Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 46

Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 46
Atvinnumenn í íþróttum 46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Sá tekjuhæsti fær 40 milljónir króna í árslaun — og þá eru auglýsingatekjurnar ekki teknar með OFT ER það rætt manna á meðal hverjar tekjurnar séu. Því að á þeim byggist jú afkoma manna. Hér á landi í dag þykir það sjálfsagt nokkuð gott ef einstaklingur hefur um 350 til 450 þúsund krónur í árstekjur og eru þær tekjur þá sjálfsagt í efri mörkunum. Oft heyrum við ævintýralegar háar upphæðir þegar sagt er frá tekjum þeim sem atvinnumenn í fþróttum hafa. Þær upphæðir eru hreint ótrúlegar háar. Atvinnumenn í íþróttum eru jú ekkert annað en skemmtikraftar og þeir draga að sér raikið af áhorfendum og þar sem í all flestum tilfellum eru íþróttafélög þeirra rekin sera gróðrafyr- irtæki. Það er því ekkert mál að greiða stórstjörnu mikla peninga ef hún dregur að sér mikið af áhorfendum sem greiða stórfé í aðgangseyrir. En hverjir skildu nú vera tekjuhæstu atvinnuíþróttamenn í heiminum í dag? Tekjuhæstu íþróttamennina er að sjálfsögðu að finna í Bandaríkj- unum. í hnefaleikum eru jafnan miklir peningar í boði nái menn langt í íþróttinni. Heimsmeistar- inn í léttþungavigt, Sugar Ray Leonard, hefur haft allt að 400 milljónum ísl. króna fyrir nokkra hnefaleikakeppnir, en í þeim var meðal annars verið að keppa um heimsmeistaratitilinn í íþróttinni, og þá gefa sjónvarpstekjur jafnan mikið í aðra hönd. Körfuknattleiksmennirnir, Mos- es Malone og Karem Abdul Jabar hafa mikla tekjur. Malone fær 40 milljónir fyrir hvert keppnistím- abil með Philadelpia 76ers. Jabar fær rétt rúmlega helminginn af þessari upphæð eða 24 milljónir króna fyrir hvert keppnistímabil með Los Angels Lakers sem er eitt besta körfuknattleikslið Banda- ríkjanna. Kylfuboltaleikmaðurinn Gary Carter (Baseball) fær tæplega Ö9 milljónir króna í laun fyrir hvert keppnistímabil. Þá má nefna einn frægasta íshokey-spilara Banda- ríkjanna Wayen Gretsky sá fær um 24 milljónir króna í árslaun. Þá munu nokkrir af frægustu leik- mönnum bandarískrar knatt- spyrnu hafa ævintýralega háar tekjur en þó ekki yfir 20 milljón- um króna í árslaun. Knattspyrnumenn: Hvað skildu knattspyrnumenn í Evrópu hafa í laun? Það leikur sjálfsagt mörgum forvitni á að vita það. Það munu vera smáaurar miðað við þá kappa sem við töld- um upp að framan. Aðeins einn knattspyrnumaður kemst með tærnar þar sem þeir hafa hæl- anna. Það er Maradonna. Hann fékk ævintýralega háa upphæð þegar hann fór til F.C. Barcelona. Talið er að Maradonna hafi um 18 milljónir króna í laun, og síðan mjög góðar auglýsingatekjur eins og reyndar allir þeir íþróttamenn sem verða heimsfrægar stjörnur. Þær tekjur cru oft meiri en sjálf launin. Stjörnur V-Þýskalands, Rumm- enigge og Breitner sem taldir eru launahæstir þar í landi hafa í kringum 5 milljónir króna í árs- tekjur fyrir það eitt að leika knattspyrnu. Á Ítalíu og á Spáni hafa nokkrir leikmenn hærri upp- hæðir en þeir eru ekki margir. Tennis og golfleikarar geta haft miklar tekjur en það ræðst af því Hnefaleikakappinn Sugar Ray Leonard til hægri, heimsmeistari í léttþunga- vigt, er ekki á flæðiskeri staddur með 400 milljónir króna fyrir nokkrar keppnir. Körfuknattleiksstjarnan Karem Abdul Jabar er einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Arstekjur hans fyrir það eitt að leika körfubolta með Los Angeles Lakers nema 24 milljónum íslenskra króna. En hann er ekki sá tekjuhæsti. Moses Malone sem er til hægri á myndinni hefur nýverið slegið öll met hvað varðar launagreiðslur í bandarísku atvinnumannadeildinni í körfu- knattleik. Malone fær 40 milljónir króna fyrir hvert keppnistímabil. Þetta eru eingöngu launagreiðslur svo eru allar auglýsingatekjur eftir. BENIDORM Páskaferð 30. mars/tvær vik- ur. Verð frá: 11.900 í íbúð. Beint dagflug FERPA !Mi LONDON Páskaferð: 29. marz-5. aprll. Morgunverður innifalinn. Góð hótel á ýmsum stöðum um borgina. Verð frá 8.787. Ath.: Vikuferðir alla þriðjudaga. S. 28133 AMSTERDAM Páskaferð: 29. mars-5. aprll. Verð frá: 8.494 morgunverður innifalinn. Ath.: Amsterdam- flug alla þriðjudaga og föstu- daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.