Morgunblaðið - 20.03.1983, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.03.1983, Qupperneq 45
fjárfestingastefnu, sem ríkt hefði í heilbrigðismálum undanfarin ár. Þannig hefði afar miklu fjár- magni verið varið til þess að skapa skilyrði víða á landinu fyrir sér- hæfða læknisþjónustu, sem óraun- hæft er fyrir þjóð með 230 þúsund íbúa að reka á fleiri en einum stað. Á sama tíma hefur uppbygging á aðstöðu fyrir raunhæfa sérfræði- lega þjónustu verið í fjársvelti. Háskóli íslands hornreka Verst hefur þó verið búið að þeirri rannsóknastarfsemi, sem gæði og öryggi heilbrigðisþjónust- unnar stendur og fellur með, enda virðast vísindi ekki eiga upp á pallborðið hjá íslensku fjárveit- ingavaldi. Þannig eru nú ekki nema þrjár þjóðir, sem verja lægra hlutfalli þjóðartekna til þekkingarsköpunar en íslend- ingar. Að lokum þakkaði Helgi SÍBS og Samtökum geg'n astma og ofnæmi fyrir hina rausnarlegu gjöf. Reynslan hefði þegar sannað hversu mikilvæg framlög félags- samtaka geta verið fyrir uppbygg- ingu og starfrækslu heilbrigðis- þjónustunnar. Hér væri jafnframt verið að stuðla að því, að ný sér- grein í læknisfræði gæti skotið rótum á íslandi. Þessi sérgrein hefði til þessa fyrst og fremst snú- ist um grundvallarrannsóknir og ætti því sérstaklega erfitt upp- dráttar gagnvart fjárveitinga- valdi, sem léti aðalþekkingar- smiðju þjóðarinnar, Háskólann, lepja dauðann úr skel. Kvaðst Helgi vona að þetta framlag SÍBS og Samtaka gegn astma og of- næmi til rannsókna í ónæmisfræði væri forboði þess, að vísinda- starfsemi í landinu myndi í vax- andi mæli njóta góðs af frum- kvæði, framsýni og dugnaði ein- staklinga og frjálsra félagssam- taka eins og tíðkast hjá þeim þjóð- um, sem við eigum mest samskipti við. Línusvæði afnumið í Reykjafjarðarál f OKTÓBER sl. bannaði ráðuneytið togveiðar á svæði í Reykjafjarðarál f því skyni að stuðla að auknum línu- veiðum á þessu svæði. Bann þetta átti að gilda til 31. apríl nk., en þar sem í ljós hefur komið, að línuveiðar eru aðeins í óverulegum mæli stundaðar á þessu svæði, hefur ráðuneytið ákveðið að togveiðibannið falli úr gildi 31. mars nk. (Frétutilkynning) Tfe 1 resió af meginþorra þjóóarinnar daglega! Bílasýning Nú breytir Ford um svip Viö sýnum í fyrsta skipti á íslandi FORD SYNUM EINNIG: Ford Fiesta — Escort — Taunus ° Og svo er alltaf fra verksrn heitt kaffi a könn- Vífilfelli. unni Opiö laugardag og sunnudag frá kl. 10—17. SVEINN EG/LSSON HF SKEIFUNNI 17 SÍMI85100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.