Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 22
I Áfengi og íþróttir fara ekki Framkvæmdastjórn íþróttasam- bands Islands skrifar: „Vélvakandi. Bkki alls fyrir löngu kom i dálk- um þínum fyrirspurn frá gömlum íþróttaáhugamanni til íþróttasam- bands íslands og forsvarsmanna íþróttahreyfingarinnar hvort það væri í anda íþróttahreyfingarinnar að íslenskir íþróttamenn fagni íþróttasigri með vínneyslu. 1 tilefni þessa vill framkvæmda- stjórn ÍSÍ taka það fram, að hún telur slíkt atferli ekki hæfa íþrótt- saman um og ganga í berhögg við yfirlýsta stefnu íþróttasamtakanna, sem ávallt hefur skipað sér með þeim samtökum sem berjast gegn áfeng- isneyslu, enda er það eitt af kjör- orðum íþróttasambandsins að áfengi og íþróttir fari ekki saman. í samræmi við þessa stefnu sína skrifaði framkvæmdastjórn öllum sambandsaðilum sínum umburð- arbréf fyrir all nokkru, þar sem því var beint til þeirra, að hlutast til um að hamlað verði gegn þeim ósið að fagna sigri með víndrykkju." Skák er íþrótt Ólafur Þorsteinsson skrifar: „Góði Velvakandi. f hverri viku ver sjónvarpið svo og svo miklum tíma í að sýna íþróttir, hvers kyns hópíþróttir, boltaleiki, einstaklingskeppni, fim- leika og glímu, auk ýmiss konar áfloga sem ég man ekki einu sinni hvað kölluð eru. En skákíþróttin Guðmundur Sigurjónsson sést aldrei á skerminum, eða svo að segja aldrei. Það þarf ekki að kvarta undan því, að ekki sé haldið nóg af tafl- mótum bæði hér innan lands og einnig erlendis. Það er bara eins og þau komi sjónvarpinu ekkert við. Þó eigum við fslendingar fjöl- menna sveit ágætra skákmanna, þar af tvo stórmeistara, sem gert hafa garðinn frægan erlendis og eru þekktir í skákheiminum. Annar þeirra var meira að segja forseti Alþjóða skáksambandsins. Hvenær höfum við átt sambærilega af- reksmenn í öðrum íþróttagreinum? Ég skora á dagskrástjóra sjón- varpsins að gefa skýringu á því, hvers vegna skákinni er sinnt svo lítið sem raun ber vitni í stofnun hans. T.d. mætti sýna frá skákmót- um og sjónvarpa völdum skákum með viðeigandi skýringum kunn- áttumanna. Skák er íþrótt." Mjöll Hólm og Anna Vilhjálms taka lagið á rokkhátíð í Broadway. Rokkhátíðin í Broadway: Illa farið með sjónvarpsefni R.P. skrifar: „Ég er búin að fara í allnokkur skipti á rokkskemmtanirnar sem haldnar hafa verið i Broadway að undanförnu og skemmt mér hreint konunglega, enda mikið fjör og mikil stemmning í öll skiptin. Þess vegna fannst mér það mik- il hremming að horfa upp á í kosn- ingasjónvarpinu, hvernig hægt var að fletja út og raunar eyði- leggja þetta annars ágæta sjón- varpsefni, t.d. með því að slíta það að mestu úr samhengi við áhorf- endur, sem þarna voru virkir þátttakendur, þ.e. skemmtu sér í þess orðsins fyllstu merkingu. Og þó ekki síður með hinu, sem mér fannst jaðra við dónaskap, að þagga niður í söngvurunum í miðju lagi til þess að koma með kosningatölur. Þarna fannst mér illa farið með góða skemmti- krafta. Mig langar til að biðja sjón- varpsmenn að gera bragarbót, sýna rokkhátíðina í heild og gleyma þá ekki fólkinu, sem var á staðnum. Það setti ekki minnstan svip á hátíðina. Njarðvíkur: Því miður ekki það eina sem fengið hefur nafnbreytingu Guðmundur A. Finnbogason skrifar: „Velvakandi góður, heill og sæll. Gjörðu svo vel að meðtaka og birta eftirfarandi, ef pláss og passlegheit leyfa. Föstudaginn 8. apríl sl. var með- al annars efnis í dálkum þínum fyrirspurn frá Einari Erni Thor- lacius. Hún var: „Hvað heitir Njarðvíkurkaupstaður?" Mér þótti þetta góð spurning og orð í tíma töluð, þegar allt er á fullu eins og sagt er og ekki hvað síst í því að breyta því sem best hefur staðið um aldaraðir, í svo kallað nútíma- form, ef það gæti þjónað betur fínheitum og flæðimenningu nú- tímans. Njarðvík heitir sjóvíkin er skerst inní landið úr suðvestan- verðum Faxaflóanum, frá norð- austri til suðvesturs að svokölluð- um Njarðvíkurfitjum. Að utan- verðu myndast víkin vestanmegin frá Klapparnefi í Ytra-Njarðvík- urhverfi, að austanverðu frá Há- kotstöngum í Innra-Njarðvíkur- hverfi. Full vissa er fyrir búsetu í Innrahverfinu fyrir 710 til 720 ár- um, samanber Máldaga kirkjunn- ar í Innri-Njarðvík frá 1269 og er talið, að vegna eigna og stöðu kirkjunnar, að hún gæti verið mikið eldri, eflaust 100 árum. Ytra-Njarðvíkurhverfið mun hafa byggst nokkuð löngu seinna og ekki mun þar hafa verið komin byggð um 1300 — sennilega byggt þar fyrst síðla 14. aldar. Lítið er vitað um búendur í báðum hverf- unum fyrr en á 16. og 17. öld. Tvö voru höfuðbýlin sitt hvorum meg- in víkurinnar. Hétu þau bæði Njarðvík, Innri-Njarðvík að aust- an verðu, Ytri-Njarðvík að vestan- verðu. Voru þau býli með tilheyr- andi hjáleigum, einatt skilgreind með sínum réttum heitum, Ytri- Njarðvík og Innri-Njarðvík. Það má sjá svart á hvítu í skrifum æðstu manna landsins, bæði á ver- aldlegu og andlegu valdsviði frá fyrri öldum. Má þar til nefna visi- tasíu Jóns Vídalíns, Þórðar Þor- lákssonar, Ólafs Gíslasonar Skálholtsbiskups, er allir vísiter- uðu kirkjuna í Innri-Njarðvík, hver á sínum tima, frá seinni hluta 17. aldar og fyrri hluta þeirrar 18. Nokkrar hjáléigur til- heyrðu hvoru höfuðbýlinu. Hétu þau ýmsum nöfnum, t.d. Bolafótur (Baulufótur) hjáleiga frá Ytri- Njarðvík, þar sem séra Hallgrím- ur Pétursson bjó á árunum 1637—1644, þar til hann varð prestur á Hvalsnesi. Mun séra Hallgrímur vera sá allra merkasti maður er átt hefur heima i Njarð- víkurbyggðarlögum. Þá má og nefna nöfn ýmissa þeirra merku og flestra landsþekktu manna er fæðst hafa í Njarðvíkum og sumir hverjir búið þar og byggt sér minningaland með gáfum og gagnsömum störfum fyrir land og lýð heima og heiman. Þar má til- nefna ólaf Gíslason biskup í Skálholti, er fæddur var í Ytri- Njarðvík (býlinu) 1691 og svo stórbóndann og sveitahöfðingjann Jón Sighvatsson bónda í Höskuld- arkoti, er þar bjó á árunum 1795 til æviloka 1841. Og í Innra- Njarðvíkurhverfi þá feðga Jón Guðmundur A. Finnbogason Halldórsson og Þorkel son hans, er báðir voru bændur, lögréttu- menn og kirkjuhaldarar og Jón Þorkelsson Skálholtsrektor er fæddur var á býli þeirra Innri- Njarðvík 1697. Þeir feðgar áttu sína ævidaga í Innri-Njarðvík, hver sitt tímabil á árunum 1666 fram til 1707 — 1710. Og ekki má gleyma frá þessum árum hjáleig- unni Bræðrakoti, er var hjáleiga frá Innri-Njarðvík, spölkorn frá heimbýlinu, þar sem hann Hólm- fastur Guðmundsson bjó með Sól- veigu Sigurðardóttur, konu sinni, og Þorsteini, syni þeirra hjóna, í skjóli Þorkels Jónssonar lögréttu- manns, vinar síns, eftir að hann var húðlaminn á Brunnastöðum. Fékk býlið nafn af Hólmfasti og hét Hólmfastskot eftir það. Þá má og nefna frændur þeirra Innri-Njarðvíkurfeðga, Svein- björn Egilsson rektor og skáld, er fæddur var í Innri-Njarðvík og sleit þar barnsskónum, sem og Jón Thorkeli frændi hans, svo og inn- fæddir þar, Egill ríki, faðir Sveinbjarnar, og Ásbjörn bróðir hans, báðir stórbændur á sinni tíð frá 1770-1780 til 1808 og 1819. Ýmsa fleiri mætti nefna er síðar komu við sögu úr Njarðvíkum. Nær sú tíð ekki nær en frá er sagt. Það mætti segja, að mest af því sem hér hefur verið sagt frá, komi lítið við spurningu Einars Arnar Thorlacíusar. Því er til að svara, að þessir upptöldu merku fortíð- armenn áttu allir heima í Njarð- víkum, sumir í Ytra-Njarðvík- urhverfi aðrir í Innra-Njarðvík- urhverfi. Eins og fyrr segir, er víkin ein sem Njarðvík heitir, en fleiri eru þær víkurnar sem til eru í landar- eign Njarðvíkinga, Kirkjuvík milli Þórukots í Ytra-hverfinu og Stekkjarhamars, Kirkjuvík norð- ur af kirkjunni milli Gálgakletta og Hákotstanga í Innri-Njarðvík. Kópa heitir vík vestan við Stapa- endann — þaðan var útræði öldum saman frá Stapakoti og fram um 1930. Varðandi nafngiftina Njarðvík- ur, en ekki bara Njarðvík, skal nú vitnað í nokkrar umsagnir frá fyrri tíð og fyrst vitnað í Suður- nesjaannál, séra Sigurðar Br. Sí- vertsens prests á Útskálum í Garði. 1695: Hlutir allgóðir í Njarðvík- um og við Vogastapa, en minna sunnar. 1770: Þá urðu 10 eða 12 hundruð hlutir í Njarðvíkum. 1859: Enn góð aflabrögð, voru einkum í Njarðvíkum og á strönd- inni. Þá strandaði Eyrarbakka- skip í Njarðvíkum. 1873: Seinna var hreyft þeirri uppástungu frá einum fundar- manna í Njarðvíkum, að net yrðu eigi lögð fyrr en 14. marz og studdu það allir fundarmenn. 1881: Segir að seint í fyrra mán- uði deyði nafnkunnur bóndi, Björn Jónson í Þórukoti í Njarðvíkum. 1883: Aftur gerðu sumir inn- lendir (þ.e. heimamenn) tilraun til að veiða síld í vörpu, einkum í Keflavík og Njarðvíkum og öfluðu margir frá 40 til 100 í hlut á síld á dag. 1889: Einn bóndi í Njarðvíkum átti 18.000 fiskjar í salti eftir haustvertíðina. í vísitasíugerð séra ólafs Pét- urssonar, prófasts í Kjalarnes- þingi 1698 til 1719, er skýrt svo frá. (Séra Ólafur Pétursson sat í Görðum á Álftanesi). Bréf Gísla Illugasonar lögréttu- manns, dagsett í Kirkjuvogi, Höfnum 30. ágúst árið 1700, fram- lagt af prófastinum meðal annars. í bréfinu segir svo: Velnefndur Gísli Illugason svo skrifar, að ég vil fá að vita hvort húsmenni í Njarðvíkum og Narfa- koti — (Narfakot var þá eitt af þremur bændabýlum í Njarðvík- um og var venjulega sér nefnt, þá talað var um Njarðvíkur) — sé tí- und gera, skuli ekki skyldugir vera að svara ljóstolli til Kirkjuvogs- kirkju árlega og tiundum, ef þeir eru í skipti tíund. Úr blaðinu íslendingi 16. júní 1860: Þrír bændur suður í Njarð- víkum, góðir drengir og dugandi menn, hafa nýskeð keypt danska fiskiduggu, 4‘á lest að stærð, snotrasta skip og hið gangbezta. Kostaði 1.250 rd. og kom með þriggja manna áhöfn yfir hafið, frá Kaupmannahöfn. íslendingur 10. maí 1861: Sagt er að þiljubátur þeirra Njarðvík- inga hafi fengið 1.300 fiska í 3 daga. Islendingur 18. júlí 1861: Lítill afli á opin og þilskip. Það eru að- eins 2 þilskip suður í Njarðvíkum og í Vogum, sem vel hafa aflað. Er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.