Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
59
Hörður Helgason
sendiherra sextugur
Enskur stjórnmálamaður, R.
Peel, sem var uppi á 19. öld sagði
„Það tekur þrjár kynslóðir að
skapa heiðursmann." 27. mars
1923 leit einn slíkur ljós dagsins
vestur á ísafirði. Hörður Helgason
fyilir í dag sjötta tug ævi sinnar.
Eg hygg að þessir sex tugir hafi
verið á margan hátt viðburðaríkir
í lífi Harðar, hann setti sér 13 ára
gamall markmið sem hann hefur
svo síðan fyigt eftir án þess að
víkja nokkru sinni út af stefnunni.
Markmið Harðar var að starfa
fyrir íslensku þjóðina að utanrík-
ismálum. Hann var stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1943.
Þaðan lá svo leiðin til frekara
náms er tryggði honum sem besta
þekkingu á heimsmálum eins og
þau gerðust þá, er hann kom
sprenglærður frá námi í utanrík-
isþjónustuna 1948. Hérna hjá
okkur í þjónustunni fór Hörður
eins að og Rómverjinn Syrus forð-
um en hann sagði „Ef þú ætlar
upp á efsta þrepið, þá byrjaðu á
neðstu tröppunni." Hörður er nú
sendiherra íslands í New York.
Þar sem hann gætir þess að hags-
munir íslands á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna séu ekki fyrir
borð bornir. Ég er þeirrar skoðun-
ar að öll markmið séu merkileg,
svo framarlega sem mönnum tak-
ist að fylgja þeim eftir. Hæfileikar
Harðar til að umgangast fólk eru
með þeim ágætum að ég get ekki
látið hjá líða að geta þeirra að
nokkru. Þegar hann var í M.A.,
var hann hrókur alls fagnaðar
hvort sem var við íþróttir eða ann-
an leik, hann lét sig ekki muna um
að spila fótbolta, renna sér á skíð-
um eða taka að sér helstu hlutverk
í leikritum, t.d. lék hann Frænku
Charleys í því ágæta verki og
tókst mjög vel að skila því eins og
öðru sem hann gerir. Ég veit ekki
hvort minn ágæti vinur og fyrrum
húsbóndi les nokkru sinni þessar
línur, en mér er oft hlátur í huga
þegar þú Hörður ert að undirbúa
laxveiðiferðir þínar strax um ára-
mót, þú ert sjálfsagt þegar byrjað-
ur að líta flugurnar þínar hýru
auga eins og svo margt annað fal-
legt sem ber fyrir augu í þessari
veröld. Kæri vinur ég vona að
heilladísir vorsins verði þér og
Söru alltaf fylgispakar hvert sem
leið ykkar liggur út í hinum stóra
heimi. Ég veit að ég tala fyrir
munn alls starfsfólksins í utanrík-
isráðuneytinu þegar ég tek mér í
munn orð enska vfsindamannsins
J. Lubbock „Allir vita að glaður
vinur er eins og sólskinsdagur,
sem stráir birtu allt í kringum sig,
og það er á færi okkar flestra að
gera þennan heim ýmist að höll
eða fangelsi." Ég vona því að höf-
undur tilverunnar megi gera alla
daga ykkar Söru konu þinnar, að
sólskinsdögum. Ég hlakka til að
sjá ykkur í sumar og veit ég þarf
ekki að minna ykkur á að koma
með veiðidótið.
Kristjín B. Þórarinsson
Aldrei
of seint
Fátt mun falla vinum og viöskiptamönnum erlendis betur en gjafaáskrift að lceland
Review 1983. Þú losnar viö allt umstangið. Útgáfan sendir fyrir þig gjafakort og hvert
nýtt hefti veröur sem kveöja frá þér (auk þess aö flytja heilmikinn fróöleik um land og
þjóö).
Fyrirhafnarlítiö, hagkvæmt — og vel þegið af vinum í fjarlægð. Láttu
nú veröa af því.
Þeim fjölgar stöðugt, sem láta lceland Review flytja kveðju sína
til vina um víöa veröld.
183
lcelandReview
Höfðabakka 9, Reykjavík. Sími 84966.
★ Nýrri áskrift 1983 fylgir
árgangur 1982 í kaup-
bæti, ef óskaö er. Gef-
andi greiðir aöeins
sendingarkostnað.
★ Útgáfan sendir viðtak-
anda kveöju í nafni gef-
anda, honum aö kostn-
aöarlausu.
□ Undirritaöur kaupir .......gjafaáskrift(ir) aö lceland Review
1983 og greiðir áskriftargjald kr. 375 pr. áskrift aö viðbættum
sendingarkostnaði kr. 75 pr. áskrift. Samt. kr. 450.
□ Árgangur 1982 veröi sendur ókeypis til viötakanda(enda) gegn
greiöslu sendingarkostnaöar, kr. 100 pr. áskrift.
Ofangreind gjöld eru í gildi til loka apríl 1983. Áskrift öðlast gildi
þegar greiösla berst.
Nafn áskrifanda
Sími Heimilisfang
Nafn móttakanda
★ Hvert nýtt hefti af lce-
land Review styrkir
tengslin viö vini í fjar-
lægð.
Heimilisfang
Nöfn annarra móttakenda fylgja með á ööru blaði. Sendið til
lceland Review, Pósthólf 93, 121 Reykjavík, eða hringiö í síma
84966.
Keflvíkingar
Njarðvíkingar
10 ára fermingarafmæli (fermingarbörn 1973) veröur
haldiö iBergási þann 30. apríl. Mætum öll. Þátttaka
tilkynnist í síma 1063 Hrafnhildur, 3893 Silla, 3633
Þórunn, 2455 Sólveig.
Lifandi páskaungar í glugganum
BB
Grensásvegi 5, Sími: 84016