Morgunblaðið - 27.03.1983, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.03.1983, Qupperneq 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 Þórshananum hefur verið að fækka hér, sennileg ekki síður vegna ónæð- is en loftslags. Stærsta varpið mlli Stokkseyrar og Eyrarbakka er nær horfiö. Ljósm. Jón tíaldur Sigurósson Snæuglan er sárasjaldgæf á íslandi, en hún er í flokki þeirra tegunda, sem taldar eru í bráðri útrýmingar- hættu hér og á Norðurlöndum. Megum ekki útrýma tófunni Húsöndin verpir hvergi í Evrópu nema hér á landi. Hún er staðbundin við Mývatn. Arnþór Garðarsson tók þessa mynd af nokkrum þeirra. Eyþór sagði að Norðurlanda- skýrslan um plöntur og dýr í hættu hefði verið endurskoðuð, en hún var fyrst gefin út 1978. Þá voru sjaldgæfar og friðaðar teg- undir hér á landi færðar á skrá, sem prentuð var sem viðauki. ís- lenzkar tegundir hafa nú verið felldar inn í aðalskrána yfir teg- undir í hættu á öllum Norðurlönd- um og tekið tillit til stöðu þeirra. Á fundi Norrænu ráðherranefnd- arinnar í Mariehann 16. nóv. 1982 var fjallað um skýrsluna og sam- þykktu ráðherrar hinna landanna hana, en þar var eRgÍi'in ísienzkur fullírúi. En hvað ætli sé mikið af ís- lenzkum plöntum eða dýrum, sem teljast í hættu samkvæmt þessari skrá? Eyþór sagði að þar væri teg- undum skipt í flokka 0—4 eftir því hve sjaldgæfar þær væru og í hve mikilli útrýmingarhættu. Hvalir og fuglar í mestri hættu hér Engar íslenzkar tegundir eru taldar í 0-flokknum, þ.e. með þeim tegundum sem horfið hafa alveg frá Norðurlöndum eftir 1850. Hér hafa þó dáið út tegundir fyrir þann tíma, sbr. geirfuglinn, en eiga ekki heima í þessari skrá. En í hinum flokkunum eru íslenzkar tegundir. í flokki sem merktur er 1 og tekur yfir dýr, sem talin eru í bráðri hættu, eru sléttbakar tveir, sem voru við ísland áður fyrr en eru það ekki lengur. Hafa ekki sézt við landið á seinni árum. Þetta eru norðhvalurinn svonefndi og sléttbakurinn. Eitthvað lítið er af þeim í hafinu norður af Noregi, svo að Norðmenn telja þá ekki horfna frá sér. Hér hafa þeir ekki sézt í langan tíma, og ef sæist eitt dýr, þá væri það varla annað en fáséður flækingur. Þessir hyojj- eru Daoir irioaOir hér við land. Af Norðurlöndum eru nokkrar teg- undir dýra skráðar horfnar, eitt skriðdýr, eitt lítið spendýr af marðarætt og nokkrir fuglar. Siö plöntutegunda er getið, sem ekki finnast lengur á Norðurlöndum. Engin þó sem við þekkjum hér. Þó eru spurnir af plöntum hér á landi, sem ekki hafa fundizt á síð- ari árum, og geta allt eins hafa verið slæðingar eða verið skakkt ákvarðaðar. Eða þá aðeins verið á einum stað, sem þær ekki finnast á aftur. — En er ekki um einhverja fugla að ræða, sem eru í hættu? — Jú, mest hætta er líklega á að við missum haftyrðilinn og snæugiuna. Örfá haftyrðilspör verpa í Grímsey, en honum hefur víst frekað fækkað. Þessi fugl er í bráðri hættu sem íslenzk tegund, en hann verpir annars staðar á Norðurlöndum. fsland er hans syðsti varpstaður. Haftyrðill verp- ir á Grænlandi og Spitzbergen og kemur hér á vetrum. Sama er um snæugluna. Það er á mörkunum að hún lifi hér. Hún sést sársjaldan, jafnvel ekki öruggt að hún verpi hér lengur. Þessar fjórar tegundir okkar eru skráðar í flokk 1, þ.e. meðal tegunda sem bráð hætta er á að hverfi alveg á næstu árum, ef svo fer fram sem nú horfir eða að stofnarnir verði það litlir að við- koma verði óviss. — En er ekki þórshaninn í svip- aðri hættu? — Jú, hann er norðlægur fugl, alveg á mörkunum eins og haf- tyrðillinn. Honum hefur verið að fækka hér, sennilega þó ekki síður vegna ónæðis af ferðafólki en vegna loftslags. Stærsta varpið var til dæmis við leiðina milli Eyr- arbakka og Stokkseyrar, þar sem er umferð, ekki sízt vaxandi um- ferð hestamanna. Þar er varpið að mestu horfið, aðeins eitt og eitt par eftir. Hann hefur verið skil- greindur í flokk 2, þ.e. meðal teg- unda sem taldar eru viðkvæmar og ekki öruggt að haldist við eða lifi af til lengdar. En til þess flokks teljast m.a. tegundir þar sem stofnar hafa minnkað mjög eða landfræðileg útbreiðsla þeirra dregizt saman, svo hætta er á að flytja þurfi þá fyrr en varir í bráð- ahættuflokk 1. — Eru fleiri tegundir á íslandi í slíkri hættu? — Af fuglum er keldusvínið f hættu hér, en það er algengt á öðr- um Norðurlöndum og í slíkri hættu eru stærri hvalirnir, nnúfu- bakur og steypireyður, sem báðir eru hér alfriðaðir. Þetta eru teg- undir sem eru það viðkvæmar, stofnarnir litlir og viðkoman lítil, að ekki er ljóst hvort þær lifa af. Sjómenn telja þó að þeim hafi eitthvað fjölgað aftur nú og þeir séu þá ekki í eins bráðri hættu. Útselurinn er ekki í hættu hér eða í Noregi, en að hverfa annars stað- ar, og Svíar og Finnar telja tilvist hans mjög viðkvæma. Nú og svo er haförninn, sem er sjaldgæfur hér og alls staðar á Norðurlöndum, enn í nokkurri hættu, þótt honum hafi að vísu fjölgað svolítið. Hér verpir hann aðeins við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, en var áður miklu víðar. Nú, fálkinn er frekar sjaldgæfur og mjög eftirsóttur fugl og þess vegna er stofninn við- kvæmur. En báðir þessir fuglar eru sem kunnugt er alfriðaðir. Við berum ábyrgð á tófunni — Svo er það blessuð tófan, heldur Eyþór áfram, hún er orðin sárasjaldgæf á Norðurlöndum, þótt hún sé enn nokkuð algeng hér á landi. Nyrzt í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð er fjallarefurinn, eins og þeir hinir kalla hana, í hættu. Og sunnar fer hún ekki þar. Við berum þannig eiginlega ábyrgð á tófunni á Norðurlöndum, því hér er nokk.uð Sterkur stoín þrátt fyrir margra alda ofsóknir. Við ættum hiklaust að friða tófuna á ákveðn- um svæðum, t.d. á Hornströnd’úm, í þjóðgörðum og flsíri friðlýstum’ stöðum þáö virðist alveg út í blá- inn miðað við þá tíma, sem við lifum á, að hafa í gangi lög um „eyðingu" á refi og mink, eins og það er orðað, ekki að þeim verði haldið í skefjum. Tímarnir eru breyttir, hætt að færa frá, fé hýst á vetrum og ekki hefur allur skaði, sem tófunni er eignaður, reynzt henni að kenna. Við megum ekki útrýma tófunni hér. Ekki er um svo auðugan garð að gresja á ís- landi hvað varðar villt spendýr. — Sagðirðu ekki að einhverjar breytingar hefðu orðið á skilgrein- ingunni yfir plöntur og dýr í hættu eftir að tekið hafði verið tillit til íslenzkra aðstæðna? Get- urðu nefnt mér dæmi? — Til dæmis var súlan ekki lengur talin nægilega sjaldgæf á Norðurlöndum til að geta hennar í 3. flokki eftir að okkar stóra súlu- byggð í Eldey var komin inn í dæmið. En þar eru flokkaðar sjaldgæfar tegundir, sem vegna stofnsmæðar eða mjög takmark- aðrar stofnstærðar eru í hættu, þótt þær falli ekki í hina hættu- flokkana. — Hvaða íslenzkir fuglar eiga þar enn heima? — Þar er til dæmis húsöndin, sem verpir hvergi í Evrópu nema hér á landi. Hún er mjög stað- bundin á Mývatnssvæðinu. Þótt hún sé fremur sjaldgæf hér, er hún ekki talin í hættu, en hún er samt alfriðuð, þó er töluvert sózt eftir eggjuir. hennar. Sjósvalan stormsvalan eru 1Ú£ \ þessum flokki eru f Noregi, en sjaldg- æfar hér á landi. Eru eingöngu við suðurströndina. Þær eru hér al- friðaðar. Þá eru felldir í þennan flokk sjaldgæfra dýra þrjár hvala- tegundir, búrhvalur, sandreyður og langreyður. Búrhvalurinn er sjaldgæfur og ætti að alfriða hann, en veiði er nú bönnuð um sinn. Mjög litlar upplýsingar eru um stofnstærð sandreyðar og þarf því að viðhafa mikla gát við veiði og ónóg gögn eru fyrir hendi til að hægt sé að meta með vissu hvort landreyðarstofninn hér þoli veiði og þar þarf að viðhafa alla gát. — Eitthvað er líka þarna af plöntum á skránum. — Hvað plönturnar snertir, þá er dálítið annað upp á teningnum hér hjá okkur. Býsna margar af okkar sjaldgæfu plöntum, sem hér eru í hættu, eru algengar annars staðar á Norðurlöndum. Þó eru nokkrar, sem eru líka sjaldgæfar þar. Slíkar tegundir eru allar frið- aðar hér. Þetta eru raunar flest mjög smávaxnar plöntur og lítið áberandi. Á skránni má sjá fjórar plöntur, sem finnast hér. Má nefna dvergtungljurt sem er burknategund og er mjög sjaldgæf og alfriðuð. Davíðslykill er amer- ísk tegund, sem aðeins er vitað um á einum stað hér og er það sá eini í allri Evrópu. Hún er alfriðuð en í hættu, því stofninn er svo lítill. Þetta eru örfáar plöntur, en þeirra er vel gætt, því viðkomandi bóndi hefur mikinn áhuga á að vernda þær. Tjarnarbrúða er örs~á og lítið áberandi v^j.aplantaf sem er hér ÍTiOuð. Mosaburkni er ekki nema 2—3 sm á hæð og vex í mosabreiðum. Aðeins er vitað um einn vaxtarstað sem er alfriðaður hér, en burkni er til í Noregi og nokkuð algengur þar. Ailmargar fleiri íslenzkar plöntutegundir voru settar á skrána vegna sérstöðu þeirra hér, þó þær séu algengar á öðrum Norðurlöndum. Má þar t.d. nefna skeggburkna sem hér er vitað um á einum stað og þá aðeins 2 plönt- ur, tjarnarblöðku, sem talin er í Flóru íslands vera í 2 tjörnum, en er nú sennilega aðeins á einum stað, grastegundina knjápunt, sem aðeins finnst í Herjólfsdal og lifði af gosið í Eyjum, flæðarbúa sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.