Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 Vaxandi áhugi á skíðaíþróttum Skíðaland Dalvíkinga í Böggvistaðafjalli heimsótt SKÍÐALAND Dalvíkinga er að mestu leyti landid ofan við byggðina í svonefndu Böggvisstaðafjalii og Böggvisstaðahólum. En eins og þessi nýliðni vetur liefur verið okkur Dal- víkingum, hvað snjó varðar, hefur skíðalandið verið hvar sem er, í görðum við hús, götum og jafnvel þessa fyrstu sumardaga eru þök sumra íbúðarhúsa með betri brekk- um sem næstar eru manni. Skíðafélag Dalvíkur, sem stofn- að var árið 1972, starfar af mikl- um krafti þessa dagana og má segja að þetta sé aðalíþrótta- starfssemin sem í gangi er. Þó er UMF Svarfdæla þátttakandi í 3. deild íslandsmótsins í handbolta. Einn af frumkvöðlum skíðafélags- ins er Þorsteinn Skaftason, raf- virkjameistari. Hann hefur alla tíð verið mikill unnandi þessarar íþróttagreinar og má segja að sjaldan líði svo dagur, að Þor- steinn komi ekki eitthvað nærri þessum málum. Það skiptir ekki máli á hvaða árstima það er. Við tókum Þorstein tali og spurðum hann nokkurra spurninga varð- andi uppbyggingu íþróttamann- virkja í Böggvisstaðafjalli. — Hver voru tildrög stofnunar félagsins? „Félagið var stofnað í nóvember 1972, en árin þar á undan hafði verið mikið áhugaleysi fyrir skíða- íþróttum hér og aðeins örfáir stunduðu skíði reglulega að und- anteknum vetrinum 1970 þegar nokkrir einstaklingar komu upp kaðaltogbraut sem kveikti strax nokkurn áhuga meðal barna og unglinga. Þó var þetta ekki fyrsta tilraun til að koma hér upp tog- braut því við nokkrir félagar reyndum að koma upp togbraut veturinn 1962—’63 og notuðum til þess vél úr Wiliys-jeppa og spil úr snurpubáti en þessi tilraun mis- tókst þar sem hún var unnin af mestu vanefnum. Einu viðbrögðin sem við fengum við þessu voru að við vorum sakaðir um að ætla að hagnast á tiltækinu, en svo fór þó ekki, því við greiddum allan kostn- að úr eigin vasa en engum var seldur aðgangur í lyftuna. Um haustið 1972 gengust nokkr- ir áhugamenn fyrir kaupum á spjaldalyftu. Fé var safnað til kaupanna meðal almennings en Dalvíkurhreppur lagði fram það sem á vantaði. Þegar þessi tog- braut var komin til sögunnar vantaði einhvern aðila til að ann- ast umsjón hennar 0g rekstur og líklega hefur það ýtt á eftir stofn- un félagsins ásamt áhuga á því að auka hér skíðaiðkun. Þeir sem mest unnu að stofnun Skíðafélags Dalvíkur voru Jón Halldórsson og Brynjólfur Eiríksson." — Hverjar voru fyrstu fram- kvæmdir félagsins? „Fyrstu framkvæmdir voru að koma fyrir togbrautinni sem áðan var nefnd og síðan að flytja og setja upp verslunarhúsið Hól sem skíðafélagið fékk til eignar vegna þess að það var orðið fyrir skipu- lagi og var húsið sett upp við skíðasvæðið. Fljótlega þar á eftir var lögð upp að skiðasvæðinu ein- fasa háspennulína." — Hverjar hafa verið undir- tektir íbúa bæjarins og bæjaryfir- valda gagnvart uppbyggingu skíðalandsins? „Undirtektir bæjaryfirvalda hafa verið góðar þó stundum hafi okkur fundist ganga nokkuð seint að svara ýmsum málaleitunum. Á Karlsárfjalli. Þorsteinn Skaftason (t.v.) ásamt félaga úr skíðafélaginu. Undirtektir bæjarbúa hafa verið svona upp og ofan eins og gengur og sýnist þar sitt hverjum." — Hvernig er aðstaðan í skíða- landi félagsins í dag og hvernig hefur uppbyggingin gengið? „Aðstaðan er að mörgu leyti mjög góð. Sumarið og haustið 1977 var keypt og sett upp lyfta af Doppelmaeyr-gerð í framhaldi af eldri lyftunni. Þá var einnig há- spennulínu breytt í 3ja fasa línu og lágspennulínur lagðar um fjall- ið. Nú er komin lýsing í brekkuna við neðri lyftuna, hús hefur verið byggt við efri lyftu fyrir tímatöku í mótum og fleira. Einnig hefur verið byggt hús yfir neðrr lyftu og töluvert hefur verið unnið að vegabótum upp að skíðasvæðinu á undanförnum árum. Þá hefur ver- ið síðustu tvo vetur snjótroðari á svæðinu." — Hjá ykkur rættist langþráð- ur draumur þegar þið eignuðust snjótroðara. Hvernig gengu þau mál fyrir sig og hverju hefur það breytt í sambandi við skíðaiðkun hér? „Já, það mál átti sér nokkuð langan aðdraganda. Á árinu 1979 fór félagið fram á bæjarábyrgð á láni til kaupa á troðara en bæjar- stjórn gat ekki orðið við þeirri beiðni þá. Síðar var svo lögð fram tillaga í bæjarstjórn um kaup á snjótroðara sem var samþykkt þannig að Dalvíkurbær greiðir 40%, íþróttasjóður 40% og Skíða- félagið 20%. Dalvíkurbær tók að sér að greiða erlent lán vegna troðarans en Skíðafélagið greiddi alla útborgun ásamt þeim hluta sem féll undir þau 40% sem íþróttasjóður á að greiða en eins og kunnugt er greiðir íþróttasjóð- ur sín framlög á 4—5 árum eftir á og þá án vaxta og verðbóta. Snjótroðarinn breytir geysilega miklu fyrir allt skíðafólk. Skíða- færi er alltaf miklu betra þegar brekkur eru troðnar og göngu- brautir eru líka lagðar fyrir þá sem bregða sér á gönguskíði." — Krefst starfsemi Skíðafé- lagsins ekki mikillar vinnu og fjármagns? „Jú, þetta er orðin mikil vinna og hingað til hefur öll mann- virkjagerð verið unnin í sjálfboða- vinnu og allt til ársins 1979 var allur rekstur og viðhald einnig unnið í sjálfboðavinnu. En síðan þá hefur félagið haft mann í hálfu starfi að vetrinum og í vetur hefur hann verið í fullu starfi. Áfram er þó lyftuvarsla um helgar og á kvöldin sjálfboðavinna. f viðbót við þetta er svo öll vinna við fé- lagsstarfið sjálft svo sem móta- hald, fjáröflun og allt annað sem því tilheyrir. Fjár er aflar með ýmsum hætti, s.s. lyftugjöld, fé- lagsgjöld, þátttökugjöld í nám- skeiðum, dansleikir og margt fleira og síðan 1978 hefur Dalvík- urbær veitt félaginu árlegan rekstrarstyrk." — Hver er áhugi almennings á skíðaíþróttum? „Eins og ég sagði áðan var áhugi almennings mjög lítill þegar fé- lagið var stofnað en er nú orðinn töluverður og nú siðari árin er hann einkum vaxandi fyrir göngu." — Öll íþróttafélög leggja nokk- uð upp úr keppni. Hvernig er stað- ið að þjálfunarmálum hjá félag- inu? „Þjálfun og kennsla hafa eink- um beinst að alpagreinum en lítið verið gert fyrir norrænu greinarn- ar hingað til. Undanfarna vetur hafa verið haldin skíðanámskeið fyrir fullorðna og börn sem heimamenn hafa annast en eigin- Daníel Hilmarsson á fullri ferð I svigbraut. „Skíðabrekkurnar eru mjög fjölbreyttar hér“ — segir Daníel Hilmarsson, fremsti skfðamaður Dalvfkinga Við erum stödd uppi í Böggvis- staðafjalli — nánar tiltckið í skíða- landi okkar Dalvíkinga. Að virða fyrir sér þau mannvirki og þá að- stöðu sem þarna hefur verið sköpuð ungu fólki hér til íþróttaiðkunar er til fyrirmyndar fyrir þá aðila, sem hönd hafa að því lagt. Hjá okkur er staddur Daníel Hilmarsson, lands- liðsmaður Dalvíkinga í skíðaíþrótt- um. Hann er hér við strangar æf- ingar undir leiðsögn þjálfara síns, Valþórs Þorgeirssonar, sem Skíðafé- lag Dalvíkur réði til sín á sl. hausti. Daníel er tekinn tali og leggjum við fyrst fyrir hann þá spurningu hve- nær hann hafi fyrst byrjað að fara á skíði? „Ætli ég hafi ekki verið 3ja ára þegar ég steig fyrst á skíði á skafl- inum fyrir framan Hólaveg 5 á Dalvík. En af alvöru hófst þetta um 8—10 ára aldur." — Hverjir hafa verið þínir leiðbeinendur? „Þeir hafa nú verið býsna marg- ir, bæði íslenskir og erlendir. Eg vil nefna fyrst Viðar Garðarsson frá Akureyri sem hefur þjálfað hér í nokkra vetur með góðum árangri. Nú í vetur er Valþór Þor- geirsson hjá okkur. Hann er mjög góður leiðbeinandi. Sumar æf- ingar hefur Jón Halldórsson, íþróttakennari, séð að mestu leyti um og á ég honum mjög mikið að þakka. En sá sem sennilega á mestan þáttinn i því að móta mína skíðun heitir Per Bye og er norsk- ur þjálfari en til hans hef ég farið nokkuð oft til æfinga." — Hver eru stærri mót sem þú hefur tekið þátt í og hvernig hefur gengið? „I vetur fórum við nokkrir skíðamenn erlendis og tókum þátt í nokkrum alþjóðamótum (FIS) til þess að reyna að bæta svokallaða FlS-punkta. Þetta eru oftast mjög sterk og fjölmenn mót, þannig að rásnúmerin geta farið upp í 140—150 en þá eru brautirnar orðnar mjög erfiðar og litlum árangri hægt að ná við slíkar að- stæður. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að maður er sífellt að reyna að bæta sína punkta og komast framar í rásnúmeraröð og jafnhliða að bæta sinn árangur i skíðaíþróttinni. Ætli minn besti árangur hafi ekki verið á móti á Ítalíu, en þar náði ég 20. sæti.“ — Hvernig hagar þú æfingum? „Æfingar byrja vanalega í lok júní og þá er æft þrek fram í október og jafnvel fram I nóvem- ber, en þá taka skíðin við. Ef að- stæður eru fyrir hendi er reynt að fara á skíði yfir sumarið og farið gjarnan í Kerlingafjöll. Eftir að skíðatímabilið er byrjað, stefni ég að því að æfa 3—4 tíma á dag, helst daglega og í keppni um helg- ar.“ — Hvernig er æfingaaðstaðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.