Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 29

Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 77 Guðmundur G. Hagalín björn I. Baldvinsson, umsjónar- maður þáttarins, kom víða við. Hann heimsótti Þjóðleikhúsið, ræddi við Svein Einarsson, Þjóð- leikhússtjóra um nýtt verk sem er að koma á fjalirnar, „Órest- eiu“ eftir gríska skáldið Eskýlos, og sýnd voru atriði úr leikritinu þar sem Arnar Jónsson var í hlutverki spáguðsins Appolon og Helga Bachmann og Hjalti Rögnvaldsson í minni hlutverk- um. Leiðtogi Jazzvakningar, félags jazzgeggjara, hinn kunni jass- áhugamaður Vernharður Linnet, var gestur Sveinbjarnar og sagði frá útgáfu á jazzplötu til minn- ingar um Gunnar heitinn Ormslev. Ég heyrði ekki betur en að Vernharður segði sögu jazzins í stuttu spjalli af svo mikilli Sveinbjörn I. Baldvinsson þekkingu að Múlinn má fara að vara sig. Leiðtogi jazzvakningar var líka byrjaður að safna jazzplötum um leið og hann gat lesið af bók, sjö eða átta ára. Sveinbjörn heimsótti nýja menningarmiðstöð í Breiðholt- inu. Hann tók tali Markús örn Antonsson, borgarfulltrúa, stjórnarformann menningar- miðstöðvarinnar, Elfu Björk Gunnarsdóttur, borgarbókavörð, og Elísabetu Þórisdóttur sem starfar við stofnunina. Ekki fór það framhjá sjónvarpsáhorfend- um að menningarmiðstöðin er glæsilegt hús. Starfsemi menn- ingarmiðstöðvarinnar er að hefj- ast með samsýningu sextán myndlistarmanna, leiksýningum og tónleikum og síðar mun Borg- arbókasafnið opna þar útibú. Sveinbjörn spjallaði við Egil Eðvarðsson og Snorra Þórisson um „Húsið", hina nýju íslensku kvikmynd sem verið er að sýna í Háskólabíói, og sýnd voru atriði úr myndinni. Þáttur Sveinbjarnar I. Bald- vinssonar var frábær. Vandaður og vel unninn og tók fyrir það helsta sem er að gerast í menn- ingarlífi og listum þessa dagana. Sveinbjörn opnaði Gluggann uppá gátt og leyfði okkur í rúm- an hálftíma að fylgjast með mik- illi grósku í listum og menning- arlífi. Rétt fyrir dagskrárlok í sjón- varpi eða um klukkan hálfellefu hófst fyrsti þáttur af fjórum um Biblíuna, „Að ljúka upp ritning- unurn". Séra Guðmundur Þor- steinsson, prestur í Árbæjar- sókn, fjallaði um biblíuna frá ýmsum hliðum og rætt var við Sigurbjörn Einarsson, fyrrver- andi biskup, um áhrif hennar hér á landi fyrr og nú. Biblían hefur að geyma andleg auðæfi sem mölur, ryð og jafnvel óða- verðbólga fá ei grandað og reglu- legur lestur Biblíunnar er til blessunar og styrks í daglegu amstri. Þessi fyrsti þáttur af fjórum var mjög fróðlegur. Sig- urbjörn Einarsson ræddi þýð- ingu Biblíunnar, boðskap hennar og sagði frá þeim góðu áhrifum sem lestur Biblíunnar hefur haft á hann. Var það ákaflega fróðleg og lifandi frásögn eins og við var að búast af jafn miklum gáfu- manni og Sigurbirni fyrrverandi biskup. Mánudagur 21. mars: „Móna“, ný bresk sjónvarps- kvikmynd, var á dagskrá sjón- varpsins klukkan tíu um kvöldið. Myndin lýsir vináttu einmana roskins liðsforingja úr fyrra stríði og unglingsstelpu. Stúlkan tekur að venja komur sínar á heimili liðsforingjans í sumar- bústað sem stendur ekki fjarri heimili stúlkunnar. Hún kveikir upp í arninum og þvær upp leir- tau í eldhúsi. í fyrstu er liðsfor- inginn beinlínis argur og leiður yfir heimsóknum stúlkunnar og heimtar að fá að vera einn. Þeg- ar hún byrjar að veita honum aðhlynningu í veikindum hans, þá breytist viðmót liðsforingjans og í lok myndarinnar þykir þeim innilega vænt hvoru um annað, stúlkunni og liðsforingjanum. Myndin er sérstæð og nokkuð óvenjuleg en litið verður úr ann- ars ágætum efnivið. Þriðjudagur 22. mars: Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður, varaformaður SÁÁ, og Guðjón Magnússon vara- landlæknir sátu fyrir svörum í þætti Ingva Hrafns Jónssonar og Halldórs Halldórssonar, „Á hraðbergi", í sjónvarpinu seint um kvöldið. Umræðuefni var fjársöfnun Samtaka áhuga- manna um áfengismál sem stefna að byggingu sjúkrastöðv- ar fyrir alkóhólista sem ljúka á í haust. Nokkur gagnrýni kom fram í þættinum á skipulag fjár- söfnunarinnar og þátt fyrirtæk- isins Frjáls framtaks í þeirri skipulagningu. ólík sjónarmið gerðu vart við sig og ekki er víst að öll sú gagnrýni sem fram kom eigi rétt á sér. Málefnið er brýnt og á skilið stuðning sem flestra. Barátta áhugafólks um áfeng- ismálin ' hefur vakið mikla at- hygli og félagsskapurinn hefur unnið kraftaverk í baráttunni gegn áfengisbölinu. Miðvikudagur 23. mars: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson var með þátt sem hann kallar „Lag og ljóð“ í útvarpi skömmu fyrir hádegi. Hann kynnti norska vísnatónlist með þjóð- lagatríóinu Simre sem hann sagði koma til Islands næsta haust. Norskur trúbador tók lag- ið, söng um lífið og tilveruna og síðar í þættinum sungu norskir þjóðlagasöngvarar norskan texta við þekkt íslenskt þjóðlag. Vísnatónlist er skemmtileg og þessi þáttur Aðalsteins Ásbergs var ágætur. Á meðan Dallas-hyskið var á -Uagskrá í sjónvarpsþættinum seint um kvöldið lá umferð niðri við Miklubrautina og svo hefur sjálfsagt verið víðar í Reykjavík. Fólk hópast að sjónvarpinu á meðan á útsendingu stendur, þannig er nú komið fyrir þjóð- inni sem á bæði Hallgrím Pét- ursson og Halldór Laxness. Dall- as höfðar til lægstu hvata mannskepnunnar. Flestar per- sónur í þessum framhalds- myndaflokki eru siðlaus úrhrök. J.R. er klepptækur, mannaum- inginn á verulega bágt. Ólafur Ormsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.