Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 39

Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 39 \ / SÍÐASTI DAGUR tölvusýningarinnar „Tölvur og hugbúnaöur“ er í dag opin — kl. 13—22. / \ f Félag Tölvunarfrædinema. % Tónlistarhátíð ungra einleikara á Norðurlöndum verður haldin í Osló 13.—20. október 1984. Hátíðin er haldin á vegum Tónlist- arháskólaráðs Norðurlanda. íslenskum einleikurum, einsöngvurum og samleiksflokkum gefst kostur á aö taka þátt í hátíðinni. Samnorræn nefnd velur endanlega úr um- sóknum, en forval fer áður fram í hverju landi fyrir sig. Þátttakendur mega ekki vera yfir þrítugt. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1983. Umsóknareyðublöð veröa afhent og allar nánari upplýsingar gefnar í Tónlistarskól- anum í Reykjavík. fararstjóri. þeim ekkert tiltökumál að fara tvisvar til þrisvar í viku niður í Taflfélag sem er á Grensásveg- inum og oftar þegar mót eru í gangi. Hannes er í Fellaskóla, en Þröstur í Seljaskóla en hvorugur vildi meina að skákin truflaði þá nokkuð i náminu, en ekki laust við að þeim fyndist spurningin fáránleg. Þá er Þröstur nýbyrj- aður í Skákskóla Friðriks Ólafssonar, en Hannes ætlar að byrja þar seinna. Ætlið þið að halda áfram í skákinni? Nú stóð ekki á svari hjá þeim félögum, báðir ætla að reyna að taka þátt í opna flokknum á Skákþingi íslands um páskana, jafnvel þó mótið verði teflt suður í Garðabæ. Drengjameistara- mótinu verða þeir síðan örugg- lega með í, en það verður háð síðar í vor. Margir efnilegir unglingar Ólafur H. ólafsson hefur í meira en áratug verið aðaldrif- fjöðrin í unglingastarfi TR. „Þar skortir ekki efniviðinn og æf- ingarnar eru fjölsóttar," sagði ólafur, en hann bætti við að þeg- ar unglingarnir eltust væri oft eins og áhuginn dofnaði hjá mörgum. Keppnisferðir eins og sú til Finnlands væru víta- mínsprautur, því þá fengju margir eitthvert markmið til að keppa að. En eru ekki slíkar ferðir óhemju dýrar? „Jú, rándýrar, en margir ráða- menn hafa mikla trú á uppeld- isgildi skákíþróttarinnar og hafa tekið málaleitunum okkar með miklum skilningi, sérstaklega vegna unglingastarfsins. Fyrir Finnlandsferðina leituðum við til bæjaryfirvalda í Reykjavík, Garðabæ og Bolungarvík, því þar eru keppendurnir tíu búsett- ir og fengum við alls staðar jákvæðar undirtektir. Þá hlupu Flugleiðir einnig undir bagga með Taflfélagi Reykjavíkur, sem skipulagði ferðina," sagði Ólafur að lokum. M.P. Nýja strengja- sveitin heldur tónleika NÝJA strengjasveitin hcldur tón- lcika í Bcssastaðakirkju mánudag- inn 21. mars kl. 20.30 og í Bústaða- kirkju þriðjudaginn 22. mars á sama tíma. Á efnisskrá eru verk eftir Moz- art, Haydn, Lutoslawski og Mend- elssohn-Bartholdy. Einleikari á fiðlu er Gerður Gunnarsdóttir. Nýja strengjasveitin, sem nú er skipuð þrettán ungum hljóðfæra- leikurum, var stofnuð haustið 1980. Hún hefur haldið nokkra sjálfstæða tónleika í Reykjavík. Fyrstu tónleikamir voru í des- ember 1980 undir stjórn Guð- mundar Emilssonar. í ágúst 1981 fékk sveitin til liðs við sig Josef Vlach fiðluleikara og stjórnanda frá Tékkóslóvakíu og hélt tvenna tónleika undir hans leiðsögn. f nóvember 1982 lék Nýja strengja- sveitin í Bústaðakirkju án stjórn- anda. Á þessum tónleikum verður einnig leikið án stjórnanda, en konsertmeistari er Michael Shel- ton.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.