Morgunblaðið - 20.03.1983, Side 41

Morgunblaðið - 20.03.1983, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 41 Clifford F. Germain - Minningarorð Clifford fæddist í New York Mills, N-Y 1. ágúst 1920, sonur hjónanna Louise og Frank Ger- main. Hann lést í Bridgeport Conn. að morgni 28.2. ’83 í starfi sínu. Hann dvaldi hér á stríðsár- unum og tók tryggð við landið. Hér kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu B. Sæ- mundsdóttur, dóttur hjónanna Guðlaugar Jóhannsdóttur og Sæ- mundar Þórðarsonar. Árið 1945 fluttust þau til USA með einkason sinn, Richard. Clifford kom nokkr- um sinnum í heimsókn og naut sín best við veiðar, sér í lagi við Þing- vallavatn. Fyrirhugað var að koma í heimsókn til íslands á þessu ári en af þeirri ferð verður ekki. Guð styrki eftirlifandi konu hans, son, tengdadóttur og barna- börnin 3. Mágkonur og svilkonur. Legsteinar Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASOHHF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677 Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Sýnir í Ás- mundarsalnum JÓN Þ. Eggertsson hefur opnað málverkasýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu í Reykjavík. Á sýn- ingunni eru 70 olíu- og vatnslita- myndir, sem flestar eru frá síð- ustu tveimur árum. Þetta er þriðja sýning Jóns í Reykjavík, en hann hefur einnig haldið sýningar á Vestförðum. Meðfylgjandi mynd af Jóni við nokkur verka sinna tók ól. K.M. Sýning á fluguköstum á Tjörninni næstkomandi þriðjudag: Kunnur bandarískur veiði- maður í heimsókn í Reykjavík CAM SIEGLER, sem er þekktur bandarískur fluguveiðimaður og útilífs- maður, verður í Reykjavík frá og með sunnudeginum 21. mars og til fimmtudagsins 25. mars næstkomandi. Er hann hérlendis til þess að hitta íslenska stangaveiðimenn og áhugamenn um veiöar með flugu. Mun Siegler gangast fyrir sýningu og sýnikennslu í fluguköstum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Menningarstofnun Bandaríkjanna. I fréttatilkynningunni kemui fram, að Siegler sé geysivel þekkt- ur í Bandaríkjunum vegna starfs síns í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og tímaritum. Hann hefur flutt fyrirlestra og haft sýnikennslu í fluguveiði og öðrum þáttum sem snerta útilíf og má þar á meðal nefna andaveiðar, gæsaveiðar, tjaldútilegur og fleira. Siegler var einn af upphafsmönnum þess að veiða á flugu í söltu vatni, að því er fram kemur í fréttatilkynning- unni, og á síðastliðnu ári var hann valinn „frægasti bandaríski úti- lífsmaðurinn", The most famous American outdoorsman, af jap- anska tímartinu „Japan Öut- doors“. Cam Siegler hefur víða farið og veitt margar tegundir fiska á stöng og má m.a. nefna að hann hfur nýlega veitt 32ja punda lax, 26 punda sjóbirting, 83ja punda „Tarpon", 21 punds „Blue fish“ og 27 punda „Delphin", að því er í fréttatilkynningunni segir. Áhugi Cam Siegler á veiðum vaknaði þegar hann var fimm ára gamall, en fyrst á veiðiferli sínum var hann undir handleiðslu föður síns og síðar með Joe Brooks, sem er þekktur veiðimaður. Siegler er staddur hér á landi fyrir hönd fyrirtækisins Eddie Bauer, sem alþjóðlegur sölustjóri, en fyrirtækið selur ýmiss konar útilífsfatnað. í fréttatilkynningunni kemur ennfremur fram, að sá draumur Sieglers, að veiða lax á flugu á íslandi, hafi enn ekki ræst. Cam Siegler mun gangast fyrir sýningu á fluguköstum á syðstu Tjörninni í Reykjavík, næst Há- skólanum, næstkomandi þriðju- dag, 22. mars, og hefst sýningin klukkan 17.00. en heí^fJJa?n'S^ér NóSar erU um 26.000 3 i ia 2-6ida9- SvniVcenns\aW- Ortó^Gurn. a Ortódeuri Hafste»nnHatUtt^e.nkurnWr'rg OrKideum JP 0<ur. ..... ská\a og 9a ; Rtómava', sla'^ >W*XS£*^*** Otkkleuoa1 Gróðurhúsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.