Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
57
Evelyn Waugh. Myndin er tekin
1961.
Sir John Gielgud
Jeremy Irons
um í Oxford, entust ævilangt. M.a.
kynntist hann vel Beauchamp-
fjölskyldunni á Madresfield, sem
margir vilja halda fram að sé
fyrirmynd Marchmainfjölskyld-
unnar á Brideshead.
Eftir háskólanám var Waugh í
vafa um hvað hann ætti að taka
sér fyrir hendur. Hann eyddi
nokkrum árum í föðurhúsum og
kannaði ýmsar leiðir til að ala önn
fyrir sér. Prentiðn var ein af þeim
leiðum. Hann velti því fyrir sér að
gerast kaþólskur prestur, byrjaði
á skáldsögu og reyndi fyrir sér í
blaðamennsku. Tvo vetur reyndi
hann fyrir sér við kennslu, en var
rekinn fyrir drykkjuskap og
óspektir.
Hann giftist 1928 Evelyn
Gardner, og honum þótti sýnt, að
sú atvinna, sem þeim væri helst
samboðin, væri ritstörf. Fljótlega
slitnaði upp úr hjónabandinu og
tók Waugh það mjög nærri sér. I
sjö ár eftir skilnaðinn var hann í
ferðalögum um Miðjarðarhafið, í
Afríku og í Suður-Ameríku. Af-
raksturinn af þessu flökkulífi urðu
nokkrar ferðabækur og síðan
skáldsagan A Handful of Dust.
Anthony Andrews í hlutverki Se-
bastian Flyte.
Sir Laurence Olivier
Hann snerist til kaþólskrar trú-
ar 1930. Hann gifti sig aftur 1937
Lauru Herbert, sem var af aðals-
ættum eins og fyrri kona hans.
Þegar seinni heimsstyrjöldin
braust út var Evelyn Waugh 36
ára að aldri og lét hann þegar skrá
sig í herinn. Hann var gerður að
höfuðsmanni en féll í ónáð hjá yf-
irmönnum sínum vegna hirðuleys-
is um aga og reglur. 1943 var hann
sendur til þjálfunar í fallhlífar-
stökki, en svo fór að hann braut
bein í fæti við æfingar og varð að
hætta.
— Efniviður
rithöfundar —
Hann hafði fengið hugmynd að
nýrri skáldsögu og fór fram á leyfi
til ritstarfa. Honum var veitt leyf-
ið og hann settist að á gistihúsi í
Devon og hóf að rita Brideshead
Revisited. Þegar því verki var lok-
ið var hann sendur til Júgóslavíu
til aðstoðar skæruliðum Títós
hershöfðingja, en þar lenti hann í
flugslysi og var veitt lausn frá
herþjónustu. Eftir stríð gerðist
hann afkastamikill við ritstörfin
en heilsu hans fór hrakandi. Hann
þjáðist af þunglyndi og svefnleysi.
Börnin voru farin að heiman og
samkvæmislífið hafði misst að-
dráttaraflið. Síðasta bók hans, A
Little Learning, var upphaf ævi-
sögu sem honum auðnaðist ekki að
ljúka. Hann lést af hjartaslagi á
páskadag árið 1966.
Bókmenntafræðingar hafa
spreytt sig á því að finna fyrir-
myndir í lífi höfundar að flestum
aðalpersónum í Brideshead Revis-
ited og hefur orðið vel ágengt. Svo
mikið er víst að engin skáldsagna
hans ber eins mikinn keim af
sjálfævisögu og þessi. Waugh
sagði: „Rithöfundur sest ekki að
skrifborðinu gjörsneyddur reynslu
og minni. Efniviður hans er sam-
bland alls þess sem hann hefur
sjálfur séð og reynt."
— ai.
400-600m2
húsnæði óskast
Húsnæði fyrir rekstur
auglýsingastofunnar óskast. Um er að
ræða almennan skrifstofurekstur,
teiknistofur og kvikmyndagerð.
Kaup eöa leiga
Nánari upplýsingar gefur
Daníelsson sími 43311
Krístínar M
Byko-húsinu Nýbýlavegí 6 sími (91)-43311
i opna eg
bakarí og konditori
að Grensásvegi 48.
Ég býð alla hjartanlega
velkomna með kaffi og
kökum.
Opiö frá kl. 10—4
2ípetmi*;tfafeari
GRENSASVEGI 48
SÍMI 81618
BAKARI — KONDITORI — KAFFI