Morgunblaðið - 27.03.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.03.1983, Qupperneq 1
Sunnudagur 27. marz - Bls. 49-88 ekki tófunni í haust kom út ný skýrsla um plöntur og dýr í hættu á Norðurlöndum. Eyþór Einarsson grasafræðingur og formaður Náttúruverndarráðs gerði á fundi ráðsins í febrúar grein fyrir samstarfi Norðurlanda um vernd dýra- og plöntutegunda, sem taldar eru í hættu, en hann hefur verið fulltrúi íslands í því samstarfi. Kom þar fram að ísland er nú eitt Norðurlandanna, sem ekki hefur samþykkt tillögur þær, sem lagðar eru fram í skýrslunni. Einnig gerði Eyþór grein fyrir stöðu ýmissa náttúruverndarmála á vegum Evrópuráðsins. Þar kom fram að Bern-samþykktin, þ.e. sáttmáli um verndun lífvera og lífsvæða, hefði nú verið undirrituð af öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins nema íslandi og Möltu, sem hefði tilkynnt að farið væri að undirbúa það. Þetta varð tilefni til þess að blaðamaður Mbl. gekk á fund Eyþórs Einarssonar til að fræðast um plöntur og dýr í hættu hér á landi sam- kvæmt Norðurlandaskránni og um það hvar við stöndum varðandi Evrópusam- starf um náttúruvernd. Tófan er orðin sárasjaldgæf á Norð- urlöndum, þótt hún sé enn nokkuð algeng hér. Við berum því ábyrgð á að henni verði ekki útrýmt. Þessa mynd, sem Páll Hersteinsson tók, hefur Landvernd gefið út á póst- korti. Fálkinn er sjaldgæfur og mjög eftirsóttur fugl. Þessvegna er stofninn svo viðkvæmur. Megum útrýma SJÁ VIÐTALIÐ Á BLS. 54-55

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.