Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 10
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA? 42 LEIKHUS Þjóðleikhúsið: Óresteia í síöasta sinn Þrjár sýningar veröa á Línu langsokk eftir Astrid Lindgren nú um helgina, kl. 15 á föstudag, kl. 15 á laugardag og kl. 15 á sunnu- dag og er uppselt á allar sýn- ingarnar. Sýningin á laugardag er 40. sýningin á leikritinu og hafa nú yfir 20 þúsund áhorfendur séö Línu lyfta sér á kreik. Jómfrú Ragnheiður eftir Guö- mund Kamban veröur sýnd á föstudagskvöld og eru þá aöeins tvær sýningar eftir á þeirri upp- færslu, en Bríet Héöinsdóttir hlaut í vetur Menningarverölaun DV fyrir leikgerö sína og leikstjórn á ást- arsögu Ragnheiöar biskupsdóttur í Skálholti og Daöa Halldórssonar. Grasmaðkur, nýja leikritiö eftir Birgi Sigurðsson, var frumsýnt sl. fimmtudagskvöld og veröur önnur sýningin nú á laugardagskvöldiö. í leikritinu fáum viö aö sjá nærgöng- ula mynd af venjulegri fjölskyldu í Reykjavík okkar daga — og þó, getur þetta fólk talist venjulegt? Þaö er áhorfenda aö dæma um það. Leikstjóri er Brynja Bene- diktsdóttir, leikmynd og búninga gerir Ragnheiöur Jónsdóttir, lýs- ingu annast Árni Baldvinsson. Meö hlutverkin fara Margrét Guö- mundsdóttir, Gísli Alfreösson, Sig- uröur Sigurjónsson, Hjalti Rögn- valdsson, og Halldóra Geirharös- dóttir og María Dís Cilia skriptast á um aö leika unglingsdóttur á heim- ilinu. Óreateia eftir Æskýlos veröur sýnd í allra síöasta sinn á sunnu- dagskvöld. Þá gefst því síöasta tækifæri til aö sjá metnaöarfulla uppfærslu Þjóöleikhússins á einu merkasta leikverki allra tíma. SÝNINGAR Gallerí Gangurinn: Hollenskur myndlistarmað- ur sýnir Um þessar mundir sýnir hol- lenski myndlistarmaöurinn Pieter Holstein í gallerí Ganginum, Máva- hlíö 24. Pieter Holstein er víðkunn- ur fyrir myndir sínar og-hefur tvisv- ar áöur veriö meö einkasýningu á Islandi, þá í gallerí SÚM. Sýningin stendur til 20. apríl, og allar mynd- irnar eru til sölu. 20. apríl til 10. maí sýnir svo austurrískur myndl- istarmaöur, Dominik Steiger aö nafni, sem einnig er víöþekktur fyrir sína myndlist, og ritlist, meöal annars hefur hann unnið mikið meö Dieter Roth. Allar myndirnar á þessum sýningum eru til sölu. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 Leikfélag Reykjavíkur: 50. sýning á Hassinu ANNAÐ kvöld er 50. sýning á Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo, en Leikfélag Reykja- víkur hefur sýnt þennan vinsæla ærslaleik á miðnætursýningum í Austurbæjarbíói í allan vetur. Tæplega 22 þúsund manns hafa nú séð sýninguna. í stærstu hlutverkum eru Gísli Halldórs- son, sem leikur afann, Margrét Ólafsdóttir, sem leikur mömm- una en þau feðgin telja syninum á heimilinu, sem leikinn er af Emil Guðmundssyni trú um að þau séu farin að rækta og reykja hass í stórum stíl. I kvöld (föstudag) er 9. sýning á GUÐRÚNU, hinu nýja leikriti Þórunnar Sigurðardóttur, byggt á Laxdælasögu. Með hlutverk Guðrúnar, Bolla og Kjartans, fara Ragnheiður Arnardóttir, Harald G. Haralds og Jóhann Sigurðarson, en sex aðrir leikar- ar fara með öll önnur hlutverk. Höfundur er leikstjóri, tónlist, sem er töluverð í sýningunni, er eftir Jón Ásgeirsson og Messí- ana Tómasdóttir gerir leikmynd og búninga. Annað kvöld er Skilnaður Kjartans Ragnarssonar sýndur í Iðnó en nú eru aðeins eftir fáar sýningar á verkinu. Guðrún Asmundsdóttir leikur aðalhlut- verkið, konuna, sem verður fyrir því að maður hennar fer fyrir- varalaust fram á skilnað. Á sunnudagskvöld er Salka Valka eftir Halldór Laxness sýnd. Guðrún Gísladóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir leika Sölku og Sigurlínu, Jóhann Sigurðarson og Þorsteinn Gunn- arsson leika Arnald og Steinþór, Jón Sigurbjörnsson er Bogesen og með önnur stór hlutverk fara Sigríður Hagalin (Steinunn), Steindór Hjörleifsson (Guðm. kadett), Soffía Jakobsdóttir (Todda trunta), Gísli Rúnar Jónsson (Angantýr Bogesen) en alls koma 16 leikarar fram í sýn- ingunni. Leikmynd og búningar eru eftir Þórunni S. Þorgríms- dóttur, leikstjóri er Stefán Bald- ursson. Kjarvalsstaðir: Þrjár sýningar opnaðará morgun Þrjár sýningar veröa opnaöar á Kjarvalsstööum á morgun. í Aust- ursal sýnir Guömundur Björgvins- son málverk, í Austurforsal er sýn- ing á 55 Ijósmyndum eftir franska Ijósmyndarann Yves Petron, og í Vestursal sýnir Vilhjálmur Bergs- son málverk. Húsiö er opiö eins og venjulega, alla daga á milli 14 og 22. Háholt í Hafnarfirði: Sýningar Sigurðar Lúðvíkssonar aö Ijúka Sýningar Siguröar Lúövíkssonar íHáholti í Hafnarfiröi lýkur um helg- ina. Á sýningunni eru um 100 myndir. Opiö er í dag og um helg- ina á milli 14 og 22. TONLIST Menningarmiðstöðin við Gerðuberg: Nýtt jazzband með tónleika Næstkomandi sunnudagskvöld mun hljómsveitin b5 (flat five) leika í hinni nýju menningarmiöstöö Breiöhyltinga viö Geröuberg. b5 var stofnuö síöastliöiö haust og hefur æft reglulega síöan. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin leikur opinberlega, en í b5 eru fimm ungir menn, sem allir eru við nám eöa kennslu í tónlistarskóla FÍH. Vilhjálmur Guöjónsson er aöal- aflgjafi hljómsveitarinnar, en hann er yfirkennari Jazzdeildar FÍH- skólans. Hann leikur á gítar, tenór sax, altó sax og píanó. Siguröur Long leikur á alto sax og sopran sax. Ludvig Símonar leikur á vibra- fón og píanó. Bjarni Svein- björnsson leikur á bassa og Árni Áskelsson á trommur og þríhorn. Tónleikarnir á sunnudaginn hefjast kl. 20.30 og kostar 75 krónur inn. Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts: Vortónleikar á morgun Skólalúörasveit Árbæjar og Breiöholts heldur sina árlegu vor- tónleika í Breiöholtsskóla, laugar- daginn 16. apríl nk. Fram koma bæði yngri og eldri deildir sveitar- innar og veröa tónleíkarnir tvisvar um daginn, þeir fyrri kl. 13.30 og síöan kl. 17. Kaffiveitingar veröa milli tónleikanna. Stjórnandi lúöra- sveitarinnar er Ölafur L. Krist- jánsson. Karlakórinn Stefnir: Þrennir tónleik- ar á næstunni Karlakórinn Stefnir heldur þrenna vortónleika á næstunni. Fyrsti konsertinn veröur í Hlégaröi þann 19. apríl og hefst kl. 21. Ann- ar konsertinn veröur aö Fólkvangi í Kjós 22. apríl kl. 21, en sá þriöji og síöasti veröur í Hlégaröi, sunnudaginn 24. apríl kl. 15. Einsöngvarar meö kórnum eru Sigmundur Helgason og Helgi Ein- arsson. Undirleikari er Guöni Guö- mundsson, en stjórnandi kórsins er Lárus Sveinsson. íelenska óperan: Míkadó annað kvöld Ein sýning veröur á Míkadó, gamanóperettu þeirra Gilbert og Sullivan, um helgina. Sýningin veröur á morgun, laugardag, kl. 20 í Gamla Bíói. Sýningargestir eru beönir um aö athuga breyttan sýn- ingartíma. FERÐALOG Útivist: Ferö í Brennisteinsfjöll Sunnudaginn 17. apríl kl. 10.30 veröur ferö í Brennisteinsfjöll. Brennisteinsfjöll eru eldstöövar á Reykjanesskaga. í leiöinni veröa gömlu brennisteinsnámurnar skoöaöar og rústir mannvirkjanna þar, en þær eru heillegustu minjar sem til eru um brennisteinsnámu- gröft á öldinni sem leið. Þetta er 17 km leið og ekki erfiö ganga. Farar- stjóri er Einar Egilsson. Sama dag kl. 13 veröur önnur ferö, Ketilstíg- ur — Krísuvík. Brottför er frá BSÍ, bensínsölu. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Ekki þarf aö panta far. Ferðafélag íslands: Tvær nýjar dagsferðir Sunnudaginn 17. apríl veröa tvær dagsferðir, sem ekki hafa verið áöur á áætlun Feröafélags- ins, nýjungar sem vert er aö gefa gaum. Lagt veröur af staö í fyrri ferðina kl. 10 f.h., en þaö er gönguferö á Vöröufell á Skeiöum. Vöröufelliö er ekki hátt fjall, tæp- lega 400 m þar sem þaö er hæst og því auövelt uppgöngu. Ekiö veröur aö löu og gengiö þaöan á fjalliö, en komiö niöur hjá Fram- nesi. Seinni feröin er kl. 13, en þaö er söguferö um Flóann. Þeir sem aldrei hafa fariö nema þjóöveginn eiga eftir aö upþgötva aö Flóinn hefur margt aö bjóöa feröafólki. Fararstjórinn er úr Stokkseyrar- hrepp, Helgi Ivarsson, bóndi á Hól- um. Aö lokum er vert aö minna á sumardaginn fyrsta næsta fimmtu- dag, en þá er okkar heföbundna ferö á Esju kl. 10, en kl. 13 er gönguferö um Álfsnes. KVIKMYNDIR Hótel Loftleiðir: Kvikmyndasýn ing í tilefni af Lúthershátíð Föstudaginn 15. apríl nk. gengst Félagiö Ísland-DDR fyrir kvik- myndasýningu í ráðstefnusal Hót- els Loftleiöa, og hefst hún kl. 18. Sýning þessi er í tilefni 500 ára afmælis Marteins Lúthers, sem haldiö veröur hátíðlegt meö marg- víslegum hætti í Þýska alþýðulýö- veldinu í ár. Á dagskrá veröa tvær stuttar myndir. — Undirbúningur aö Lúthersári. — Kirkjur í Þýska alþýðulýðveld- inu. MÍR-salurínn: Sónata yfir vatninu Nk. sunnudag, 17. apríl, kl. 16, verður kvikmyndin „Sónata yfir vatninu" sýnd í MÍR-salnum, Lind- argötu 48. Myndin er fárra ára gömul, gerð í Riga i Lettlandi undir stjórn Varis Brasla og Gunars Tsil- inskís. Meö aöalhlutverkin fara auk Gunars þær Astrid Kajriska og Lil- ita Ozolina. Aögangur aö MÍR-salnum er ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.