Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
35
Dyr verkfræðideildarinnar f Stanford-háskólanum.
11 ...........
FINNSK VÖRUSÝNING
ÍKRISTALSAL HÓTELS LOFTLEIÐA 27-29. APRÍL
Tuttugu finnsk fyrírtækí
kynna framleíðsluvörur sínar:
Gler-og postulínsvörur • kerti
fatnað ýmiss konar
snyrtívörur • pappírsvörur
plast- og pökkunarvörur
verkfærí • leikföng
byggingavörur • og sælgæti.
Tískusýníngar í Ráðstefnusal
Hótels Loftleíða:
- Módelsamtökin sýna finnskan
tískufatnað.
í dag miðvikudag kl. 17:00
Fimmtudag kl. 14:00 og 17:00
Föstudag kl. 14:00 og 17:00
TÍSKUSÝNINGAR VERÐA EINNIG
Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM:
Sýníngín er opin sem hér segír:
í dag miðvikudag kl. 12:00—20:00
Á morgun fimmtudag kl. 11:00—20:00
Föstudag kl. 11:00-16:00
Hótel Loftleiðír, Blómasalur:
27., 28. og 30. apríl kl. 20:30
Veítíngahúsíð Broadway:
29. apríl kl. 21:30 og 24:00
Veríð velkomin!
Steve Wozniak og Steve Jobs voru
26 ára og 21 árs þegar þeir smíðuðu
fyrstu Apple-tölvuna.
hann að sé kvikmyndahús fram-
tíðarinnar. Þangað fara fjölskyld-
ur saman, borða góða pizzu, hlýða
á skemmtiatriði vélmenna (Chuck
E. Cheese, sem er stór mús, og
félaga hans) og spila alla nýjustu
tölvuleikina á tækjum á staðnum.
Um 50 staðir hafa þegar verið
opnaðir í Bandaríkjunum og mein-
ingin er að opna í París og Tókíó
með vorinu. Pizza Time eru nokk-
uð vinsælir í Silicon Valley, sér-
staklega meðal lítilla krakka en
fólki undir 18 ára er aðeins hleypt
inn í fylgd með fullorðnum. Á ein-
um stað var selt inn fyrir 4 dollara
og maður mátti borða eins mikla
pizzu og spila eins marga leiki og
hugurinn girntist í rúman klukku-
tíma. Maður fékk sig fullsaddan af
hvoru tveggja á þeim tíma en hug-
mynd Bushnells virtist ekki svo
vitlaus — þetta var næstum eins
gaman og að fara í bíó.
Margar uppgötvanir leiddu til
þess að Bushnell gat farið að selja
almenningi tölvuleiki en starf
þeirra William Shockleys og Ro-
bert Noyce skiptir þar megin máli.
Shockley hafði á sínum tíma
áhuga á fjarskiptatækni eins og
Terman, Hewliett og Packard og
vann grundvallarstarf á því sviði.
Hann setti saman fyrsta trans-
istorinn árið 1947 ásamt tveimur
öðrum hjá Bell fyrirtækinu og
fékk síðar Nóbelsverðlaunin fyrir
það. Transistorinn tók við störfum
fjölda stærri og smærri stykkja og
einfaldaði mjög gerð alira fjar-
skiptatækja. Noyce uppgötvaði 10
árum seinna að hægt var að koma
fjölda transistora fyrir á lítilli
silicon-plötu (silicon er efni í kisil-
jörð) og einfalda þannig enn mjög
gerð fjarskiptatækja. Starfsmað-
ur hans hjá Intel, Ted Hoff, sá
rúmum áratug seinna að ekki
þurfti nema eina silicon-plötu eða
micro-chip fyrir heilabú einfaldr-
ar tölvu og þar með var tölvan
komin niður í vasabrot.
Shockley er því faðir Silicon
Valley í sivpuðum skilningi og
Fred Terman. Hann er fæddur og
uppalinn í Palo Alto og sneri
þangað aftur til að stofna eigið
fyrirtæki eftir að hann fann upp
transistorinn. Noyce starfaði hjá
honum um tíma en Shockley var
heldur erfiður að vinna með og
fyrirtækið leystist upp. Terman
sagði að það hefði ekki verið síst
þess vegna sem Silicon Valley varð
til. Samstarfsmenn Shockleys
stofnuðu eigin fyrirtæki á svæðinu
eftir að þeir gáfust upp á honum
og fyrirtæki eins og Intel urðu til.
Shockley var prófessor við Stan-
ford og hefur enn skrifstofu þar
þótt hann sé kominn yfir sjötugt
og hættur að kenna. Kona hans
sem er ritari hans, kallar hann
Doktor Shockley og ber kaffi og
kex fyrir gesti sem hann er alls
ekki auðfús að taka á móti.
Shockley er löngu hættur
tæknilegum rannsóknum og hefur
helgað sig kenningum um gáfna-
far fólks og kynþátta á undan-
förnum árum. Afrek Lewis Ter-
mans, sálfræðings og höfundar
Stanford-Binet gáfnafarsmæli-
stikunnar, heilla hann meira en
afrek sonar hans, Fred Termans,
eða hans eigin afrek. Hvaða hlut-
verki þeir tveir gegndu í tilurð
Silicon Valley skiptir hann litlu
máli. Hann hefur meiri áhyggjur
af hraðri niðurleið meðal gáfna-
fars heimsbyggðarinnar vegna
örrar tímgunar heimskra þjóð-
flokka heldur en áhrifum tölvunn-
ar á framtíð mannkynsins. Auðséð
var að Shockley sjálfur hlýtur að
vera mun gáfaðri en flestir sem
hann hittir og hann er langþreytt-
ur á að þræta við fólk um kenning-
ar sem fæstir vilja trúa að séu
sannar.
Hewlett, Packard, Noyce, Jobs,
Wozniak og Bushnell gerðu það
allir mjög gott í Silicon Walley.
Nöfn þeirra hljóma eins og nöfn
gamalla kvimyndastjarna í eyrum
þeirra sem þekkja iðnaðinn og
vilja feta í sömu fótspor. Silicon
Valley á margt sameiginlegt með
borg eins og t.d. Cleveland, Ohio, í
kringum 1880. Járn og olía réðu
þar ríkjum, Rockefeller varð ríkur
og möguleikarnir virtust ótak-
markaðir. Ungt fólk streymdi að
og vildi spreyta sig. Cleveland er
ekki eins spennandi í dag. Olían
flæðir ekki lengur og járn er kom-
ið úr móð. Hvaða þróun mun eiga
sér stað í Silicon Valley er ekki
gott að segja. En það er gott til
þess að hugsa að iðnaðurinn er þó
alltaf hreinn og íbúarnir munu
ávallt hafa tölvur til að hjálpa sér
ef þeir rata í einhvern vanda. ab
heimili landsins!
T\rz
FIHHSK ÐŒ FÍHHSK \ -304
VIKA iBF VÓRUKYHHIHC
NÁMSKEIÐ I JAPANSKRI STJORNUN
FYRIR STJÓRNENDUR FYRIRTÆKJA OG STOFNANA
— HYGGINDISEM í HAG KOMA —
HHBHHBHI I ■
J. INGIMAR HANSSON
Fyrirlesari
Ingimar fór nýlega í námsferó til Japan.
Feröin var skipulögð af Bandaríska Iðnaöar-
verkf ræðingafélaginu.
Auk námskeiða í japanskri stjómun var farið í
heimsóknir til iðnfyrirtækja.
J. Ingimar Hansson er rekstrarverkfræðingur
að mennt og stofnaði Rekstrarstofuna 1974
GUNNAR H. GUOMUNDSSON
Fyririesari
Gunnar hefur annast athuganir þær sem
Rekstrarstofan hefur staðið fyrir á japanskri
iðnaðaruppbyggingu og áhrifum hennar í
Bandaríkjunum og á vesturiöndum.
Gunnar H. Guðmundsson er rekstrarverk-
fræðingur að mennt og er ráðgjafi á sviði
stjórnunar, skipulags, upplýsingakerfa og
tötvumála.
BOLLI MAGNÚSSON
Fundarstjóri
Bolli starfaði um skeið i Japan sem fulltrúi
togarakaupenda og kynntist starfsháttum við
skipasmiðar þar i landi.
Bolli Magnússon er skipatæknifræðingur að
mennt og er ráðgjafi á sviði skipasmíða og
útgerðar.
%
n
±
Lærum af forystuþjóð á sviði stjórnunar.
Veist þú:
• Hvaö núllgallastefna er?
• Hvers vegna aukin gæði leiða til lægri framleiðslukostn-
aðar?
• Hvað er Poka Yoke?
• Hvers vegna blönduð framleiðsla er hagkvæmari en fjölda-
framleiðsla?
• Af hverju verkföll eru nær óþekkt í stærri iðnfyrirtækjum í
Japan?
• Hvernig staðið er að starfsmenntun í Japan?
• Hvernig unnt er að ná og viðhalda miklum afköstum?
• Hvað núllbirgðastefna er?
• Hver eru tengsl iðnfyrirtækja og banka í Japan?
• Er allt sem sýnist?
AKUREYRI 3. MAI
í samvinnu viö Stjórnunarfélag noröurlands veröur námskeiöiö haldiö þriöjudaginn 3.
maí nk. í Sjálfstæöishúsinu kl. 10.00 til kl. 17.00.
Þátttökugjald kr. 2800,- Námskeiðsgögn, matur og kaffi innifalið.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags noröurlands í síma 96-21820.
REYKJAVÍK 5. MAÍ
Fimmtudaginn 5. maí nk. veröur námskeiöiö haldið aö Hótel Loftleiðum, Kristalsal kl.
10.00 til 17.00.
Þátttökugjald 2800.- Námskeiðsgögn, matur og kaffi innifaliö.
Vinsamlegast tilkynniö þátttöku í síma 91-22033.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst. Fjöldi takmarkaður.
Ráögjafaþjónusta
Sljórnun — Skipulag
Skipulagning — Vinnurannsóknir
Flutningatækni — Birgðahald
Upplýsingakerfi — Tölvuráðgjöf
Markaðs- og söluráðgjöf
Stjörnenda- og starfsþjáltun
REKSTRARSTOFAN
— Samstarl sjálfstæóra rekstrarraógjafa a mismunandi sviðum_
Hamraborg 1 202 Kópavogi
Sími 91 -44033