Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
„ EÍ9 Kef a.ld'ej sOcgt némom frú Jvi fyrr;
en ég miðcubi o. krókódiL '1
O
^A)
■ -. að liggja saman í leti og
njóta þess að vera til.
TM fteg. U.S. Pat. Oft —all rlqhts raserved
®1983 Loa Angatos TknOT Syndlcate
Sérðu ekki að ég er sofandi,
spurðu mömmu þína!
Með
mor^unkaffinu
Ég sæti ekki hér í leiðindum ef það
væri einhver annar. Það er öruggt!
HÖGNI HREKKVlSI
„Og nú hrópa þessir furðufuglar allir í kór: Álver, sem er svo ósvífið að afla þjóðinni stórtekna, jafnvel þótt það tapi,
skal aflagt. Þess í stað skal koma álver ríkisins, þar sem stórtap má telja öruggt, eins og allar ríkisreknar
verksmiðjur sýna þjóðinni nú svo skýrt sem verða má.“
„Okkar útvarp?“
Ingjaldur Tómasson skrifar:
„Enn þá einu sinni flyt ég þakk-
ir til Péturs Péturssonar fyrir
ágæta og upplífgandi tónlist í
morgunútvarpi, nú síðast laugar-
dag fyrir páska. Sú spurning hlýt-
ur að vakna, hvaða öfl innan
stjórnarliðs útvarpsins ráða því að
ýta ágætum útvarpsmanni út í
horn og taka í staðinn þrjá
starfsmenn er virðast í öngu
fremri þulunum, nema síður sé.
Fram hefur komið gagnrýni á
hina nýju stjórn morgunútvarps.
Áður verkalýðsforingi fyrir aust-
an hringdi og fann að hinum
miklu tónrokum, sem oft gysu upp
milli laga og talaðs máls. Svarað
var eitthvað á þá leið, að þessu
yrði alls ekki breytt, því að viss
stemmning þyrfti að vera í morg-
unútvarpi, sem aðeins þeir (út-
varpsmenn) hefðu vit á.
Árni Björnsson þjóðháttafræð-
ingur gat um þetta ásamt ýmissi
annarri réttmætri gagnrýni, bæði
á fjölmiðla og fjölmargt annað, í
ágætum fyrri hluta erindis í þætt-
inum Um daginn og veginn 31.
mars. Líka var talað um vitfirr-
ingslega hávaðamengun, sem vart
nokkurs staðar væri skjól fyrir,
úti eða inni.
í síðari hluta erindisins setti
Árni á fulla ferð á vinstra braut-
arsporið með því að lofa þá menn
og flokka upp í hástert, sem telja
það æðsta baráttumál sitt að loka
álverinu, sem dælt hefir í efna-
hagskerfi þjóðarinnar geysilegum
fjárhæðum allt frá opnun þess.
Það væri ekki úr vegi að spyrja
iínudansarana meðal komma og
vinstri manna, hvert væri orku-
verð nú, ef þeim hefði tekist að
rjúfa samstöðu og stuðning þjóð-
arinnar við viðreisnarstjórn og
stórvirkjanir. Og nú hrópa þessir
furðufuglar allir í kór: Álver, sem
er svo ósvífið að afla þjóðinni stór-
tekna, jafnvel þótt það stórtapi,
skal aflagt. Þess í stað skal koma
álver ríkisins, þar sem stórtap má
telja öruggt eins og allar ríkis-
reknar verksmiðjur sýna þjóðinni
nú svo skýrt sem verða má.
Segja má, að fréttaflutningur
útvarps og sjónvarps sé vægast
sagt vafasamur. í þætti Páls Heið-
ars var spurt um leiðinlegustu
frétt vikunnar. Svarað var, að hún
hefði verið sú, að nú væri mikil
rányrkja í gangi á íslensku fiski-
miðunum. Ekki fannst stjórnanda
taka því að segja eitt orð um þetta
alvarlega vandamál þjóðarinnar
nú. Frétt kom frá Kaupmanna-
höfn um að íbúar Kristjaníu hefðu
tekið sig saman um að reka þaðan
á brott eiturlyfjasölupakk. Hvorki
útvarp né sjónvarp hafa séð
ástæðu til að minnast einu orði
frekar á þetta. Svo er staglast á
sömu fréttunum vikum, mánuðum
og jafnvel árum saman, ef þær
snerta Víetnam, Nixon, Hitler. En
morðæði Stalíns, þrælavinnubúðir
og kvalavist ógnvekjandi fjölda
fólks, sem ekkert hefir til saka
unnið nema sýna stjórnvöldum
andstöðu, það heyrir undir
einusinnifréttir hjá fréttastjórn
„útvarpsins okkar".
Mörg hinna erlendu útvarps-
leikrita eiga illa heima í íslensku
andrúmi, en vægast sagt lítið er
ausið af þeim mikla þjóðlega sjó,
sem við eigum í þjóðsögum og
ævintýrum, svo að ekki sé minnst
á íslendingasögur, sem eru nú al-
gert bannorð hjá stofnuninni. Þar
er bruðlið í heiðurssæti, eins og
reyndar hjá flestum ríkisreknum
fyrirtækjum. Öll áhersla er lögð á
að koma sem flestum dyggum
vinstri mönnum á ríkisjötuna.
Er ekki kominn tími til að efna
til samtaka hér eins og gerðist hjá
fólkinu í Kristjaníu og sýna hin-
um slöppu og dáðlausu yfirvöld-
um, að hinn almenni íslenski borg-
ari lætur ekki lengur bjóða sér þá
óstjórn, sem hér ríkir nú á flestum
sviðum þjóðlífsins."
Heimurinn lifir af misgóð-
ar borgaralegar stjórnir
Húsmóðir skrifar:
„Svo til daglega berast frétt-
ir af árásum Suður-Víetnama á
Kampútseu og núna síðast á
flóttamannabúðir í Laos, þar
sem fyrir var vopnlaust fólk,
mest konur og börn, sem fíúið
höfðu kúgunina og harðréttið
hjá árásarmönnunum.
Þegar nú heimurinn veit af
hverju stríðið í Suður-Víetnam
var hafið, þá finnst manni að
timi sé kominn til þess að fólk-
ið, sem sveipaði sig friðar- og
réttlætisskikkjum, fari nú og
geri hreint fyrir sínum dyrum.
Þá verða þeir sem hæst göluðu
um manngæsku Ho Che Minhs,
átrúnaðargoðs Svíaveldis, að
byrja á því að biðja okur, sem
vildum frelsi Suður-Víetnama,
fyrirgefningar á blindum
átrúnaði sínum á útþenslu-
stefnu heimskommúnismans,
því að það var það eina, sem
fólst undir friðar- og réttlæt-
isdulum þeirra. Úlfurinn getur
ekki alltaf verið sveipaður
helgihjúpnum.
Sannleikurinn er sá, að
Suður-Víetnam var með bestu
lífskjörin í Austur-Asíu, ef
undan er skilið Taiwan. Rússar
vildu hins vegar fá flotahafnir
í Suður-Víetnam og kommún-
istarnir voru auðvitað reiðu-
búnir að framselja þjóð sína,
eins og þeir gerðu á sínum tíma
í Austur-Evrópu. Og vopnin
áttu Rússar eins og ævinlega
þegar vinna skal óhæfuverkin.
Þá er aldrei spurt um hversu
mikið böl fylgir. Suður-Víet-
namar báðu hinn frjálsa heim
um aðstoð og lengst héldu
Bandaríkjamenn út, en þá
sveik pressan og fjölmiðlar
margra landa og Suður-
Víetnam varð Rússum að bráð.
Núna eru þeir að slátra kon-
um og börnum þjóðar sinnar.
Enginn gleymir áróðrinum í
útvarinu hér. Það er stórfurðu-
legt hvernig fjölmiðlarnir
okkar mega haga sér, því að
afnotagjöldin koma þó frá lýð-
ræðisþjóð. Látlaust dynja á
manni fréttirnar af striðsátök-
unum, en þegar svo kommún-
istarnir, sem mest fá af vopn-
unum og stuðning frá morð-
sveitum Kastrós, eru orðnir
allsráðandi, þá hættir fróðleik-
urinn og íslenskur almenning-
ur fær aldrei að vita hvernig
fólkinu líður undir nýju vald-
höfunum. Var það almenningi
til góðs, sem kostað hafði mikil
stríðsátök? Það virðist ekki
skipta fréttamennina máli.
Allir ættu að vita, að þar sem
kommúnistar ráða, þar á al-
þýðan bara eina ósk, og hún er
sú að geta flúið.
Er ekki herstjórnin í Pól-
landi besta dæmið um blessun
kommúnismans? Það er komin
út skýrsla upp á 400 síður, þar
sem sést að pólska herstjórnin
fangelsar og pyntar vopnlausa
verkamenn, lista- og mennta-
menn, en berklar og hörgul-
sjúkdómar hrjá þjóðina eftir
40 ára kommúnistastjórn.
Þetta fékk þjóðin fyrir að láta
kommúnistana gefa Rússum
landið.
Heimurinn lifir af misgóðar
borgaralegar stjórnir og kosn-
ingarétturinn getur alltaf
bjargað. Kommúnisminn er
hins vegar búinn að sanna það,
að honum fylgir bara tortím-
ingin."