Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 20
100 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Vidtal: Anders Hansen Fékk ungur áhuga á því sem gamalt var „Ég var ungur maður er ég fór að hafa áhuga á gömlum hlutum," segir Lúðvík, er talið berst að áhuga hans á þessum fræðum. „Ég ólst upp í Stykkishólmi," heldur hann áfram, „og kynntist þá mörgum mönnum er höfðu frá ýmsu að segja, (svo sem gömlum mönnum er þekktu til) um ára- báta og fiskveiðar á þeim. í upphafi skrifaði ég lítið niður af því sem ég fræddist um af þess- um gömlu mönnum í Stykkishólmi og víðar, en löngu síðar er ég fór að vinna að þessu verkefni nýtti ég þó þennan fróðleik. Þessir menn væru nú meira en aldargamlir, fæddir um 1870 til 1880 og jafnveí fyrr. Þeir kunnu því sjálfir góð skil á árabátunum og gömlum vinnubrögðum, og höfðu unnið með mönnum er mundu enn lengra aftur í tímann. Þá fór ég einnig sem ungur maður á skútu frá Patreksfirði, og kynntist þar enn mönnum er ég gat fræðst af, og einnig er ég fór sautján ára á enskan togara frá Hafnarfirði. Ég var á togurum ár- unum 1932 til 1936, og þar fór vit- ?,;i ftCvTW »:*/ iíífir u iþ* '■ I ft»w er aoiltnMti U9KWK >tn *erA * < iA> ;*ti v*5 «sk*v*5 Alrxf af ili ví*» •. »• tvm *ftsteyr. ■:%. hw.rt ain* btfíftíx rAfttít v»i mtuc.n t r itMkwfi-ut»(rtí'v- tckiot a f Áifnr •> k/xupt&jii þá vjAífwr wty* s>ðífl« i «*.»»««, ðf mca «9*» cf iteataði f.n v( vctytmiittniir b',vygv v«Vw*, íii, ic.naxtf^ flMwV- ?>*£>*«/ vwifl/jí wtóiir á 5 átaw, <« i tuxrnm vm þffir Itórfðífkt .,£»# iíyfcrt átíí jþA aÆ v«ía t.ffbikt flAv ohniÍAfi a Vmw tvm, caáa flvíwr ■■ iAoV’TM p* «*ii vcwA wrrAekkp* vumm"' t' /wflvfl., i*K', »> fléáfl Vf < •*. V'i'K l. m. Dsmi um myndskreytingar í bókinni, þar sem saman fer mikill fjöldi gamalla og nýrra Ijósmynda, og hundruð teikninga Bjarna Jónssonar listmilara og flórumynda Guðmundar P. Ólafssonar, líffræðings. — Biðar þessar síður eru úr I. bindi Sjivarhitta, fyrst (303) sjist Ijósmyndir er sýna gamlar tóbakspontur sem gerðar eru úr rekaviðar- brúnselju, og síðan er síða (301) sem gefur góða hugmynd um teikningar Bjarna; bræðingskúpa, soðningarfat og fiskspaði. Væri nánast tilgangslaust að byrja á verkinu núna — Rætt við Lúð- vík Kristjánsson rithöfund um hið mikla ritverk * hans, Islenska sjávarhætti Lúðvík Kristjinsson, rithöfundur. Myndina tók Sveinbjörn Sigurðs- Hið mikla ritverk Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti hefur hlotið einróma lof alþýðu manna jafnt sem fræðimanna og flestir eru sammála um að útkoma þess sé einn mesti hvalreki á fjörur áhugamanna um sögu og þjóðlegan fróðleik um langt skeið. Þegar eru komin út tvö bindi íslenskra sjávarhátta og hið þriðja er væntanlegt í haust, en alls er ráðgert að bindin verði fjögur. Hér er um grundvallarrit að ræða, þar sem það á sér ekki hliðstæðu hér á landi né heldur í nálægum löndum. Svo vel hefur höfundi tekist við verk sitt, að jafnt innlendir sem erlendir fræðimenn, er gefíð hafa verkinu umsagnir, slá því föstu að það hljóti að vera mikilvægur leiðarvísir og fyrirmynd öllum þeim, er síðar munu taka saman rit um hliðstæð eða sömu efni. Hér er ekki ætlunin að bæta við það hrós, sem þegar hefur birst um íslenska sjávarhætti, þess gerist ekki þörf, auk þess sem ritið talar sínu máli mun betur sjálft en nokkur hólgrein. Blaðamanni lék á hinn bóginn forvitni á að hitta Lúðvík að máli og fræðast um tildrög þess að hann tókst þetta verk á hendur og forvitnast um hvernig hann hefði að því unnið. Undirritaður lagði því leið sína suður í Hafnarfjörð og knúði dyra hjá Lúðvík, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni, frú Helgu Proppé, sem unnið hefur með honum að verkinu. anlega ekki hjá því að ég kynntist mörgum fróðum mönnum og það sem ekki var síður mikilvægt; mönnum sem voru alls staðar að af landinu. Eitt sumar var ég svo líka á vélbát frá Hrísey, og þar gafst mér tækifæri til að kynnast Norðlendingum. Á þessum árum er ég farinn að hripa ýmislegt niður hjá mér, og einnig mundi ég mikið af því sem mér var sagt, þótt ekki skrifaði ég allt niður jafn harðan. Skipulega vinnu að Sjávarháttunum var ég þó ekki byrjaður, það kom ekki fyrr en all miklu síðar.“ Réðst til Fiskifélagsins 1937 „Ég réðst til fiskifélagsins árið 1937 sem ritstjóri Ægis, og þá verða nokkrar breytingar á högum mínum í þá átt að ég átti hægara með að sinna þessum áhuga- málum. Ég kynntist mönnum vfðs vegar að af landinu er veittu mér margvíslegar upplýsingar, og einnig urðu kynni mln af Bjarna Sæmundssyni er þá var í stjórn Fiskifélagsins mér til mikils gagns. Bæði var að Bjarni var óhemju fróður um margt er að þessum fræðum laut, og svo ekki síður hitt, að óhætt er að segja að ekki dró hann úr mér að vinna að þessu verkefni." — Er það þá þegar árið 1937, sem þú tekur að vinna skipulega að íslenskum sjávarháttum? „Nei, ekki var það nú, en ég fékk eins og ég sagði fyrr betra tæki- færi til að sinna þessu eftir að ég tók við ritstjórn Ægis. Það var hins vegar ekki fyrr en 1942, sem ég fer fyrst út á land gagngert f þeim tilgangi að safna efni, og því má segja að þá hafi hin eiginlega vinna að verkinu hafist, þó margt hafi verið gert áður eins og ég hef rakið. Ég vil gjarna taka það fram, að þegar í upphafi var ég staðráðinn í að einskorða mig við árabáta- tímabilið, þó f upphafi gerði ég mér ekki alveg ijóst hve ýtarlega ég ætti að fara í þetta." Kynntist samtíðarmanni Gísla Konráðssonar — Þú gast þess að heimilda- menn þínir myndu nú vera komnir yfir hundrað ára aldur margir hverjir, ef þeir lifðu. Þessir menn hafa munað langt aftur og þekkt menn er okkur þykja fjarlægir í tíma? „Sem dæmi get ég nefnt, að 1942 fór ég tvívegis vestur í Flatey á Breiðafirði, en þar var þá Her- mann Jónsson, maður háaldraður. Hann hafði lengi stundað sjó og er einn margra mikilvægra heimild- amanna minna. Hann hafði verið samtíða Gísla Konráðssyni og mundi hann vel, enda var hann orðinn 21 árs er Gísli dó. Gísii Konráðsson var fæddur árið 1787, og hann lést 1877 í Flatey. og hafði þá búið þar frá 1852. Eftir Hermanni skráði ég mikið, enda var hann gagnfróður og minnugur, og tók við að skrifa sögu Flateyjar að Gísla látnum. Annað dæmi get ég nefnt af kynnum mínum við fólk er á þenn- an hátt tengdist fortíðinni. Þannig var að árið 1943 fór ég austur í Árnessýslu, þar sem ég komst í kynni við ýmsa menn. Meðal þeirra var Jón Jónsson f Norður- koti á Eyrarbakka, en hann var byrjaður að róa í Þorlákshöfn um 1870 og reri þar fjölda vertíða. Jón hafði sem barn kynnst Þuríði formanni, ólst nánast upp á hlað- inu hjá henni og mundi hana vel, enda orðinn níu ála er hún dó. Þuríður Einarsdóttir formaður var fædd á 18. öld eins og Gfsli, árið 1777, og hún lést ekki fyrr en 1863.“ Urðu fyrstir til að veiða á lóð í Eyjum „Um líkt leyti og ég var í Ár- nessýslu fór ég til Vestmannaeyja f nokkur skipti, og þar eins og víð- ar kynntist ég mörgum fróðum mönnum. Meðal þeirra voru Þorsteinn Jónsson í Laufási og Magnús Guðmundsson í Vestur- húsum, en þeir voru báðir á bátum er fyrstir veiddu á lóð í Eyjum, hinn 10. apríl 1897. — Magnús hafði verið á Austfjörðum og kynnst lóðaveiðum þar, en fyrr en þetta höfðu þær ekki verið stund- aðar í Vestmannaeyjum svo ör- uggt sé. En menn hafa verið að geta sér þess til að Énglendingar kunni að hafa komið þangað með þetta veiðarfæri á 16. öld. Sumarið 1945 fór ég um Vest- ur-Skaftafellssýslu, þar sem með- al heimildamanna minna voru Einar Finnbogason í Þórisholti er lengi var formaður á bátum, einn- ig Magnús Finnbogason bróðir hans og Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli. — Árið áður, 1944, fór ég allar götur frá Skaga að Tjörnesi, og þar naut ég meðal annars að- stoðar séra Helga Konráðssonar, en hann var þá prestur á Sauð- árkróki. Séra Helgi vísaði mér á ýmsa menn í Skagafirði er hann vissi að ég hefði gagn af að hitta, sem og prýðismenn í Siglufirði. Margt ágætra manna hitti ég að sjálfsögðu víðar á Norðurlandi, á Húsavík og víðar. Árið 1955 fór ég um Austfirði, um Austur-Skaftafellssýslu 1964, og 1966 og 1967 um Húnavatns- sýslur." — Og varstu alltaf einn í þess- um ferðum? „Nei, ekki var það. Bjarni Jóns- son listmálari hefur farið með mér á flest byggðasöfnin og unnið að teikningum í ritið síðan 1963. Hörður Ágústsson listmálari fór og með mér í nokkrar ferðir, eink- um um Vestfirði og Norðurland, en hann var þá við rannsóknir á gömlum húsum. Fjöldi manna hefur svo að sjálfsögðu verið með mér í lengri og skemmri ferðum." Búksorgir og önnur ritstörf — Hefur allt þitt starf miðast við það að vinna íslenska sjávar- hætti, eftir að þú hófst það verk, eða hefur þú unnið jafnframt að öðrum verkefnum? „Þetta verk hefur alltaf verið í huga mér meira og minna síðan ég byrjaði, en að sjálfsögðu hef ég unnið að fjölmörgu öðru um leið. Þegar ég fór til Flateyjar 1942 var það til dæmis meðfram í þeim til- gangi að kanna þar gögn er verið höfðu í eigu Framfarastofnunar- innar svonefndu um sjómennsku. Lítið var á þeim að græða í þá veru, en þetta varð á hinn bóginn rótin að því að ég fór að semja Vestlendinga, sem út komu i þremur bindum 1953 til 1960. Mörg fleiri hliðarspor hef ég stig- ið, svo sem er ég ritaði ævisögu Knut Zimsens og Þorláks ó. John- son, og réðu búksorgir þar mestu um. En ég var alltaf að safna, allt- af að ræða við menn, og þannig hélt ég áfram við Sjávarhættina um leið, þó með misjöfnum hraða væri.“ — Og þú hefur alltaf farið þá leið að ræða við menn augliti til auglitis, ekki sent út spurninga- lista eða bréf? „Ég hef sent út spurningalista, en hætti því fljótlega, því það gaf ekki eins góða raun og ef ég talaði sjálfur við menn. í slikum samtöl- um kom oft upp eitt og annað sem ég hefði alls ekki getað spurt um.“ — En hvað með prentaðar heimildir og handrit? „Ég fór fljótlega að kanna hvað væri til í prentuðum heimildum um þessi efni, og reyndist það vera mikið. Hin og þessi óprentuð handrit voru mér á hinn bóginn mun gagnlegri, og þar kom konan mín mér mjög til aðstoðar við leit- ina. Margt var lesið handrita, sem ekkert var á að græða, en einnig höfum við fundið margt mjög merkilegt í ýmsum handritum, bæði á söfnum og í einkaeign. Þá hef ég einnig farið utan í tengslum við þessar rannsóknir, fékk til dæmis styrk úr Vísinda- sjóði 1962, og fór þá til Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Fær- eyja. Sums staðar var að finna ýmsa gagnlega hluti, en um eigin- legt sjávarháttarit er leita mætti til, er ekki að ræða.“ Dagbók upp á 16.400 bls. í 58 bindum! — Þú nefndir handritin. Eru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.