjórnarskiptin á
síðasta ári, en ekki er ljóst hvort
ástæðan hafi einungis verið sú að
stuðla að einingu kristilegu flokk-
anna í kosningabaráttunni. A.m.k.
getur sú togstreita milli Kohls og
Strauss, sem leynist undir misvísu
yfirborðinu, magnast hvenær sem
er á nýjan leik. Og eftir þróun
mála í stjórnarmyndunarviðræð-
unum að dæma er ekki fráleitt að
ætla að það verði fremur fyrr en
síðar.
Helmut Kohl kanzlari og Strausa.
Franz Jósef Strauss, forsætisráðherra Bæjaralands varpar eldiblöndnum
geislum persónu sinnar á Bonn þessa dagana, en hvort hann er sjö sinnum
fegurri en sólin skal ósagt látið.
Hans Jochen Vogel, flokksoddviti
sósíaldemókrata.
vestrænum fjölmiðium að kosn-
ingarnar hefðu fyrst og fremst
snúist um hvort setja skuli upp
bandarískar eldflaugar í Vestur-
• Þýskalandi í lok þessa árs eða
ekki. Ef það hefði ráðið úrslitum
sæti núverandi stjórn sennilega
ekki að völdum því að samkvæmt
skoðanakönnunum er meirihluti
Þjóðverja andvígur því að eld-
flaugunum skuli komið þar fyrir.
’ Sigurvegarar kosninganna, kristi-
legir demókratar, eru á hinn bóg-
inn hlynntir staðsetningu þeirra
ef afvopnunarviðræður risaveld-
anna í Genf fara út um þúfur.
I Einnig má geta þess að ritari
CDU, Heiner Geissler, sagði við
höfund þessarar greinar að mestu
mistök sósíaldemókrata í kosn-
ingabaráttunni hefðu að hans
hyggju verið þau að leitast við að
setja eldflaugamálið á oddinn.
Staöa Kohls
Það er engum vafa undirorpið
að staða Helmut Kohls hefur
styrkst mjög meðal kristilegra
demókrata í kjölfar kosninganna
og má segja að hann sé nú óum-
deilanlegur leiðtogi þeirra. Það
mikla traust, sem kjósendur
sýndu honum, mun að öllum lík-
indum kveða niður óánægjuraddir
innan flokksins, en allt frá því að
Kohl tók við stöðu formanns CDU
1973, hefur hann átt undir högg að
sækja og forystuhæfileikar hans
verið dregnir í efa. Hinn öldungis
máldjarfi formaður systurflokks
kristilegra demókrata (CSU),
Franz Jósef Strauss, hefur t.a.m.
Strauss ekki
utanríkisráöherra
Það má telja nokkuð víst að
utanríkisráðherrastaðan í næstu
stjórn falli Strauss ekki í skaut,
enda þótt flokkur hans, CSU, í
Bæjaralandi, hafi hlotið 59,5% at-
kvæða í kosningunum og bætt við
sig fylgi. Ástæðan til þess er sú að
frjálsir demókratar hafa lýst yfir
því að meginforsenda áframhald-
andi stjórnarsamvinnu þeirra og
kristilegu flokkanna sé að formað-
ur FDP, Hans Dietrich Genscher,
verði áfram utanríkisráðherra. Þó
má gera ráð fyrir að frjálsir
demókratar þurfi vegna fylgis-
tapsins að láta af hendi eitt þeirra
fjögurra ráðherraembætta sem
þeir höfðu fyrir kosningar. Er tal-
ið að landbúnaðarráðherrann, Jós-
ef Ertl, verði að sætta sig við þau
grimmu örlög að hverfa úr stjórn-
inni. En því hefur einnig verið
fleygt að Strauss kunni að sækjast
eftir stöðu fjármálaráðherra í
stjórn Kohls, en hann gegndi því
embætti áður í samsteypustjórn
kristilegu flokkanna og sósíal-
demókrata 1966—1969. Það verður
erfitt fyrir Kohl að neita Strauss
um þá stöðu, en þó ber að geta
þess að núverandi fjármálaráð-
herra, Gerhardt Stoltenberg, hef-
ur trausta fylgismenn að baki sér.
— Enda kveðst Stoltenberg eiga
rétt á að halda embætti sínu sök-
um þess að hann hætti sem
forsætisráðherra Slésvíkur og
og Holtsetalands til að taka sæti í
stjórninni síðasta haust. Strauss
Petra Kelly, leiðtogi græningja.
lýsti ennfremur yfir áhuga sínum
í vikunni á að verða viðskipta-
ráðherra, en frjálsir demókratar
höfnuðu því að Ottó Lambsdorff
mundi víkja úr þeirri stöðu. Eins
og sakir standa er þvi erfitt að spá
hvort Strauss hreppi lykilembætti
í næstu stjórn, en sá ólíklegi kost-
ur er þó fyrir hendi að hann láti
sér nægja að verða varakanslari
og ráðherra án ráðuneytis, eða
jafnvel varnarmálaráðherra. En
hvað sem þessum getgátum líður
ætti að skýrast nú um helgina
hvort valdasókn Strauss í Bonn
beri árangur.
Tap sósíaldemókrata
Hið mikla fylgistap sósíaldemó-
krata (SPD) í kosningunum má
einkum rekja til þess að þeim
soz
W.8%
CDU/CM
Z8.2%
ÓPD
953
Ví/
2
VJ.9
FDP
6.9%
GXfcH
5.6%
/m 'JJ ‘57 '6/ 6S '69 '72 '76 'tO 'Si
Á þessu línuriti má sjá fylgi vestur-þýsku flokkanna í Þýskalandi frá stofnun Sambandslýðveldisins 1949 fram til
1983 (teikning Karl Aspelund).
Magnast togstreitan milli
Kohls og Strauss?
tókst ekki að sannfæra kjósendur
um ágæti þeirra efnahagsaðgerða,
sem flokkurinn hafði á stefnuskrá
sinni til að vinna bug á atvinnu-
leysinu. Af þeim sökum hafa ef-
laust margir launþegar, ekki síst
verkamenn, sem að öllu jöfnu
hefðu greitt sósíaldemókrötum at-
kvæði sitt, stutt kristilega demó-
krata að þessu sinni. Önnur skýr-
ing er sú að kjósendur hafi viljað
koma í veg fyrir samvinnu sósíal-
demókrata og græningja, sem
samkvæmt skoðanakönnunum
áttu þess kost að ná oddastöðu á
þingi. En að sögn fyrrnefnds
Geisslers vó það einnig þungt á
metunum hve kosningabarátta
sósíaldemókrata var illa skipu-
lögð; og gildir þá einu hvort um
kosningafundi eða auglýsingar var
að ræða. Þó að Hans Jochen Vogel,
kanslaraefni sósíaldemókrata,
hafi beðið mikinn ósigur í kosn-
ingunum er það mál margra að
SPD hefði misst enn meira fylgi ef
hans hefði ekki notið við. T.d. er
talið að Vogel hafi tekist að sætta
a.m.k. um stundarsakir hinar
stríðandi fylkingar á vinstri og
hægri væng flokksins. Og má það
teljast góður árangur ef tekið er
tillit til þess að hann hafði einung-
is fjóra mánuði til að festa sig í
sessi sem leiðtogi flokksins. —
Enda hafa sósíaldemókratar farið
þess formlega á leit við Vogel að
hann verði í forsvari fyrir þá í
stjórnarandstöðu, sem bendir til
þess að honum hafi ekki verið
kennt um ófarir flokksins í kosn-
ingunum.
Hans Dietricb Genscher, formaður
frjálsra demókrata.
Óvænt fylgi FDP
Segja má að það, sem einkum
hafi einkennt kosningabaráttuna,
hafi verið sú óvissa hvort frjálsir
demókratar annars vegar og
græningjar hins vegar hlytu til-
skilið atkvæðamagn til að komast
á þing. prj£isjr demókratar stóðu
jafnvel enn verr að vígi því að í
kjölfar stjórnarskiptanna í októ-
ber sl., þegar þeir slitu 13 ára
stjórnarsamstarfi við sósíaldemó-
krata, sneru kjósendur í vaxandi
mæli baki við flokknum. Úrslit
fylkiskosninganna í Hessen og
Hamborg seint á síðasta ári báru
því öldungis vitni. Því kom árang-
ur frjálsra demókrata nú mjög á
óvart þó að flokkurinn hafi misst
talvert fylgi frá kosningunum
1980, en þá uppskar hann 10,6%
atkvæða. Á hitt ber þó að líta að
atkvæðafjöldi frjálsra demókrata
1980 var sá mesti sem þeim hafði
hlotnast í 19 ár. Stjórnmálahæfi-
leikar formanns FDP, Genschers,
voru taldir ein helsta ástæða
hinnar miklu fylgisaukningar
flokksins 1980, en fyrir þessar
kosningar höfðu veður skipast í
lofti. Genscher var þá í hópi óvin-
sælustu stjórnmálamanna Þjóð-
verja og má til sanns vegar færa
að hann hafi sopið seyðið af
brotthlaupi frjálsra demókrata úr
stjórn Helmut Schmidts. En nú
bendir hins vegar ýmislegt til þess
að persónufylgi Genschers hafi
vaxið á ný, enda þótt margir
kunnir frjálsir demókratar hafi
sagt sig úr flokknum í mótmæla-
skyni við hina nýju stefnu, sem
T