Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 2

Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 2
. . . veróur sýnd á næstunni. . . Francis Coppola leikstýrir Nastasju Kinski og Frederic Forrest f „One From the Heart“. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 Nastasja Kinski og Peter Firth í mynd Roman Polanskis „Tess“ gengur og gerist: þau urðu að hafa kattaraugu og andlitsbein sem líktust beinabyggingu katt- anna. Þegar Paul Schrader lagði til að hin þýska Nastassia Kinski léki aðal-kvenhlutverkið, leist forráðamönnum kvikmynda- fyrirtækisins ekki á blikuna. Þeim fannst erfitt að bera fram nafn hennar, þeir voru ekki sannfærðir um leikhæfileika hennar, þótt hún hefði unnið sig- ur með leik sínum í „Tess“ og þrátt fyrir að Francis Coppola réði hana og það, sem þeim þótti verst, var að þeir voru ekki vissir hvort hún væri nógu vinsæl. En Paul Schrader reyndist harður í horn að taka. Hann hafði samband við Nastassiu Kinski og bauð henni hlutverk systurinnar, en honum fannst hún uppfylla fimm grundvall- arskilyrði sín: 1) heimsþekkt leikkona 2) sérstaklega falleg 3) ber með sér sakleysissvip (syst- Kalt er kattargamanið. Kötturinn Kinski irin á að vera jómfrú) 4) hæfi- leikakona 5) viljug til að strippl- ast fyrir framan kvikmynda- tökuvélina. Kinski segir já — fimm sinnum Nastassia hafði lokið við „Tess“, sem vinur hennar Roman Polanski gerði, þegar Paul Schrader hringdi í hana. Hún var í mjög æstu skapi eftir frum- sýningu „Tess“ í Munchen, því fólk tók myndinni illa, fyrst í stað. „Fólk, sem ég ætlaði að heilsa, glápti beint upp í loft. Áður en búið var að sýna fyrsta metrann af filmunni, var búið að rífa okkur Roman bókstaflega í tætlur," sagði Nastassia í viðtaii. Það má segja með sanni að Roman Polanski hafi uppgötvað Nastassiu Kinski. Þau hittust fyrst árið 1976, hann var 34 ára, hún 15. Nastassia heillaði hann upp úr skónum þegar hann tók myndir af henni fyrir tískublað- ið „French Vogue“. En það var ekki fyrr en 1979 að Polanski byrjaði á myndinni „Tess“, (byggð á sögu Thomas Hardy „Tess of the d’Urbervilles", fyrst útgefin 1891) og hann bauð Nast- assiu titilhlutverkið. Nastassia hefur upplýst að Polanski bað hennar eftir að tökum lauk en hún afþakkaði kurteislega. Nastassia þáði boð Paul Schrader og tökur hófust daginn eftir að hún lauk leik sínum í mynd Francis Coppola „One Óttasleginn köttur. From the Heart". Sú mynd var dýr í vinnslu, eins og allar mynd- ir Coppola, en engir vildu sjá hana. Sagan sem Nastassia ákvað að leika í er eitthvað á þessa leið: Irena kemur til New Orleans til að hitta bróður sinn, Paul, (Malcolm McDowell), sem hún hefur ekki séð síðan í barnæsku. Þegar Irena verður vör við und- arlega hegðun Paul gagnvart sér, kemst hún að því að þau til- heyra fornum þjóðflokki, sem umbreytist í pardusdýr í hvert sinn sem þau snerta og elska einhvern utan þeirrar eigin fjöl- skyldu. Paul Schrader fer aldrei mjög troðnar slóðir. Erfið atriði Nastassia valdi sér ákveðið hlutskipti og hún sinnti ekki ráðleggingum föður síns, leikar- ans Klaus Kinski. Hann varð nefnilega fokvondur þegar dótt- irin tók upp á því á unga aldri að leika kviknakin. Hann segist að vísu vera nokkuð ánægður með stelpuna og feril hennar, núna — eftir að hún hefur öðlast meiri frægð og vinsældir en hann sjálfur. Þegar kom að erfiðustu atrið- um myndarinnar fékk Nastassia bakþanka og það var á mörkum þess að hún gæti lokið við leik sinn. Paul Schrader leikstjóri kom oft að henni grátandi í ein- rúmi. Henni fannst leikur sinn ekki nógu góður, — hún var hrædd eftir allt saman að standa nakin fyrir framan fjölda manns, sem hún þekkti alls ekki. En Paul Schrader tókst að sannfæra hana um gildi leiks hennar. Hann leyfði henni að ráða hverjir mættu vera við- staddir tökur erfiðustu og djörf- ustu atriðanna og hann úrskýrði fyrir henni sérhvert sjónarhorn kvikmyndatökuvélarinnar. Þau unnu brátt traust hvors annars og þá gekk allt eins og í sögu. HJÓ „Þetta er fyrsta myndin mín um næturdrauma. Myndin fjaliar um hvað gerist þegar Ijósin slökkna, um hinn ómeð- vitaða heim hins lostafulla, — eða það sem fransmaðurinn Jean Cocteau kallaði heilög skrímsli." Sá er þetta mælir heitir Paul Schrader og er hann leikstjóri og höfuðið á bak við hina mjög svo um- deildu mynd „Cat People“, sem Laugarásbíó sýnir um þessar mundir. Paul Schrader á litríkan feril að baki, þó stuttur sé. Hann samdi handritin að myndum Martin Scorsese „Taxi Driver" og „The Raging Bull“ og hann leikstýrði sjálfur myndunum „Hardcore" með George C. Scott og „American Gigolo" með Rich- ard Gere. Paul Schrader samdi handrit- ið að „Cat People" ásamt Alan Ormsby, en þeir byggja það á sögu DeWitt Bodeen sem Jacqu- es Tournier kvikmyndaði árið 1942, en það er sama fyrirtækið, RKO, sem fjármagnar þessa nýju útgáfu sögunnar. Paul Schrader velur aðra leið en fyrirrennari sinn. Jacques Tournier tókst að láta hárin rísa á höfði áhorfandans með því einu að nýta sér dularfullt myrkrið, enda leyfði siðferði þess tíma ekki það sem Paul leyfist nú. Paul leggur hins veg- ar áherslu á æsandi draumsýnir og dulvitund dýrsins, sem Paul segir að blundi í öllum mönnum. Skilyrðin fimm Þegar Paul ákvað að kvik- mynda þessa sérstæðu sögu, stóð hann frammi fyrir vandasömu verkefni. Hann varð að finna tvo leikara, karlmann og kvenmann, sem ekki aðeins líktust hvort öðru, heldur þurftu andlitsein- kenni þeirra að vera öðru vísi en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.