Morgunblaðið - 15.04.1983, Page 22

Morgunblaðið - 15.04.1983, Page 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 Ást er... ö C\AX) ... að kveðja hann alltaf með kossi. TM Raa U.S. Pat Otf — aH rtgMs rasarvad •1983 Loa Angataa Tlmaa Syndlcata StarfsfólkiA getur ekki farið í fóta- bað í hádeginu. HÖGNI HREKKVÍSI „Músíkfantaru 8756—8679 skrifar: „Velvakandi. Eftir að popp, rokk og bítla- tónlist héldu innreið sína á vængjum hinnar undursamlegu og þróuðu rafeindatækni nútfm- ans, hafa þau undur gerzt að tæknin hefir smámsaman spunn- ið uppá sig og allsendis óvæntur ófögnuður af tröllauknu raf- magnsgargi hefir siglt í kjölfarið og hvolfst yfir grandalausan al- menning, þannig að flestar dansskemmtanir bæði fyrir eldri og yngri eru orðnar „diskóteks"- samkomur með yfirþyrmandi há- vaða, og fólk, sem vill eitthvað annað, stendur ráðþrota og getur ekki rönd við reist, né farið eitthvað annað þar sem ekki er ærandi hávaði. Fyrr á dögum þegar fólk vildi fara á „huggulegar" danssam- komur með þægilegu tónhæðar- stigi gat það farið óhult og ör- uggt fyrir þessum ófögnuði á al- menna dansleiki, hitt kunningja og talað við þá og skemmt sér við þægilega dansmúsik og átt ánægjulegar samræður við dans- dömuna sína um leið, því músik- inni var að öllum jafnaði stillt í hóf svo þetta var hægt. Yfir slík- um skemmtunum var glæsibrag- ur, sem ánægja fylgdi allajafna. Eftir hina á margan hátt dá- samlegu tæknibyltingu bregður aftur svo við, að allflestar danshljómsveitir eru farnar að útbúa sig hátalara-„batteríum“ og míkrófónadrasli svo líkist helzt stórskotaliðsútbúnaði og þær nánast „bombardera" mann- skapinn með svo geigvænlegum „músík“-drunum, að venjulegt þrumuveður er hreinn barna- leikur í þeim samanburði. Er glymjandinn almennt slíkur, að ekki heyrist mannsins mál, — og jafnvel ekki þótt reynt sé að hrópa eða jafnvel nánast öskra á náungann, — við sama borð. Og öll gamla rómantíkin er fokin út í veður og vind. Og ef einhver talar um betri tíma áður fyrr, þá hlustar enginn nú orðið á slíkt. Þeir, sem vanist hafa þess- um gauragangi, virðast jafnvel telja hina til þess hluta kyn- stofnsins, sem sé orðinn afdank- aður og hafi úrkynjast. Það kyn- lega er að jafnvel dansleikir eða samkundur, sem ætla mætti að væru með virðuleikablæ vegna sérstakra aðstæðna, hafa líka tekið svipmót af þessum ósköp- um og breyst oft og tíðum í að vera nánast skrípasamkomur sem auðkennast af allskonar fettum og brettum og fáránlegu látbragði, sem á að heita dans, — en er það engan veginn. — Virðu- legir borgarar og dömur sprikla og pata (tjútta) og fetta sig og bretta, svo að allur fyrri glæsi- bragur er horfinn út í buskann. — Og manni skilst að þetta flokkist víst undir „fjör“ eða „stuð“ skv. nútíma hugsunar- hætti, — það eru ærslin og há- vaðinn sem gilda, — annað er bara gamaldags og ekki móðins í hinni nýju tækni, samlagast ekki „hippa“-menningunni. Þetta gengur hins vegar svo fram af mér að ég get ekki lengur orða bundist. Mér gremst, að maður skuli þurfa að sæta þess- ari meðferð og ekki fá rönd við reist. Maður kaupir sig t.d. inn á fokdýrar árshátíðir í virðulegum félögum svona einu sinni á árinu og vonast eftir menningarsvip og kúltúr á samkundunni. — Og mikill hluti af háu verði fer víst í að greiða hinum mögnuðu mús- ikkempum, sem fást almennt ekki á neinum slikkprís. — En hvað fær maður? Jú, þeir eyði- leggja skemmtunina fyrir manni með hávaða. Þeir spila greinilega ekki fyrir „neytendur", þeir virð- ast bara spila fyrir sjálfa sig þessir makalausu músikgarpar, og gera útaf við alla skemmtun með þessum yfirþyrmandi og ruddalega hávaða. Allur „kúltúr" er horfinn út í hafsauga. Og end- irinn á oft góðri árshátíð með góðum ræðum og ánægjulegu skemmtiefni verður skapraun og fólk flýr burt heim til sín af svona skemmtunum og sér eftir bæði tímanum og peningunum, sem þetta kostaði og heitir því að fara aldrei aftur á svona „plast- ball“ með toppstilltum hátölur- um og dynjandi tröllaöskrum, sem á að heita söngur. — Þetta gengur svo langt að jaðrar við fantaskap. Virðist sem hæfileg nafngift á svona „fagmenn“ sé ekki músikantar heldur „músik- fantar" því svona nauðung getur vart flokkast undir neitt annað en að fólk sé haft undir með fantabrögðum. Með þessu eru líka oft falleg lög gerð að óskapn- aði og svona gauragangur er gjörsamlega óþarfur. Maður skil- ur einfaldlega ekki tilganginn. Ég vil hér mælast til þess að þeir danshljómsveitarmenn, sem selja þjónustu sína á almennum skemmtunum, gleymi því ekki að hlutverk þeirra er að vera til ánægju og skemmtunar, og að þeir hætti þeim hrapalega óvana, sem viðgengist hefir að ofseðja viðskiptamenn sína og valda þeim slíkri ógleði sem þeir oft gera nú. Tilætlunin og það sem vonast er eftir frá þeim er skemmtun og ánægja og það ætti að vera full ástæða til að menn hygðu að at- riði eins og vinsældum sínum og sýndu þá tillitssemi og menning- arviðleitni, sem við á. Til áréttingar vil ég taka fram að þessi skoðun er ekki mitt einkamál, því að ég veit um fjölda fólks sem hefir þessa sömu hvimleiðu sögu að segja og hefir eins og ég reynt að koma til leið- ar breytingum með fortölum við hljómsveitarmenn, en gjörsam- lega án nokkurs árangurs, — og stundum fengið afundin svör eða kannski verið bent á að hávaða- mælirinn standi undir sprengi- marki. Er ekki mál að betrumbæta menninguna og minnka gaura- ganginn og gargið? Vonandi er að meðlimir danshljómsveita sýni, að þeir séu ekki orðnir „heyrnarlausir" gagnvart óskum neytenda með eðlilegt hljóm- skyn, — og sem oft þurfa marga daga til að jafna sig eftir mis- þyrmingarnar af völdum hins yfirgengilega rafmagnsgnýs þessarar „hippa-menningar". Með þökk fyrir birtinguna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.