Morgunblaðið - 27.03.1983, Síða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
Spjallað um útvarp og sjónvarp
„Þannig er nú komið fyrir þjóðinniÉ<
Guðmundur G. Hagalín les
þessa dagana í útvarp sögu sína
„Márus a Valshamri og meistari
Jón“. Sagan hefur verið á
dagskrá síðan snemma í mars-
mánuði. Ég hef ekki getað fylgst
með frá byrjun, hef heyrt í
Hagalín tvisvar og skemmt mér
konunglega, hann er engum lík-
ur. Karlinn er orðinn rúmlega
áttræður og leikur við hvurn
sinn fingur og það sem meira er,
hann leikur persónur sögunnar
af slíkri snilld að atvinnuleikar-
ar gera ekki betur.
Eftir hádegi fimm daga vik-
unnar les svo Þórhallur Sigurðs-
son leikari sögu Stefáns Jóns-
sonar, „Vegurinn að brúnni".
Þórhallur er ágætur upplesari,
skýr í tali og áheyrilegur. Fyrr í
vetur las Indriði G. Þorsteinsson
sögu sína „Norðan við stríð". Út-
varpshlustendur hafa ekki verið
sviknir af góðum bókmenntum í
útvarpi það sem af er vetri og
vonandi hefur útvarpið fleiri
góðar sögur að bjóða þegar
Hagalín og Þórhallur ljúka sín-
um lestri.
Lestur Passíusálmanna er
vandasamt verk og er misjafn ár
frá ári, stundum tekst vel og
stundum miður. f vetur hefur
Kristinn Hallsson lesið Passíu-
sálmana af slíkri prýði að allur
flutningur er skýr og lifandi og
er rétt að þakka hans góða fram-
lag.
f kvöldfréttum sjónvarpsins
síðastliðið föstudagskvöld var
sagt frá fyrirhuguðum hátíðar-
höldum á Miklatúni og í Laug-
ardal á komandi sumri sem
munu gleðja yngsta fólkið á fs-
landi.
f Laugardal verður sirkus í
gangi og á Miklatúni Tívolí, þá
verður líka búið að kjósa til Al-
þingis og bjart yfir þjóðlífinu
eftir að lýkur þriggja ára óstjórn
vinstri flokkanna.
Fimmtudagur 17. mars:
Illugi Jökulsson, blaðamaður,
stjórnaði þætti í útvarpinu um
kvöldið sem fjallaði um þann
ógæfusama mann Donald Mac-
Lean sem ungur maður gerðist
njósnari fyrir Sovétríkin. Ferill
hans var ein hörmungarsaga.
hann var námsmaður í Cam-
bridge á þriðja áratugnum
ásamt Kim Philby, Guy Burgess
og Anthony Blunt sem einnig
gerðust agentar sovésku leyni-
þjónustunnar KGB:
Donald MacLean var góður
námsmaður, kominn af yfir-
stéttarfjölskyldu en hneigðist
snemma til þunglyndis, drykkju-
skapar og kommúnisma. Hann
gekk í utanríkisþjónustu Breta,
var í París er síðari heimsstyrj-
öldin hófst og eftir stríð í Wash-
ington þar sem hann komst yfir
upplýsingar varðandi kjarnorku-
leyndarmál og sendi austur til
Moskvu. Hann flúði til Rúss-
lands um það leyti sem upp
komst um njósnir hans, á 38 ára
afmælisdegi sínum um 1950, og
lést þar einn og yfirgefinn fyrir
um það bil þremur vikum og
hafði þá lengi verið algjört úr-
hrak. Þáttur Illuga Jökulssonar
varpaði skýru ljósi á feril Don-
ald MacLeans.
Föstudagur 18. mars:
Ég opnaði fyrir útvarpið
klukkan hálfellefu árdegis og
þulur kynnti næsta dagskrárlið,
„Það er svo margt að minnast á“.
Umsjónarmaður Torfi Jónsson.
Þátturinn var helgaður Sigurði
Nordal, heimspekingi og rithöf-
undi. Lesinn var kafli úr bók
hans „Fornar ástir" og ýmis
samtíningur og svo greinar um
Sigurð frá fyrri árum.
Nordal var merkur maður og
líklega einn gáfaðasti Islending-
urinn sem uppi hefur verið fyrr
og síðar. Hann skrifaði mikið um
ævina í blöð og tímarit og þekk-
ing hans á ýmsum málum var
mikil. Þættir Torfa Jónssonar
eru oftast vandaðir. Fyrr í vetur
hlustaði ég t.d. á þátt um Hall-
dór Laxness sem var eins og
þátturinn um Sigurð Nordal
fróðlegur og skemmtilegur.
Laugardagur 19. mars:
„Seðlar" (Dollars), bandarisk
bíómynd frá 1971, aðalhlutverk
Warren Beatty, Goldie Hawn og
Gert Frobe, kom á skjáinn
klukkan níu eftir kvöldfréttir og
auglýsingar. Öryggissérfræðing-
ur og vinkona hans skipuleggja
óvenjulegt rán úr bankahólfum
manna sem hafa auðgast á
glæpastarfsemi. Ég reyni yfir-
leitt að horfa á myndir þar sem
Goldie Hawn er í aðalhlutverki.
Stúlkan er myndarleg. Miðaldra
piparsveinar komast allir á
hreyfingu þegar hún brosir,
stúlkutetrið, og þegar mótleikar-
inn er Warren Betty, sem ég hef
lengi haft álit á sem góðum leik-
ara, þá er tekinn fram besti
stóllinn á heimilinu, sest fyrir
framan sjónvarpstækið og
slappað af. Ég varð fyrir von-
brigðum. Myndin er léleg og er
varla sæmileg afþreyingarmynd
hvað þá meira. Mikill eltinga-
leikur á bifreiðum er í lok mynd-
arinnar sem skapar svolitla
spennu um stund. Þegar honum
er lokið og parið hittist með þýf-
ið úr bankanum í hjólhýsi langt
frá þeim stað þar sem ránið var
framið og hoppar síðan uppí
rúm, þá er myndin búin og
áhorfendur anda léttar.
Sunnudagur 20. mars:
Dagurinn heilsaði með ný-
föllnum snjó og messu hjá
Hjálpræðishernum sem var út-
varpað fyrir hádegi. Söngvarar
og hljóðfæraleikarar á vegum
Hersins fluttu fagra tónlist og
fagran söng og Ingibjörg Jóns-
dóttir, brigader, predikaði. Það
er alltaf einhver stemmning í
kring um Hjálpræðisherinn og
mikið um að vera. Meðal fyrstu
bernskuminninga eru samkomur
sem Herinn gekkst fyrir á götu-
hornum við daufa ljósbirtu en
mikla innri gleði.
„Glugginn", þáttur um menn-
ingarmál og listir, hófst í sjón-
varpinu klukkan hálfníu síðdegis
að loknum fréttum og kynningu
á dagskrá næstu viku. Svein-
FEFMINGflFGJÖF
semfengur erí
Gjafabréf á eítt af tölvunámskeíðum
FRAMSÝN er í senn gagnleg gjöf og
gleðiefní. Áhugi ungs fólks á tölvum
og tækní þeím tengdum er þegar
vaknaður. Þau gera sér grein fVrir
því að tölvan á eftír að veíta þeim
ómældar ánægjustundír og jafn-
framt að aukin þekking á tölvum
tryggir stöðu þeírra í tæknivæddum
heimi_____________
FRAM
TÖLVUSKÓLI
TÖLVUNÁM ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐINNI
Tölvuskólinn FRAMSÝN, Síðumúla 27, Pósthólf 4390,124 Reykjavík, sími: 39566
Til sölu Grove 375 45 tonna cab vökvakrani með
152 feta lyftihæö. Aðalbóma 125 fet + 27 fet jib.
Kraninn er í mjög góðu ástandi.
Uppl. í síma 71347 eftir kl. 19.00.
Höfum fengið fallegt og gott úrval af
hinu viðurkennda og vinsæla þýska
MÖVE baðlíni. Handþurrkur (hand-
klæði), baðþurrkur, gestaþurrkur og
þvottapoka.
X
MÖVE
Þekkt fyrir mýkt, fall-
ega liti, munstur og
mikil gæði.
V
LAUGAVEGS APÖTEK
SNYRTIVÖRUDEILDIR
THORELLA mi
í LAUGAVEGS APÓTEKI, LAUGAVEG116
OG í „MIÐBÆ“ HÁALEITISBRAUT
______________________/