Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 53 » ....."TT VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI _ TIL FÖSTUDAGS ^ V UMUrv*-UM'U lf Er bjórdrykkja lausn á áfengisvandamálinu? Sigurgeir Þorgrímsson skrifar: „Velvakandi. Þær hugmyndir að leyfa inn- flutning á bjór og léttum vínum en banna í þess stað innflutning á sterkum drykkjum eru ekki nýjar. Steingrímur Jónsson, al- þingismaður, síðar bæjarfógeti á Akureyri, harðsnúinn andbann- ingur, vildi banna brennda drykki. Hann sagði, að ef þjóð- inni væri þannig gefinn kostur á að njóta „hinna hollu, suðrænu vína“ myndi öll ofdrykkja hverfa af sjálfu sér og böl drykkjuskap- arins þar með vera úr sögunni, enda væri þá engin freisting til að smygla inn víni eins og verða myndi ef algert bann væri leitt í lög. Þegar Spánarvínin voru leyfð var einnig sagt, að það myndi draga úr freistingunni til að smygla og brugga, en reynslan hefur ekki orðið sú. Nú eru áróðursmenn fyrir bjórneyslu enn með sömu full- yrðingar. Talað er um að leyfa bjór en banna í þess stað sterk vín en helst þó að leyfa hvort tveggja í nafni frelsisins. En frelsi er ekki að leyfa sér allt. Frelsi fylgir einnig sú ábyrgð að fara rétt með það. Öllum þessum fullyrðingum áhugamanna um bjórdrykkju sem lausn á áfengisvandamálinu hefur verið svarað svo vel í þing- ræðu, að þar eru sígild rök gegn bjóráróðrinum. Þar er um að ræða ræðu Vilmundar Jónssonar landlæknis við fyrstu umræðu um ölfrumvarpið 1932. Sú ræða var síðan gefin út á vegum Stór- stúkunnar: Smárit Stórstúku ís- lands. Bindindi og bann. Nokkur erindi. Rvík 1932. Ræða Vilmundar nefndist „Áhrif öldrykkju á aðra áfeng- isnautn", og verður hér einkum vísað til sérprentunarinnar. Vilmundur kemst að sömu niður- stöðu og allir aðrir sem fjallað hafa um öldrykkju á vísinda- legan hátt. Þar ber allt að sama brunni: „Því meira sem drukkið er af öli, því meira er drukkið af léttum vínum og því meira sem drukkið er af léttum vínum, því meira er drukkið af brenndum drykkjum.“ Neysla léttra vína bætist við neyslu sterkra drykkja. Vilmundur Jónsson bendir líka á að ef öldrykkja leiddi til minnkandi nautnar léttra vína og brenndra drykkja ætti vín- nautn að vera minnst með þeim þjóðum sem mest drekka af öli, en því væri yfirleitt þveröfugt farið. Um það nefnir hann tölur. Hann studdi einnig það sem Tryggvi Þórhallsson forsætis- ráðherra hafði bent á, að öll lík- indi væru til að drykkjuskapur- inn breyttist ef ölið yrði leyft. Þá myndu aðrir drekka til viðbótar þeim sem nú gerðu það. Ölið myndi leiða margan verkamann út í drykkjuskap og jafnvel börn líka. Fyrir bannið hefðum við haft nær eingöngu drykkjuskap karlmanna. Með Spánarvínunum hefði kvenfólk bæst í hópinn og vafalaust myndi röðin koma að börnunum með ölinu enda styðji reynsla annarra þjóða það. Drykkjuskapur barna væri því miður allalgengur með sumum þjóðum, einkum miklum öl- drykkjuþjóðum. Þetta sé aðal- lega af því að þar sem öl er drukkið með mat og ölglas stend- ur á hverju borði verði jafnan einhver meiri eða minni lögg til- tæk börnum, sem fljótlega venj- ist þá ölinu. Ég vil að lokum gera þessi sí- gildu orð Vilmundar Jónssonar að mínum: „Það er engin firra þó að því sé haldið fram að ölundanþágan Þessir hringdu . . . Hvar væru er- lendu skuldirnar? Þorbjörg Höskuldsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar til að koma á framfæri fyrirspurn til Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins: Nú er það einu sinni svo, að er- lent herlið er hérlendis og verður ekki umþokað þrátt fyrir ítrekuð loforð G-listans. Hví er þetta her- lið ekki látið borga leigu í formi vega og annarrar steinsteypu? Jú, af því að G-listamenn halda, að þetta erlenda herlið hafi þá hlotið eignaraðild að landinu, Islandi. En þá vil ég beina þeirri spurningu til þeirra, hvort þeir hafi heyrt um svokallaðan hefðarrétt. Eg hef muni leiða til aukins drykkju- skapar með þjóðinni og ef til vill þá fyrst og fremst með þeim stéttum og aldursflokkum þjóð- félagsins, sem enn eru laus við áfengið að mestu leyti.“ einhvern grun um að varnarliðið/- Bandaríkin geti unnið þann rétt, séu þau ekki búin að því nú þegar. Þessu hefur G-listinn staðið í móti, að mér skilst. Hvar væru erlendu skuldirnar, ef varnarliðið hefði borgað leigu? Háttvirtur orkumálaráðherra tók að sér orkumál álversins fyrir um þremur árum. Hví samdi hann ekki um hækkun raforkuverðs strax í upphafi þess tímabils? Þá hefðu jafnar hækkanir átt að vera komnar í 70 aura á kílóvattstund í ársbyrjun 1982 og Alusuisse borg- að sem svarar 255,50 kr. á kíló- vattstund í 365 daga. í stað þess keypti fyrirtækið kílóvattstundina á 13 aura á síðasta ári, sem eru 47,45 kr. á kílóvattstund yfir árið, og er þá mismunurinn 208,05 kr. á hverja kílóvattstund í hagnað fyrir hið erlenda álfélag. En hvar stöndum við nú? Jú, í sömu spor- um og byrjað var; þó aðeins verr, því að nú er samningsstaðan verri en hún var í byrjun. Enn spýr ég: Hvar væru verðbólgan og erlendar skuldir nú, ef þessi háttur hefði verið hafður á, en ekki látið sitja í fyrirrúmi að vasast í gömlum syndum þeirra Alusuisse-manna og sofandahætti íslenskra stjórn- valda? GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: ísraelsmenn og Palestínu-Arabar verða að viðurkenna tilverurétt hvers ann- ars. Hétt væri: ... verða hvorir að viðurkenna til- verurétt annarra. SJÁ NÆSTU SÍÐU NÁMSSTEFNA UM STJÓRNUN MÁLMIÐNAÐARFYRIRTÆKJA fer fram í Hótel Borgarnesi 8,—11. maí nk. Fjallað verð- ur í fyrirlestrum og starfshópum um stjórnunarlegt hlut- verk og viðfangsefni fram væmdastjóra. Kynnt fyrirtæk- ið Grandi hf. sem er meðalstórt málmiðnaöarfyrirtæki sem á við rekstrarörðugleika að etja. Fjallað verður um eðli og orsakir vandamálanna og unn- ið í starfshópum að endurreisn fyrirtækisins. í þeirri vinnu verður fjallað um: — stjórnun — fjármál — framleiöni — markaðsmál Þátttökugjald er kr. 7000 og er fæði, gisting og náms- gögn innifalin. Nánari uppl. veittar á skrifstofunni. Þátt- taka tilkynnist til SMS í síma 91-25561 fyrir 30. apríl. SAMBAND MÁLM- 0G SKIPASMIÐJA, IÐNÞRÓUNARVERKEFNI SMS; GARÐASTRÆTI 38, REYKJAVIK. TIL PYSKALANDS ávitævintým Ævlntýrið helst með þriggja sólarhringa lúxusslglingu með ms Eddu tll Bremerhaven. Frd Bremen tll Hanau llggur röð upphatsborga GrimmsœvintÝranna: Brimarborgarsöngvaranna, Hans og Grótu, Þymirósu. Mjallhvltar o.fl.. o.tl Þessa leið er œvintýralegt að aka ö nokkrum dögum í elgin bíl óhöður öðru en duttlung- um sjálfs sín. Frá Hanau er hoefUeg ökuferð tU Bemkastel-Kues ein- hvers íegursta og frœgasta vínrœktarbœjar Moseldals- ins. Við bjóðum siglingu með ms Eddu og bilinn með og 5 daga dvöl með morgunverði á nýju glœsUegu hóteU í Bernkastel tyrir kr. g _ s-n® *> Verð tyrir hvem i 4ra manna f jöiskyldu. Tveir fuUorðnir og tvö börn, yngri en 12 ára. Veitum aUar nánari upplýsingar. Almennar upplýsingar um Þýskaland em táanlegar hjá: Tysk Turist-Central. Vesterbrogade 6d. 1620 Keben- havn. FARSKIP AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVlK SÍMI 2 5166

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.