Morgunblaðið - 27.03.1983, Síða 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
Veröld
FRJÓVGUN
/
w V fo
—K
r,„
Sæöið
úr snill-'(ö.ö
ingunum
Þingmenn og laga.smiðir í Kalif-
orníu, sem hafa hina mestu
skömm á því, sem þeir kalla „áróður-
inn fyrir ofurmennakyni", eru nú að
reyna að klekkja á einhverju frægasta
fyrirtæki í fylkinu, „Geymslustað fyrir
úrvalssæði", sæðisbanka, sem aðeins
tekur við frjóöngum frá Nóbelsverð-
launahöfum og frægum vísinda-
mönnum.
„Það, að kona, sem vill eignast
barn, skuli geta keypt sér eitt
stykki snilling fyrir 500 dollara, er
siðferðislega vafasamt og þjóðfé-
lagslega hættulegt," sagði Steve
Peace, þingmaður fyrir Los Angeles
á ríkisþinginu, en hann lagði nú
fyrir skömmu fram frumvarp þar
sem gert er ráð fyrir, að rfkið hafi
strangt eftirlit með starfsháttum
sæðisbanka. „í þessum efnum ríkir
nú algjör ringulreið," sagði Peace.
„Það er engin trygging fyrir því, að
ekki sé beinlínis verið að dreifa
arfbundnum sjúkdómum og þessi
starfsemi býður heim alls konar
svindli."
Stofnendur sæðisbankans vísa
þessu á bug sem tómri vitleysu.
Þegar dr. Robert Graham, 76 ára
gamall, sérvitur milljónamæringur,
kynnti fyrst hugmyndina um sæð-
isbanka Nóbelsverðlaunahafa,
brostu menn bara í kampinn og af-
greiddu hann sem einn af þessum
furðufuglum, sem meira en nóg er
af í Kaliforníu. Graham, sem er fé-
lagi í MENSA, samtökum þeirra
tveggja prósenta Bandaríkja-
manna, sem standa efst í greindar-
vísitölustiganum, brást hins vegar
hart til varnar og beið ekki boðanna
með að hrinda hugmyndinni í fram-
kvæmd. Fjöldinn allur af kunnum
gáfumönnum og Nóbelsverðlauna-
höfum var beðinn um að taka þátt í
fyrirtækinu og sumir brugðust vel
við þeirri bón, þar á meðal þrír
Nóbelsverðlaunahafar.
Langflestir vísindamannanna
vildu þó ekkert af þessu vita og
breski Nóbelsverðlaunahafinn, Sir
Geoffrey Wilkinson, sem fékk verð-
launin í efnafræði árið 1973, hafði
þau orð um hugmyndina, að hún
væri „líffræðileg endaleysa".
Bandarískar konur voru hins veg-
ar margar á öðru máli og fyrir-
spurnirnar streymdu til bankans.
Þrjú börn sem getin eru á þennan
hátt, hafa nú séð dagsins ljós og um
80 konur bíða þess að verða sæddar
með úrvalssæði úr blýlögðum
bankahvelfingunum. Blýið á að
koma í veg fyrir geislun í hugsan-
legri kjarnorkustyrjöld.
Nú sem stendur á bankinn sæði
úr 15 afburða vísindamönnum og
stærðfræðingum og er það nóg til
að gera nokkur þúsund konur
ófrískar. Vísindamönnunum er ekki
greitt fyrir sæðisgjöfina.
Verðandi mæður verða að leggja
fram 500 dollara tryggingu, sem
þær fá síðan endurgreidda ef þær
nota ekki sæðið. Auk þess þurfa
þær að borga dálitla peninga fyrir
flutning og afnot af sæðingartólun-
um ef þess er óskað.
Þegar konan hefur verið skoðuð
og ljóst er að greindarvísitala henn-
ar gerir hana þess verðuga að vera
sædd með þessu úrvalssæði, þá er
henni sendur listi með upplýsingum
um eiginleika sæðisins. Þar er
greint frá greindarvísitölu sæðis-
gjafans, háralit, listrænum til-
hneigingum, íþróttaafrekum og
ýmsum smávægilegum ágöllum
eins og nærsýni og gyllinæð.
Þrátt fyrir miklar deilur um sið-
ferðilegt og lagalegt réttmæti sæð-
isbankans hans Grahams gerðu
lagasmiðir í Kaliforníu ekkert í
málinu fyrr í ljós kom, að könnun
bankans á verðandi mæðrum var
ekki alveg jafn fullkomin og í veðri
var látið vaka.
Fyrsta úrvalsbarnið úr banka-
hvelfingunum, getið á síðasta sumri
með sæði úr „framúrskarandi
stærðfræðingi" á fertugsaldri með
greindarvísitölu yfir 200, var 18
marka stúlka, sem hlaut nafnið
Victoria. Síðar kom í ljós, að móðir
Victoriu, Joyce Kowalski, þrítug að
aldri, átti tvö önnur börn frá fyrra
hjónabandi og höfðu þau bæði verið
tekin af henni vega ásakana um lík-
amlegar misþyrmingar.
Það upplýstist einnig að þau
Kowalski-hjónin fyrrverandi höfðu
setið í fangelsi í fjögur ár. Þau
höfðu komist yfir fæðingarvottorð
löngu látins fólks og notað þau til
að verða sér úti um bankalán og
krítarkort í nafni þess.
- WILLIAM SCOBIE
Eitt stykki séní,
þökk fyrir.
STOKKHOLMUR
Allt í steik
í kynlífs-
bransanum
Herskáar kvenfrelsiskonur haf
nú efnt til aðgerða til þess að
uppra'ta leifarnar af kynlífs- og klám-
iðnaði í Stokkhólmi sem ma muna
sinn fífil fegri. Hópur 50 kvenna hefur
skipt með sér verkurn og hafa þær
allan sólarhringinn stranga aðgát á
Malmskillnadsgatan, sem í daglegu
tali er kölluð „Svívirðustræti", og
ekki að ástæðulausu. Vökukonurnar
fylgjast með því upp í hvaða bíla
vændiskonur eru boðnar, skrá bíl-
númerin niður og fletta upp á nafni
eigendanna í opinberum skrám. Síðan
skrifa þær nöfn mannanna og heimil-
isföng á veggspjöld, em fest eru á
opinberar byggingar og neðanjarð-
arstöðvar um alla borgina.
„Við viljum fá fólk til að átta sig
á þeirri hneisu sem látin er við-
gangast beint fyrir framan nefið á
því í þessu svokallaða fyrirmynd-
arsamfélagi okkar,“ segir ein þess-
ara herskáu vökukvenna. Hún er
Ijóshærð, miðaldra og fríð sýnum,
en andlit hennar er að hálfu hulið á
bak við palestínskt sjal. Hún vildi
ekki segja til nafns. „Strangt tiltek-
ið er þetta athæfi okkar ólöglegt,“
segir hún. „Það er hægt að sekta
okkur fyrir að líma spjöldin upp, en
lögreglan reynir oftast að leiða
þetta hjá sér og félagsráðgjafarnir,
sem hafa afskipti af vændi, eru ein-
dregið á okkar bandi. Karlarnir
geta bara sjálfum sér um kennt, ef
við birtum nöfnin þeirra opinber-
lega.“
Hinar herskáu kvenfrelsiskonur
láta ekki hér við sitja, heldur gera
þær líka skyndiárásir á klám-
myndabúðir og þá fáu striplinga-
klúbba, sem eftir eru í Stokkhólmi
frá því á blómaskeiði frjálslyndis-
ins á sjöunda áratugnum. Þær mála
vígorð kvenfrelsishreyfinganna á
glugga verzlana og klúbba og þegar
viðskiptavinirnir hafa lokið sér af
gera þær aðsúg að þeim. „Við vilj-
um gera þeim það fyllilega ljóst,
hvað þeir eru að kaupa,“ segir val-
kyrjan með palestínska sjalið.
Hin þrotlausa barátta hennar og
stallsystra hennar hefur borið þann
árangur að yfirbragð Stokkhólms
hefur gerbreytzt, en borgin ein-
kenndist lengi af taumlausu frjáls-
ræði í kynferðismálum. Klám-
myndaverzlanir eru að vísu enn
starfandi, en eigendur þeirra hafa
verið knúðir til að fjarlægja djarfar
útstillingar. Samkvæmt nýjum lög-
um eru nektarsýningar bannaðar
nema á sviði, og hefur það orðið til
þess að kynlífsklúbbum hefur fækk-
að ört og starfsemi þeirra er ekki
svipur hjá sjón miðað við það sem
áður var.
Fyrir skömmu var tveimur
klúbbum lokað, og ein helzta tál-
beitan fyrir ferðamenn í Svíþjóð,
klúbburinn Chat Noir, lokar e.t.v. á
næstunni. Eigandi hans, Ulrich
Geismar, sem eitt sinn var kallaður
klámkóngur Svía og sópaði saman
fé, er nú á nástrái, að því er virðist.
Hann skuldar 2,5 milljónir ís-
lenzkra króna í skatta og gjaldþrot
vofir yfir honum. Konungdæmi
hans er greinilega liðið undir lok.
- CHRIS MOSEY.
Fyrst eru þeir þjóðkjörnu fjarlægðir og þá er valdaránið réttlætt í hinu
óhjákvæmilega útvarpsávarpi. Hér eru þeir borðalögðu við hljóðnem-
ann í Nígeríu.
■ HINIR BORÐALÖGÐU ——^^1
Byssan skákar
kjörseðlinum í
þriðja heiminum
Ihálfu hundraði höfuðborga um heim allan eru það borðalögðu
mennirnir, sem ríkjum ráða. í Suður-Ameríku eru herstjórn-
irnar gamall siður og þær setja einnig mestan svip á stjórnarfarið
í Afríku og um mikinn hluta Miðausturlanda og Asíu.
Það verður æ algengara, að valdaræningjarnir — allt frá undir-
liðþjálfum til sjálfskipaðra „marskálka" — séu ungir og óþolinmóð-
ir menn, sem nýskriðnir eru úr herskóla. í Afríku t.d. eru 20
ríkisstjórnir í höndum hermanna, sem voru að jafnaði 36 ára
gamlir þegar þeir hrifsuðu völdin í sínar hendur.
Fyrir milljónir ungra manna í þriðja heiminum er herinn það,
sem viðskiptalífið og pólitíkin er í iðnríkjum Vesturlanda, nefni-
lega leiðin til valda.
„í löndum þriðja heimsins er næstum öll framavon manna bund-
in við ríkið og greiðasta leiðin að jötunni er í gegnum herinn," segir
stjórnmálafræðingurinn Claude E. Welch, sem í næstum 20 ár
hefur fylgst með herbyltingum í öllum heimshornum.
Welch segir, að byltingarnar komi í kippum, oft í kjölfar efna-
hagslegra erfiðleika og hann býst við nýrri öldu á næstunni ef
samdrættinum linnir ekki. Frá 1958 hefur herinn reynt að ná undir
sig völdunum í 190 vanþróuðu ríki og tekist það í tveimur tilraun-
um af hverjum þremur. Þar af voru níu byltingartilraunir bara á
síðasta ári.
Könnun, sem AP-fréttastofan gerði, sýnir, að í 38 löndum eru
herforingjastjórnir við völd og í að minnsta 12 öðrum komust
ríkisstjórnirnar til valda með stuðningi hersins eða er í raun
stjórnað af honum.
Það aðdráttarafl, sem hsrinn hefur á unga menn í þriðja heimin-
um, varð strax ljóst á fyrstu dögum þjóðanna sem sjálfstæðra
ríkja. Sem dæmi um það má nefna, að á sjöunda áratugnum,
skömmu eftir að Ghana var orðið sjálfstætt ríki, sóttu jafnan mörg
hundruð menn um hverja stöðu, sem opnaðist í hernum, og ástand-
ið er það sama í dag að því er fram kemur hjá Morris Janowitz,
þjóðfélagsfræðingi við háskólann í Chicago.
Janowitz og Welch segja báðir frá því, að æ algengara sé að
hermennskan gangi í ættir, að sonur taki við af föður, og að í
sumum löndum sé komin fram á sjónarsviðið sérstök hermanna-
stétt. Þessi þróun hefur hins vegar ýtt undir átök innan hersins
sjálfs, þar sem stríðið stendur á milli kynslóðanna, milli manna
eftir tign, og milli ólíkra greina heraflans.
Hugsjónir þessara ungu valdaræningja eru líka með nokkuð
öðrum blæ en áður var og bera oftast keim af „barnalegri rót-
tækni“, að því er Welch segir.
„Þessum ungu, róttæku foringjum fer eins og ungu fólki er títt,
að þeir halda sig hafa lausnina upp á vasann, að þeir geti breytt
stefnunni með einum allsherjaruppskurði," segir Welch. „Það er þó
alveg ljóst, að herstjórnum gengur ekki betur með efnahagsmálin
en óbreyttum borgurum og oftast miklu verr.“
— CHARLES J. HANLEY