Morgunblaðið - 15.04.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 15.04.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 49 fólk í fréttum Roger Moore og Sean Connery með nýjar James Bond-myndir -»- Leikararnir Roger Moore og Sean Connery eiga alla sína frægd að þakka einum manni, sem þó er ekki tii nema sem sögupersóna og heitir James Bond. Þeir hafa báðir ieikið hann í mðrgum myndum og þss vegna halda sumir, að þeir séu keppinautar og ekki alltof kært með þeim. Þaö er alrangt, þeir eru nefnilega bestu vinir. Roger Moore hefur nú lokið við að leika í James Bond- myndinni „Octopussy", sem tekin verður til sýninga á kom- anda sumri, og Sean Connery er einnig væntanlegur sem leyniþjónustumaöur nr. 007 í myndinni „Never Say Never Again“. Þá mynd átti líka að sýna í sumar, en nú hefur eitthvert babb komið í bátinn með höfundarréttinn þannig að James Bond- og Sean Conn- ery-aðdáendur verða að bíða eftir myndinni fram til jóla. Hvað sem þessu líður þá taka þeir Roger Moore og Sean Connery lífinu með ró enda stendur ekkert á greiösl- unum til þeirra. Þessi mynd var tekin af þeim á veitingastaö í London nú fyrir skömmu og er það haft fyrir satt, að þegar þeir eru saman tali þeir um allt milli himins og jarðar — nema mann að nafni James Bond. Roger Moore og Soan Connory oru mostu mátar f oinkalffinu. Bardot vill krvf ja hundinn + Brigitte Bardot er mikill dýra- vinur eins og kunnugt er og tek- ur oft upp á ýmsu skringilegu í því sambandi. Nú á hún t.d. f málaferlum vegna nýdauös hunds, sem hún átti, en hún vill láta grafa hundinn upp og kryfja til að ganga úr skugga um hvernig dauða hans bar aö höndum. Hún hefur það nefni- lega á tilfinningunni að hundin- um hafi verið byrlað eitur. í fyrrasumar höföaði Bardot mál á hendur blómasala, sem hún kæröi fyrir aö hafa misþyrmt ketti, og síðan hefur hún sætt ýmsum kárínum af hendi ókunn- ugs fólks, sem hefur veriö aö hringja til hennar og hóta henni hinu og þessu. Bardot grunar aö dauöi hundsins standi í sam- bandi viö þessar hótanir og vill því aö nákvæm rannsókn fari fram. Nýjar bókaskápa einingar f rá BAHUS __Steifen_ SMI Ol U VKCtI 6. 44Ö-44 - Vantar þig kápu eöa frakka Nú eru sumarvörurnar komnar. Léttar sumarkápur. Rykfrakkar. Regnfrakkar. Jakkar. Stæröir 34—46. Póstsendum. Sími 13300. lympi Laugavegi 26. SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN höfundur leiksins, heldur einnig stjórnandi og aðalleikari; ákærandinn og aftökusveitin. Og nú situr hann á Hima- laya og illviðrið er skollið á. Hann sér þá hina fyrir sér betur og áþreifanlegar en áður. Niðurlægða og ráðvillta. Og eins og þeir eigi ekki aðra ósk heitari en þá, að Stalín slái þá reiði sinni og meira en það; ekkert hæfir þeim nema þyngsta refsing. Minnist þess þegar Stalín sendi hann til Gorkís að dánarbeði Leníns, og þegar hann hringdi til aðalritarans að kvöldi 21. janúar 1924, sagði: Félagi Stalín, hann er allur! Það var þögn í símanum. Svo andaði Stalín léttar. Stalín tók að sér yfirstjórn útfararinnar. Hann þurfti að vera allt í öllu. Hann tók sér svipað nafn og Lenín, endingin hin sama: in, þ.e. HH. Þurfti jafnvel að kvænast konu með sama nafni og Krupskaya: Nadezhda; Nadya. Og Yagoda brosir með sjálfum sér. Lenín er dauður, Stalín lifi! Guð dauður! Hann hristir höfuðið. Eða þegar Trosky var að reyna að halda því fram, að Stalín hefði látið lyfjafræðinginn Yagoda eitra fyrir Lenín, það var einum of gróft. Og það var raunar rétt hjá Kamenev að heimta, að Trotsky yrði rekinn úr flokknum að Lenín látnum. En óhyggilegt þá. Og hugmyndir Zinovievs eru óhyggilegri, að vilja handtaka þennan dáða stofnanda Rauða hersins. En Stalín var varkár, þá eins og alltaf. Hann kunni öllum öðrum fremur að slá frá sér á réttum tíma. Og semja sér í hag. Þannig myndaði hann troikuna með Kamenev og Zinoviev eftir dauða Stalíns. Á réttum tíma, auðvitað. Með stuðningi Kíroffs, sem hann sendi síðar frá Bakú til Leningraðs, Zinoviev til höfuðs. Yagoda hlustar. Nú er enginn píanóleikur eins og þeg- ar fyrirrennari hans, Menzhinsky, réð ríkjum í þessu steingráa húsi. Þá bárust tónar Chopins og Griegs til fanganna í garðinum, rétt áður en þeir voru teknir af lífi. Síðasta kveðjan úr lífinu. Og tónarnir flugu eins og fuglar inn í eilífa þögnina í myrku ríki dauðans. Og Genrikh Yagoda minnist þess með söknuði, þegar Trotsky og Kamenev komu í heimsókn til Menzhinskys og hann settist við píanóið og lék söng Sólveigar, en Kamenev sagði: Þú endar með því að drepa okkur alla í kjallaranum hjá þér. En Menzhinsky svaraði, hneykslaður: Ef þið takið ekki höndum saman við félaga Stalín, ná kúlakkarn- ir völdum. Og heimsbyltingin rennur út í sandinn. Þá sagði Trotsky: En Stalín, hann er allur í hænsnabúum. Hann trúir ekki á heimsbyltinguna. Hún er forsenda alls. Yagoda sér Búkharin fyrir sér eins og strengjabrúðu. Heyrir óm af orðum hans eins og af gamalli grammó- fónplötu: Ég á ekki að hafa leyfi til að anda að mér sama lofti og félagi Stalín; eða Krestinsky — einn af nánustu samstarfsmönnum og beztu vinum Leníns — þegar hann segir sigri hrósandi fyrir réttinum: Ég hef unnið til þyngstu refsingar, ég hef svikið, ég hef svikið þjóðina, ég hef svikið flokkinn og ég hef svikið aðalritara flokksins, félaga Stalín. Stalín hryllir við, þegar hann heyrir að Krestinsky nefnir nafn hans: Það er eins og að fá skít í andlitið, segir hann. Eða þá Kamenev: Hér stend ég í skítnum með þunga glæpi gegn ríkinu á samvizkunni, segir hann, þegar Yagoda nær taki á honum nokkrum árum áður. Maður, sem týnt hefur flokki sínum á engan vin og kallar yfir sig fordæmingu fjölskyldu sinnar og vina. Er hægt að glata meiru en sjálfum sér? Þeir höfðu sagt Yagoda, að Stalín hefði hlegið eins og tröll, þegar hann heyrði þessi ummæli Kamenevs og sagt þeim að skila til hans, að hann hefði glatað meiru en sjálfum sér: því að nú hefur hann glatað mér! En þannig vitna þeir hver í kapp við annan. Búkharin segir: Við erum úrkynjaðir þrælar erlends valds, Kamen- ev: Ég bið um að ég verði skotinn þjóð okkar og foringja til vegs og dýrðar. Og Búkharin: Eg krefst þess, að mér verði fórnað á altari okkar miklu hugsjóna. Búkharin er eins og vofa af sjálfum sér. Þannig talar Stalín í gegnum þá alla, þó að varir hans hreyfist ekki. Hann þarf ekki annað en líta á þá, og ef hann lítur á þá, verða þeir að gjalti. Það er æðsta markmiðið að sjá með hans augum, FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.