Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 36

Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 ffœ/IAfifl 13«? Unnrtftll Pf.»t Snnd.c.te Ég er búiiar cxt> vera. á slysaitanSssiof ~ unoi i aUar dag- Kor>ar\ min bKaut á sér 'nnefann." ... vinátta og kærleikur. Má ég kynna ykkur fyrir nýja Láttu ekki svona, þú mátt fá sætið rt^rarstjóra fyrirtækisins! við gluggann! HÖGNI HREKKVÍSI FAZOO HEIm/" Einkamál einræðisherra Skúli Magnússon, Keflavík, skrif- ar: „Hinn 5. mars sl. voru liðin 30 ár frá andláti Stalíns. Hefur þess verið minnst víða. Þorvaldur Þor- valdsson hélt erindi í útvarpinu mánudaginn 7. mars þar sem hann fjallaði um Stalín. Ekki varpaði það nýju ljósi yfir feril þess manns, sem hvað mestu ámæli hefur sætt í seinni tíð. En höfund- ur virtist hafa nokkurt dálæti á Stalín. Ekki er þó hægt að gera jafnfyrirferðarmiklum persónu- leika nokkur veruleg skil í stuttu erindi. Er ég hlýddi á erindið komu mér í hug ýmsar heimildir sem ég hafði rekist á um Stalín. Einkum þær sem fjölluðu um einkalíf og örlög seinni eiginkonu hans. Lengi voru uppi ýmsar skýringar á láti hennar. Ein kunnasta ævisaga Stalíns á ensku, er eftir Pólverjann Isaac Deutsher (f. 1907, d. 1967). Hann starfaði um tíma í pólska komm- únistaflokknum, en lenti í ónáð skömmu eftir að hreinsanir hófust 1932. Fluttist Deutscher þá til Lundúna og starfaði þar til dauða- dags. Hann skrifaði ýmislegt um Sovétríkin og málefni þeirra. Ennfremur ævisögu Trotskys. Ævisaga Stalína eftir Deutsch- er er fyrst og fremst pólitísk, og lítið er minnst á einkalíf hans. Þó minnist hann á dauða Nadíu seinni konu Stalíns, en að öðru leyti afgreiðir hann einkalíf ein- ræðisherrans á þá leið að það hafi verið tómt og innihaldslaust. Gunnar Benediktsson gaf út bókina „Bóndann í Kreml" 1946, og Sverrir Kristjánsson þýddi ævisögu Stalíns, sem út kom 1975. Er sú bók eftir enska kommúnist- ann J.T. Murphy. Báðar þessar bækur eru fyrst og fremst póli- tískar ævisögur og skrifaðar í anda persónudýrkunar. Þær verð- ur því að nota með nokkurri varúð. Árið 1967 kom út bók sem vakti heimsathygli. Það voru endur- minningar Svetlönu Allilujevu, dóttur Stalíns. Hún hafði sama ár yfirgefið ættland sitt og sest að í Bandaríkjunum. Er bókin í sendi- bréfsformi, og einkadóttir Stalíns gefur mjög eftirminnilega lýsingu á „föður Sovétríkjanna", frá öðru sjónarhorni en aðrir ævisöguritar- ar sem hafa verið undir áhrifum persónudýrkunar. Er auðséð að þar heldur kona á penna sem er mjög ritfær og hefur snemma tek- ið eftir þí sem gerist í kringum hana. Svetlana dregur ekki dul á skapbresti föður síns né reynir að afsaka misgerðir hans. Mest virð- ist henni vera í nöp við Bería, yfir- mann KGB. Telur hún hann einn aðalhugsuð margra þeirra óhæfu- verka sem framin voru í tíð föður hennar. Virðist hann hafa verið mjög illa þokkaður, jafnvel af tryggustu flokksmönnum. Móðir Svetlönu, Nadía Allilu- jeva, var kona alvörugefin en skynsöm og heiðarleg. Hún lagði stund á háskólanám. En Stalín var andstæða hennar: lítt mennt- aður, harður og kaldur og skeytti lítt um tilfinningar hennar er á leið sambúð þeirra. Þegar Nadía og Stalín hittust fyrst var Nadía mjög ung. Stalín var þá fullorðinn maður og marg- hertur í pólitískri baráttu. Árið 1923 hittust þau á ný i Moskvu og gerðist Nadía þá einkaritari hans. Þau giftust sama ár. Nadía var sú manngerð sem trúði á hugsjónir byltingarinnar; að hægt væri að leysa manninn úr viðjum þröng- sýni og lasta hins gamla samfé- lags og skapa nýtt samfélag, rétt- látara en hið fyrra. Þegar hún var skólastúlka hafði Stalín þannig orðið henni „fullkomin persónuleg ímynd hins nýja manns byltingar- innar". Svetlana segir: „Ég hygg að næmleiki hennar og innsæi hafi að lokum fært henni heim sanninn um að faðir minn var ekki hinn nýi maður, eins og hún á æskuárum sínum hugði hann vera, og þetta hafi orðið hræðileg og lamandi vonbrigði." (Bls. 113.) En Nadía fyrirfór sér með lítilli skamm- byssu haustið 1932 í íbúð þeirra í Kreml. Lýsir Svetlana þeim at- burði, en getur ekki neins eins sér- staks atviks sem leiddi til þessa verknaðar. En tilefnið þurfti ekki að vera mikið: Sálarlíf móður hennar var eldfimt í þeim svipt- ingum sem í hönd fóru. Nadíu var t.d. lítið um réttarhöld þau, sem hófust um þetta leyti, og hún gat ekki skilið af hverju nánir vinir og félagar skyldu bornir stórkostleg- um ásökunum um skemmdarverk og föðurlandssvik. Dauði Nadíu fór mjög leynt og alls kyns skýr- ingar voru á honum gefnar. í ís- lenskum blöðum frá haustinu 1932 er ekki að finna fréttaskeyti um dauða Nadíu. I bókinni „Réttlæti en ekki hefnd" (útg. í Rvík 1946), sem bandaríski blaðamaðurinn Rich- ard E. Lauterbach skrifaði á ferð- um sínum um Sovétríkin 1944—1945, segir á bls. 129: „Na- día dó 8. nóvember 1932. Trotský- istar breiddu það út að hún hefði dáið af eitri, en hún lést úr lífhimnu- bolgu. Enda þótt hún hefði botnlanga- köst vildi hún ekki ónáða eigin- mann sinn með því að segja hon- um frá því. Botnlangaskurður var ekki gerður fyrr um seinan." Á stríðsárunum var margt ritað um Rússa meðan á baráttu þeirra við Þjóðverja stóð. í Útvarpstíð- indum í janúar 1940 eru birtar tvær stuttar greinar sem bera yfirskriftina „Ástir Stalíns". Er frásögnin öll með mjög róman- tískum blæ eins og títt er að hjúpa um einkalíf frægs fólks. Auk þess virðist sumt í fyrri greininni eitt- hvað vera úr lagi gengið ef hún er borin saman við frásögn annarra rita, t.d. Svetlönu. En í þessari rein segir frá fyrri konu Stalins. hinni seinni er sagt frá kynnum þeirra Nadíu. Þar segir: „En sam- búð þeirra varð skömm, aðeins 10 ár. Nadía lést 1932. Dauðaorsökin var inflúensa.'* (Bls. 198—99.) Rlchard E. Lauterbach minnist á nokkrar konur sem Stalín var bendlaður við eftir dauða Nadíu. En Svetlana minnst ekki á þær. Getur Lauterbach m.a. Rósu Kag- anovits, systur Lasarz, sem var samstarfsmaður Stalíns í mið- stjórn kommúnistaflokksins. Á meðan þau voru í sambúð, Stalín og Nadía, sást hún lítt á almannafæri með honum. Hún var að sögn Svetlönu, lítið fyrir það gefin að láta bera á sér, gagnstætt ýmsum öðrum, sem notuðu sér að- stöðu sína sem forréttindaaðall nýs kerfis. Og aldrei síðar sást Stalín í fylgd kvenna opinberlega. Það átti hann sameiginlegt með starfsbróður sínum, Adolf Hitler. Lýsir þetta skapgerð þeirra að nokkru. Hitlar hafði t.d. þekkt Evu Braun árum saman, en hún sást aldrei með honum opinber- lega. En varðveittur er fjöldi ljósmynda af þeim, og eru margar þeirra teknar í bústað Hitlers í Ölpunum. Kjartan Ragnars lauk nýlega flutningi á ritgerð Marcusar Cic- eros „Um vináttu". í fyrra las hann upp í útvarpið ritgerð Cicer- Þegar skip er að farast er aldrei hugsað um hvar skipshöfnin er í pólitík Magnús Guðmundsson, Pat- reksfirði, skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég sendi þér örfá orð vegna greinar Kristins Snælands í dálkum þínum 10. mars. Þar ávítar hann mig fyrir kaup á fiskibolludós frá Noregi. Krist- inn virðist ekki hafa skilið skrif mín, og vil ég þess vegna gera hér frekari grein fyrir máli mínu, ekki síst ef fleiri kynnu að vera jafn skilningslausir og Kristinn. Ég keypti dósina sem sönnunargagn fyrir vitskertri stjórnsýslu í innflutningi stjórnvalda og sendi Velvak- anda dósina óupptekna til þess að sanna vitleysuna. Þar sem Kristinn tengir þessa ábendingu mína um fáránlegan innflutning pólitík, vil ég benda á að þegar skip er að farast er aldrei hugs- að um hvar skipshöfnin er í póli- tík, blá eða rauð. Það er hugsað um að bjarga henni og skipinu. Núna þegar þjóðarskútan er að sökkva í erlendri skuldasúpu, bjargar það ekki þjóðinni að leyfa innflutning á sams konar vörum og þjóðin framleiðir sjálf. Eg vil hér vitna í orð dr. Gunnars Thoroddsens úr ávarpi, sem hann flutti á degi iðnaðar- ins í Reykjavík 1977, en þá sagði hann. „Stefna ber að margvís- legum umbótum á aðstöðu iðn- aðarins." Ég spyr: Er það gert með innflutningi á fiski? Nei. „Nálægt þriðjungur lands- manna hefur atvinnu af iðnaði." Ég spyr: Er innflutningur sem þessi til bóta á stöðu iðnaðar- ins? Nei. og ennfremur segir dr. Gunnar: „Iðnaðurinn sparar gíf- urlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri." Ég spyr: Spörum við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.