Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
41
Kirkjuþing um frið og
afvopnun í Uppsölum
lega keppnisþjálfun annast í vetur
Valþór Þorgeirsson. Á undan hon-
um var Viðar Garðarsson við
þjálfun hér og hafa þeir ekið
hingað frá Akureyri tvisvar til
þrisvar í viku þegar veður og færi
gefur. Líklega höfum við lagt mun
minna í keppnisþjálfun en gert er
víðast annars staðar."
— Hver hefur verið þátttaka
Skíðafélagsins í skíðamótum á
vegum SKÍ og hvaða mót eru hald-
in á Dalvík?
„Um nokkurra ára skeið hefur
Skíðafélagið átt keppendur í flest-
um mótum á vegum SKÍ í alpa-
greinum. 8—13 keppendur hafa
tekið þátt í unglingamótum en
3—4 hafa keppt í flokkum fullorð-
inna og 2 kepptu í göngu í vetur í
unglingaflokkum. Við höfum hald-
ið hér að minnsta kosti 3 mót í
alpagreinum á vetri og 1 í göngu."
— Nú hafa verið haldin punkta-
mót á Dalvík. Hvernig er aðstaða
félagsins til að takast á við slík
verkefni og er ekki hörð keppni
um að fá að halda punktamót?
„Það hafa verið haldin hér 3
bikarmót í alpagreinum unglinga
með 100—140 keppendum, það
fyrsta árið 1979. Aðstaðan er nú
ekki að öllu leyti fullkomin, t.d. er
húsaskjól ekki nægt í fjallinu ef
eitthvað er að veðri. Timatöku-
tækin okkar hafa reynst okkur
erfið og því höfum við fengið lán-
uð tímatökutæki ásamt tímavörð-
um bæði frá Húsavík og Akureyri.
Einnig mætti nefna að aðstaða
hér á Dalvík er mjög bágborin til
móttöku svo stórra hópa sem þess-
ara. Hér vantar alveg gistiað-
stöðu. Ég hringdi t.d. á sl. vetri í
ritstóra tímarits, sem hafði verið
með kynningu á skíðastöðum á
landinu og kvartaði yfir því að
Dalvík væri ekki nefnd. Hann
sagði að sér hefði verið kunnugt
að á Dalvík væri aðstaða til skíða-
iðkunar en ekki fundist ástæða til
að nefna það þar sem sér væri líka
kunnugt að ekki væri á Dalvík að-
staða til móttöku ferðamanna."
— Hvernig er aðstaða til frek-
ari framkvæmda í Böggvisstaða-
fjalli og hver er ykkar framtíðar-
sýn?
„Það verður endalaust hægt að
halda áfram að byggja upp og
bæta aðstöðuna en það sem vantar
líklega mest núna er ný togbraut í
stað þeirrar eldri sem er of af-
kastalítil og erfið byrjendum. Þá
vantar betra og stærra hús í fjall-
ið og geymslu fyrir troðarann.
Ekki veit ég hvaða framkvæmdir
verður ráðist í næst eða hvenær
það verður."
Fréttaritarar
og hvernig er búið að ungu skíða-
fólki á Dalvík í dag?
„Æfingaaðstaða er mjög góð á
Dalvík til skíðaiðkunar, sérstak-
lega í alpagreinum og einnig til
gönguæfinga. Skíðabrekkurnar
eru mjög fjölbreyttar, þannig að
maður venst breytilegu landslagi,
sem er mjög nauðsynlegt þegar út
í keppni er komið. Hér eru haldin
félagsmót, þannig að krakkarnir
fá að spreyta sig. Svolítil vand-
ræði hafa verið að fá þjálfara
hingað fyrir þetta tímabil, en loks
tókst að fá Valþór til að þjálfa í
vetur og vonandi helst okkur á
honum næsta vetur líka.“
— Hvaða mót eru framundan
hjáþér?
„Eg tók þátt í íslandsmótinu á
ísafirði um páskana og árangur
þar var ekki samkvæmt því sem ég
átti að geta sýnt, þar var ég í 3ja
sæti í stórsvigi og eftir fyrri um-
ferð i sviginu var ég með besta
tímann en féll í síðari umferð.
Framundan er ferð hjá landslið-
inu út til Svíþjóðar og Finnlands
og keppni í Polar Cup og þar verða
sennilega bestu skíðamenn Norð-
urlanda fyrir utan Ingemar
Stenmark. I þessari ferð reyni ég
að bæta FlS-punktana sem er
mjög áríðandi til að fá betra rás-
númer eins og ég hef áður sagt.“
Við þökkum Daníel fyrir góð og
greinileg svör við spurningum
okkar og óskum honum velfarnað-
ar í svigbrautinni í framtíðinni.
Fréttaritarar
Nú stendur yfir í Uppsölum
kirkjuþingið um líf og frið, sem
höfuðbiskupar Norðurlanda bjóða
til, m.a. biskup íslands, herra Pét-
ur Sigurgeirsson, sem situr þingið
áfram frú sinni, segir í frétt frá
Biskupsstofu. Þingið er sögulegt,
þar sem fulltrúar allra meirihátt-
ar kirkjudeiida sækja það og hefur
slíkt ekki gerst í kirkjusögunni
síðustu aldirnar. Þingið sækja
m.a. nokkrir af kardínálum kaþ-
ólsku kirkjunnar sem hingað til
hefur tekið takmarkaðan þátt í al-
kirkjulegu samstarfi. Þátttakend-
ur koma frá öllum heimshlutum,
ríkum sem fátækum löndum, svo
og frá valdablokkunum í austri
sem vestri.
Þátttakendum sem boðið var,
eru um 150, en auk þess er mikill
fjöldi fjölmiðlamanna og annarra
áhugamanna, þannig að samtals
sækja um 600 manns þetta sögu-
lega þing.
Fjallað er um friðar- og afvopn-
unarmál með fyrirlestrum og um-
ræðum. Væntanlega verður sam-
þykkt ályktun sem allar kirkju-
deildir geta skrifað undir og verð-
ur send valdhöfum um að þeir taki
þegar að draga úr vígbúnaði.
Ennfremur er þess vænst að þing-
ið skapi sameiginlegan grundvöll
fyrir kirkjur heimsins í friðarbar-
áttu þeirra. Er því að vænta
Krabbameinsfélögin halda al-
mennan fræðslufund um brjósta-
krabbamein næstkomandi laugar-
dag, 30. apríl, í Reykjavík. Fundur-
inn verður í Átthagasal Hótel Sögu
og hefst kl. 13.30.
Þar flytur Sigurður Björnsson
læknir erindi um greiningu og
meðferð brjóstakrabbameins, Sig-
urður E. Þorvaldsson læknir talar
um skurðlækningar, brottnám
brjósts og uppbyggingu, og Ella
Bjarnason sjúkraþjálfari segir frá
endurhæfingu eftir skurðaðgerð.
Sérstakur gestur fundarins er
frú Else Lunde frá Norska
krabbameinsfélaginu. Mun hún
LEIKSMIÐJAN Ringulreið hóf
starfsemi sína í Menntaskólanum
við Hamrahlíð síðastliðið haust.
Fyrsta skrefið var einskonar nám-
skeið, þar sem hópurinn vann með
helstu undirstöðuatriði leikrænnar
tjáningar, radd- og líkamsþjálfun,
framsögn o.fl. Síðan voru þessir
þættir notaðir sem undirstaða í
skapandi starfi, þ.e.a.s. spuna.
í vetur hefur verið unnið út frá
ýmsum hugmyndum og ákveðin
„þemu“ tekin fyrir og þannig hef-
ur efnivið verið safnað í sarpinn.
Textar frá ýmsum skeiðum bók-
menntasögunnar, svo og frum-
samdir, hafa verið kannaðir og
krufnir og orðið veigamikill þátt-
ur í spunanum. Hópurinn hefur
verið með nokkrar uppákomur í
vetur, t.d. Draugasónötu í Norður-
kjallara í október, performance á
í SUMAR stendur til að malbika
eftirtaldar götur í Hafnarfirði:
Hrauntungu, Lækjarhvamm,
Fjóluhvamm, Fagrahvamm, Háa-
hvamm, Helluhraun, Hjallahraun
áframhalds á því alþjóðlega starfi
kirkjunnar er þinginu lýkur, sem
hefir margfallt meiri þunga en
hingað til þar sem nær allar
kirkjudeildir standa að baki því
nú.
Þinginu lýkur á sunnudag og
munu þátttakendur taka þátt í
guðsþjónustum á Norðurlöndum
þann dag. Pétur biskup mun pré-
dika við guðsþjónustu í Köbing í
Svíþjóð, en þar þjónar íslenskur
prestur, sr. Guðjón Guðjónsson.
Sænsku konungshjónin, Olof
Palme forsætisráðherra og fleiri
frammámenn Svía verða viðstadd-
ir þingið. Meðal boðinna þátt-
takenda má nefna Arns kardinála
frá Brasilíu, Pimen æðsta biskup
rússnesku kirkjunnar, helstu for-
ystumenn orþódox-kirkjunnar í
hinum ýmsu heimshlutum. For-
setar allra helstu kirkjudeildanna
í Bandaríkjunum eru í Uppsölum
og athygli vekur mikil þátttaka
kvenna, sérstaklega frá kaþólsku
kirkjunni í þriðja heiminum.
Forseti þingsins er Olaf Sundby,
erkibiskup Svía, og er það síðasta
meiriháttar embættisverk hans,
en nýr erkibiskup hefur verið
skipaður í Svíþjóð. Sundby átti
frumkvæðið að þinginu og fór þess
á leit við aðra höfuðbiskupa Norð-
urlanda að þeir ættu aðild að því
að bjóða til þingsins.
m.a. segja frá samtökum norskra
kvenna sem gengist hafa undir
brjóstaðgerðir, en þau eru hlið-
stæð „Samhjálp kvenna“ hér á
landi. Að erindunum loknum verð-
ur svarað fyrirspurnum.
Frú Else Lunde er hér á vegum
krabbameinssamtakanna og Sam-
hjálpar kvenna, sem hún hefur
stutt á ýmsan hátt. Hún er mörg-
um að góðu kunn frá því að hún
var hér fyrir sex árum, en þá flutti
hún mjög fróðlegt erindi á fjöl-
sóttum fundi í Norræna húsinu.
Fundurinn á Hótel Sögu á laug-
ardag er öllum opinn meðan hús-
rúm leyfir.
Þorravöku M.S. o.fl. Einnig tók
hópurinn þátt í götuleikhúsinu
mikla í miðbæ Reykjavíkur 25.
mars.
Nú er komið að lokaverkefni
vetrarins og lang viðamesta verki
hópsins fram að þessu, — sýning-
unni „Ætt í óðindælu". Þessi sýn-
ing er einskonar „sum sumarum"
af vinnu vetrarins og tekur heila
kvöldstund í flutningi. Leikendur
eru sjö, en leiðbeinandi og leik-
stjóri í vetur hefur verið Rúnar
Guðbrandsson.
Sýningar verða í Norðurkjallara
MH í kvöld, miðvikudag 27. apríl,
fimmtudag 28. apríl og föstudag
29. apríl og hefjast kl. 20.30. Að-
eins 40 áhorfendur komast á
hverja sýningu og húsinu verður
lokað strax og sýning hefst.
og hluta af Dalshrauni. Er hér
ýmist um að ræða nýlagnir eða
yfirlagnir. Tilboð hafa borist frá
þremur aðilum, Loftorku sf.,
Hegranesi hf. og Miðfelli hf.
Fræðslufundur um
brjóstakrabbamein
(Fréttatilkynning.)
Leiksmiðja í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð
(Frétuiilkynning.)
Hafnarfjörður:
Malbiksframkvæmdir í sumar
4x4
Félagsfundur í feröaklúbb 4x4 veröur haldinn
fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.30 aö Fríkirkjuvegi 11.
ERLENT NÁMSKEIÐ
Endurskoðun tölvukerfa
(Computer auditing)
Stjórnunarfélag íslands og Skýrslutæknifélag ís-
lands efna til námskeiðs um endurskoöun tölvu-
kerfa og verður það haldið í Ármúla 36, 3. hæð, 6.
maí nk. kl. 08.00—19.00.
i upphafi námskeiðsins veröur gerö
grein fyrir ýmsum grundvallarhug-
tökum á sviöi tölvufræða og endur-
skoöunar. Fjallað veröur um áhrif
tölvukerfis á bókhald fyrirtækja, að
hverju er stefnt með endurskoðun
tölvukerfa og hver sé ávinningur af
slíkri endurskoðun. Síðan verður
gerð grein fyrir hvernig endurskoð-
un tölvukerfa er almennt hagað og
hverjir eigi að framkvæma hana. í
lok námskeiðsins er fariö yfir raun-
dæmi um endurskoðun tölvukerfis.
Námskeið um sama efni var haldið
hér 1979 og 1981.
Námskeiðið er ætlað starfsmönnum tölvufyrirtækja
og tölvudeilda og ennfremur löggiltum endurskoð-
endum og innri endurskoðendum.
Leiðbeínandi á námskeiðinu verður Kevin R.
Batchelor, forstöðumaður áætlunardeildar Alex-
ander Grant & Co. í Bandaríkjunum.
Kavin Batchvlor
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í
síma 82930.
STJÓRNUNARFÉLAB
ÍSLANDS^H
StÐUMÚLA 23 SÍMI 82930
Norsk
>massiv<
furuhúsgögn
í sérflokki frá
BAHUS
nýkomin
qóóir qneiöaluakilmálan
Smiðjuvegi 6 Simi 44544