Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1983 41 VEÐSKULDABRÉF Jón Jónsson Skipagötu 500 600 Akureyri 1111-1111 viðurkennir hér með að skulda handhafa bréfs þessa Kr 100.000 -eitthundraóþúsund 00/100- og skuldbmdur sig til að endurgreiða skuld þessa með f jórum afborgunum á tólf mánaða fresti i fyrsta skiþti 01.03.81 kr 25.000 hvert skiDti . . , .. í vexti af skuld þessan, eins og hún er á hverjum tima, greíðist 20 % -tuttugu ar nunaraoi- i ársvexti frá 01.03.1980 að telja og skulu vextirmr greiddir eftir á. i hinum somu gialddogum og afborganirnar Verði ekki staðið i skilum með greiðslu vaxta eða afborgana á réttum gialddogum, skal greiða hæstu lógleyfða dráttarvexti af vanskilaskuldmni Jafnframt er þá heimilt að fella alla skuldina i gialddaga fyrirvaralaust og án uppsagnar. Til tryggmgar skilvisri og skaðlausri greiðslu höfuðstóls og vaxta ofangreindrar skuldar. svo og til trygg- mgar greiðslu alls kostnaðar, sem af vanskilum skuldara kann að leiða og skuldara ber að greiða að skaðlausu. er skuldareiganda hér með veðsett Eignin er veðsett með HAGTÖLUR MÁNAÐARINS V>v Foxsv-T. 1« '"^ hrfur l>»« <”oS lánið sem minnst var á undir kafl- anum „útreikningur greiðslna". Eins og þar sést reyndist sam- tals greiðsla á öðrum gjalddaga lánsins vera kr. 27.669,00. Þar af nam afborgun án verðbóta kr. 10.000,00. Gjaldfallnir vextir og gjaldfallnar verðbætur á afborgun og vexti nema því kr. 17.669,00. Reiknaðir vextir af eftirstöðv- um án verðbóta (kr. 80.000,00) frá 1. mars 1982 til 31. desember 1982 reynast vera kr. 1.944,00. Vert er aö undirstrika hór að samkvæmt túlkun á núgildandi skattalögum er ekki heimilt að reikna upp vexti til frádráttar af verðbættum eftirstöðvum. Samtals vaxtagjöld til frádráttar á skattframtali 1983 vegna þessa láns nema þvi kr. 19.613,00. Uþpreiknaöar eftirstöövar vegna þessa láns eru hins vegar kr. 263.496,00, þar sem lánskjara- vísitala desembermánaðar 1982 reyndist vera 471 stig. Samtals skuld til frádráttar á skattframtali 1983 er því kr. 265.437,00 (kr. 263.495,55 + 1.944,45). Greiðslubyrði Þegar verötryggt lán er tekiö skiptir höfuömáli aö gera sér grein fyrir hversu mikiö þurfi aö greiða á hverjum tíma í afborgun og vexti og er þá gjarnan talaö um greiöslubyröi. Flestir afla aöeins tekna meö vinnu sinni og því eðli- legt aö meta greiöslubyröi sem hlutfall af launum hverju sinni. í fyrri greinum og á öörum vettvangi hefur veriö sýnt fram á aö laun haldi í takt viö vísitöluna þegar til lengra tíma er litiö. Þaö er því auö- veldast til aö átta sig á greiöslu- byröi aö miöa hverju sinni viö þann dag þegar lán er tekiö. Reikna þá út hver árleg afborgun er ásamt vöxtum og hvert hlutfall þaö sé af árslaunum. Þannig þarf ekki aö spá í hver veröbólguþróun veröi næstu árin og framreikna miöaö viö þaö og meö þeim hætti fá út stjarnfræðilegar tölur. Miöaö viö gefnar forsendur lækkar hlutfalliö þegar líöur á, því vextir eru reiknaðir af sífellt lægri höfuöstól aö raungildi. Dæmi: Ung hjón eru aö velta því fyrir sér aö taka 1 milljón króna verðtryggt lán til 10 ára meö 3% vöxtum á ári til kaupa á fasteign, en staðgreiösluverð hennar er einnig 1 milljón króna. Sameiginleg laun hjónanna á mánuði eru kr. 40.000. Greiðsla af láninu á fyrsta ári er því samtals kr. 130.000 (afborgun kr. 100.000 og vextir kr. 30.000) eöa sem nemur 3,25 mánaöar- launum hjónanna. Á síöasta ári er greiösla lánsins aftur á móti kr. 103.000 (afborgun kr. 100.000 og vextir kr. 3.000) eöa sem nemur 2,58 mánaöarlaunum hjónanna. Ungu hjónin eru því búin aö binda sig sem nemur 2,58 til 3,25 mánaðarlauna í afborganir og vexti næstu 10 árin. Þaö er síöan aö sjálfsögöu per- sónubundið hvaö hver og einn þol- ir í greiðslubyrði, því lifsmáti manna er mismunandi. Aöalatriöiö er þaö aö greiöslubyröin helst; meö töku verðtryggös láns hefur lántaki raunverulega ráöstafaö hluta launa sinna þann tíma sem lániö er til. Lán — til hvers? Ástæöur þær sem liggja til grundvallar töku verötryggöra lána eru æöi misjafnar. Sumir hugsa sér aö ráöstafa andviröi þeirra til fasteignakaupa, aðrir til bifreiöakaupa og enn aörir til sólarlandaferða, svo dæmi séu tekin. Þá eru þeir einnig til sem taka verötryggð lán einungis til þess aö græöa á gengisfellingum. Mörgum gleymist aö nú á gamli veröbólguhugsunarhátturinn ekki lengur viö — veröbólgan bjargar ekki lengur. Nú skiptir þaö höfuö- máli aö andviröi verötryggðra lána sé variö til einhvers sem heldur verögildi sínu. Því er varhugavert aö taka verötryggð lán til almennr- ar neyslu. Til frekari útskýringar skulu tek- in tvö dæmi: Dæmi A: Hugsum okkur aö viö höfum keypt japanska bifreið árg. 1979 fyrir 4 árum á nýkr. 44.000 og fjármagnaö kaupin aö öllu leyti meö verötryggöu láni. Sams konar ný bifreið í dag kostar kr. 212.000. Bifreiöin hefur því hækkaö í veröi sem nemur 381%. Verötryggða lániö sem tekið var fyrir 4 árum er aftur á móti komiö upp í kr. 270.000 með vöxtum eöa hefur hækkaö um 513%. i dag fengjum viö fyrir bílinn okkar sem viö keyptum fyrir 4 árum kr. 100.000 á borðið. Þaö hefur því kostað okkur aö- eins í fjármagnskostnaöi kr. 170.000 eða kr. 42.500 ó óri aö eiga bílinn í þessi 4 ár, fyrir utan allan venjulegan rekstrarkostnaö s.s. bensín, viöhald o.þ.h. Dæmi B: Hugsum okkur aö viö höfum keypt 4ra herbergja íbúö fyrir 4 árum á nýkr. 200.000 og fjármagnaö kaupin aö öllu leyti meö verötryggöu láni. Sams konar íbúö í dag kostar kr. 1.350.000. íbúöin hefur því hækkaö í veröi sem nemur 575%. Verötryggöa lániö sem tekiö var fyrir 4 árum er aftur á móti komið upp í kr. 1.225.000 meö vöxtum eöa hefur hækkaö um 512%. íbúöin hefur því hækkað nokkuð meira en lán- ið. 3 Lokaorð Hér að framan hefur veriö reynt aö varpa nokkru Ijósi á helstu breytingar á lánskjörum sem átt hafa sér staö hér á landi á undan- förnum árum og er þá átt við verö- tryggingu lána. Hvernig til hefur tekist er þitt, lesandi góöur, aö dæma um. Von okkar er þó sú aö þessi umfjöllun um verötryggingu í lánsviöskiptum megi veröa til þess aö kveikja umræöur og hvetja til umhugsunar um þessi mál. Ef þessi umfjöllun veröur til þess, þá er tilganginum náö. Því það er stad- revnd sem ekki er hægt að horfa framhjá, að öld verðtryggingarinnar er runnin upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.