Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 44

Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 SÍBS og samtök gegn astma og ofnæmi hafa gefíð Háskóla íslands og Landspítalanum margrása Ijósgleypnimæli, sem mun gegna lykilhlutverki í rannsóknum á ofnæmi og sjálfsofnæmissjúkdómum. Þetta tæki, sem kostar um 300 þús. krónur, var aflient prófessor Helga Valdimarssyni, forstöðu- manni Rannsóknastofu í ónæmisfræði, á fræðslufundi, sem Samtök gegn astma og ofnæmi efndu nýlega til. Á fundi þessum ræddi Helgi um tengsl ofnæmis við aðra sjúkdóma, sem eiga rætur að rekja til truflana í ónæmis- kerfinu, og greindi frá því hvernig tækið kemur að notum við rannsóknir á þessum sjúkdómum. Með tilkomu tækisins verður hægt að innleiða hér á landi svokallaða ELISA-aðferð til að greina og rannsaka margvíslega sjúk- dóma. Ennfremur skýrði Helgi frá niðurstöðum fyrsta áfanga könnunar, sem verið er að gera á algengi ofnæmissjúkdóma hérlendis og heilsuskerðíngu af þeirra völdum. Könnunin sýnir að meira en þriðjungur íslendinga milli 40 og 50 ára telur sig hafa fengið umtalsvert ofnæmi, og þar af kveðst einn af hverjum tíu í þessum aldurshópi hafa fengið astma. Ónæmiskerfið hefur það hlut- verk að verja líkamann gegn ásókn sýkla og það getur líklega einnig heft útbreiðslu krabba- meins. Margvíslegir sjúkdómar eiga rætur að rekja til bilana í ónæmiskerfinu, en þrír helstu flokkar slíkra sjúkdóma eru óeðli- legar sýkingar, sjálfsofnæmi og ofnæmi gegn utanaðkomandi efn- um. Óeðlilegar sýkingar koma fram þegar einn eða fleiri þættir ónæm- iskerfisins eru óvirkir eða veiklað- ir. Ónæmisbæklun af þessu tagi getur verið meðfædd, en er þó oftar afleiðing annarra sjúkdóma eða lyfjameðferðar, sem bæla starfsemi ónæmiskerfisins. Þann- ig minnkar t.d. krabbamein við- námsþrótt likamans gegn sýklum en auk þess lama lyf gegn krabba- meini varnarmátt líkamans enn frekar. Ýmis önnur lyf, svo sem sterk gigtarlyf, hafa svipuð áhrif, ef þau eru notuð í stórum skömmtum. Sjálfsofnæmissjúkdómar koma hins vegar upp þegar truflun verð- ur á hæfileika ónæmiskerfisins til að greina framandi efni frá efna- samböndum eigin líkama. Ræðst ónæmiskerfið þá gegn eigin vefj- um eða líffærum og reynir að eyða Tæki þetta, sem er á stærð við skóla- ritvél, er af gerðinni TITERTEK MULTISKAN. Það getur á einni mínútu gert % mismunandi athug- anir á einu blóðsýni og skrifað allar niðurstöður á strimil. þeim líkt og um utanaðkomandi sýkla væri að ræða. ónæmisglöp af þessu tagi geta orsakað skemmdir í hvaða líffæri sem er, og stundum skaddast fleiri en eitt líffæri í sama sjúklingi. Hér á landi er liðagigt líklega algeng- asta tegund sjálfsofnæmis, en ný- legar rannsóknir benda til þess að húðsjúkdómurinn psoriasis sé einnig af þessum toga. Þá er sjálfsofnæmi líklega mikilvægur orsakaþáttur í sykursýki, ýmsum vöðva- og taugasjúkdómum, blóðsjúkdómum, skjaldkirtils- truflunum og þannig mætti lengi telja. Þriðja tegund ónæmissjúkdóma, venjulegt ofnæmi, er hins vegar tengd viðleitni ónæmiskerfisins til þess að bægja framandi efnum frá líkamanum og má segja að ofnæmiseinkennin stafi af því um- róti, sem þessi viðleitni hefur í för með sér. Efni í umhverfi okkar hafa misjafnlega mikla tilhneig- ingu til þess að orsaka ofnæmi, eftir því hversu auðveldlega þau komast inn í líkamann eða tengj- ast vefjum hans. Eru sum efni svo virk að þessu leyti, að allir sem komast í snertingu við þau fá meiri eða minni ofnæmiseinkenni. Þannig hafa ofnæmisskemmdir í lungum af völdum mygluefna í heyi verið afar algengar hjá ís- lenskum bændum, og vegna vax- andi efnamengunar andrúmslofts- ins eru líklega fáir orðnir óhultir fyrir ofnæmi af þessu tagi. Hins vegar er ljóst, að tilhneiging manna til þess að fá ofnæmi er misjafnlega mikil og ræður þar mestu hvaða þættir ónæmiskerfis- ins eru virkastir hjá hverjum og einum. Þannig orsakast til dæmis astmi og barnaeksem af mikilli viðbragðshæfni þess hluta ónæm- iskerfisins, sein er best til þess fallinn að verja líkamann gegn ágangi orma, og má því búast við að astmasjúklingar standi að þessu leyti vel að vígi, ef þeir þurfa að dveljast í tæknilega van- þróuðum hitabeltislöndum. 85 þúsund íslendingar hafa einhvers konar ofnæmi! Nýlega var lokið úrvinnslu á fyrsta áfanga umfangsmikillar könnunar á algengi ofnæmis- sjúkdóma á íslandi. Niðurstaðan er í stuttu máli, að meira en þriðj- ungur landsmanna milli fertugs Prófessor Helgi Valdimarsson, forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans í ónæmisfræði, Kjartan Guðnason, formaður SÍBS og Andrés Sveinsson, for- maður Samtaka gegn astma og ofnæmi, ræða hér gjöfina sem stendur á borðinu til vinstri. og fimmtugs telur sig hafa orðið fyrir umtalsverðri heilsuskerð- ingu af völdum ofnæmis. Athygl- isvert er að minna en helmingur þessa hóps kveðst hafa notið sér- fræðilegrar þjónustu vegna ofnæmis. Af einstökum tegundum ofnæmis má nefna að tíu af hundraði aðspurðra kváðust hafa haft astma, rúmlega 30 af hundr- aði ofnæmisútbrot í húð og níu af hundraði ofnæmiseinkenni eftir lyfjanotkun. Samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar má því bú- ast við að um 85 þúsund núlifandi íslendinga hafi fengið eða muni fá sjúkdómseinkenni, sem gefa til- efni til ofnæmisrannsókna, þar af nálægt 23 þúsund vegna astma og um 70 þúsund vegna útbrota í húð, en hafa ber í huga í þessu sam- bandi að astmi og eksemútbrot fara oft saman. Mjög erfitt getur verið að greina sumar tegundir ofnæmis og á það sérstaklega við um ofnæmi gegn fæðutegundum og rotvarnarefnum í matvælum, sem getur gefið margvíslegar sjúkdómsmyndir. Er þannig lík- legt að ýmislegt athyglisvert eigi eftir að koma á daginn með bættri tækni til þess að greina matvæla- ofnæmi. Á hinn bóginn eiga ofnæmiseinkenni ekki alltaf rætur HAFA Classic Baðinn- réttingar að rekja til raunverulegs ofnæmis og má í því sambandi benda á, að meiri hluti þeirra, sem fá astma á efri árum, virðist ekki vera hald- inn ofnæmi. Þannig er líklegt að fyrsti áfangi könnunarinnar gefi ekki alveg rétta mynd af raun- verulegri tíðni einstakra ofnæm- issjúkdóma, og er að því stefnt í næsta áfanga að afla nákvæmari upplýsinga meðal annars með því að nýta þá aðstöðu, sem nú á að fara að koma upp fyrir ónæmis- rannsóknir. Gegnir hið nýja ELISA-tæki lykilhlutverki í því sambandi. Ofnæmissjúklingar fá ekki viðunandi þjónustu Þótt mikið vanti á, að öll kurl séu komin til grafar varðandi um- fang ofnæmissjúkdóma á íslandi, er ljóst af þeim niðurstöðum, sem fyrir liggja, að vandamálum ofnæmissjúklinga hefur til þessa verið lítill gaumur gefinn af þeim, sem ráða fjárfestingu til heil- brigðismála. Þannig er ekki ennþá farið að innrétta rannsóknastofu sem er nauðsynlegt til þess að sá stóri hópur sjúklinga, sem hefur einkenni um ofnæmi eða aðra ónæmissjúkdóma, eigi kost á við- unandi þjónustu. Þessi rann- sóknastofa hefur þó verið liður í fjárhagsáætlun Ríkisspítalanna síðan 1979, en það er fyrst nú, á árinu 1983, að einhverju fé var veitt til framkvæmdarinnar. Áætlaður stofnkostnaður er um 6 milljónir króna á núgildandi verð- lagi, en ekki fékkst nema 1 milljón til framkvæmdarinnar af fjárlög- um þessa árs auk 300 þúsund króna framlags frá Ríkisspítulun- um, en það er einmitt sama upp- hæð og tækjagjöf SÍBS og Sam- taka gegn astma og ofnæmi. Taldi Helgi, að þessi seinagang- ur i uppbyggingu á rannsókna- aðstöðu í ónæmisfræði mætti að einhverju leyti rekja til rangrar 2.500- kónurút! Philipseidavélar Vtó erum sveigjanlegir i samningum heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI3 - 20455 - SÆTÚNI8 -15655 Útsölustaðir: Atlabúöin, Akureyri. Málningarþjónustan, Akranesi. Sería, isafiröi. Valberg, Ólafsfiröi. Húsiö, Stykkishólmi. Har. Johansen, Seyöisfiröi. Brimnes, Vestmannaeyjum. Sambandiö byggingar- vörudeild Reykjavík. Kaupfél. Borgfiröinga, Borgarnesi. Kaupfél. Þingeyinga, Húsavík. Kask, Hornafiröi. Kaupfél. Fram, Neskaupstað. Kaupfél. Skagfiröinga, Sauöárkróki. Kaupfél. V-Hún., Hvammstanga. VALD. POULSEN f SUÐURLANDSBRAUT10 •ími 86499 SÍBS og samtök gegn astma og ofnæmi gefa dýrt ELISA- tæki til ónæmisrannsókna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.