Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 45 kröfu eiganda Skarðs og Skarðshrepps, þá hefðu nokkur hús á Sauðárkróki lent innan hreppamarka Skarðshrepps, sem þá hefði átt fasteignagjöld af byggingunum, sem eru talsverð. Einnig hafði kaupstaðurinn áætl- að að reisa steinullarverksmiðj- una á eyrum Gönguskarðsár, og hefði það svæði sem fyrirhugað var undir verksmiðjuna lent innan Skarðshrepps. Varðandi kröfu gagnáfrýjenda í málinu, bóndans á Skarði og Skarðshrepps, segir Hæstiréttur: „Það er ósannað að á þeim tíma sem hér getur skipt máli, hafi far- vegur Gönguskarðsár verið þar sem gagnáfrýjendur hafa markað kröfulínu sína (A1, B, B°l., C). Þá verður eigi ráðið af gögnum svo öruggt sé, að áin hafi breytt far- vegi sínum alla leið frá sjó til þess staðar, sem auðkenndur er A1 á uppdráttum, frá því að landa- merkjaskrárnar voru gerðar, svo sem gagnáfrýjendur halda fram. Hitt er víst, að neðsta hluta far- vegar árinnar var breytt árið 1948 að tilhlutun aðaláfrýjanda. Er þá sérstakt álitaefni, hvernig áin muni hafa runnið, áður en um- rædd breyting var gerð. Framburður vitnanna Gísla Sigurðssonar, Guðjóns Sigurðs- sonar og Sigurþórs Hjörleifssonar bendir til þess, að malarkambur hafi verið á ströndinni á þeim slóðum, sem Gönguskarðsá féll fram. Samkvæmt vitnisburði þessara manna og öðru, sem fram er komið, má ætla, að ofan kambs- ins hafi áin sveigt til hægri (suð- urs) eftir eyrunum og myndað þar nokkurt lón, en síðan hafi hún brotist út úr lóninu í ósi í gegnum kambinn. Að öðru leyti er óljóst, hvernig staðhættir hafa verið, þar á meðal hversu langt lónið náði til suðurs og hvar ósinn var. í varakröfu sinni fyrir Hæsta- rétti miðar aðaláfrýjandi við það, að breytingin á farvegi Göngu- skarðsár 1948 hafi ekki raskað landamerkjum. Er þá nánar á því byggt, að ós árinnar hafi áður ver- ið þar sem punkturinn Z er mark- aður á framlagðan uppdrátt og hinn breytti farvegur ekki náð lengra upp eftir eyrunum en að punktinum Y á uppdrættinum. Að því er varðar fyrra atriðið, verður að telja Kklegra eftir málsgögnum, að ósinn hafi verið nokkru sunnar á eyrunum. Sýnist vel geta staðist, að hann hafi verið á þeim stað, er landamerkjadóm- urinn taldi. Því til viðbótar er á það að líta, að aðaláfrýjandi lét breyta farvegi árinnar á sitt ein- dæmi og án samþykkis eiganda Skarðs. Verður hann því að bera halla af vafa, er leika kann á þvi, hvar ósinn var áður. Þykir af þess- um ástæðum mega fallast á þá niðurstöðu landamerkjadómsins, að ós Gönguskarðsár fyrir breyt- inguna á farvegi árinnar hafi ver- ið á þeim stað, sem merktur er með punktinum X á uppdrætti dómsins. Um það atriði, hversu langt upp eftir eyrunum farvegi árinnar var breytt árið 1948, er mikil óvissa. Þess er þó að geta, að vitnið Gísli Sigurðsson vísaði á stóran stein á hægri bakka árinnar neðan núver- andi steypustöðvar, er hann gekk á vettvang með dómendum landa- merkjadómsins. Kvað hann ána renna á þeim stað, sem hún hafi gert, er hann bjó á Bakka, en síðan í Eyrarbæ, á árunum 1920—1932. Vegna kunnugleika þessa vitnis á Gönguskarðsáreyrum veitir vitn- isburður þess líkur fyrir þvi, að breyting á farveginum, sem gerð var 1948, hafi a.m.k. ekki náð lengra upp á eyrarnar en á móts við stein þennan. Vætti Sigurþórs Hjörleifssonar og Guðjóns Sig- urðssonar standa ekki gegn þeirri niðurstöðu. Þótt vera megi, að far- veginum hafi einungis verið breytt skemmra upp eftir eyrunum en að umræddum steini, þykir eigi að síður rétt að meta vafa í því efni aðaláfrýjanda i óhag, af sömu ástæðu og greint var um ós árinn- ar og leggja til grundvallar, að farvegi árinnar hfi verið breytt neðan steinsins til sjávar. Umráð aðaláfrýjanda yfir því landi hægra megin Gönguskarðs- ár, sem fyrir breytinguna hefur verið vinstra megin ár samkvæmt framangreindu, eru ekki til komin með þeim hætti, að til eignar- hefðar mætti leiða." „Niðurstaða Hæstaréttar er síð- an eftirfarandi: Samkvæmt öllu því, sem að framan er rakið, þykir bera að líta svo á, sbr. 2. tl. 3. gr. laga nr. 15/1923, að Gönguskarðsá eins og hún nú fellur, ráði ekki merkjum milli Skarðs og Sauðárkróks lengra niður eftir ánni frá punkt- inum A1 en á móts við áðurgreind- an stein. Síðan ráði bein lína í punktinn X í fjörumáli svo sem hann er markaður á uppdrátt þann er Jónas Snæbjörnsson verk- fræðingur gerði fyrir landa- merkjadóminn. Hefur Ragnar Árnason mælingaverkfræðingur að tilhlutan Hæstaréttar markað línu þessa, sem verður dómlína Hæstaréttar, inn á siðast greind- an uppdrátt ásamt kröfulínum málsaðilja. Er dómlína þessi dreg- in milli punktanna A1, M og X á fyrrgreindum uppdrætti Ragnars Amasonar, hæstaréttardómskjali M. Eftir þessum úrslitum er rétt að aðaláfryjandi greiði gagnáfrýj- anda Ólafi Lárussyni 25.000,00 krónur i málskostnað samtals i héraði og fyrir Hæstarétti." Ný stjórn hjá úrsmiðafélaginu AÐALFUNDUR Ursmiðafélags fs- lands var haldinn á Hótel Loftleið- um 12. aprfl sl. Fráfarandi stjórn gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Axel Eiríksson kosinn formaður félags- ins og með honum í stjórn þeir Óskar Óskarsson og Viðar Hauks- son. Eitt meginverkefni hinnar nýju stjórnar er símenntun úr- smiða og eru námskeið i því sam- bandi að hefjast. Hveragerði: Hjálparsveitin fær góða gjöf Hveragerdi, 13. aprfl. HJÁLPARSVEIT skáta í Hveragerði barst nýlega peningagjöf að upphæð kr. 50.000.- frá Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði og Grundar í Reykjavík, en hann hefur árum saman sýnt hjálp- arsveitinni mikinn velvilja og fjárhags- aðstoð. Fréttaritari Mbl. lagði leið sína i litla hjálparsveitarhúsið og hitti þar stjórn hjálparsveitarinnar. Kváðust þeir félagar innilega þakklátir fyrir þessa höfðinglegu gjöf, sem kæmi sér mjög vel, því sveitin væri jafnan fjárþurfi. Þeir eru sífellt að auka búnað sveitarinnar og hefur hann eflst mikið á undanförnum árum. Húsnæðisþrengsli há starfseminni, en sveitin hefur afnot af litlu húsi sem er í eigu Hveragerðishrepps. Hjálparsveitin var stofnuð 1975 og eru félagar 22, og halda þeir uppi reglubundnu starfi og eru fastar æf- ingar 4—5 sinnum I mánuði, auk námskeiða. Einnig eru sameiginleg- ar æfingar með öllum hjálparsveit- um skáta á landinu, 1—2 á ári. Sóttu þeir félagar samæfingu á Akureyri í mars sl. Hjálparsveitin hefur sinnt mörg- um útköllum í vetur, einkum þegar illviðri hafa geysað, nú síðast til leitar á Hellisheiði um páskana. Bagalegt er fyrir sveitina að eiga ekki snjósleða þegar þannig atvik ber að höndum. Helsta fjáröflunarleið sveitarinn- ar er flugeldasala, sem hefur gengið nokkuð vel síðustu árin. Þá annast þeir sjúkragæslu I Galtalækjarskógi, á útisamkomum um verslunarmannahelgina. í stjórn HSSH eru þessir menn: Sveinn Sigurjónsson, formaður, Helgi Ársælsson, Holgeir Hansen, Kjartan Bjarnason, Þórarinn Garð- arsson og Alfreð Maríusson. En Sæmundur Pálsson annast bifreið sveitarinnar. Sigrún Nýr bíll frá DAIHATSU - Nýr bíll frá DAIHATSU DAIHATSU 850 háþekjusendibíll Nýr og frábær valkostur fyrir þá sem þurfa lítinn, sparneytinn en rúmgóðan sendibfl vegna eigin atvinnureksturs eða annarra nota. I OAIHATSU Þetta er DAIHATSU 850 3 heleösludyr 3 strokka 850cc 41 hö din vól (hin frábæra DAIHATSU CHARADE vól í nýrri útfærslu) Elgln þyngd 740 kg Buröarþol 660 kg 12“ hjólþaröar Snúningsradíus 4,0 m Lengd 3,20 m Breidd 1,40 m Hæö 1,90 m Hæö undlr lægsta punkt 17,5 cm Sýningarbíll á staönum. Fyrsta sending á leiöinni. Viöurkennd gæði, viöurkennd þjónusta. DAIHATSU-umboðið, Ármúla 23, 85870 — 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.