Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
49
félk í
fréttum
Jacqueline
Kennedy og
Ijósmyndararnir
+ Eins og kunnugt er hefur
Jacqueline Kennedy Onassis
löngum átt í miklu stríði viö
Ijósmyndarana, sem hafa elt
hana á röndum hvert sem hún
fer. Nú hefur hún gripiö til nýrra
bragöa í baráttunni viö þá. f staö
þess aö hatast út í þá öllum
stundum hefur hún tekiö einn
þeirra upp á arminn, Ijósmyndara
aö nafni Richard de Combray, og
viröist ekki hnífurinn ganga á
milli þeirra. Richard er 42 ára en
Stúlkurnar ( Toto Coolo: Shoon, Ros, Anlta, Lacoy og Lindsey
Danvers.
+ „Auðvitaö stafa vinsældirn- stúlkur. Við notum okkur þaö
ar ekki síst af því að viö erum og spilum á kynóra karl-
mannanna. Við vildum ekki
vera neinar plastpíur, heldur
bara það sem við erum, fal-
legar og kynæsandi, og við
höfum líka grætt vel á því.“
Þaö er Lindsey Danvers í
stúlknasönghópnum Toto
Coelo, sem er svona hreinskil-
in, en hópurinn hefur átt góðu
gengi aö fagna aö undanförnu
og sló í gegn meö laginu „I eat
Cannibals". Þær eru fimm
saman, allar gamalreyndar í
skemmtanaiönaöinum, og vita
því hvað þær syngja í fleiri en
einum skilningi. Þær hafa veriö
saman í tvö ár og þótt þær
spili sjálfar ekki á hljóöfæri
hefur þaö engin áhrif haft á
vinsældirnar. Auk söngsins
leggja þær mesta áhersluna á
framkomuna, kynæsandi og
eggjandi hreyfingar, og er ekki
annað aö sjá en þaö hafi falliö
áhorfendum vel í geö, a.m.k.
karlmönnunum.
COSPER
c PIB
— Pú hafðir rétt fyrir þér, hótelið sem við vorum á heitir Plaza.
„Við erum fallegar
og kvnæsandi"
ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM
BROSTU!
MYNDASÖGURNAR
MORGUN
Vikuskammtur af skellihlátri
Orðsending frá
Versluninni Dalakofinn Tískuverslun
Linnetsstíg 1 Hafnarfirði.
Höfum fengiö mikiö úrval af nýjum vor- og sumar-
vörum.
Kjólar, verö frá kr. 600.- Regnkápur frá kr. 1550,-
meö belti og trefli. Dragtir frá kr. 1000.- margir litir.
Sumarkápur hvítar og mislitar. Pils viö marga liti,
verö kr. 600,- Jakkar, hvítir, rauöir, bláir, verö frá kr.
600.- Buxur í fjölbreyttu úrvali. Trimmgallar, frá kr.
500.- Sumarhattar, margir litir, verð frá kr. 300,-
Blússur, frá kr. 350,-
Sendum í póstkröfu, næg bílastæöi.
Verzlunin Dalakofinn
SPUNNTÐ UM STALIN
eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN
22
Hausf, 1931
Stalín situr í djúpum stól í stofunni heima hjá sér.
Hann reykir pípu og er niðursokkinn í hugsanir
sínar. Hann hugsar um guðhrædda móður sína,
Ekaterínu, — æsku sína í Grúsíu. Prestaskólann, sem
hann fyrirleit. Ef Nadezhda stæði ekki við hlið hans, yrði
hann einmanaleika að bráð, það veit hann. Hann sækist
eftir félagsskap hennar og barnanna, en getur sinnt þeim
lítið. Hann hugsar um þá fórn, sem hann færir fyrir ríkið
og flokkinn. Heimilislíf hans einungis svipur hjá sjón.
Milli hans og þjóðarinnar eru bergmálslausir múrar, eins
og íslcnskt skáld komst að orði. Hann sækist ekki eftir því
að vera hylltur á almannafæri. Hann er eins og lífsfælið
blóm, kann bezt við sig í fárra manna hópi. Samt er hann
vitandi um allt sem gerist. Öryggislögreglan sér um það.
Blóðhundarnir þefa uppi hvert einasta spor í landinu. En
samt eru tengsl hans sjálfs við lífið tannhjólin í kvörninni.
Þau halda hvert öðru gangandi með samskrafi, sem skipta
hann litlu máli. Kvörnin malar, allt gengur sinn vana-
gang. Aðalatriðið að taka ekki fram fyrir hendur hcnnar.
Stalín er óveður, sem verður að ganga yfir, hugsa þeir.
sem eru raunsæjastir. Hann hefði frekar drepið flugur en
ekkert. Hann er ofvirki á þeim sviðum.
Félagi Stalín lýtur ekki sögulegum lögmálum frekar en
landskjálfti, segja þeir, sem eru eins og skjálfandi fuglar í
lófa. Milli steins og sleggju. Milli vonar og ótta.
Svetlana, yndið hans, skrifar löngu síðar: Allt sat við
það sama eins og ávallt áður — ekki eitt einasta nýtt orð.
Það var eins og veröldin utan dyra væri ekki til .. .
Sjálfur er Stalín að verða fangi kerfisins, sem vex allt í
kringum hann. Hann fylgist lítið með Vasily, syni sínum,
þessu skemmda eftirlætisbarni, sem á eftir að verða yfir-
maður flugvarna Moskvuborgar. Drykkjumaður og úr-
hrak. En það veit Stalín ekki nú. Hann er þakklátur
Alexöndru Bychkovu, barnfóstrunni, sem Svetlana ann
öðrum fremur.
Einvaldurinn hugsar um föður sinn, sem dó af hnífs-
stungu í drykkjuæði. Og hann er að vona með sjálfum sér,
að það sé satt, sem flestir segja, að hann sé líkari móður
sinni en honum. Stalín ann ástvinum sínum á sinn hátt, en
stjórnmálin eru honum þó allt. Þau sitja í fyrirrúmi. Þau
eru freisting hans. Morfínið. Hann veit, að völdin eru
honum dýrmætari en fjölskylda og ástvinir. Allir þeir,
scm hann getur notað í valdabaráttunni eru honum meira
virði en fjölskylda hans, jafnvel þeir sem hann þarf að
tortíma. Þetta fólk stendur honum nær en jafnvel Nadya,
sem hann ann þó mjög. Hann hugsar um hana. Það yljar
honum að vita af návist hennar í húsinu. En hún er ekki
ástríða hans, heldur Kerfið. Og hann hugsar um, hvað
hann hefur oft sagt við Nadya í símann: Ég hef ekki tíma!
Nú finnur hann, að hún forðast þetta viðmót. Samband
þeirra er að verða yfirborðslegt og æ lengra milli þess,
sem þau hittast. En hann hefur alltaf tíma fyrir Bería og
Molotov. Já, Bcría! hann hugsar um Bería og hvernig
fjölskylda hans fyrirlítur hann. Bería vekur ótta-
tilfinningu, einkum hjá Nadya, sem rífst um hann við
Stalín og krefst að þessum manni, eins og hún kemst að
orði, verði ekki leyft að koma inn fyrir hússins dyr hjá
okkur. Það mislíkaði honum. Og honum mislíkar það enn,
svo mjög sem hann þarf á Bería að halda. Hann veit með
sjálfum sér, að þeir nota veikleika hvor annars. Stalín er
veikur fyrir smjaðri. Það er cins og þeir séu andlegir
tvíburar. Þeir eru sammála um að ryðja öllum úr vegi,
scm vita of mikið. Og nú er fjölskylda Stalíns sjálfs í
hættu. Hann hugsar uin orð Bería: „Þetta fólk er á móti
þér“, „hættuleg sambönd" og „óvinir ríkisins". Hvísl
Bería breytist í óþolandi hávaða, svo að Stalín finnst
stundum hann þurfa að halda fyrir eyrun til að missa ekki
vitið: „Gættu þín á þessu fólki", „þetta eru Gyðingar".
„samsæri síonista". En hann hefur þó komið í veg fyrir,
FRAMHALD