Morgunblaðið - 27.04.1983, Page 1

Morgunblaðið - 27.04.1983, Page 1
fHnvgtitiltfiifrife Midvikudagur 27. apríl - Bls. 33-56 Jón í Sjólyst Létt í köllum á Bæjarbryggjunni, atvinnufískimennirnir í sparifötunum í helgarfríi, en frístundafískimennirnir eru nýkomnir aö landi med góóan afía. Á myndinni eru Gísli Sigmarsson, Haukur Guðjónsson, Ágúst Bergsson og Sigurjón Óskarsson. gt hjá trillukörlum Fedgarnir með góðan afla, Jóhannes Óskarsson, rafvirki, og sonur hans. Agnar Angantýsson, yfírlögregluþjónn, og Ragnar Helgason, varð- stjóri. Trillubátaútgerð er hin blómleg- asta hér í Eyjum eins og sjá má á því að í síðasta mánuði lögðu alls 26 trillur afla á land, rúmlega 67 tonn af úrvals físki. Voru veðurguðirnir þó trillusjómönnum frekar erfíðir í umgengni og ekki svo ýkja mörg útskotin. Nú undanfarna daga hefur ver- ið líflegt um að lítast á gömlu Bæjarbryggjunni og þar hefur ríkt skemmtileg stemmning þeg- ar trillukarlar hafa komið að landi með rótarafla, vænan og fallegan fisk, aflinn verið þetta frá tonni allt uppí 3 tonn. Þarna á Bæjarbryggjunni ríkir alveg sér- stakt andrúmsloft þegar vel afl- ast eins og nú að undanförnu og þarna er þá ávallt líflegt bryggju- spjall sjósóknara og landkrabba. Allmargir hafa það sem sitt að- alstarf að sækja sjóinn á trillu sinni, þetta eru þekktir trillu- karlar á borð við Sigga í Bæ, Jón í Sjólyst, Sjonna í Engey og Hilmar Ninon, sem nokkrir séu nefndir eins og í daglegu tali Eyj- abúa. En þeir eru öllu fleiri sem eru trillukarlar í frístundum, menn úr hinum ýmsu starfsstétt- um, bílstjórar, bankamenn, skrifstofumenn, lögreglumenn, rafvirkjar, læknar, kennarar o.fl. Menn sem að loknum venjulegum vinnudegi og um helgar halda til hafs á skak sér til hressingar og ánægju. Og þegar vel aflast skap- ast velþegnar aukatekjur. Sigurgeir Jónasson var mættur á Bæjarbryggjuna einu sinni sem oftar í blíðviðrinu sl. sunnudag og festi þá á filmu þessar stemmn- ingsmyndir. Siggi í Bae — hkj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.