Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 töluvert minni hér en annars staðar á Norðurlöndum „Eins og flestir eflaust vita er að umræðuefni á ráðstefnu stjórnmálaþátttaka kvenna hér á Jafnréttisráðs í febrúar si. Und- landi töluvert minni en annars anfarið ár hefur Esther safnað staðar á Norðurlöndunum,Jþrðtt upplýsingum um stjórnmálaþátt- fyrir að konur í þessum löndum töku kvenna hér á landi og verið fengu kosningarétt og kjörgengi þátttakandi í samnorrænu verk- á svipuðum tíma.“ — Petta segir efni um konur og stjórnmál á Esther Guðmundsdóttir, þjóðfé- Norðurlöndunum. Pað er Nor- lagsfræðingur og formaður Kven- ræna jafnréttisnefndin, sem veitt réttindafélags íslands, í upphafi hefur styrk til þessa verkefnis og samtals okkar, en umræðuefnið munu niðurstöðurnar koma út í er: „Hefur stjórnmálaþátttaka bók á þessu ári, en Jafnréttisráð kvenna á íslandi fylgt þeirri mun gefa út þær upplýsingar,_ þróun, sem orðið hefur á Norður- sem liggja fyrir um konur og löndunum. Petta sama gerði hún stjórnmál á íslandi._________ „Þátttaka kvenna í almennum kosningum er þó svlpuö á Noröur- löndunum," heldur Esther áfram. „Hér áöur fyrr kusu mun færri kon- ur en karlar, en konur hafa sótt á og nú er sáralítill munur á kosn- ingaþátttöku kynjanna. í forseta- kosningunum 1980 geröist þaö svo aö í fysta skipti hér á landi, aö fleiri konur en karlar kusu, en mis- munurinn er tæpt 1%.“ Er mlkill munur á þátttöku karla og kvenna í starfi stjórnmálaflokk- anna? „Þaö hefur veriö mjög erfitt aö fá upplýsingar um fjölda flokks- bundinna manna hér á landi og þaö sama gildir um nágrannalönd okkar. Þó er taliö, aö í flestum flokkum séu um 30—40% flokks- bundinna manna konur. Á árunum 1980—1981 fór fram könnun á vegum jafnréttisnefndar Reykja- víkur, þar sem meöal annars var spurt, hvort spuröur væri í stjórn- málafélagi og ef svo væri hversu marga fundi hann sækti á ári? Rúm 15% karla og kvenna sögðust vera í stjórnmálafélagi og rúm 6% karla sögöust sækja 4 fundi eöa fleiri á ári, en aöeins 2% kvenna. Samkvæmt þessari könnun er því allverulegur munur á stjórnmála- þátttöku karla og kvenna í Reykja- vík. Eftir því sem ég kemst næst eru konur í stjórnmálafélögum í Reykjavík frá 20—35% félags- manna. Ég hef athugað kynskiptingu innan flokkanna fjögurra á lands- fundum/flokksfundum, í miðstjórn og framkvæmdastjórn flokkanna. í Ijós kom, aö hlutfall kvenna er langhæst í Alþýöubandalaginu, en þar eru konur komnar í meirihluta Rætt við Esther Guð- mundsdóttur þjóðfé- lagsfræðing og for- mann Kvenréttindafé- lags Islands. Undanfar- ið hefur Esther safnað upplýsíngum um stjórnmálaþatttöku kvenna hér á landi og verlð þátttakandi í samnorrænu verkefni um konur og stjórnmál á Norðurlöndunum. í miðstjórn, og lægst hjá Fram- sóknarflokknum. Þá má geta þess í þessu sambandi, aö engin kona hefur gegnt formennsku í stjórn- málaflokki hér á landi og aöeins fjórar konur hafa gengt því emb- ætti á Noröurlöndunum og hafa þær allar veriö norskar." Nú jókst hlutur kvenna mjög í síöustu sveitarstjórnarkosningum eöa um 100%, hverju er þetta aö þakka, aö þínu áliti? „Þaö má ef til vill þakka þeirri umræöu, sem farlö hefur fram á undanförnum árum um jafnrétt- ismál, þá sérstaklega umræöunni um stööu kvenna í stjórnmálum, sem meöal annars leiddi til þess aö sérstakt kvennaframboð kom fram í Reykjavík og á Akureyri við síöustu sveitarstjórnarkosningar. Viö þetta vöknuöu gömlu flokkarn- ir af værum blundi og keþptust viö aö fá konur á framboöslista sína. Viö síöustu sveitarstjórnarkosn- ingar buöu 3,474 einstaklingar sig fram. Þar af voru 1067 konur eöa tæpt 31% af frambóöendunum og eru þaö V4 fleiri en í kosningunum 1978. Af öllum frambjóöendunum náðu rúm 15% þeirra kjöri, en aö- eins 8% kvenframbjóðenda og rúm 18% karlframbjóöenda. Þetta segir okkur þaö sem viö vitum fyrir, aö konur eru ekki eins ofar- lega á framboöslistum stjórnmála- flokkanna og karlar. Ef viö lítum nánar á úrslit sveit- arstjórnarkosninganna þá sjáum við aö konur eru orönar 12,5% sveitarstjórnarmanna, en voru áriö 1978 6,2% og áriö 1974 3,7%. í kaupstöðunum 22 eru nú rúm 19% bæjarstjórnarmanna konur. í kauptúnum eru þær 16%, en í öör- Daglegt íf Hildur Einarsdóttir um hrepþum ekki nema tæp 10%. Þaö virðist því vera auðveldara fyrir konur aö komast í bæjar- stjórn en hreppsnefnd." Hver er skýring þín á því? „Ein skýringin gæti veriö sú, aö þegar kosiö er í bæjarstjórn eru kosnir frá 7—21 maöur, — aöeins tveir hreppar kjósa 7 hreppsnefnd- armenn, en flestir kjósa 3 eöa 5, þetta sýnir aö þegar kjósa á marga er auðveldara fyrir konur að kom- ast aö, en þegar kjósa á fáa er oftast erfiöara fyrir konur aö hljóta kosningu.“ Ef viö snúum okkur að Alþingi, hver hefur þátttaka kvenna veriö þar? „Samtals 12 konur hafa veriö kosnar á Alþingi. Aðeins 4 þeirra hafa veriö kjördæmakjörnar, en 8 landskjörnar. Þær kjördæma- kjörnu hafa allar veriö úr Reykjavík og aöeins tvær landskjörnar hafa veriö úr kjördæmi utan Reykjavík- ur þ.e. úr Reykjaneskjördæmi og Vestfjarðakjördæmi. Sjö þessara kvenna hafa verið í Sjálfstæöis- flokknum, 2 í Alþýöubandalaglnu, 1 í Alþýðuflokki, 1 í Framsóknar- flokki og 1 úr Sosialistaflokknum. Þaö má geta þess, aö konur hafa sjaldan gegnt æöstu embættum þingsins eða ríkisins. Ragnhildur Helgadóttir er eina konan, sem gegnt hefur deildarforsetaembætti á Alþingi. Hún var forseti neöri deildar 1961—62 og 1974—78. Auöur Auöuns er eini kvenráð- herra okkar, en hún var dóms- og kirkjumálaráðherra frá október 1970 til júlí 1971.“ Hver er fjöldi kvenna á Alþingi íslendinga og á þjóðþingum ann- arra Noröurlanda? „Staöan er þannig nú aö í Sví- þjóö eru 28% þingmanna konur, í Noregi 26%, í Danmörku 24% og á fslandi voru konur 5% þingmanna á síöasta þingi. Á meöfylgjandi línuriti sést hver þróunin hefur ver- iö. Þar kemur í Ijós, aö verulegar breytingar veröa á 7. áratugnum og í byrjun þess áttunda og má rekja breytingarnar til vakningar kvenna víða um heim og tilkomu nýju kvennahreyfingarinnar." Hvaö er aö segja um þátttöku kvenna í sveitarstjórnum á Noröur- löndum? „Fjöldi kvenna í sveitastjórnum í þessum löndum hefur auklst. Og sums staðar hafa fariö fram skipu- lagöar aögeröir í löndunum, til aö hvetja fólk til að kjósa konur. Sem dæmi má taka, aö í Noregi voru kvennahreyfingarnar meö aðgeröir í sveitarstjórnarkosningum 1971. Voru útstrikanir notaöar á skipu- lagöan hátt og nöfn kvenna á framboðslistunum færö upp. Þetta varö til þess, aö konur náöu meiri- hluta í þremur bæjum, þar á meöal í Osló. Vöktu þessar aögerðir mikla athygli á sínum tíma og héldu karlarnir, aö nú myndu kon- ur taka viö stjórninni í landinu. En þegar upp var staöiö uröu konur í sveitarstjórnum í Noregi, eftir þessar kosningar, 15% en höföu áöur verið 9% af heildarfjölda sveitarstjórnarmanna." Hvernig er ástandiö, ef boriö er saman hlutur kvenna á framboðs- listum og svo hve margar konur komast á þing? „Við athugun hefur komiö í Ijós, að Flnnar hafa sama hlutfall á framboöslistum og á þingi og sama er aö segja um Dani. Norö- menn hafa hins vegar fleiri konur á framboðslistunum en komast á þing. Á íslandi eru langtum fleiri konur á framboöslistum en kom- ast á þing. Þetta sýnir enn skýrar en viö sveitarstjórnarkosningar, aö konur skipa ekki sæti ofarlega á framboöslistum stjórnmálaflokk- anna. Viö Alþingiskosningarnar 1979 voru konur V* frambjóöenda og finnst mér þaö gefa til kynna aö konur eru reiöubúnar aö gefa kost á sér í framboö og axla þá ábyrgö, sem fylgir starfi stjórnmálamanns- ins.“ i hvaöa sætum voru þessar kon- ur á framboöslistunum? „Á árunum 1974—79 varö aukning á fjölda kvenna, sem gáfu kost á sér á framboöslistum flokk- anna eins pg sést á töflu I: En eins og sést á töflu II veröur engin aukning á fjölda kvenna í aö- alsætum, en konum sem varaþing- mönnum fjölgar úr 15% í 24%. í uppfyllingarsæti, sem hvorki eru aöalsæti né varasæti fjölgar kon- um úr 20% í 29%. Eftir aö hafa kannaö þátttöku kvenna í stjórn- málaflokkum, í sveitarstjórnum og á Alþingi, tel ég mig sýna, aö stjórnmálaþátttaka kvenna hefur ekki aukist hér á landi í sama mæli og á öörum Noröurlöndum.“ Hverjar telur þú orsakirnar vera fyrir þessu? „Þaö er erfitt aö segja hverjar þær eru, því svo til engar rann-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.