Morgunblaðið - 27.03.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
75
Trúarglíma Hallgríms felst í því
að nálgast aga hinnar sígildu,
stöðugu iðkunar rétttrúnaðarins,
og hemja og bæla sveiflurnar yfir
i hina gleymskufullu rómantísku
trú, sem Sigurður Nordal kallar
svo, en nánar segir hann um þessa
tvenns konar trú í „Trúarlífi Síra
Jóns Magnússonar":
Til er tvenns konar trúarlíf,
tvenns konar kristni, sem kalla
mætti hinn klassíska og hinn
rómantíska kristindóm. Tak-
markið er hið sama, það sem
Matthías kallar að njóta
nálægðar og notasemi drottins.
En leiðirnar eru ólíkar. Hinn
rómantíski trúmaður hefur ekki
hemil á höfðinu, hann leyfir
huganum að reika „í skýjum
flögrandi drauma". Hann bíður
þess, að hjartað sé stillt til þess
að finna návist guðs síns, stund-
um í mikilli sorg og stundum í
gleði. Hvort tveggja getur þó
brugðist, það er undir ýmsum
geðbrigðum komið. Þess á milli
er hann vegalaus. Hann getur
kastast á milli dýrðlegrar hug-
ljómunar og þreifandi tómleiks
og örvæntingar. — Hinn klass-
iski kristindómur fer aðra leið.
Honum nægir ekki að láta trú-
arlífið vera nokkurs konar and-
legt happdrætti. Hann telur það
ekki viðunanlegt, að maðurinn
bíði þess aðgerðaíaus, að andinn
vitji hans, og þaðan af síður, að
hann freisti drottins með því að
skyggja á náðina með reikulum
hugrenningum. Hann vill glíma
við drottin sinn, eins og Jakob:
Ég sleppi þér ekki, fyrr en þú
blessar mig. — Og það er sama
sem að glíma við sínar eigin
hugsanir, sem hann telur við-
ráðanlegri en geðbrigðin.
Þess skal hér aðeins stuttlega
getið, að samsvarandi mun þess-
ari tvenns konar trúrækni má
greina í öllum andlegum iðkun-
um og þroska. — Hin róman-
tíska bókmenntastefna metur
mest ósjálfráða afburði, anda-
gift og innblástur, sem kemur
eins og leiftur, en lítur tor-
tryggnum augum á iðjusemina,
stritið, áreynsluna, eins og sé
þetta ósamboðið eðlis-geníinu,
sem er eftirlæti hennar.
Agætt dæmi um hinn stritandi
listamann, sem finnur innblástur-
inn gegnum iðjusemina var
franski rithöfundurinn Emile Zo-
la, en Matthías Jochumsson er
gott dæmi hins mistæka skálds
sem aðeins fer á kostum þegar
andinn er yfir honum. Hallgrímur
Pétursson virðist hafa verið e.k.
sambland af þessum tveim lista-
mannsgerðum, enda hefur
mönnum sýnst hann hafa misst
skáldskapargáfuna á sumum
skeiðum ævi sinnar.
Engu er líkara en hin agaða
vinna Hallgríms í trú sinni og hin
sterka samsemd sem hann finnur
við píslarsöguna í Passíusálmun-
um hafi einnig agað hann sem
skáld. Verið gæti þá að þar sé
komin ein meginástæðan fyrir því
hvers vegna hann hætti svo snögg-
lega við að snúa Samúelsbók
Gamla testamentisins í sálma, er
hann hóf vinnu við Passíusálm-
ana:
(ii)
KroHsfcrli ad fylgja þínum
fýsir mig, Jesú kær.
Va»g þú veiklcika mínum,
þó verói ég álengdar fja*r.
I»á (rú og þol vill þrotna,
þrengir ad neyðin vönd,
reis þú vió reyrinn brotna
og rétt mér þína hönd.
Sú andlega fullnægja og ham-
ingja sem trúin getur veitt, felst
m.a. í vissunni um hinn rétta veg
til lífsins. Leiðarljósið f Passíu-
sálmunum er píslarsaga Krists:
(9)
Kvalafór, Jesú, þessi þín,
sem þá gekkstu einu sinni,
veri kraftur og verndin mín,
svo veginn lífsins ég finni.
Lát ekki djöful draga mig
í dofinleik holdsins blinda
til sekta og synda.
fcg bió af ást og alúd þig
ákefó hans burt að hrinda.
(41)
l»á sólarbirtunni eg sviptur er,
sjón og heyrn tekur ad dvína.
Kristur ber krossinn eftir Piombo.
Hugleiðing kristinnar sálar eftir húðstrýkingu Krists. (Málverk eftir Velazquez).
raust og málfæri minnkar mér,
myrkur dauóans sig sýna,
í minni þér, drottinn sæll, þá sé
sonar þíns hróp á krossins tré.
Leið sál til Ijóssins mína.
Með þetta í huga ásamt með
iðkun bænarinnar upplýsist „sjón
hjartans" (32. sálmur), persónu-
leikinn þroskast og göfgast og sál-
in öðlast frið:
0)
Af því læri eg að elska ei frekt
eigin gagn mitt, svo friður og spekt
þess vegna raskist. Þér er kært
þolinmæði og geð hógvært.
(10)
ó, Jesú, láttu aldrei hér
anda þinn víkja burt frá mér,
leið mig veg lífsins orða,
svo hjartað bæði og málið mitt
mikli samhuga nafnið þitt.
Iloldsgirnd og hræsni forða.
(21)
Heyri eg um þig, minn herra, rætt
í hjálpræðisorði þínu,
allt sýnist mér þá búið og bætt
bölið í hjarta mínu.
í sakramentinu sé ég þig,
svo sem í líking skærri,
með náð mér nærri.
ó, hvað gleður sú ásýnd mig.
Kngin finnst huggun stærri.
(48)
(•egnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá.
Ifryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
(43)
Herra Jesú, ég þakka þér,
þvílíka huggun gafstu mér,
ófullkomleika allan minn
umbætti guðdómskraftur þinn.
Um mótlætið orti Hallgrímur
ódauðlegan sálm og læt ég hann
fylgja hér óstyttan vegna þess hve
vel hann sýnir hina einlægu trú-
festi Hallgríms:
l*ú kristin sála þjáð og mædd
og þreytt af krossins byrði,
ei vanmegnastu, vertu’ ei hrædd,
þótt vilji drottins yrði;
l»rey, þol og líð, bið, vona, bíð;
l»itt böl fær góðan enda;
l»á neyð er hæst, er herrann næst;
l»ér mun hann fógnuð scnda.
I»ú sjer, hve móðir mildigjörn
oft mædd þó til þess neyðist
að aga hart sín ástkær börn,
frá illu svo þau leiðist;
Og viðkvæm þá hún eftir á
sitt örmum barnið vefur
og tirafoll af þerrar öll
og alla blíðu gefur.
Svo fer og drottinn að við oss,
hans orðin þar um hljóða;
Á leggur hirting, hryggð og kross;
(>ss hann vill allt hið góða.
í hörmung mitt geð mýkir sitt
sá mildi faðir blíður.
Iȇ elskar best, sem agar mest.
Hann er þeim næst er líður.
I»ótt Hnnist langt að líða þér,
það lítil stund má heita.
I»ess gæt, að eilífð eftir fer.
I»ar æ mun drottinn veita
oss unun þá, sem aldrei má
upp hugsa mannlegt hjarta.
Vert kyrr í lund, sú kemur stund,
sem kveikir Ijósið bjarta.
í Jesú nafni bið og bíð,
því brátt þinn ástvin kemur.
Ef ásýnd hans þér birtist blíð,
hvað böl þitt stillir fremur?
Hann græðir sár og sorgartár
ei sífellt lætur renna.
I»inn hug við allt það hugga skalt,
sem hans þér orðin kenna.
Nú lofum guð, sem glaða von
oss gaf í raunum vöndum
og lét sinn góða líknarson
oss leysa’ úr dauðans böndum.
Hans andinn kær er ætíð nær
þeim öllum, kvöl sem líða,
í þraut skal nú með þökk og trú
ég þreyja vona’ og bíða.
Og þá er eftir að geta um af-
stöðu Hallgríms til sálarinnar.
Þar aðhylltist hann samskonar tví-
hyggju og samtímamaður hans,
heimspekingurinn Descartes, gerði
fræga í kenningakerfi sínu, en
þessi tvíhyggja var ráðandi skoð-
un á 17. öld: Aðskilnaður sálar og
líkama. Afstöðu sálar og líkama
lýsir Hallgrímur á snilldarlega
einfaldan hátt í 17. Passíusálmi:
Sálin í útlegð er,
æ meðan dvelst hún hér
í holdsins hreysi naumu,
haldin fangelsi aumu.
Dauðinn með dapri sút
dregur um síðir út
hana, þá hreysið brotnar.
Holdið í jörðu rotnar.
Heilræðin
Eitt af því, sem gerir það að
verkum að Passíusálmarnir hafa
lifað svo góðu lífi hér í meir en 300
ár, er mannvitið og heilræðin sem
Hallgrímur setur þar fram á svo
ljósan hátt að helst má líkja við
sálfræðileg sannindi. Og hver og
einn finnur annaðhvort sjálfan sig
í þessum sannleikskornum mann-
þekkingarinnar eða er knúinn til
að taka afstöðu til heilræðanna.
Mörg þessara sannmæla eru á
formi boðorða: „Lát af illsku, en
elska gott ... athugagjarn og orð-
var sért/ einkum þegar þú reiður
ert“ (28), „hætt er rasanda ráði“
(46), „sem best haf gát á sjálfum
þér“ (50):
(37)
(■irnist þú, barn mitt, blessun fá,
björg lífs og gæfu fina,
forcldrum skaltu þínum þá
þóknun og hlýðni sýna.
1 ngdómsþverlyndið oftast nær
ólukku og slys að launum fær.
Hrekkvísa hefndir pína.
(13)
Lærðu, ef lygum mætir,
lífsreglu, sál mín, hér:
Með forsi og þjóst ei þrætir.
Þrálega svo til ber,
hógvær þögn heiftir stillir,
heimskorður sannleik spillir
oft fyrir sjálfum sér.
Hallgrímur leitar einnig að
skýringu á því sem aflaga fer hjá
mönnunum: „Undirrót allra lasta/
ágirndin kölluð er“ (16). Og hin
rétta innstilling trúmannsins er
síðan í 16. sálmi:
Brot þín skalt bljúgur játa,
en bið þó guð um náð,
af hjarta hryggur gráta,
en heilnæm þiggja ráð.
Hmfram allt þenktu þó:
Son guðs bar þínar syndir
og, svo þú miskunn fyndir,
saklaus fyrir sekan dó.
Að lokum
Það er sárt til þess að vita
hversu fáa.nýja aðdáendur þetta
stórkostlega verk Passíusálmarnir
vinnur sér á ári hverju, þrátt fyrir
það að þeir eru lesnir í útvarpið á
hverri föstu. Er þar eflaust ýmsu
um að kenna, víða er pottur brot-
inn í skólakerfinu o.s.frv. Það er
einnig sárt til þess að hugsa að sá
fagri heimur sem Hallgrímur Pét-
ursson sýnir okkur með lífi sínu og
list skuli ekki tilheyra fleirum en
hann gerir. Fáir hugsa um að
„fegra hjarta sitt og snyrta hugs-
un sína“. Slíkt er auðvitað ekki
kennt í skóla, og það brauðfæðir
heldur ekki heiminn. En maðurinn
lifir ekki á brauði einu saman.
Mig langar samt til að ljúka
þessari samantekt með því að gera
orð Sigurðar Nordal að mínum. Ég
veit að þau ná tæplega til þeirra
sem þyrftu á þeim að halda, en
þau eru í svo miklu samræmi við
þá manngildishugsjón sem
Passíusálmarnir boða, en svo
fáum tekst að tileinka sér:
Þú veist ekki, hvað svipur þinn
gæti orðið heiðríkur og augun
djúp, ef þú kynnir enn að biðja
bænirnar þínar á kvöldin með
sömu barnslegu einlægninni og
þegar þú varst sjö ára.
(Líf og dauði, bls. 87)