Morgunblaðið - 15.04.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983
37
þar fengum viö okkur auövitaö
pasta, sem er einn af þjóöarréttum
ítala. Á þessum staö voru þrír
kappar í ítölskum búningum, sem
færöu sig milli boröa og sungu og
spiluöu á gítar, fiölu og mandolín
nokkur óskalög fyrir gestina. Við
vonuöum aö þeir kæmu ekki aö
boröinu til okkar, því þaö yröi svo
óþægilegt aö hafa þá starandi
ofan i diskana meöan viö værum
aö borða. En þeir komu og spuröu
hvaöa lag þeir ættu aö leika. Viö
þekktum lítt til ítalskrar dægur-
tónlistar og uröum því hálf vand-
ræðaleg en þá mundi ég eftir „O
sole mio“. Hvílík angurværö.
Kappinn söng eins og næturgalinn
í samnefndu ævintýri.
Daginn eftir var svo fariö í kata-
komburnar en þær eru grafhvelf-
ingar kristinna manna frá upphafi
kristninnar í Róm. Þessar grafir,
eru höggnar niöur í jöröina meö
handaflinu einu saman og ná fleiri
tugi metra undir yfirborö jaröar.
Hinir kristnu menn höföu þann
háttinn á, aö þeir hjuggu fyrst eina
hæö þar sem skiptust á þröngir
stígar. í vegg hverrar hæöar voru
svo grafnar holur þar sem hægt
var aö koma fyrir mannslíkama
sveipuöum laki. Þegar ein hæöin
var oröin of þröngsetín voru gerö
þrep niöur og grafin önnur hæö og
svo koll af kolli. Þessir grafreitir
eru sérkennilegt mannanna verk.
Taliö er aö 6 milljónir kristinna
manna hafi verið grafnir á þennan
hátt rétt utan viö Róm.
Grafhvelfingarnar eru lýstar upp
meö smá Ijóstýru hér og þar og
leiðsögumaður okkar varaöi viö
því aö menn drægju sig út úr
hópnum því það væri ekkert grtn
aö týnast í þessum köldu ranghöl-
um.
Þaö væri of langt mál aö rekja
hér sögu katakombanna í smáat-
riðum. Þó má geta þess aö Róm-
verjar á fyrstu dögum kristninnar
Basilica di San Pietro.
(Péturskirkjan.)
vissu af grafhvelfingunum og létu
þær afskiptalausar. Þaö var ekki
fyrr en löngu seinna sem grafhvelf-
ingarnar uröu fyrir árásum barbara
og rændu þeir grafirnar þeim verö-
mætum, sem haföi verið komiö
þar fyrir.
í fleiri hundruö ár gleymdust
þessar grafir. Þaö var ekki fyrr en
á miööldum aö einhver gamall
maöur var aö grafa í garöinum sín-
um og rakst þá á göng og þrep
sem leiddu hann beint inni í þetta
ríki dauöans.
En viö veröum aö fara fljótt yfir
sögu.
Þriöja og síöasta daginn í Róm
var ferðinni heitiö í Vatikaniö og
Péturskirkjuna. Um tvöleytiö vor-
um viö komin á Piazza de San
Pietro, sem er fyrir framan sjálfa
kirkjuna. Yfir höföum okkar
gnæföu 140 líkneski af helgum
mönnum. Viö flýttum okkur upp
þrepin aö kirkjunni, en hvaö var
þetta þaö var veriö aö loka henni.
Vonbrigöi.
Viö snerum okkur þá aö Vati-
kansafninu, en þar er aö finna ein-
stæö listaverk. Þaö er ógleyman-
legt aö ganga eftir Sístina-kapell-
unni og horfa á myndskreytingar
Michelangelos bæöi á veggjum og
í lofti. Sagt er aö Michelangelo hafi
legiö í fjögur og hálft ár á bakinu á
„stillansa", viö aö mála loftiö.
Einnig var stórfenglegt að fara í
málverkasafn Vatikansins og horfa
á freskur Rafaels. í Sistina-kapell-
unni má einnig sjá ævaforn hand-
rit, sum listilega myndskreytt og
þar eru líka teikningar Botticellis
viö bók Dantes „Divina Comedia“.
Um fimmleytiö vorum við komin
út úr safninu og gengum út á Pét-
urstorgið. Þar var mikill mannsöfn-
uður. Við spuröum hverju þaö
sætti. Var okkur sagt aö páfinn
væri væntanlegur til aö ávarpa
fjöldann eins og hann gerir venju-
lega síödegis á miövikudögum. Viö
flýttum okkur aö upphækkuöum
palli þar sem páfi átti aö halda
ræðuna. Þarna kynntumst viö am-
ertskum strák, sem var aö læra til
prests og útskýröi hann fyrir okkur
ýmsar venjur, sem ríktu þegar páf-
inn heldur ræöur sínar. — Allt í
einu flaug þyrla yfir. Sagði Amerík-
aninn aö þarna væri páfinn á ferö
en hann væri aö koma frá sveita-
setri sínu Castel Gandolfo en þar
dvelur hann á sumrin. Loks birtist
páfinn. Mannfjöldinn fagnaði hon-
um innilega. Hann fór um á bíl meö
palli og heilsaði fólkinu, en síöan
banatilræöi var gert viö hann hefur
veriö komiö fyrir skotheldu gleri í
kringum pallinn. Hann var um-
kringdur svissneskum lífvöröum
sínum sem eru í litskrúöugum bún-
ingum, sem sjálfur Michelangelo
hannaöi.
Eftir aö Jóhannes Páll II. haföi
heilsaö mannfjöldanum settist
hann í ræöustól. Þar ávarpaöi
hann fjöldann á hinum ýmsu
tungumálum því þarna var saman
komiö fólk hvaðanæva úr heimin-
um til aö njóta blessunar hans.
Þaö var athyglisvert aö fylgjast
meö mannfjöldanum. Þegar páfinn
birtist fyrst ruku allir upp til handa
og fóta og klifruöu upp á stóla sem
þarna voru til aö sjá betur. Meira
aö segja virðulegar nunnur, sem
voru fjölmennar geröu slíkt hiö
sama. Eftir aö páfinn var kominn í
ræöustól heföi mátt heyra saumnál
detta.
Þessi stund með páfanum og
fólki hans er okkur ógleymanleg.
Þaö var komiö aö kvöldi þessa
dags og við þurftum aö halda frá
Róm. Enda þótt viö heföum ekki
kastaö pening í Trevi-brunninn og
storkaö þannig örlögunum, þá
strengdum viö þess heit, aö koma
aftur til Rómar.
íþróttaráð LH
Dómaranámskeiö
A. fyrir veröandi dómara kl. 20.00 föstudaginn 15.
apríl og stendur fram á sunnudag
B. fyrir núverandi dómara kl. 13.00 laugardaginn
16. apríl.
Bæði námskeiðin verða í kjallara
Brúarlands.
Stjórnin.
Samtok um kvennalista halda opinn
ffund á Hótel Borg, laugardaginn 16.
april kl.
Fundarefni: Launamál
kvenna, stutt ávörp flytja
m.a.: Aöalheiöur Bjarnfreðs-
dóttir, Elin G. Ólafsdóttir,
Guörún Halldórsdóttir og
Lilja Ólafsdóttir.
15.00.
Almennar umræöur.
Fundarstjóri, Guörún Jóns-
dóttir.
Fjölmennum.
Samtök um kvennalista.
Viötalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í
Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl.
10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö að
^ notfæra sér viðtalstíma þessa.
Laugardaginn 16. apríl veröa til viðtals Ragnar
Júlíusson og Júlíus Hafstein.