Morgunblaðið - 20.03.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.03.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 29 formaðurinn markaði með sam- starfinu við kristilega demókrata. Hægri stefna flokksins Það er deginum ljósara að FDP hefur á undanförnum mánuðum færst til hægri i stjórnmálum undir handleiðslu helsta efna- hags- og hugmyndafræðings flokksins, Ottó Lambsdorffs, sem gegnir stöðu viðskiptaráðherra í stjórn Kohls. Nú vill flokkurinn minnka hlut ríkisvaldsins sem kostur er í aðgerðum til að reisa við efnahaginn, en láta hin frjálsu öfl markaðarins ráða ferðinni. í kosningabaráttunni lögðu t.d. frjálsir demókratar á það áherslu að skattur sá, sem lagður var á hátekjumenn í janúar í þeim til- gangi að örva atvinnulífið, skyldi síðar endurgreiddur eins og stjórnarflokkarnir höfðu reyndar komið sér saman um. Kristilegir demókratar féllu hins vegar frá þessari samþykkt með þeim rök- um að allar þjóðfélagsstéttir yrðu að færa fórnir á tímum efnahags- örðugleika. Sú áróðursherferð frjálsra demókrata í lok kosningabarátt- unnar að hvetja kjósendur til að greiða landslista flokksins annað atkvæði sitt, en helmingur þing- manna er kjörinn hlutbundinni kosningu, hefur vafalaust borið ríkan ávöxt. Það hefur ef til vill einnig haft áhrif að með því að kjósa frjálsa demókrata yrði tryggt að hinn umdeildi stjórn- málamaður, Strauss, tæki ekki við stöðu utanríkisráðherra af Genscher og framhald yrði á nú- verandi stefnu í utanríkismálum. Áhrif græningja Það er ljóst að græningjar sóttu mest fylgi til ungs fólks í kosning- unum, en einnig má ætla að óánægðir sósíaldemókratar hafi veitt þeim stuðning. — T.a.m. er það útbreidd skoðun að hin mikla fylgisaukning græningja eigi sér þær skýringar að margir kjósend- ur, sem í raun voru hliðhollir um- hverfisverndarsinnum, hafi í kosningunum 1980 greitt sósíal- demókrötum atkvæði sitt, til að koma í veg fyrir að þáverandi kanslaraefni kristilegu flokkanna, Strauss, kæmist til valda. Það, sem styður þessa tilgátu, er að græningjum sem fengu aðeins 1,5% atkvæða 1980, gekk mun bet- ur í fylkiskosningum sama ár. Erfitt er að segja til um hver áhrif græningja verða á þingi, en þeir hafa þó gefið í skyn að þing- menn hinna flokkanna eigi ekki náðuga daga fyrir höndum. T.a.m. hafa græningjar í hyggju að skrá fjarvistir þingmanna á Sam- bandsþinginu og birta „skrópatöl- urnar" opinberlega með reglulegu millibili. Ástæðan er sú að þeir telja að þingmenn hafi ekki tekið starf sitt nógu alvarlega til þess. Græningjar hafa einnig lýst yfir því að þeir ætli ekki að leyna al- menningi upplýsingum um þá staði sem fyrirhugað er að koma fyrir bandarískum eldflaugum, ef samkomulag næst ekki um af- vopnunarmál í Genf. Þessi afstaða bendir til að harðvítugar deilur um utanríkismál séu í uppsiglingu á þinginu, enda hafa kristilegir demókratar gagnrýnt græningja harðlega fyrir uppljóstrunar- áformin og sakað þá um ábyrgðar- leysi. En græningjar ætla ekki að láta þar við sitja, heldur hyggjast þeir beita sér fyrir því að þing- nefnd rannsaki hið svokallaða Flick-mál, en það snýst um hvort stórfyrirtækið Flick hafi veitt þingflokkunum fjárstuðning með ólöglegum hætti. Með þessu vilja græningjar stíga fyrsta skrefið í þá átt að útrýma fjármálaspill- ingu, sem þeir segja að „rótgrónu" flokkarnir séu gegnsýrðir af. Eins og áður sagði á framtíðin eftir að skera úr því hvort græn- ingjar fái miklu framgengt á sam- bandsþinginu, en það ræðst senni- lega að miklu leyti af því hvernig samskiptum þeirra og sósíaldemó- krata verður háttað i stjórnar- andstöðu. Fyrirpáska ferNói í hörku samkeppní við hsentimar! Páskaeggin frá Nóa og Síríus, - eggin hans Nóa, hafa ýmislegt fram yfir þan „páskaegg" sem hænumar eru að kreista úr sér þessa dagana. Eggin hans Nóa fást í 6 stærðum, þau eru fagurlega skreytt og búin til úr hreinu súkkulaði. Þau hafa Iíka mun Qölbreyttara innihald en egg keppinautarins, t.d. brjóstsykur, karamellur, konfekt, súkkulaðirúsínur og kropp, að ógleymdum málshættinum. Þrátt fyrir þessa kosti mælum við ekki með eggjunum hans Nóa í bakstur, ofan á brauð eða með beikoni! Eggin hans Nóa eru gómsæt, - og úr hreínu súkkulaði! JMOi^Miröœ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.