Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
Tölvur og fólkið
sem firamleiðir þær
Það eru ekki mörg ár síð-
an tölvur voru tröllstór tæki
sem aðeins sérfræðingar
kunnu tökin á. Nú er dag-
legt líf án tölvu næstum
óhugsandi og innan fárra
ára verðum við öll orðin
jafn fær um að tjónka við
tölvur og taka strætó.
Ótrúleg þróun tölvunnar úr
stærðarinnar skrímsli niður
í meðfærilegt vasatæki hef-
ur ekki tekið nema nokkra
áratugi en óteljandi vinnu-
stundir vísindamanna liggja
að sjálfsögðu að baki henn-
ar. Hröðust hefur þróunin
verið í Bandaríkjunum og
mest starf helgað tölvunni á
svæðinu í kringum Boston í
Massachusetts og í kring-
um Standford-háskólann í
Kaliforníu. Þar hafa alls
konar tölvufyrirtæki sprott-
ið upp eins og gorkúlur á
undanförnum árum og gef-
ið svæðinu nafn, en það er
nú almennt kallaö Silicon
Valley.
Mikil efnahagskreppa hrjáir
Bandaríkjamenn og gífurlegt at-
vinnuleysi ríkir í járn-, stál-, bíla-
og byggingariðnaði. Svartsýni og
vonleysi hefur víða gripið um sig,
sérstaklega þó í Norður- og Mið-
ríkjunum þar sem ástandið er ein-
na verst og bjartari dagar virðast
lengst undan. Tölvuiðnaðurinn í
Silicon Valley hefur ekki farið al-
veg varhluta af kreppunni en allt
annað andurúmsloft ríkir þar þó
en á öðrum iðnaðarsvæðum í land-
inu. Framtíðin blasir björt við
fyrirtækjum með ferskar hug-
myndir og finna má spennu sam-
keppninnar og ótakmarkaðra
möguleika í loftinu. Umhverfið er
líka öllu vinalegra í Silicon Valley
en á gömlu rótgrónu iðnaðarsvæð-
unum í Ohio og Pennsylvaniu.
Svæðið er um klukkutíma keyrslu
suður frá San Francisco. Veðurfar
er milt, loftið er hreint og stutt til
sjávar og skógivaxinna þjóðgarða.
Byggingar eru yfirleitt lágar og
vegakerfið hefur þótt gott. Þetta
ljúfa líf og landslag hefur dregið
að mjög fært fólk og annað í at-
vinnuleit enda fréttist nú af mikl-
um þrengslum í Silicon Valley og
ótrúlega háum lóðakostnaði.
Einn maður, Frederick Terman,
er ávallt nefndur sérstaklega þeg-
ar fjallað er um ástæðuna fyrir
því að Silicon Valley spratt upp í
kringum Stanford-háskólann.
Terman lést 82ja ára gamall
skömmu fyrir jól, en hann átti við
veikindi að stríða síðustu árin.
Hjúkrunarkona annaðist hann í
stóru einbýlishúsi á háskólasvæð-
inu og þar tók hann á móti blaða-
manni Morgunblaðsins í haust.
Hann var forseti verkfræðideildar
háskólans í fjölda ára og skrifaði
kennslubókina „Radio-Engineer-
ing“ sem var víða notuð. Hugmynd
Termans var sú að háskólinn ætti
að falast eftir rannsóknaverkefn-
um frá alríkisstjórninni í Wash-
ington og vinna í samstarfi við
einkafyrirtæki. Þannig fengi skól-
inn fjármagn og áhugaverð verk-
efni og auðveldara yrði að ráða
fyrsta flokks fólk sem yfirleitt
sóttist eftir störfum við bestu há-
skólana á austurströndinni. Á
stríðsárunum var Terman við
rannsóknarstörf á Harvard en
hann hrinti hugmyndum sínum í
framkvæmd í stríðslok og ekki leið
á löngu áður en Stanford var í
hópi 10 bestu háskóla í Bandaríkj-
unum.
Utvarps- og fjárskiptatækni var
ávallt eitt helsta áhugamál Ter-
mans. Hann kynntist vel tveimur
nemendum við Stanford á 4. ára-
tugnum, þeim Bill Hewlett og
Dave Packard, í gegnum þetta
áhugamál sitt. Þeir voru báðir
með fjarskiptadellu og dunduðu
sér við að setja saman og taka
sundur útvarpstæki í frístundum.
Þeir sóttu á endanum báðir tíma
hjá Terman og hann hvatt.i þá til
samstarfs og nota verkfræðikunn-
áttu sína til að stofna eigið fyrir-
tæki. Hewlett smíðaði lítinn
hljóðmæli á vísindastofunni í há-
skólanum árið 1938 og Terman
kom mælinum á framfæri við ITT,
Lífsstíllinn í Silicon Valley fellur fólki vel.
International Telephone and Tele-
graph, og hjálpaði þeim félögum
síðan við að smíða líkan af mælin-
um og senda sýnishorn til hugs-
anlegra kaupenda. Þetta kostaði
ekki mikið enda höfðu þeir Hew-
lett og Packard ekki efni á stór-
framkvæmdum á þessum tíma.
Þeir bjuggu í litlu húsi og unnu í
bílskúr á bak við og urðu himinlif-
andi þegar nokkrar pantanir
komu inn fyrir hljóðmælinum.
Fyrirtækið Hewlett-Packard var
stofnað 1939 og framleiðir nú alls
kyns mæla, tæki og tölvur, með
verksmiðjur og skrifstofur út um
allan heim og þeir Hewlett og
Packard eru í hópi ríkustu marg-
milljónera Bandaríkjanna.
Auðæfin virðast þó hafa haft
takmörkuð áhrif á Hewlett. Hann
er einkar eðlilegur og geðfelldur
maður sem hefur unað af fiðrild-
um og villiblómum og kann að
meta laxveiðar á íslandi. Skrif-
stofa hans í aðalbækistöðvum
fyrirtækisins, sem eru inni á Stan-
ford-háskólasvæðinu, er stór en
fyrirtækið sem er eitt af þekktari
fyrirtækjum Silicon Valley. Það
var formlega stofnað 1977 en
sumarið 1975 smíðuðu félagarnir
Steve Jobs og Steve Wozniak ein-
falda tölvu sem þeir kölluðu Apple
I. Þeir voru þá 21 og 26 ára. Jobs
er nú forstjóri fyrirtækisins en
Wozniak lifir af eignum eínum í
litium kastala uppi í hæðunum við
Silicon Valley. Apple IV, sem
einnig gengur undir nafninu Lísa,
er að koma á markaðinn um þess-
ar mundir og fyrirtækið blómastr-
ar. Blaðafulltrúi þess sagði að
stefnt væri að framleiðslu svo ein-
faldrar skrifstofu- og heimilis-
tölvu að almenningur myndi í
framtíðinni grípa jafn auðveld-
lega til hennar og kúlupenna.
Það var eftirtektarvert hversu
hljótt var á skrifstofum Hewlett-
Packard, Apple og annarra tölvu-
fyrirtækja. Lágt suð, samtalsklið-
ur og símhringingar var það eina
sem heyrðist og augljóst var að
ritvélar voru taldar til safngripa á
þessum stöðum. öllu meiri hávaði
Fred Terman (Lh.) hjálpaði Bill Hewlett (t.v.) og Dave Packard (sitjandi) aö
stofna fyrirtæki sem nú er milljónafyrirtæki.
ótrúlega látlaus. Hann og Packard
hafa komið daglegri stjórn fyrir-
tækisins yfir á herðar yngri
manns en eru þó alltaf með annan
fótinn á skrifstofunni. Hewlett
ólst upp í Palo Alto, borginni sem
Stanford er í, og sagðist ekki vilja
búa annars staðar þótt staðurinn
hefði breyst mikið.
„Bæði svæðið og iðnaðurinn
hafa breyst mikið síðan við byrj-
uðurn," sagði hann brosandi.
„Ekkert er lengur eins saklaust og
óspillt og í þá daga. Nú tekur
lengri tíma að komast ferða sinna
á svæðinu og við erum ekki lengur
svo einfaldir að hleypa stórum
hópum Japana með myndavélar á
maganum eftirlitslaust í gegnum
rannsóknastofurnar hjá okkur
eins og við gerðum á 7. áratugn-
um.“
Samkeppnin á tölvumarkaðnum
er geipihörð og óttast Bandaríkja-
menn Japani sérstaklega. Þeir
vilja forðast að eins fari fyrir
tölvuiðnaðinum og bílaiðnaðinum
og að verulegur hluti markaðarins
lendi í höndum Japana. Fréttir af
njósnum í fyrirtækjum hafa
heyrst og kærur um hugmynda-
stuldi liggja fyrir dómstólum. Ör-
yggiseftirlit er því mikið hjá
tölvufyrirtækjum og það var af og
frá að blaðamaður Morgunblaðs-
ins fengi að ráfa einn um Apple-
var í húsakynnum Chuck E.
Cheese’s Pizza Time Theatre. Þar
var verið að setja saman nýjan
tölvuvæddan músíkant fyrir
matstaði fyrirtækisins og rokk-
músik glumdi. Nolan Bushnell,
stofnandi og stjórnarformaður
fyrirtækisins, varð ríkur á að gera
fólki kleift að leika sér með tölvur.
Hann sá strax á námsárum sínum
í Salt Lake City í Utah seint á 7.
áratugnum að nemendur eyddu
jafn miklum tíma í að leika sér við
risastóra tölvu skólans og leggja
fyrir hana skólaverkefni. Nokkr-
um árum seinna eða 1972 stofnaði
hann fyrirtækið Atari í Silicon
Balley. Það framleiddi fyrstu leik-
ina sem komu á markaðinn og fólk
gat spilað á sjónvarpstækjunum
heima hjá sér eða fyrir smámynt á
skemmtistöðum. Kvikmyndafram-
leiðslufyrirtækið Warner Comm-
unications keypti Atari af Bushn-
ell fyrir formúgu 1978 og hann
sneri sér að Pizza Time Theatre.
Nolan Bushnell er tæplega fert-
ugur og vill gera heiminum sama
gagn og Walt Disney gerði. Hann
á afar annríkt við að selja hug-
myndir sínar og flýgur um heim-
inn í þeim tilgangi á einkaþotu
sinni. Á leiðinni yfir Atlantshafið
stoppar hann í Reykjavík, gistir á
Hótel Sögu, borðar í Naustinu og
litast um í Óðali. Pizza Time segir