Morgunblaðið - 27.03.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
55
er í örfáum Breiðafjarðareyjum,
og burstajafna, sem aðeins vex á
einum 4ra fermetra bletti á Aust-
urlandi, en er algeng í löndunum i
kring um okkur. En fátæklegra
væri samt ef þessar tegundir
hyrfu héðan, ekki sízt þegar um er
að ræða að þetta er jaðarstaður
fyrir þær.
— En ísland hefur ekki enn
samþykkt tillögurnar frá ráð-
herranefndinni um að friða og
gæta þessara sjaldgæfu tegunda?
— Þessari skráningu á dýrum
og jurtum í hættu fylgja almennar
leiðbeiningar um það hvað þurfi
að gera til að halda í tegundirnar.
En þær reglur eru í samþykktinni
svo vægar að óhætt ætti að vera
að skrifa undir hana með hinum
Norðurlöndunum. Yfirleitt ekki
gengið lengra en að hvetja til þess
að svona verði staðið að þessu.
Þetta gengur mest út á það að teg-
undin þurfi að hafa lífvænlegt
svæði. Allar plöntur og fuglar á
íslandi, sem um er að ræða, eru
friðlýst og um alla hvalina gilda
ákveðnar reglur. Rebbi gamli einn
á sér engrar miskunnar von sam-
kvæmt íslenzkum lögum. Þessi
frumbyggi landsins er sá eini sem
ekki á neinn rétt, heldur er hund-
eltur og ofsóttur um allt.
Tegundir og veiðiað-
ferðir skilyrtar
— Svo við vendum okkar kvæði
í kross, og snúum okkur að allri
Evrópu. Hvers vegna er Island
svona tregt til að undirrita Bern-
samþykktina?
— Bern-samþykktin er undir-
búin af Evrópuráðinu og ég var
með í undirbúningsvinnunni. Það
er búið að þýða hana, svo hún er
til á íslenzku. Þarna eru taldar
upp tegundir, sem eru alfriðaðar
og tegundir sem má veiða með
vissri aðgát. En þar eru tegundir,
sem allir eru ekki sáttir við að þar
séu. Finnst það eiga illa við ís-
lenzkar aðstæður. Hnísan á t.d. að
vera alfriðuð. Þó hún sé algeng
hér norðurfrá, þá er hún víðast
hvar horfin frá ströndum Evrópu.
Tófan á líka að vera friðuð, en það
var gert að kröfu Norðmanna og
Svía. Aftur á móti eru stóru hval-
irnir ekki alfriðaðir, heldur á að
gæta þess að stofninn sé ekki í
hættu ef þeir eru veiddir. Var gert
ráð fyrir því að hvert land sem
undirritar samþykktina skuld-
bindi sig til að sjá til þess að nýtt-
ir stofnar séu ekki ofnýttir. Nefnd
á að líta eftir þessu, svo það gæti
þýtt að menn þyrftu að standa
fyrir máli sínu.
— Þrátt fyrir þetta er hægt að
undirrita samninginn með fyrir-
vara varðandi ákveðnar tegundir
og þau lönd, sem hafa undirritað
og/eða fuilgilt hann, hafa flest
gert einhverja fyrirvara. En einn
viðaukinn við samninginn er skrá
yfir veiðiaðferðir, ef veitt er eða
talið að þurfi að halda einhverjum
stofni niðri. Til dæmis er bannað
að eitra. Bannað að nota svefnlyf
nema samkvæmt ströngum regl-
um og bannað að nota sprengiefni
og svæla dýr út með reyk, eins og
gert er hér á grenjum. Þetta þykja
villimannlegar aðferðir, sem alls
staðar er verið að leggja niður.
— Eru það einungis Malta og
ísland sem ekki eru með?
— Allar Evrópuþjóðirnar skrif-
uðu strax undir nema Kýpur,
Malta og ísland. Kýpur hefur svo
undirritað samþykktina síðar. Og
á fundi náttúrufræðinefndar Evr-
ópuráðsins nú nýlega lýsti fulltrúi
Möltu, sem hafði talið vandkvæði
á að skrifa undir vegna þess að
breyta þyrfti svo miklu í lögum og
reglugerðum í landi hans, því yfir
að þeir hefðu skipt um skoðun og
væru byrjaðir á slíkum breyting-
um til að geta orðið aðilar. Hér er
verið að athuga um aðild okkar.
Menntamálaráðuneytið er hlynnt
því að við undirritum og fullgild-
um samþykktina, en hik er á öðr-
um ráðuneytum. Svo gæti farið að
við íslendingar sitjum einir eftir
eins og barbarar, sem ekki vilja
gangast undir alþjóðareglur um
friðun tegunda og veiðiaðferðir, en
ég vona svo sannarlega að til þess
komi ekki.
- E.Pá.
jrsa j ojjíjj
Fyrirpáska
ferNóí
i hörku samkeppní
víð haenumar!
Páskaeggin frá Nóa og Síríus, - eggín hans Nóa,
hafa ýmislegt fram yfir þau „páskaegg“ sem hænumar
eru að kreista úr sér þessa dagana. Eggin hans Nóa fást í 6 stærðum,
þau eru fagurlega skreytt og búin til úr hreinu súkkulaði.
Þau hafa líka mun fjölbreyttara ínnihald en egg keppinautarins,
t.d. brjóstsykur, karamellur, konfekt, súkkulaðirúsínur og kropp,
að ógleymdum málshættinum.
Þrátt fyrir þessa kosti mælum við ekki með eggjunum
hans Nóa í bakstur, ofan á brauð eða með beikoni!
Eggin hans Nóa eru gómsæt, - og ár hreinu súkkulaði!
X- X- ^
vt & ?|
JMOl
bUUi J.O J l JVl yi