Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 42

Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Daniel Charbonnier: „Sumir gætu haldið að ég væri aðallega bíómaður" Aö undanfórnu hefur mikið boriö á framlagi Frakka í menningarlífinu í Reykjavík og er þar skemmst aö minnast kvikmyndavikunnar frönsku í Regnboganum, tónleika vísna- söngkonunnar Andréa og sýningarinnar á Ijósmyndum Emils Zola. Blm. Mbl. leit við í menningar- deild franska sendiráðsins nú um daginn og hitti þar að máli Daniel Charbonnier menningarfulltrúa. Hann hefur starfað hér af miklum dugnaði síðastliðna 15 mánuði en er á förum fljótlega. „Þetta starf hér hefur verið mér frábær reynsla. ísland er einstakt land og hef ég hvergi vitað jafn mikla grósku í menningarlífi. Tím- inn hefur að vísu verið stuttur, það tekur tíma að komast inn í menn- ingu landsins og sjá hvað helst vek- ur áhuga fólks. Astæðan fyrir því að kvikmyndasýningar hafa verið meira áberandi en annað sem við höfum haft fram að færa er sú að þegar maður sér tölur eins og þær að hver íslendingur fari að meðal- tali í bíó tíu sinnum á ári er það fyrsta sem manni dettur í hug að gera hér, svo flestir megi verða að- njótandi, er að sýna hér franskar kvikmyndir. Annars á ísland met í fleiru en bíóaðsókn, hér er líka ótrúleg aðsókn að leikhúsum og tónleikum og dagblöð eru hér með útbreiðslu sem hvergi er hægt að finna hliðstæðu við í Evrópu og þó víðar væri leitað. Við megum þó alls ekki einskorða okkur við kvikmyndirnar, en þær ná til flestra og vekja meiri athygli en ef við tökum sem dæmi franskar bækur. Það tekur mikinn tíma að koma þeim á framfæri hér, það þarf að útbúa með þeim skýringar og árangurinn ... ja, kannski um tfu manns lesi hverja bók. Þarna erum við einmitt komin að því atriði sem helst stendur okkur fyrir þrifum varðandi samskipti við önnur lönd, tungumálið. Franskan er erfitt tungumál fyrir Islendinga að læra og verður því til þess að einangra Frakkland frá íslandi svolítið. ís- lensku fólki finnst það eflaust ekki árennilegt að ferðast eða stunda nám í landi þar sem erfitt er að gera sig skiljanlegan og kýs heldur að fara þar sem hægt er að tala ensku, skandinavísku eða þýsku. Ég vil þó benda á hversu góður kostur fyrir námsmenn Frakkland er, þar sem skólagjöld eru engin eða sáralítil, og þrátt fyrir allt er alls ekki erfiðara að fara til Frakklands en annarra landa. Reyndin hefur líka verið sú að á síðastliðnu ári tvöfaldaðist tala þeirra sem fá vegabréfsáritun til lengri tíma og eru íslenskir námsmenn í Frakk- landi nú um 150. Það er erfitt að svara því hvort áhugi ykkar á Frakklandi sé gagn- kvæmur, Frakkland er svo stórt miðað við fsland, og það er nú því miður þannig að meirihluti Frakka er ekki einu sinni viss um hvar ís- land er. Á þessu varð nú samt breyting til batnaðar þegar Vigdís var kosin forseti, en sá atburður vakti athygli á þessu litla sérstaka landi og er ímynd þess í hugum þeirra Frakka sem eitthvað þekkja til fslands, hreint, tært og frjálst náttúruríki, þó fsland sé ekki aðeins það. Hvort grundvöllur væri fyrir fslenska kvikmyndaviku í Frakklandi? Ég veit það ekki. Það er eiginlega ómögulegt að sjá fyrir hvernig það myndi ganga. fsland er svo sér- stakt, það yrði sérstakt fólk sem veldi sér íslenska mynd til að sjá, af þeim 300 mismunandi myndum sem hægt er að velja á milli daglega. En íslensk kvikmyndagerð hefur þrátt fyrir stutta sögu vakið óvenjulega athygli. Má nefna sem dæmi að franska blaðið Le Monde sagði í skrifum sínum um norrænu kvikmyndahátíðina sem haldin var í Helsinki fyrir skömmu að af þeim sextán myndum sem sýndar hefðu verið, voru það íslensku myndirnar sem mest komu á óvart, og má finna þar mjög jákvæð skrif um nýjustu íslensku myndirnar. Nú, „Franskan er erfitt tungumál ... Mynd Mbl./Ól.K.M. X BCntT DAGHUGI SOtSKIWIÐ fl PÁSKAFERÐ 30. MARZ: Eins og áður býóur FERÐAMIÐSTÖÐIN þessa vinsælu feró á suðurströnd Spánar til borgar- innar BENIDORM. Þaó vorar snemma á Hvítu ströndinni og meðalhitinn á þessum árstíma er um 24 stig. Vegna hins þægilega loftslags og vorhlýinoa nýtur þessi staöur mikilla vinsælda Evrópubúa sem stytta veturinn meó dvöl um Páskana á BENIDORM ströndinni. Njótiö þess í fimmtán daga ferö 30. marz. Dvalið í íbúðum eða hótelum með fæói. Verð frá: 11.900 í íbúöum. BENIDORM ELDRI BORGARA 13. APRÍL: Sérstaklega þægileg ferð fyrir eldriborgara í fylgd hjúkrunarfræöings. Dvalið í góóum íbúð- um eða á hótelum meó fæði. Voriö er sannar- lega komió á þessum tíma og hitinn ákafléga þægilegur. Brottför 13. apríl. heimkoma 11. maí (28 dagar) Verð frá 12.900 í (búðum. Fjögurra vikna ferð fyrir þriggja vikna verð. SUMARÁÆTLUN: Alls verða farnar níu ferðir til BENIDORM í sum- ar, flogið er í beinu leiguflugi. Lengd ferða er 3 vikur. Gistimöguleikar eru allmargir, íbúðir eða hótel og mismunandi veróflokkar. Gerið sjálf- stæðan samanburó á verði og greiðslukjörum. Sumaráætlun: 30. marz (páskaferð) 13. apríl, 11. maí, 1. júní, 22. júní, 13. júlí, 3. og 24. ágúst, 14. sept. 5. okt. BEINT DAGFLUG PANTIÐ TÍMANLEGA IFERÐAMIÐSTÖDIIM AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 11255

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.